Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, fimmtudagur 10. desember 1987 236. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Heilsugæslustöðin á Húsavík:
„Vona að niður-
staðan verði jákvæð“
- segir Guðmundur Bjarnason ráðherra
„Ég á von á því að niðurstaða
fjárveitinganefndar í þessu
máli verði jákvæð. Það er þó
óvíst hve miklu fé verður veitt
til byggingar heilsugæslustöðv-
arinnar, en það verður þó hægt
að hrinda verkinu af stað,“
sagði Guðmundur Bjarnason
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðherra í sambandi við fram-
kvæmdir við Heilsugæslustöð-
ina á Húsavík.
Guðmundur sagði að þetta mál
væri ekki nýtt og bréf starfs-
manna sjúkrahússins á Húsavík,
sem birtist í Degi sl. þriðjudag,
Gaffalbitamálið:
Fyrirtæki
stofnað á
næstu dögum
- „Gróf móðgun“, segja
3 bæjarfulitrúar um
bréf 15 atvinnurekenda
hefði í sjálfu sér ekki breytt
miklu í þessu sambandi. Miklar
framkvæmdir hefðu staðið yfir í
heilsugæslumálum landshlutans
og benti ráðherra á heilsugæslu-
stöðvarnar á Þórshöfn, í Ólafs-
firði og á Dalvík. Það væri fullur
hugur hjá þingmönnum Norður-
lands eystra að sjá til þess að
Heilsugæslustöðin á Húsavík
væri næst á dagskránni.
„Ég vil þó benda á að þetta
verkefni hefur fengið fjármagn
sem nægt hefur til þess að byggja
spennistöð og bílskúr. Þær bygg-
ingar voru forsenda þess að hægt
væri að halda áfram framkvæmd-
um,“ sagði Guðmundur Bjarna-
son ráðherra að lokum.
Dagur hafði samband við Árna
Gunnarsson þingmann og spurði
hann út í þetta mál. Hann sagði
að þingmenn kjördæmisins hefðu
komið saman í fyrradag og þá
hefði bréfið frá starfsmönnunum
verið eitt af þeim málum sem rætt
var. Ekki vildi Árni tjá sig mikið
um málið og sagði að málið væri
á viðkvæmu stigi hjá fjárveitinga-
nefnd. Fullur hugur væri þó hjá
þingmönnum að veita þessu máli
brautargengi. AP
Jólatörn póstmanna er nú að fara í hönd. A myndinni er Arnhildur Arna-
dóttir starfsmaður Póststofunnar á Akureyri að lesa í sundur bréf úr fyrsta
skammtinum. Mynd: tlv
Utgeröarfélag Akureyringa hf.:
Verður keyptur ísfisk-
togari eða fiystitogari?
- áhugi á smíðinni kannaður
hjá „gömlum kunningjum“ frá 1983 og fleimm
Bæjarráð Siglufjarðar og
niðursuðufyrirtæki K. Jóns-
sonar á Akureyri hafa gert
með sér drög að stofnsamningi
fyrirtækis um rekstur gaffal-
bitaverksmiðju á Siglufirði. K.
Jónsson mun, ef af verður,
eiga a.m.k. 51% í hinu nýja
fyrirtæki en ætlunin er síðan
að einstaklingar og fyrirtæki á
Siglufírði kaupi minnihlutann.
Atvinnurekendur þar í bæ hafa
þó aðrar hugmyndir.
Bæjarstjórn mun fjalla um
málið á fundi sínum í dag og að
sögn Hafþórs Rósmundssonar
bæjarfulltrúa og formanns
atvinnumálanefndar, verður
fyrirtækið stofnað fyrir eða um
helgina. Þar næst verður sótt um
aðild að Sölustofnun lagmetis og
reynt að ná samkomulagi við
Fiskimjölsverksmiðju Horna-
fjarðar um að hið nýja fyrirtæki
gangi inn í gerðan samning um
kaup á tækjum Sigló hf. fyrir 21
milljón.
Skömmu fyrir fund bæjarráðs
Siglufjarðar í gær barst bréf frá
15 atvinnurekendum á staðnum
þar sent þeir skoruðu á bæjarráð
að veita bæjarfulltrúunum Skarp-
héðni Guðmundssyni, Hafþóri
Rósmundssyni og Kristjáni
Möller ábyrgð fyrir 10 milljón
króna láni svo þeir gætu keypt
tækin og rekið, og þannig staðið
við fullyrðingar sínar um að slíkt
væri vel hægt. Tveir fimmtán-
menninganna eiga sæti í atvinnu-
málanefnd.
