Dagur


Dagur - 03.12.1987, Qupperneq 20

Dagur - 03.12.1987, Qupperneq 20
Akureyri, fimmtudagur 3. desember 1987 SA* SOUCIS Snyrtivörudeild Snvrtivönjr í úrvali - Okkar merki - Snyrtivörur í úrvali mlla sehAn Fiskmarkaður Norðurlands: Aldrei meira boðið upp - 25 tonn af þorski í gær I gær voru boðin upp um 25 tonn af óslægðum þorski hjá Fiskmarkaði Norðurlands hf. og er þar um að ræða mesta magn sem boðið hefur verið upp þar á einum degi. Yonir standa til að fimm uppboð verði haldin í þessari viku. A mánudag voru boðin upp 9,4 tonn af óslægðum þorski og var meðalverð fyrir kíló 39 krónur. í fyrradag voru svo boð- in upp 7 tonn fyrir 36 króna með- alverð. Fiskurinn í gær var afli þriggja báta þar af tveggja nýrra báta sem ekki hafa áður landað fiski í gegnum markaðinn. Hinn þriðji var Sjöfn frá Grenivík en sá bát- ur hefur lagt reglulega til fisk á markaðinn frá upphafi. „Það er að koma einhver upp- sveifla í þetta. Til þessa hafa upp- boð að jafnaði verið haldin tvisv- ar í viku en ég vonast til að þeim fjölgi á næstunni í fjögur í viku,“ sagði Sigurður Sigmundsson framkvæmdastjóri fiskmarkaðar- ins í samtali við Dag. Heildarsalan á markaðinum er nú orðin um 120 tonn og heildar- verðmæti að nálgast 4 milljónir. ET Siglfirðingar eiga að vinna saman - segir Þórarinn Vilbergsson „Ég held að betra væri fyrir Sigliirðinga að berjast minna í pólitíkinni og reyna heldur að vinna saman. Við þurfum að halda fast utan um þau atvinnu- fyrirtæki sem hér eru, hvort sem um er að ræða togara eða niðursuðuverksmiðju,“ sagði Þórarinn Vilbergsson, stjórn- arformaður byggingafyrir- tækisins Bergs hf. Berg hf. starfrækir umfangs- mikla byggingastarfsemi, bæði almenna starfsemi við húsbygg- ingar og innréttingar, auk þess að reka dótturfyrirtæki sitt, Drátt- arbraut Sigíufjarðar. Þórarinn sagði að nóg væri að gera í drátt- arbrautinni, þar væru yfirleitt um sex menn í vinnu, en þó væri það nokkuð mismunandi eftir fjölda verkefna. Hægt er að taka allt að 150 tonna skip í slipp, sem er sá eini á staðnum. Byggingafélagið Berg sér um byggingu hins nýja íþróttahúss á Siglufirði. íþróttahúsið var reist og gert fokhelt í sumar, og á næstunni stendur til að steypa gólf þess. Ekki er þó nákvæmlega vitað hvenær húsið verður tilbúið til notkunar. Framkvæmdastjóri Bygginga- félagsins Bergs hf. er Birgir Guð- laugsson. EHB Hólmfríður Hólmgeirsdóttir í Bókabúð Jónasar er hér með „íslenskt þjóðlíf í þúsund ár“ í fanginu, ritverk sem kostar tæplega 10.000 kr. Jólabókasalan fer senn að hefjast fyrir alvöru. Mynd: tlv. Of snemmt er að spá um met- sölubókina í ár, af mörgu er að taka og salan rétt að byrja. Verð á jólabókunum er mjög mismun- andi, en meðalverðið er á bilinu 1.800-2.000 krónur. Kiljur eru ódýrari og einnig er hægt að fá dýr og vönduð rit, svo sem íslenskt þjóðlíf í tveimur bindum, en það kostar tæplega 10.000 krónur. SS Skerðingarákvæði nýja húsnæðisfrumvarpsins: „Verið að gera úlfalda úr mýflugu - segir Alexander Stefánsson - þeir sem eiga tvær eða fleiri íbúðir fyrir eru aðeins um 0,4% umsækjenda í umræðum um hið nýja hús- næðisfrumvarp Jóhönnu Sig- urðardóttur félagsmálaráð- herra og rökstuðningi hennar fyrir hinu nýja frumvarpi hefur einna mest verið hampað þörf- Landsíminn á Akureyri: Erfiölega gengur að ráða rafeindavirkja „Vandamálið er aðallega að fá menn í stöður jarðsímatengj- ara. í þetta hafa verið ráðnir verkamenn sem hafa sótt sér- hæfð námskeið. Þetta er fyrst og fremst launavandamál, tveir tengjarar af fimm hættu í haust og við höfum ekki fengið neina í staðinn. Þá vantar alltaf raf- eindavirkja,“ sagði Alexander Pálsson, umdæmistæknifræð- ingur. Jarðsímatengingar eru úti- vinna, og að sögn Alexanders á það