Dagur - 18.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 18.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 18. desember 1987 Uppsagnir hjá Iðnaðardeildinni: Góður árangur af starfi vinnumiðlunarinnar „Um helmingur þeirra starfs- manna sem sagt var upp er búinn að fá aðra vinnu, en 35 starfsmenn eru ennþá á skrá hjá okkur. Ég sé ekki fram á annað en hægt verði að bjóða öllu þessu fólki vinnu við ýmis störf hérna eftir áramótin." sagði Birgir Marinósson hjá vinnumiðlun Alafoss og Sam- bandsins. Vinnumiðlunin var sett á lagg- irnar til að leysa vanda þeirra sem óhjákvæmilega hlutu að missa störf sín við samruna Ála- foss og ullariðnaðar Iðnaðar- Sorpeyðing á Króknum: Golfarar með sviða í augum og ógleöi „Oft er slæm lykt og reykur, sem berst frá sorpbrennslu- svæðinu, á golfvelli félagsins. Hefur það valdið mönnum sviða í augum og ógleði. Er þessi mengun sem stafar af því að ríkjandi vindátt stendur af haugunum og yfir golfvöllinn með öllu óviðunandi.“ Svo segir í umsögn Golfklúbbs Sauðárkróks uin starfsleyfi fyrir Sauðárkróksbæ varðandi sorp- brennslu í landi Skarðs þar sem sorphaugar bæjarins hafa veriö mörg undanfarin ár. Umsögn golfklúbbsins er sú eina sem Hollustuvernd ríkisins barst, en skilafrestur var auglýstur til 20. nóv. sl. Vegna umsagnar golfklúbbsins ítrekaði heilbrigðisnefnd Skaga- fjarðar á fundi sínum nýlega fyrri afstöðu sína, að sorpbrennsla í þró á núverandi sorphaugasvæði sé bráðabirgðalausn og haga beri gildistíma starfsleyfis eftir því. t>á benti fundurinn á að umræða og áhugi sé nú í þjóðtelaginu um nýtingu úrgangs. Því verði að leggja aukna áherslu á samvinnu þéttbýlisstaða í kjördæminu um sorpeyðingu. Slík samvinna auki möguleika og hagkvæmni við flokkun og nýtingu sorps. -þá. deildar SÍS á Akureyri. Með sameiningunni var verið að forða íslenskum ullariðnaði frá stór- felldu tjóni með rekstrarhagræð- ingu og tilfærslu starfa, en að sögn forráðamanna fyrirtækj- anna blasti ekkert við nema lok- un ef til þessara aðgerða hefði ekki verið gripið. „Þeir sem misstu vinnuna geta fengið ný störf við skinnaiðnað eða þá hjá Álafossi hf. Við vitum að vísu ekki hvort allir vilja þau störf sem í boði eru en það er hægt að bjóða öllum vinnu. Okk- ur vantar t.d. fólk í saumaskap hjá Álafossi en ekki myndrnema tiltölulega lítill hópur fa'ra í hann. Þá detta alltaf inn störf við og við þegar menn hætta auk þeirra starfa sem laus eru við skinnaiðn- aðinn. Ég er bjartsýnn á framtíðina hvað varðar útvegun starfa fyrir þetta fólk. Fundir hafa verið haldnir reglulega þar sem farið er yfir stöðu mála hverju sinni og almennt eru menn rólegir yfir þessu,“ sagði Birgir að lokum. EHB „Hvar skyldi hún vera á listanum þessi.' Jólabækurnar: Mynd: TLV Halla Linker á toppinn Gífurleg barátta er um efstu sætin á bókalistanum okkar að þessu sinni. Alistair MacLean verður að víkja af toppnum en Halla Linker er aðeins sjón- armun á undan. Guðrún Helgadóttir fylgir þeim fast á eftir og Eðvarð Ingólfsson hækkar sig frá því síðast. En lítum þá á söluhæstu bækurnar á Norðurlandi um þessar mundir: 1. Halla Linker: Uppgjör konu. 2. Alistair MacLean: Hel- sprengjan. 3. Guðrún Helgadóttir: Sæng- inni yfir minni. 4. Eðvarð Ingólfsson: Pottþétt- ur vinur. 5. Hulda Á. Stefánsdóttir: Húsfreyja í Húnaþingi. 