Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 11.11.1987, Blaðsíða 3
11. nóvember 1987 - DAGUR - 3 Hvað heldurðu? Húnvetningar og Skag- firðingar næstir Spurningakcppni Ríkissjón- varpsins, „Hvað heldurðu?“ hefur þegar skapað sér tölu- verðir vinsældir. A fimmtu- daginn kemur verður tekinn upp þriðji þáttur á Blönduósi þar sem keppa Húnvetningar og Skagfírðingar. Að sögn Tage Ammendrup hjá Sjón- varpinu, hefur sjónvarps- mönnum verið ákaflega vel tekið og alls staðar verið fullt hús á meðan upptökur fara fram. Lið Skagfirðinga í næsta þætti verður skipað þeim Ólafi Páls- syni, Sauðárkróki, Páli Dag- bjartssyni skólastjóra í Varma- hlíð í Skagafirði og Benedikt Sig- urðssyni frá Siglufirði. Húnvetningarnir sem mæta til leiks eru þeir Sveinbjörn Atli Magnússon Blönduósi, Rúnar Kristjánsson Skagaströnd og Ólafur Ólafsson Víðidalstungu. Enn sem komið er, er aðeins vit- að fyrir víst um einn hagyrðing sem mun mæta frá Húnvetning- um en það er sr. Hjálmar Jóns- son prófastur. Hann er af ætt Bólu-Hjálmars. í fjórða þætti keppa svo Eyfirðingar og Þingeyingar en sá þáttur verður tekinn upp á Húsa- vík. Það er Samver á Akureyri sem sjá mun um upptökur á þess- um tveim þáttum. Tage sagði að forkeppninni yrði lokið 21. janúar á næsta ári og verður þá hafist handa við töku á sex þáttum í undanúrslit- um, þar næst þrem og að lokum verður einn úrslitaþáttur. „Þessi keppni hefur verið jöfn og skemmtileg t.d. þurfti bráða- bana til að skera úr um úrslit í einum þáttanna. Þetta hefur ver- ið ánægjulegt en ég sakna kven- þátttakendanna," sagði Tage að lokum. VG Við bjóðum allt á góðu Baðsloppar herra frá kl. 1.200 Greiðslusloppar (velúr) Sængurföt og stök lök. Handklæði á mjög góðu verði Sængur og koddar. Dúkar í ótal gerðum. Að ógleymdu okkar barnafataúrvali. Hótel Höfn Siglufirði: Greiðir læ orkugjö Síguttar GubmttuLsstímrhf. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI A fundi veitunefndar Siglu- fjaröarkaupstaðar í síðasta mánuði var tekið fyrir bréf frá Viðari Ottesen, hótelstjóra á Hótel Höfn þar sem hann segir sig greiða hærra orkuverð en sambærilegur atvinnurekstur í Reykjavík og nágrannasveitar- félögum. „Ég byggi mitt mál á því, að á þessum stöðum hafa félagar í Sambandi veitinga- og gistihúsa- eigenda gert samning við rafveit- ur um að stóru veitingahúsin sem nota mikla orku fengju lækkun á kostnaði. Ég er með stærsta hótelið hér á Siglufirði og tel mig geta farið fram á sama hlut. Erindi mitt var samþykkt en ekki hefur endanlega verið geng- ið frá hversu mikil lækkunin verður, því fvrst þarf að mæla nákvæmlega hvað hótelið notar mikið rafmagn. Málið er tilkomið vegna þess að margir voru farnir að snúa sér að gasnotkun sem reyndist ódýr- ara en rafmagnið. Ég er afskap- lega ánægður með skilning bæjar- stjórnar á þessu máli,“ sagði Við- ar að lokum. VG Herraleðurjakkar 3 gerðir. Verð frá kr. 9.995.- Dömuleðurjakkar 2 gerðir. Verð kr. 15.330.- Leðurhanskar á dömur og herra Verð kr. 995.