Dagur - 10.12.1987, Qupperneq 12
12 - DAGUR - 10. desember 1987
fþrótfir
i
-
Júgóslavar sigruðu íslendinga
í æsispennandi leik
- skoruðu sigurmarkið á síðustu sekúndu leiksins
Júgóslavar náðu að hefna fyrír
tapið gegn íslendingum í hand-
knattleik í fvrrakvöld er liðin
mættust öðru sinni í Laugar-
dalshöll í gærkvöld. Þeir sigr-
uðu með 28 mörkum gegn 27
og sigurmarkið skoruðu Júgó-
slavar í þann mund er leiktím-
inn rann út. Leikurinn í gær-
kvöld var æsispennandi og jafn
lengst af en heims- og ólympíu-
meistarnir höfðu heppnina
með sér og sigruðu naumlcga.
Islendingar byrjuðu betur og
höfðu yfir þar til staðan var 3:2.
Þá náðu Júgóslavar að jafna og
komast yfir 4:3. Áfram var jafn-
ræði með liðunum en Júgóslavar
voru þó á undan að skora. Eftir
20 mín. leik var staðan jöfn 8:8
en þá skoruðu Júgóslavar fjögur
mörk í röð og breyttu stöðunni
12:8. íslendingar minnkuðu mun-
inn í 10:12 en Júgóslavar juku
muninn aftur í fjögur mörk,
14:10. í háfleik varstaðan 15:12.
Þessi munur hélst með liðun-
um fram undir miðjan síðari hálf-
leik að Þorgils Óttar jafnaði
20:20 af línunni eftir frábæra
sendingu frá Sigurði Sveinssyni
sem var rétt kominn inn á og
hann átti eftir að koma heldur
betur við sögu á lokasprettinum.
Júgóslavar skoruðu 21. markið
en Páll Ólafsson jafnaði á ný.
Júgóslavar bættu 22. markinu við
en þá komu tveir þrumufleygar
frá Sigurði Sveinssyni og hann
kom Islendingum yfir í fyrsta
skipti í síðari hálfleik. 23:22.
Þegar skammt var til leiksloka
var jafnt 26:26 en Júgóslavar
komust yfir á ný, 27:26. Valdi-
mar Grímsson jafnaði 27:27 þeg-
ar innan við ein mín. var eftir en
Júgóslavar áttu síðasta orðið og
skoruðu sigurmarkið á síðustu
sekúndu leiksins og tryggðu sér
sigurinn við mikinn fögnuð.
íslendingar hefðu eins getað
farið með sigur af hólmi, svo jafn
Handbolti 2. deild kvenna:
Þór leikur jgegn
UBK og IBK
Kvennalið Þórs hefur staöið
sig frábærlega vel það sem af
er í 2. deildinni í handbolta.
Liðið hefur leikið sjö leiki og
unnið sex þeirra. Það stefnir í
harða baráttu á toppnum á
milli Þórs og IBV og einnig
kemur Grótta til með að
blanda sér í þann slag.
Tvö lið vinna sig úr 2. deildinni
í þá 1. og ef Þórsliðið heldur
áfram af sama krafti, eru mögu-
leikar liðsins á 1. deildarsæti
miklir þó enn sé langt í langt.
Um helgina heldur liðið suður
á bóginn og leikur tvo leiki. Á
föstudagskvöld kl. 20 gegn UBK
í Kópavogi og á laugardag heldur
liðið til Keflavíkur og mætir liði
heimamana kl. 14. Bæði ÍBK og
UBK hafa leikið sjö leiki í deild-
inni til þcssa og er ÍBK með 5 stig
en UBK 4.
Þór fékk UBK í heimsókn í
fyrsta leiknum í haust og sigraði
frekar naumlega í þeim leik,
26:24. ÍBK og UBK virðast
nokkuð jöfn að getu en liðin
skildu jöfn um síðustu helgi.
