Dagur - 10.12.1987, Page 8

Dagur - 10.12.1987, Page 8
8 - DAGUR - 10. desember 1987 Tilboð Jólatilboðin eru hafín. ★ Bökunartilboð - Allt í jólabaksturinn. ★ Djúpsteikingarfeiti, smjörlíki, jurtafeiti frá Flóru. ★ Fromage frá 0tker. ★ Niðursoðið grænmeti frá K. Jónsson. ★ Niðursoðnir ávextir: Ardmona Bl. ávextir Perur Ferskjur %*UJ S Jarðarber Ananas Jólakonfekt í mörgum stærðum. Fiskvinnslan er N rekin með umtals- verðum halla „Pensluástand, stórfelldar kostn- aðarhækkanir og versnandi við- skiptakjör samfara falli banda- ríkjadollars ógna nú rekstri fiski- vinnslu hér á landi. Stórhækkað raungengi krónunnar hefur fært fjármuni frá útflutningsfram- leiðslunni til annarra greina atvinnulífsins og er nú svo komið, að fiskvinnslan er rekin með umtalsverðum halla sem fer sívaxandi.“ Þannig hljóðar upp- haf ályktunar aðalfundar Sam- bands fiskvinnslustöðvanna. Síðan segir: „Við þessar aðstæður er fullkomlega óskiljan- legt, að ríkisstjórnin miðar enn við að skerða rekstrarafkomu sjávarútvegs með því að hætta endurgreiðslu uppsafnaðs sölu- skatts, sem allar aðrar útflutn- ingsgreinar njóta og samtímis að skattleggja launagreiðslur, en því var hætt fyrir rúmu ári, svo fisk- vinnslan fengi staðist stöðugt gengi. Piltur og stúlka Leikstjóri Borgar Garöarsson. Leikmynd örn Ingi Gíslason. Lýsing Ingvar Björnsson. Tónlist Jón Hlöðver Áskelsson. Frumsýning 2. dag jóla kl. 17.00. 2. sýning sunnudag 27. des kl. 20.30. 3. sýning þriðjud. 29. des. kl. 20.30. 4. sýning miðvikud. 30. des. kl. 20.30. 5. sýning fimmtud. 7. jan. kl. 20.30. 6. sýning föstudag 8. jan. kl. 20.30. 7. sýning laugardag 9. jan. kl. 18.00. 8. sýning sunnudag 10. jan. kl. 15.00. Athugið breyttan sýningartíma. Forsala aðgöngumiða hafin. Gjafakortið gledur Tilvalin jólagjöf JÍ Æ MIÐASALA Æmm simi 96-24073 l€IKF€LAG AKURCYRAR Gengisfall dollarans á alþjóð- legum markaði er sameiginlegt áfall þjóðarinnar allrar. Ef það er raunverulegur ásetningur stjórn- valda að halda gengisskráningu íslensku krónunnar óbreyttri við núverandi aðstæður, þá verða stjórnvöld að grípa til róttækra aðgerða í peninga- og efnahags- málum núna strax, í þeim tilgangi að lækka verðbólgu og bæta kjör fiskvinnslunnar eftir öðrum leið- um. íslenskur sjávarútvegur stend- ur á tímamótum. Framtíð hans og afkoma þjóðarbúsins veltur á því, að aukin framleiðni verði f greininni með aukinni vélvæð- ingu og bættri skipulagningu. Forsenda þessarar þróunar er að rekstrarskilyrði batni og stjórn verði á efnahagsmálum þjóðar- Passíu- kórinn á Akureyri 15 ára Á síðastliðnu hausti voru 15 ár liðin frá stofnun Passíukórsins á Akureyri. Aðal hvatamaður að stofnun kórsins var Roar Kvam og hefur hann stjórnað honum af stórhug og dugnaði æ síðan. Á þessum 15 árum hefur kór- inn flutt mörg stórverk tónbók- menntanna. Sem dæmi rná nefna Messías eftir Hándel, Sálumessu Mózarts, Árstíðirnar og Sköpun- ina eftir J. Haydn, C-dúr messu Beethovens, Páskaóratoríu og kantötur eftir J.S. Bach og svo mætti lengi telja, Er því óhætt að fullyrða, að kórinn hefur á þessum 15 árum verið einn af máttarstólpum menningarlífsins á Akureyri og jafnvel öllu landinu. Til gamans má rifja upp ummæli tónlistargagnrýnanda eins dagblaðsins í Reykjavík að loknum flutningi á Árstíðum Haydns í Háskólabíói vorið 1979. Pau voru á þessa leið: „Passíukórinn réttlætir það að kalla Akureyri höfuðstað Norðurlands." Passíukórinn minnist 15 ára afmælisins með veglegum tón- leikum í Akureyrarkirkju 16. des. n.k. kl. 20.30. Á efnis- skránni verða tvö verk. Þau eru Jólaóratoria eftir Camille Saint- Saéns fyrir kór, 5 einsöngvara, orgel, hörpu og strengi og A Cere- mony of Carols eftir Benjamin Britten, sem er fyrir kór, 2 sópr- ana og hörpu. Kórinn hefur áður flutt síðarnefnda verkið. Það var í desember 1979 bæði á Stóru- Tjörnum og í Akureyrarkirkju. Einsöngvarar með kórnum að þessu sinni verða þau Elín Sigur- vinsdóttir og Margrét Bóasdóttir sópran, Þuríður Baldursdóttir alt, Páll Jóhannesson tenór og Michael J. Clarke baryton. Hörpuleikari verður Monica Abendrot og að venju verður Roar Kvam stjórnandi tónleik- anna.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.