- Opið iaugardaga 9-12. WEyfjörö Htatteyrvgotu 4 ■ simi 22275 Domaramál í 1. deild: Leikurinn í kvöld hefel á rétlum tíma -dómarar verða sendir með leiguvél ÍR-inga Dómaramál í handknattleik hafa verið nokkuð til umræðu í framhaldi af endurteknum töf- um sem orðið hafa á leikjum í Iþróttahöllinni á Akureyri á miðvikudagskvöldum. Tvíveg- is hefur orðið að fresta leikjum KA um 20-30 mínútur vegna þess að dómarar voru ekki mættir á réttum tínia. Þetta hefur valdið talsverðri reiði hjá áhorfendum en ekki síður óþægindum hjá leikmönnum við undirbúning fyrir leik. Hér er ekki um einfalt mál að ræða. Vegna þess hvernig stend- ur á flugi til Akureyrar hafa dóm- arar ekki viljað taka vél fyrr en klukkan 19.00 úr Reykjavík og eru því ekki lentir á Akureyri fyrr en um áttaleytið, á sama tíma og leikir eiga að hefjast. Með þessu móti sleppa dómar- arnir við að taka sér frí síðdegis daginn sem leikirnir fara fram enda spurning til hvers hægt er að ætlast í þeim efnum. Síðasta vél til Reykjavíkur á miðvikudags- kvöldum fer klukkan 20.20 og og því eru dómararnir ekki komnir til síns heima fyrr en um klukkan 10.30 daginn eftir leik. Ef þessir menn ætluðu að komast í leik á réttum tíma þyrftu þeir að fara af stað úr Reykjavík klukkan 14.00 og misstu þannig nær heilan dag úr vinnu. Vinnutap sem þeir þurfa sjálfir að borga. Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson dómarar frá Akur- eyri hafa þegar þannig hefur staðið á farið suður um miðjan dag til að ná leik og misst hálfan dag úr vinnu. Þeir eru hins vegar komnir norður strax klukkan níu morguninn eftir. Ljóst þykir að eitthvað þarf að gera því hvað sem öðru líður er ekki hægt að bjóða áhorfendum upp á að svona hlutir endurtaki sig. Nærtækasta lausnin virðist vera að fresta miðvikudagsleikj- um til klukkan 20.30 nema hægt sé að leysa málið eins og gert verður í kvöld. Þá koma ÍR-ingar til leiks við KA með leiguvél frá FN og leggja í loftið klukkan fimm. Dómarar leiksins verða að sögn Guðjóns Guðmundssonar starfsmanns HSÍ sendir með þessari vél og því mun leikurinn hefjast á tilsettum tíma, klukkan 20.00. ET 15 búning- ar keyptir - fyrir Slökkvilið Húsavíkur Á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur í síðustu viku var sam- þykkt heimild til kaupa á 15 búningum fyrir slökkviliðs- menn og er kaupverð þeirra samtals 244 þúsund krónur. í Slökkviliði Húsavíkur eru 25 menn en þessir sérstöku slökkvi- liðsbúningar eru aðeins til fyrir 10 þeirra. Nú hafa mörg slökkvi- lið á landinu tekið sig saman um kaup á alls 200 búningum, þar af 15 fyrir Slökkvilið Húsavíkur. Fjárveiting til þessa verkefnis verður á fjárhagsáætlun Húsavík- urkaupstaðar fyrir árið 1988. IM Handhæg merkibyssa Vekjum athygli á DAGMERKINGUM A ÍSAÐAN FISK Merkimiöarnir eru sjálflímandi. • Sérþróaö lím, sem límist á blauta fiskkassana. • Viö þvott losna miöarnir auöveldlega af meö heitu vatni. • Handhæg og létt merkibyssa er þægileg til að líma miðana á fiskkassana. i Athugiö vel aö okkar vörumerki sé prentað á undirboröa miöanna. Dagmerklmiðar Ríkismat sjávarafuröa MINNIR A OAGMERKINGAR A íslensku sjávarútvegssýnlngunni í Reykjavík dagana 19. - 23. sept. sl. vakti pessi aðferð til að dagmerkja ísaðan fisk mikla athygli. DACFlSK--merklkerfið er nú pegar um borð í stórum hluta íslenska fiskiflotans, elnnig í Færeyjum, crænlandi og Noregi. börumirhínc hf* DALSHRAUNI 14, PÓSTHÓLF 283, HAFNARFIRÐI, ^SÍMI 5 3588

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.