Á fundinum í gær létu þeir þre-
menningar bóka að þeir álíti
áskorunina „grófa móðgun við
bæjarstjórn og atvinnumála-
nefnd," enda séu atvinnumál á
Siglufirði ekki til að hafa í flimt-
ingum. ET
Forráðamenn Útgerðarfélags
Akureyringa huga nú að smíði
nýs togara fyrir félagið. Til að
kaupa nýtt skip þarf að úrelda
togarann sem fyrirtækið keypti
fyrir skömmu og heitir nú Sól-
bakur. Til þess var hann líka
keyptur.
Jón B. Hafsteinsson skipa-
verkfræðingur vinnur að athugun
þessara mála fyrir ÚA. Haft hef-
ur verið samband við þær skipa-
smíðastöðvar sem gerðu tilboð í
smíði togara fyrir ÚA árið 1983
og nokkrar til viðbótar. Þá bárust
yfir 20 tilboð cn vegna nýrra
reglna sem þá gengu í gildi um
endurnýjun fiskiskipa varð ekkert
af smíðinni. Fyrirtækin sern um
ræðir eru í Þýskalandi, Dait-
mörku, Noregi, Póllandi, Hol-
landi, Spáni, Englandi og á
íslandi. Spurt er um áhuga stöðv-
anna á verkefninu með þeim skil-
málum að Sólbakur sé tekinn upp
í kaupverðið. Næsta skref er gerð
útboðsgagna og síðan útboð.
Samkvæmt reglum unt endur-
nýjun skipa má margfeldi lengdar,
breiddar og dýptar hins nýja
skips vera 33% hærra en sama
margfeldi hjá því skipi sem úrelt
er í staðinn. Ekkert liefur enn
verið ákveðið um stærð hins nýja
skips í rúmlestum talið en hún
ræðst af hlutföllunum milli
áðurnefndra stærða. Að sögn
Jóns ræðst ákvöröun unt þetta
m.a. af því hvort úm verður að
ræða ísfisktogara eða frysti-
togara. Hugntyndir eru komnar
upp um skip sem yrði 58 metrar á
lengd, 13 á breidd og um 5,2
metrar á dýpt. Skip af þeirri
stærð má ætla að sé einhvers
staöar á bilinu 5-800 lcstir, allt
eltir því hvaða mælingakúnstir
eru viðhafðar. Sólbakur er skrao-
ur 743 lestir.
Jón sagðist ekkert geta um það
sagt hvort skipið yrði srníðað
heima eða erlendis, það færi m.a.
eftir þeim tímamörkum sem sett
yrðu í útboði. ET
Fiskmarkaður
Norðurlands hf.:
Hagnaður
af rekstri
í fyrsta
skipti
Eftir rólega byrjun virðist
sem starfsemi Fiskmarkaðar
Norðurlands sé nú loksins að
glæðast. í síðustu viku voru í
fyrsta skipti haldin uppboð alla
daga vikunnar og það sem
meira er, þá stóð reksturinn í
fyrsta skipti undir sér. Heildar-
rekstrarkostnaður fyrirtækis-
ins frá upphafí er nú orðinn um
4 milljónir að meðtöldum
stofnkostnaði en tekjur á tíma-
bilinu eru um 250 þúsund
krónur. Llpphaflegt hlutafé
fyrirtækisins var 2,8 milljónir
en fyrirhuguð er hlutafjár-
aukning og aukin umsvif í
starfsemi.
Nýiega var rúmlega 20 aðilum
boðið að gerast hluthafar í fyrir-
tækinu auk þess sem helstu hlut-
höfum var boðið að auka hlut
siun. í upphafi var gert ráð fyrir
því að til að tryggja reksturinn
fyrsta árið þyrfti hlutafé að vera
um 5 milljónir. „Viö höfum ekki
orðið áhyggjur af peningamálun-
um enda ekki ástæða til," sagði
Sigurður P. Sigmundsson fram-
kvæindastjóri FNOR.
Auk þess sem nauðsynlegt er
að afla markaðinum rekstrarfjár
meðan hann er að komast af stað
sagði Sigurður að markmiðið
með aukningu hlutafjár væri aö
styrkja og efla starfsemina til
dæmis með fjölgun útstöðva og
aukinni upplýsingaöflun.
Þá er nú mjög fariö að ræða
þann möguleika að markaðurinn
hefji starfsemi á nýjum sviðum,
til dæmis í útflutningi. Hugmynd-
in er að um verði að ræða útflutn-
ing á afurðum frystiskipa, skreið,
fiskimjöli og fleiru. Til þessa hef-
ur öll útflutningsstarfsemi farið
frani í gegnum Reykjavík og
þykir mörgum mál að linni.
„Bæjarstjóri er þessu mjög fylgj-
andi og við höfum hug á að láta
af þessu verða mjög fljótlega,"
sagði Sigurður. ET