Dagur - 10.12.1987, Page 16

Dagur - 10.12.1987, Page 16
16 - DAGUR - 10. desember 1987 Loðfóðraðir gallajakkar stærðir m-l-xl Verð kr. 2725.- Loðfóðraðir galla- jakkar á börn stærðir 120-170 Verð kr. 2497.- Fóðruð gallasett á börn stærðir 98-110 Verð kr. 2170.- 10% jólaafsláttur Bílasýning verður laugardaginn og sunnudaginn 12. og 13. desember frá kl. 2-5 e.h. báða dagana að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar í nýjum sýningarsal Óseyri 5 (norðurhluta). Sýndir verða: Subaru 1800 XT turbo, Fulltime 4x4 sport. Einn glæsilegasti sportbíll á landinu. Nissan Pick-up diesel, Subaru E10 4x4 og Trabant, góðir greiðsluskilmálar 20 þúsund út og afgangur á 10 mánuðum. Trabant eigendur! Sérfræðingur frá Trabant verksmiðjunum verður til viðtals og ráðlegginga mánudaginn 14. des. frá kl. 9.00. * Ókeypis þjónusta + Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Ingvar Helgason hf. Rauðagerðí. /t' [%'\ desember verða verslanirjp K opnar utan venjulegs verslunartíma sem hér segir: Laugardagur 12. desember frá kl. 10-18 Fimmtudagur 17. desemberj frá kl. 9-22 Laugardagur 19. desember frá kl. 10-22 Miðvikudagur 23. desember frá kl. 9-23 Fimmtudagur 24. desember frá kl. 9-12 Fimmtudagur 31. desember frá kl. 9-12 Kaupmannafélag Akureyrar, Kaupfélag Eyfirðinga. Áskell Einarsson: Breyttir þjóðfélagshættir kalla á ný vinnubrögð íslenskt þjóðfélag er lítið í samanburði við stærri samfélög. Sumir vilja setja það á borð með fylkjum eða lénum nágranna- iandanna og að haga eigi rekstri þjóðfélagsins á þann veg. Þessar- ar tilhneigingar gætir mjög greini- iega í heilbrigðisgeiranum og nær einnig til annarra þátta, ef að er gáð. Menn hafa velt þeirri spurn- ingu fyrir sér hvort svo fámenn þjóð geti staðið undir eigin þjóð- skipulagi. Það er staðreynd að þetta hefur tekist, þótt íslending- ar séu ekki fjölmennari en íbúar Altóna, sem er útborg Hamborg- ar, svo að vitnað sé til fleygra orða Halldórs Laxness. Þetta hefur tekist á þann hátt að íslenska þjóðfélagið hefur orðið eins konar vasaútgáfa af margfalt stærri samfélögum. Ljóst er að heilbrigðisgeirinn þarf á olnbogarými að halda, til að hinir mörgu hæfu starfskraftar í heilbrigðisstéttunum fái notið sín á sama hátt og í stærri samfé- lögum, svo að hinar ýmsu þjón- ustustofnanir geti sótt fram og veitt hver annarri aðhald. Aukin einkavæðing getur verið liður í þessu, en engan veginn nein alls- herjar lausn, til þess er þjóðféiag- ið of fáliðað. Reynslan sýnir að allir áfangar í heilbrigðiskerfi landsbyggðar eiga rætur sínar að rekja til framtaks áhugahópa, sveitarstjórnarmanna og síðast en ekki síst til frumkvæðis heil- brigðisstétta. í þessum efnum hefur náðst ótrúlegur árangur, þannig að rnargt af þessari starf- semi er í fremstu röð í landinu. Frumkvæði almennings um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins Meðan heilbrigðisþjónustan var verðlögð eftir kostnaðargildi köm í Ijós að landsbyggðar- sjúkrahúsin gátu verðlagt sína þjónustu langt undir því verði, sem hin stærri sjúkrahús þurftu að fá fyrir hliðstæða þjónustu. Með því að taka þetta frumkvæði úr hendi heimafólks og þjóðnýta allt það mikla gjafafé, sem almenningur hefur látið af hendi rakna er fundin skammtíma- lausn, sem fyrr eða síðar mun skapa á ný alvarleg byggðavanda- mái. Rekstur heilbrigðisþjónustu stendur svo nærri hagsmunum almennings að skipulag þjónust- unnar hlýtur að hafa áhrif á bú- setuna í landinu. Það þarf að auka tengsl fólksins við heilbrigð- iskerfið, með því að gera sjúkra- samlögin að áhrifaafli á ný. Fólk- ið í byggðunum verður sjálft að standa áfram að uppbyggingu heilbrigðisstofnana. Heilbrigðisþjónustan verði millistigsverkefni Þetta er stærra verkefni en svo, að einstök sveitarfélög geti almennt staðið ein að lausn þeirra. Það er óskynsanilegt, þrátt fyrir það að færa þessi verk- efni til ríkisins. í þessum efnum verðum við að leita fyrirmynda nágranna okkar og nýta þau skipulagsform er þeim hefur reynst vel, en jafnframt að laga þau að aðstæðum í landinu. Rekstur