6. Míkhail Gorbatsjov: Peres- trojka. 7. Hrafnhildur Valgarðsdóttir: Leðurjakkar og spariskór. 8. Atli Magnússon: Ásta grasa- læknir. 9. Jóhannes Snorrason: Skrifað í skýin. 10-12. Stefán Jónsson: Að breyta fjalli. 10-12. Erlingur Davíðsson: Aldnir hafa orðið. 10-12. Victoria Holt: Arfur for- tíðar. Þessi listi er byggður á upplýs- ingum frá Bókabúð Jónasar, Bókvali, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki og Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík. Yfirleitt eru þetta sömu bækurn- Blönduós: Kirkjan tilbúin að utan Ný kirkja er risin á Blönduósi og er um þessar mundir verið að Ijúka frágangi utanhúss. Kirkjan er svo til fullfrágengin að utan og lóðaframkvæmdum að mestu lokið. Byggingin þykir hið veglegasta hús og verður án efa til mikillar prýði. Gamla kirkjan sem byggð var fyrir tæpum 100 árum er að sjálfsögðu fyrir löngu orðin allt of lítil. Engar ákvarð- anir hafa verið teknar í sam- bandi við áframhaldandi byggingarframkvæmdir. Við tókum tali Torfa Jónsson formann byggingarnefndar og spurðum hann hvenær bygging nýju kirkjunnar hefði hafist og í leiöinni hver stefnan væri með áframhaldið. „Það var vorið 1982 að bygging nýju kirkjunnar hófst og allar götur síðan hefur verið haldið áfram framkvæmdum eftir því sem efni hafa leyft. Kirkjan var steypt upp á síðastliðnu ári og er i dag að mestu fullfrágengin utan. Lóðin og þá líka kirkjuhóll- inn eru svo til frágengin, það á eftir að ganga frá bílastæðum og Blönduóskirkja er nú að mestu leyti frágengin að utan. taka lítillega til næst kirkjunni,“ sagði Torfi. Aðspurður um það hvenær menn gerðu sér vonir um að kirkjan yrði tekin í notkun sagði Torfi að það væri alveg óákveðið. Haldið yrði áfram smíði kirkj- unnar eftir því sem efni og aðstæður leyfðu. Hingað til hefur byggingarkostnaði svo til ein- göngu verið mætt með innheimt- um sóknargjöldum og frjálsum framlögum velunnara kirkjunn- ar. Ekki sagðist Torfi ýkja bjart- sýnn með áframhaldið. sagði að sér sýndist að þær föstu tekjur sem kirkjum væru ætlaðar, sam- kvæmt nýjum lögum um sóknar- gjöld, gerðu varla meira en að standa undir afborgunum af lán- um sem tekin hefðu verið. Um leið og Torfi vildi koma á fram- færi þakklæti til hinna mörgu sem hafa í verki sýnt velvilja sinn, þá vildi hann vinsamlega minna fólk á gíróseðlana sem sendir voru út nýlega, en þeir eru óútfylltir og fólki því í sjálfsvald sett hvort það styður kirkjuna sína eða ekki. pbv ar sem eru söluhæstar í bókabúð- unum en hvergi er þó sama bókin efst á blaði. I Bókabúð Jónasar er Halla Linker efst, Eðvarð Ing- ólfsson í Bókvali, Alistair MacLean er söluhæstur í Bóka- búð Brynjars en Stefán Jónsson er efstur í Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. SS íbúar fjölbýlishúsa á Sauöárkróki: Óánægðir með að þurfa hver sinn myndlykil Stöð 2 sást í fyrsta skipti á Sauðárkróki fimmtudags- kvöldið í síöustu viku og sam- kvæmt aðsókn að myndbanda- leigum er svo að sjá að mcnn hafi verið límdir við skjáinn yfir dagskrá stöðvarinnar sem var órugluð þetta kvöld. En íbúar í fjölbýlishúsum í bænum eru ekki ánægðir með að þurfa hver sinn myndlykil og telja sig margir hverjir ekki sitja við sama borð og aðrir áskrifendur Stöðvar 2. Að sögn írisar Erlingsdóttur hjá áskrifendadeild