Þórsstelpurnar eiga örugglega
erfiða leiki fyrir höndum en leiki
þær áfram af sama krafti, eiga
þær góða sigurmöguleika í báð-
um leikjunum.
var þessi leikur. Kristján Arason
fór tvívegis illa að ráði sínu í síð-
ari hálfleik. Fyrst lét hann verja
frá sér vítakast í upphafi hálf-
leiksins en síðan brást honum
bogalistin í hraðaupphlaupi undir
lok leiksins. Sigurður Sveinsson
lék á alls oddi þann stutta tíma
sem hann var inn á og skoraði 4
mörk með sannkölluðum þrumu-
skotum. Valdimar Grímsson átti
einnig mjög góðan leik, svo og
þeir Þorgils Óttar, Atli Hilmars-
son og Páll Ólafsson.
Júgóslavar léku af mun meiri
krafti en í fyrrakvöld og ætluðu
sér greinilega ekkert annað en
sigur. Atkvæðamestir voru þeir
Zaracevic sem skoraði 7 mörk og
Portner sem skoraði 5 mörk.
Dómarar voru þeir voru Broman
og Elíasson frá Svíþjóð og
dæmdu þeir ágætlega.
Mörk fslands: Kristján 4/3,
Atli 4, Þorgils 4, Sigurður Sv. 4,
Páll 3, Guðmundur 3, Valdimar 3
og Sigurður G. 2.
Vuldimar Grímsson hefur leikið mjög vel með landsliðinu að undanförnu og í leiknum í gærkvöld skoraði hann þrjú
falleg mörk. Mynd: KGA
Handbolti 3. deild:
Bergrós Guðmundsdóttir og félagar hennar í Þór eiga tvo erfiða leiki fyrir
höndum um helgina. Mynd: kk
Tekst Völsungi að
ná fram hefndum?
Það ætti að hafa kólnað veru-
lega undir Arnari Guðlaugs-
syni þjálfara Völsungs í hand-
bolta eftir góða ferð liðsins
suður um síðustu helgi. Þá
gerðu Völsungar sér lítið fyrir
og unnu bæði Ögra og ÍH
mjög örugglega í 3. deildinni.
ÍH hafði ekki tapað leik er lið-
ið mætti Völsungi en því var
öfugt farið með Ögra. Liðið
hefur ekki hlotið stig og kemur
varla til með að gera það.
Völsungar voru án stiga fyrir
síðustu helgi en með þessum
tveimur sigrum vænkaðist hagur
liðsins til muna. Arnar ætti því að
vera öruggur um stöðu síma, alla-
vega enn um sinn.
Á laugardag fer fram hörku-
leikur á Húsavík er Völsungar fá
Stúdenta í heimsókn. Völsungar
fóru illa að ráði sínu gegn liðinu í I
fyrri leiknum og töpuðu 18:22 í
annars jöfnum leik. Þeir ætla sér |
Enginn var með 12 rétta í
íslenskum getraunum þriðju
vikuna í röð. Alger metsala var
í síðustu viku enda stór pottur.
Þar sem 1. vinningur fór yfir
þriðju vikuna í röð flytjast
2.569.660 kr. yfir í 1. vinnings-
pott 16. leikviku.
Það er því útlit fyrir stærsta
getraunapott allra tíma hérlendis
örugglega ekki að láta sömu
söguna endurtaka sig á laugardag
og mun mæta grimmir til leiks.
og þvf eftir miklu að slægjast.
Það þykir ekki ofmat að búast við
yfir 5.000.000.- kr. í vinnings-
potti 16. leikviku. Stærsti vinn-
ingspotturinn hingað til var í 12.
leikviku í fyrra og var hann
4.927.831 krónur. Það er ljóst að
það mun eitthvað mikið ganga á
á laugardaginn í getraunumm.
12 voru með 11 rétta nú og
hlaut hver 45.242.-.
Getraunir:
Stefnir í stærsta
pott sögunnar