heilbrigðisgeirans er Áskell Einarsson. millistigsverkefni stjórnsýslulega séð, þar sem fulltrúar stærri svæða t.d. landshluta, mynda stjórnsýslustig um ákveðna verk- efnaflokka, sem eru flestum sveitarfélögum ofviða, en eðlileg- ast er þó að reka á heimagrund- velli. Þetta vantar hér á landi. Verkefnin hafa sogast til ríkisins. Sveitarstjórnarmenn una glaðir við sitt að losna undan kostnaði. Það skortir yfirsýn yfir málið í heild og að menn geri sér grein fyrir afleiðingunum. Heilbrigðiskerfið verður að aðlagast samfélaginu á hverjum tíma Á tímum skoðanakannana og margvíslegra markaðskannana Erindi flutt á ráðstefnu á vegum Sjúkrasam- lags Reykjavíkur 26. nóvember 1987 Seinni hluti er að myndast nýr áhrifavaldur í samfélaginu. Fólkið í landinu vaknar til vitundar um að val hvers og eins er afi. Þeir sem hagsmuni hafa af markaðssetn- ingu hafa áttað sig á því að hér er nýtt afl á ferðinni, sem þarf að taka tillit til. Markaðurinn er afl, sem bæði framleiðendur og þjón- ustuaðilar verða að beygja sig fyrir. Fólk gerir aðrar og meiri kröf- ur til heilbrigðisþjónustu en áður og hefur ákveðnar skoðanir um réttar leiðir í heilsufarslegum efnum. Þetta hefur í einni eða annarri mynd áhrif á framboð heilbrigðisþjónustu og þar með á öll samskipti sjúklinga og heil- brigðisstétta. Það hlýtur að koma að því fyrr en varir, að þetta nýja afl leiti samstarfsleiða, með lík- um hætti og aðrar neytendahreyf- ingar hafa gert. Eflum sjúkrasamlögin Jákvæðasta iausnin er að endur- hæfa sjúkrasamlögin, sem ábyrg félagasamtök og að þau annist það hlutverk að vera hagsmuna- aðili almennings gagnvart heil- brigðiskerfinu, þ.m.t. samnings- aðili um verðlagningu á hvers konar heilbrigðisþjónustu og móti þannig heilbrigðiskerfið í landinu. Það verði hlutverk sjúkrasamlaganna að ákveða endurgreiðslur sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu m.a. með það fyrir augum að skapa kostn- aðarvitund í heilbrigðisþjónust- unni. Auðvitað verður ekki hjá því komist að ríkið leggi sjúkrasam- lögunum til fjármagn t.d. vegna ýmissa stærri verkefna og til að jafna aðstöðu þeirra um að veita sambærilega þjónustu í öllum umdæmum sjúkrasamlaga. Stækka þarf sjúkrasamlagsum- dæmi t.d. að þau verði miðuð við heilbrigðishéruð. Það verður hlutverk heilbrigðishéraða að byggja upp heilbrigðisþjónustuna með framtaki heimaaðila og með stuðningi ríkisvaldsins. Sjúkrasamlögin fari með umboð fólksins og hafí fjárhagslega ábyrgð Hið félagslega vald verði hjá sjúkrasamlögum, sem fari í raun með umboð almennings. Sjúkra- samlögin verði byggð upp á lýð- ræðislegan hátt. Það á að vera þeirra verksvið að stuðla að nýmælum í heilbrigðisþjónustu, gæta þjónustuhagsmuna og koma á eðlilegum samanburði með einkavæðingu, þar sem það á við. Þetta er í samræmi við ríkjandi hugsunarhátt um þátttöku almennings við að móta þjóðfé- lagið í daglegri önn líðandi stundar. Aukin ríkisafskipti þegar aðrar þjóðir hverfa frá þeim Það er vægast sagt furðulegt, að við íslendingar erum að full- komna „býrókratíið" í heil- brigðiskerfinu á sama tíma og helstu þjóðir kommúnismans leysa sem óðast fjötra ríkisfor- sjár. Það er ljóst að þeir menn sem hér ráða ferðinni eru ekki í takt við samtímann. Nýir þjóðfélagshættir krefjast nýrra viðbragða og aukinnar þátttöku fólksins félagslega. Sjúkrasamlögin á íslandi eiga að baki merka sögu um samhjálp fólksins til að leysa sín vandamál. Þátttaka ríkis var fyrst og fremst hugsuð til eflingar því mikla framtaki. Þennan félagslega grundvöll á að virkja á ný og opna kerfið ineð fullri ábyrgð almennings. Hvort reka megi sjúkratryggingar á algjörum tryggingagrundvelli er ekki ljóst. Eg tel mig ekki dómbæran á það hér og nú. Ríkisvaldinu ber að stuðla að uppbyggingu heilbrigð- iskerfisins, sem stjórnað sé af félagslegri ábyrgð, með aðhaldi almennings í bestu merkingu þeirra orða. Þetta verður best gert með því að efla sjúkrasam- lögin. Höfundur cr framkvæmdastjóri Fjórð- ungs.sambands Norðlendinga.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.