Dagur


Dagur - 11.11.1987, Qupperneq 16

Dagur - 11.11.1987, Qupperneq 16
 Hafið þiö reynt okkar þjónustu? TediSmyndir Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. Skagafjörður: Riðan komin í Akrahrepp - sem áður var talinn ósýkt svæði Svo virðist sem riðuveikin breiðist stöðugt út í Skagafirði. Nú hefur riða verið staðfest í Flatartungu á Kjálka. En Akrahreppur hefur fram til þessa verið talið ósýkt svæði gagnvart riðuveiki. Að sögn Gunnars bónda í Flat- artungu varð vart við einkenni í Heilbrigðiseftirlit í Þingeyjarsýslum: Sveitarfélög í vanskilum við Húsavíkurbæ Húsavíkurbær mun hætta að sjá um fjármál og greiðslur vegna heilbrigðiseftirlits í Norðurlandsumdæmi eystra um áramótin, ef sveitarfélög í umdæminu hafa ekki gert full skil á greiðslum vegna eftirlits- ins fyrir þann tíma. Sameiginlegt heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum var tekió upp á árinu 1985. Heil- brigðisfulltrúi hefur aðsetur á Húsavík og fjármagnar bæjar- sjóður rekstur heilbrigðiseftirlits- ins en síðan eiga sveitarfélögin að endurgreiða bæjarsjóði þeirra hluta miðaö við íbúafjölda. Sveitarfélög njóta þessarar þjónustu aö undanskildum þeim sem eru austast og vestast í sýsl- unum, nokkur sveitarfélaganna eru í verulegum vanskilum viö bæjarsjóö og hafa tvö þeirra ekkert greitt fyrir þjónustuna frá upphafi. „Við erum ckki tilbúnir til að fjármagna þetta nema að viö fáum endurgreitt. Svæðisncfnd hefur verið sent bréf vcgna máls- ins og vonandi cr þaö nóg til að þessar greiðslur komi mcð skilum," sagði Bjarni Þór Einars- son bæjarstóri á Húsavík í sam- tali við Dag. IM tveim 2ja vetra kindum l'yrir um 2 vikum. í Flatartungu eru 400 fjár og sagði Gunnar viðræður nú standa yfir hvenær af niðurskurði verði. Bjóst hann frekar við að hann færi frarn nú í haust. Akrahreppurinn hefur hingað til veriö talið ósýkt svæði. Að vísu varð fyrir 10 árum vart við riðutilfelli á Flugumýri og þá skornir einhverjir árgangar úr hjörðinni þar. Og enn lengra er síðan að fé var skorið á Dýr- finnustöðum ysta bænum í hreppnum vegna riðu. Annars hefur riðuveiki ekki orðið varl í Akrahreppi síðan fyrir fjárskipti. Nú eru bara 2 ystu hrepparnir vestan Vatna, Skarðshreppur og Skefilsstaðahreppur, og Rípur- hreppur milli Héraðsvatna, sem ekki hafa fengið að kenna á rið- unni. -þá Sigling inn Eyjafjörð með hund í stafni, gleraugu á nefi og hatt á höfði. Mynd: TLV Leyfisveitingar viðskiptaráðherra: „Setja okkur í talsverða klípu“ Sú ákvöröun sem Jón Sigurðs- son viöskiptaráöherra tók að veita sex nýjum aðilum leyfi til útflutnings á frystum fiski til Bandaríkjanna hefur komið á óvart og sætt talsverðri gagn- rýni. Ákvörðun þessi er tekin án þess að hafa verið rædd í ríkisstjórninni og er ekki síst einkennileg með tilliti til þess að fyrir Alþingi liggur laga- frumvarp stjórnarflokkanna þess efnis að viðskipti við Bandaríkin flytjist frá viðskipta- ráðuneyti til utanríkisráðu- neytis. Strax við myndun núverandi ríkisstjórnar kom fram sú skoðun alþýðuflokksmanna að gefa út- flutning til Bandaríkjanna frjálsan. Því höfnuðu Sjálfstæðis- - segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra klípu,“ sagði flokkur og Framsóknarflokkur en viðurkenndu að nauðsynlegt væri að skoða þessi mál. Síðan þetta hefur viðskiptaráðherra að sögn Steingríms Hermannssonar utan- ríkisráðherra oftar en einu sinni rætt um að veita þessi leyfi. „Ég hef oftar en einu sinni gert athugasemdir við þetta og þegar Jón hringdi í mig á