e.t.v. sinn þátt í hversu fáir fást til slíkra starfa. Til að mega starfa við tengingar á jarðsíma verða menn að sækja löng nám- skeið, sem haldin eru í Reykja- vík, og eru þeir að hluta til á launum á meðan. Aðeins þrír menn starfa við þessar tengingar á Akureyri sem stendur, auk tveggja verkstjóra. „Eg veit ekki af hverju svo erfitt er að fá rafeindavirkja til starfa hjá símanum því nú fá þeir greitt samkvæmt taxta.Rafiðnað- arsambandins og hafa sambæri- leg laun og á almennum vinnu- markaði. En það hefur enginn nýr maður komið í störf jarðsíma- tengjara á þessu ári,“ sagði Alex- ander. Að sögn Alexanders Pálssonar er nægilegur mannskapur starf- andi við innanhústengingar síma. Mikið hefur verið að gera og yfir 400 nýir símar hafa verið tengdir á árinu. EHB inni á að skerða lánsrétt ákveðinna hópa, þar á meðal þeirra sem eiga fleiri en eina íbúð fyrir. Flestir eru sammála um að þetta sé siðferðilega rétt en miðað við upplýsingar sem fengust hjá Húsnæðisstofnun virðist sem verið sé að þyrla upp moldviðri um minniháttar atriði. f fyrstu grein hins nýja laga- frumvarps segir að heimilt sé að skerða eða synja um lán ef ríkar ástæður séu fyrir hendi vegna einnar eða fleiri af eftirtöldum ástæðum: Umsækjandi eigi fleiri en eina íbúð, umsækjandi eigi mikla íbúðareign, skuldlausa eða skuldlitla eða að fyrri íbúðareign umsækjanda er skuldlítil og stærri en 180 fermetrar. í skýrslu sem félagsmálaráð- herra lét vinna fyrir sig kemur fram að af 10.300 umsóknum um lán frá Húsnæðisstofnun á tíma- bilinu 1. september 1986 til 1. nóvember 1987 voru aðeins um 40 eða tæp 0,4% sem teljast upp- fylla skilyrðið sem fyrst var nefnt. „Þetta er atriði sem er augljós- lega rétt að breyta, „móralskt séð“, en hefur ekki nokkra þýð- ingu fyrir fjárhag sjóðsins. Þegar þetta atriði er notað sem helsta röksemd þess að bylta kerfinu öllu þá er í raun verið að gera úlfalda úr mýflugu," sagði Alex- ander Stefánsson alþingismaður og fyrrverandi félagsmálaráð- herra í samtali við Dag um þessar upplýsingar. „Félagsmálaráðherra er, með Aðeins 0,4% umsækjenda hjá Húsnæðisstofnun eiga fleiri en eina íbúð. því að draga fram alls konar agnúa af þessu tagi, að verja það hvernig hún hefur kastað þessu frumvarpi fram, illa uppsettu. Það er til dæmis spurning í sambandi við síðari skilyrðin tvö hvort á ný eigi að leggja það á Húsnæðisstofnun að hún meti menn eftir efnum og ástæðum. Það er bara varla hægt,“ sagði Alexander. ET Æskulýðsráð: Rýmkast um ungdóminn Hermanni Sigtryggssyni æsku- lýðsfulltrúa Akureyrarbæjar hefur verið falið að kanna möguleika á leigu húsnæðisins Hafnarstræti 75 og leggja niðurstöður sínar fyrir bæjar- ráð. Umrætt húsnæði er norðan við Dynheima en þar var bókaút- gáfan Skjaldborg með starfsemi. Húsnæðið sem tekið verður á leigu er um 100 fermetrar og er ætlað sem viðbót við húsnæði æskulýðsráðs í Dynheimum, m.a. fyrir Leikklúbbinn Sögu. ET Jólagjafir: Blómlegt bókaúwal - Meðalverð hátt í 2.000 kr. Jólabókaúrvalið virðist vera mjög fjölskrúðugt fyrir þessi jól en hvort salan verður jafn blómleg er ekki komið í Ijós ennþá. Bækur þykja nokkuð dýrar á Islandi en við erum mikil bókaþjóð og í Ijósi reynslunnar mega margir búast við að fá bækur í jólagjöf nú. Við liturn inn í Bókabúð Jón- asar á Akureyri í gær, skoðuðum bækur og forvitnuðumst um söl- una. Starfsfólkið var sammála um að jólaösin væri ekki byrjuð fyrir alvöru en þó.væri nokkur hreyfing á sumum bókum. T.d. hefði bók Sovétleiðtogans Gor- |batsjovs, Perestrojka, selst í nokkrum eintökum og bækur á borð við endurminningar Stefáns Jónssonar og Emils Björnssonar væru byrjaðar að seljast, svo og leinstaka skáldsögur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.