Stöðvar 2 var það aðeins fyrstu starfsmánuði stöðvarinnar sem íbúum í fjölbýl- ishúsum var leyft að hafa sameig- inlegan myndlykil og er nokkuð síðan tekið var fyrir það. Var það gert einkum vegna þess að fram- leiðendur myndlyklanna töldu þetta brot á samningum við sig. Einnig sagði íris að nokkuð hefði borið á óeiningu meðal íbúa í fjölbýlishúsum um sameiginlega myndlykilinn og nokkuð um að þeir hafi keypt sér sjálfir lykla. Bjarni Hafþór Helgason hjá Sjónvarp Akureyri sagði að þeir skoðuðu hvert einstakt tilvik mjög gaumgæfilega og hefðu ekki enn lokað fyrir að stigagang- ar gætu haft sameiginlegan myndlykil. Og nokkrir samningar þar að lútandi hefðu verið gerðir. En algjört skilyrði væri að mjög góð samstaða væri innan hússins um þessi mál. -þá Skyndibitastaðir: „Ekki á okkar línu“ - segir Friðjón Árnason hjá Svartfugli Síðastliðið sumar, varð skyndi leg uppsveifla á Akureyri þeg- ar skyndibitastöðum fjöigaði og eldri voru teknir og endur- bættir. Samkeppnin harðnaði og þeirri spurningu var velt upp, hvort markaður væri fyrir þennan fjölda staða. Það sem einkennir flesta þessara staða, er að þótt aðstaða sé innandyra til að snæða máltíðirnar, nýta sér það fáir því flestir kjósa að snæða á lærum sér, undir stýri bifreiða. Einn af nýju stöðunum, sem nú hefur hætt rekstri er Tikk Takk við Skipagötu. Dagur hafði sam- band við Friðjón Árnason, eig- anda Svartfugls, og bað hann að segja okkur ástæðuna fyrir lokun staðarins. „Við komumst að því, að staður eins og Tikk Takk, er ekki á okk- ar línu. Ég reikna með að við höfum verið heldur bjartsýnir þegar staðurinn var opnaður, en þegar kom í ljós að hann gekk ekki, viðurkenndum við þessi markaðslegu mistök. Tikk Takk gekk vel í sumar, en 3ja mánaða arðbær rekstur, stend- ur ekki undir taprekstri hina 9 mán- uðina. Hönnun staðarins virtist ekki hafa fallið í geð hjá við- skiptavinum okkar, því hún reyndist heldur kuldaleg. Rétt eftir að staðurinn opnaði, spruttu upp bæði nýir og endurbættir skyndibitastaðir, samkeppnin var hörð og við urðum undir. Fjár- magnið sem við lögðum í staðinn í upphafi er nokkuð sem við sjá- um ekki aftur." Friðjón sagði að gert hafi verið átak í fjármálum og rekstrarfyr- irkomulagi og að um áramót yrði Svartfugl gerður að hlutafélagi. Svartfuglsmenn ætla að beina kröftum sínum að rekstri Fiðlar- ans, sem gengur mjög vel og hef- ur frá upphafi gengið framar vonum. Þingsalur Svartfugls á fjórðu hæð hefur sömuleiðis verið vel nýttur og verður áfram til útleigu til samkomu- og þinghalds hvers konar. VG Háskólinn á Akureyri: Stofnfundur stúdentafé ags Félag stúdenta viö Háskólann á Akureyri var stofnaö í íþróttahöllinni við Skólastíg föstudaginn 11. desember. A stofnfundinum voru samþykkt- ar ályktanir þar sem m.a. er skorað á Alþingi að hraða afgreiðslu frumvarps um Háskólann á Akureyri þannig að skólastarf megi færast í eðli- legt horf sem fyrst og framtíð skólans verði tryggð. „Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi, bæjaryfirvöld á Akur- eyri og aðra hlutaðeigandi að sjá svo til að skortur á leiguhúsnæði verði ekki þröskuldur í vegi upp- byggingar háskólastarfs á Akur- eyri, t.d. með byggingu stúdenta- garða við Háskólann á Akur- eyri.“ SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.