Dagur - 10.12.1987, Blaðsíða 15
10. desember 1987 - DAGUR - 15
f hér&þar 1
Hvemij’ hugsa
Bandaríkjamenn?
Bandaríkjamenn eru óánægðir með holdafar sitt og útlit en samt ánægðir með lífið.
Við skulum enn um sinn halda
okkur við Bandaríkin í þessum
slúður- og/eða fróðleiksþætti
blaðsins. Bandaríkjamenn eru
nefnilega merkilegur þjóðflokkur
og hugsunarháttur þeirra oft
dálítið frábrugðinn því sem við
eigum að venjast. Að sjálfsögðu
hefur verið gerð könnun á helstu
hugðarefnum Bandaríkjamanna
og við skulum skyggnast örlítið í
þá könnun.
í ljós kemur að flestir vilja
losna við nokkur kíló og minnka
streitu. Langflestir trúa á Guð,
en fara sjaldan til kirkju. Fólk
segist vera dálítið utangátta hvað
stjórnvöld og stærri viðskipti
varðar en langflestir eru sáttir við
hlutskipti sitt.
Þetta kemur fram í könnun
sem Louis Harris vann og birtist í
bókinni „Inside America“, eða
Innviðir Ameríku. Þarna kemur
ýmislegt fram hvað varðar hugs-
anir og langanir Bandaríkja-
manna og það getur verið fróð-
legt að bera niðurstöðurnar sam-
an við okkar eigin þankagang.
54% aðspurðra karla segjast
hugsa oft um líkamlegt atgervi
sitt og 75% kvenna segjast gjöra
slíkt hið sama. 40% kvenna eyða
miklum tíma í það að reyna að
bæta ástand líkamans.
Það sem meira er, 94% karla
og 99% kvenna vilja breyta útliti
sínu á einhvern hátt. Þetta eru
sláandi tölur og greinilegt að
flestir Kanar vilja vera grennri,
fallegri, stæltari, hárprúðari og
þar fram efir götunum. Hvað ætli
Guð hafi verið að hugsa þegar
hann skapaði Kanann?
Flestir vilja skafa af sér nokkur
kíló. 78% kvenna og 56% karla
eru í rusli yfir holdafarinu og
vilja grenna sig.
27% karla og 48% kvenna vilja
með einhverjum ráðum hylja þau
merki sem koma er aldurinn fær-
ist yfir þau, s.s. hrukkur, grátt
hár, hárlos o.s.frv.
89% Bandaríkjamanna þjást
af stressi. Um 114 milljónir
manna reyna að ráða bót á þessu
með lyfjum, ráðgjafarþjónustu,
iíkamsrækt og þar fram eftir
götunum en 64 milljónir gera
ekkert í málinu.
„Stress er það gjald sem menn
verða að greiða fyrir það að þéna
vel og komast áfram í lífinu,“
segir Harris. „Hátt í helmingi
fleiri hátekjumenn en lágtekju-
menn þjást af þessum kvilla.“
95% Kana segjast trúa á Guð,
en 58% þeirra segjast ekki fara
reglulega til kirkju.
60% fullorðinna segjast ekki
skynja sambandið við yfirvöld,
en þrátt fyrir þessa firringu og
þessi vandamál segjast 63%
þjóðarinnar vera sátt við hlut-
skipti sitt og ánægð með lífið.
Kanarnir eru greinilega ham-
ingjusöm þjóð, þrátt fyrir allt, en
komast þó ekki með tærnar þar
sem íslendingar hafa hælana í
hamingjuríku lífi.
rJ
dagskrá fjölmiðla
Núna eru jólasveinarnir á leið til byggða og þeir verða í
þættinum A heimaslóðum í kvöld.
SJONVARPIÐ
FIMMTUDAGUR
10. desember
17.50 Rítmálsfréttir.
18.00 Stundin okkar.
Endursýndur þáttur frá 6. des-
ember.
18.30 Þrífætlingarnir.
(Tripods).
Breskur myndaflokkur fyrir börn
og unglinga, gerður eftir kunnri
vísindaskáldsögu sem gerist á
21. öld.
Þýðandi: Trausti Júliusson.
18.55 Fréttaágrip og táknmáis-
fréttir.
19.05 íþróttasyrpa.