föstudaginn þá gerði ég við þetta athuga- semdir. Það er hins vegar erfitt við þetta að eiga því valdið er ennþá hjá viðskiptaráðherra. Það er ljóst að þeir aðilar sem fara í þennan útflutning leggja þar í talsverðar fjárfestingar og það kann að reynasl erfitt fyrir mitt ráðuneyti að valda þeim fjárhagslegum skaða með svipt- ingu leyfanna. Þetta setur okkur því í talsverða Steingrímur. Hann sagðist hafa verið búinn að ákveða að halda fund með hagsmunaaðilum í útflutningi til að skoða þessi mál og athuga hvort hægt væri innan einhverra almennra reglna að rýmka fyrir útflutningi til Bandaríkjanna. Eftir leyfisveitingarnar væri slíkt augljóslega mun erfiðara. ET „Nýjar hugmyndir koma með nýju fólki“ - segir Svanfríður Jónasdóttir á ný,“ sagði Svanfríður Jónas- dóttir á Dalvík, nýkjörinn varaformaður Alþýðubanda- lagsins. „Mér líst vel á framtíð flokks- ins eftir þessar breytingar og vænti þess að erfiðum kafla í sögu hans sé að Ijúka. Við munum taka höndum saman um að efla Alþýðubandalagið Kjarasamningaviðræðurnar: „Ljóst að rekstur frysti- húsanna er erfiður“ - segir Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSÍ „Það voru ekki stigin nein stór skref á fundinum í gær,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSI í samtali við Dag um fyrsta samningafund Verka- mannasambandsins og vinnu- veitenda. Á fundinum var skipuð nefnd beggja aðila sem kanna á afkomu og horfur í fiskvinnslugreininni. „Megináhersluatriði fulltrúa VMSÍ snúa að launamálum fisk- vinnslufólks og voru allir sam- mála um, að þá væri afkoma útflutningsgreinanna mál sem ekki er komist hjá að skoða. Það er Ijóst að rekstur frysti- húsa er nú mjög erfiður. Við höf- um þurft að horfa upp á miklar verðlagshækkanir innanlands bæði hvað varöar laun, hráefnis- kostnað og hvað annað. Á sama tíma hafa afurðir hækkað en þó minna cn sem svarar kostnaðar- hækkunum innanlands. Við bendunt okkar viðsemj- endum á, að það er mjög glæsi- legur árangur að kaupmáttur hér á landi hafi aukist um þriðjung á síðustu misserum.“ - En nú fullyrða þeir að þessi kaupmáttur hafi ekki náð jafnt til allra. „Já, þcir segja að þetta sé meðaltal og hafi deilst út með misjöfnum hætti. En svo er það með öll meðaltöl, þau eru byggð upp af háum og lágum tölum. Það má vel vera fiskvinnslufólk hafi ekki fylgt meðaltalinu að fullu en þó held ég að ljóst sé, að ekki er þarna sá munur á senr fólk vill vera að láta." sagði Þór- arinn að lokunr. VG Þegar Svanfríður hlaut kosn- ingu varð ljóst að þetta er í fyrsta sinn sem varaformaður flokksins er af landsbyggðinni. Þegar hún var spurð álits á því hvort hún teldi áframhaldandi ágreining verða milli stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar annars veg- ar og stuðningsmanna Sigríðar Stefánsdóttur hins vegar sagði Svanfríður: „Nei, ég held að fólk hafi verið á einu máli um að það yröi að sætta sig við þau úrslit sem urðu og ekki væri annað að gera en hefjast handa. Ég geri ráð fyrir því að starf- semi flokksins breytist og nýjar hugmyndir komi með nýju fólki, jafnt stjórn sem framkvæmda- stjórn og miðstjórn. Þetta mun setja ákveðinn svip á flokkinn og stefnumótun hans. Við væntum þess sannarlega að allir taki á og að flokksmenn hafi þann félags- lega þroska að þeir snúi nú bök- um saman. Staða flokksins hefur verið erfið undanfarið en við ætl- unt okkur að gera hann að því baráttutæki sem honurn er ætlað í tslenskum stjórnmálum.“ EHB

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.