19.25 Austurbæingar.
(East Enders).
Breskur myndaflokkur í léttum
dúr.
Þýðandi: Kristmann Eiðsson.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Kastljós.
Þáttur um innlend málefni.
Umsjónarmaður: Helgi H.
Jónsson.
21.20 Matlock.
Bandarískur myndaflokkur.
Aðalhlutverk: Andy Griffith,
Linda Purl og Kene Holhday.
Þýðandi: Kristmann Eiðsson.
22.15 Á slóð eiturlyfja.
(48 Hours on Crack Street.)
Ný, bandarísk heimildamynd um
eiturlyfjanotkun þar í landi,
23.50 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok.
SJONVARP
AKUREYRI
FIMMTUDAGUR
10. desember
16.30 Hinsta óskin.
Kona sem haldin er banvænum
sjúkdómi, biður son sinn að upp-
fylla sínu hinstu ósk; að fá að
hitta átrúnaðargoð sitt Gretu
Garbo.
18.15 Bein útsending frá leiðtoga-
fundinum í Washington.
19.19 19.19.
20.30 Á heimaslóðum.
Ávarp sjónvarpsstjóra. Samleik-
ur í ejónvarpssal. Kristinn Öm
Kristinsson og Lilja Hjaltadóttir
leika. Rætt við Hurðaskelli og
Ketkrók á leið til byggða.
21.30 Heilsubælið í Gervahverfi.
22.10 Hjákonan.
(Mistress).
Kona ein eyðir bestu ámm ævi
sinnar með kvæntum manni.
Þegar hann fellur frá stendur
hjákonan uppi slypp og snauð
og neyðist til þess að sjá sjálfri
sér farborða í fyrsta sinn.
Aðalhlutverk: Victoria Principal.
23.45 Stjörnur í Hollywood.
(Hollywood Stars.)
00.05 Eldur í æðum.
(Burning Bed.)
Myndin er byggð á sögu Fran-
cine Hughes sem varð fyrir þeirri
ógæfu að giftast manni sem
barði hana. Þó einkennilegt
megi virðast vom Francine allar
bjargir bannaðar, bömin hennar
þrjú bundu hana heimilinu og
hvorki foreldrar hennar né yfir-
völd vildu skipta sér af erjum
milli hjóna. Að lokum greip Fran-
cine til örþrifaráða.
Aðalhlutverk: Paul LeMat og
Farrah Fawcett.
Myndin er alls ekki við hæfi
bama.
01.45 Dagskrárlok.
©
RÁS 1
FIMMTUDAGUR
10. desember
6.45 Veðurfregnir - Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið
með Kristni Sigmundssyni.
Margrét Pálsdóttir talar um dag-
legt mál kl. 7.55.
9.00 Fréttir.
9.03 Jólaalmanak Útvarpsins
1987.
Umsjón: Gunnvör Braga.
9.30 Upp úr dagmálum.
10.00 Fréttir ■ Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
11.00 Fréttir ■ Tilkynningar.
11.05 Samhljómur.
12.00 Fréttayfirlit • Tónlist • Til-
kynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Tilkynning-
ar ■ Tónlist.
13.05 í dagsins önn - Börn og
umhverfi.
13.35 Miðdegissagan: „Sól-
eyjarsaga" eftir Elías Mar.
14.00 Fréttir ■ Tilkynningar.
14.05 Plöturnar mínar.
Umsjón: Rafn Sveinsson. (Frá
Akureyri.)
15.00 Fréttir.
15.03 Landpósturinn - Frá
Norðurlandi.
Umsjón: Gestur Einar Jónasson.
(Frá Akureyri.)
15.43 Þingfréttir.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir
17.03 Tónlist á síðdegi eftir Wolf-
gang Amadeus Mozart.
18.00 Fréttir.
18.03 Torgið - Atvinnumál -
þróun, nýsköpun.
Tónlist • Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir • Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál.
Að utan.
20.00 Tónlistarkvöld Ríkisút-
varpsins.
22.00 Fréttir • Dagskrá morgun-
dagsins • Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 „Hátið fer að höndum ein.“
Þáttur um aðventuna í umsjá
Kristins Ágústs Friðfinnssonar.
23.00 Draumatíminn.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir. '
FIMMTUDAGUR
10. desember
7.03 Morgunútvarpið.
Dægurmálaútvarp.
Margir fastir liðir en alls ekki aU-
ir eins og venjulega. t.d. talar
Hafsteinn Hafliðason um gróður
og blómarækt á tíunda timanum.
10.05 Miðmorgunssyrpa.
Einungis leUtin lög með islensk-
um flytjendum, sagðar fréttir af
tónleikum innanlands um helg-
ina og kynntar nýútkomnar
hljómplötur.
12.00 Á hádegi.
Dægurmálaútvarp á hádegi
hefst með fréttayfirliti.
Simi hlustendaþjónustunnar er
693661.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli mála.
Meðal efnis er Söguþáttrinn þar
sem tindir eru til fróðleUtsmolar
úr mannkynsögunni og hlust-
endum gefinn kostur á að reyna
sögukunnáttu sína.
16.03 Dagskrá.
Megrunarlögreglan (hoUustueft-
irlit dægurmálaútvarpsins) vísar
veginn tU heUsusamlegra Ufs á
fimmta tímanum, Meinhornið
verður opnað fyrir nöldurskjóður
þjóðarinnar klukkan að ganga
sex og fimmtudagspistillinn
hrýtur af vörum Þórðar Kristins-
sonar.
Sem endranær spjallað um
heima og geima.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Niður í kjölinn.
22.07 Strokkurinn.
Þáttur um þungarokk og þjóð-
lagatónlist.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson.
(Frá Akureyri.)
00.10 Næturvakt Útvarpsins.
Gunnlaugur Sigfússon stendur
vaktina til morguns.
Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8,
8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15,
16, 17, 18, 19, 22 og 24.
RlKJSUTVARPIÐ
ÁAKUREYRI
Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni.
FIMMTUDAGUR
10. desember
8.07-8.30 og 18.03-19.00
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
og Margrét Blöndal.
Hljóðbylgjan
FM 101,8
FIMMTUDAGUR
10. desember
08-12 Olga Björg
verður hlustendum innan hand-
ar með fréttir af veðri, færð og
flugsamgöngum.
12- 13 Tónlist.
13- 17 Pálmi Guðmundsson
í góðu sambandi við hlustendur.
Óskalög, kveðjur og vinsælda-
listapoppið í réttum hlutföllum
við gömlu lögin. Síminn 27711.
17-19 Ómar Pétursson
og íslensk tónlist. Tími tækifær-
anna á sínum stað klukkan hálf
sex. Síminn er 27711.
19- 20 Ókynnt tónlist.
20- 23 Steindór G. Steindórsson
í stofu Hljóðbylgjunnar ásamt
gestum. Rabbað í gamni og
alvöru um lífið og tilveruna.
23-24 Ljúf tónlist í dagskrárlok.
Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og
18.00.
989
BYLGJAN,
FIMMTUDAGUR
10. desember
07.00-09.00 Stefán Jökulsson og
morgunbylgjan.
Stefán kemur okkur réttum meg-
in fram úr með tilheyrandi tón-
list og litur í blöðin.
09.00-12.00 Valdis Gunnarsdóttir
á léttum nótum.
Morgunpoppið allsráðandi,
afmæliskveðjur og spjall til
hádegis.
Fjölskyldan á Brávallagötunni
lætur í sér heyra.
12.00-12.10 Fréttir.
12.10-14.00 Páll Þorsteinsson á
hádegi.
Létt hádegistónhst og sitthvað
fleira.
14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og
síðdegispoppið.
Gömul uppáhaldslög og vin-
sældalistapopp i réttum hlutföU-
um. FjaUað um tónleika komandi
helgar.
17.00-19.00 Hallgrimur Thor-
steinsson í Reykjavik síðdegis.
Leikin tónhst, Utið yfir fréttimar
og spjaUað við fóUrið sem kemur
við sögu.
18.00-18.10 Fréttir.
19.00-21.00 Anna Björk Birgis-
dóttir.
Bylgjukvöldið hafið með tónlist
og spjaUi við hlustendur.
21.00-24.00 Júlíus Brjánsson -
Fyrir neðan nefið.
JúUus spjallar við gesti og leUcur
tónUst við hæfi.
24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj-
unnar.
TónUst og upplýsingar um veður
og flugsamgöngur.