Dagur - 18.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 18.12.1987, Blaðsíða 3
18. desember 1987 - DAGUR - 3 Dögun hf.: Kaupir hluti í fyrirtæki á Stokkseyri - Bauð starfsfólki sínu í utanlandsferð Röstin, skip rækjuvinnsiunnar Dögunar á Sauðárkróki kom um helgina úr sinni síðustu veiðiferð á þessu ári. Var hún með 11 tonn af rækju og 3 af fiski. Veiðar hafa gengið þokkalega hjá skipinu í haust, en veður verið fremur óstilit á miðunum, 80-100 mílur úti í _ hafi. Að sögn Garðars Sveins Árna- sonar framkvæmdastjóra hefur nokkurn veginn tekist að halda upp vinnu hjá þeim 10 sem vinna í rækjuvinnslunni í haust, með því að verka líka fiskinn sem bát- urinn hefur fengið með rækjunni. Full vinna verður út þessa viku en síðan mun starfsfólkið fara í frí fram yfir áramót. Ástæðan fyrir því að Röstin fer ekki fleiri túra fyrir jól er sú að skipverjar áttu inni boðsferð rækjuvinnsl- unnar og flugu á þriðjudagsmorg- un til Amsterdam. Fyrr í haust var starfsfólkinu í rækjunni boðið í 5 daga ferð til Hamborgar. Á dögunum keypti Dögun 20% í Marver hf. útgerðarfyrir- tæki á Stokkseyri, með þeim skuldbindingum að Haförn 150 tonna skip sem það fyrirtæki á landi rækju til vinnslu hjá Dögun yfir sumartímann. En þrátt fyrir allt sagði Garðar þetta ár hafa verið Dögun óhag- stætt eins og öðrum rækjuvinnsl- um í landinu. -þá Akureyrarmót BA: Fjórar sveitir slást um sigurinn Áttunda umferð Akureyrar- móts Bridgefélags Akureyrar var spiluð s.l. þriðjudag. Úrslit urðu þessi: Sv. Grettis Frímannssonar - sv. Ragnhildar Gunnarsdóttur: 25-2 Sv. Gylfa Pálssonar - sv. Zarioh Hamadi: 25- 5 Sv. Stefáns Vilhjálmssonar - sv. Gunnars Berg: 20-10 Sv. Gunnlaugs Guðmundssonar - sv. Sigurðar Víglundssonar: 18-12 Sv. Ormars Snæbjörnssonar - sv. Hellusteypunnar: 18-12 Sv. Sveinbjörns Jónssonar - sv. Sporthússins: 16-14 Sv. Kristjáns Guðjónssonar sat yfir og hlaut 18 stig. Alls taka 13 sveitir þátt í keppninni og er spilaður einn 32ja spila leikur á kvöldi. Að loknum átta umferðum er Ijóst að fjórar sveitir koma til með að berjast um Akureyrar- meistaratitilinn, aðrar blanda sér varla í þá baráttu. Staða efstu sveita er nú þessi: 1. Kristján Guðjónsson: 157 stig 2. Hellusteypan: 155 stig 3. Grettir Frímannsson: 151 stig 4. Stefán Vilhjálmsson: 147 stig 5. Zarioh Hamadi: 125 stig 6. Gylfi Pálsson: 120 stig 7. Sveinbjörn Jónsson: 116 stig Níunda umferð verður spiluð þriðjudaginn 5. janúar og hefst spilamennskan kl. 19.30 í Félags- borg. Jólamót Bridgefélags Akureyrar verður haldið í Blómaskálanum Vín við Hrafnagil, sunnudaginn 27. desember n.k. Um er að ræða tvímenningsmót, opið öllum spil- urum á Norðurlandi og víðar. Glæsileg verðlaun eru í boði og stendur skráning yfir. Þátttöku- gjald er kr. 1800 á manninn og er hádegisverður innifalinn. Mótið hefst kl. 9.30 árdegis, sunnudaginn 27. desember. SPENNANDI Ajólunum veljum við gjaman það sem okkur þykir best á jólaborðið og auðvitað helst sem þjóðlegast. íslenska lambakjötið er hráefai sem á fáa sína líka, svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á jólaborðið. Hér er uppskrift af einni ómótstæðilegri. Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu jólasteik handa okkur með óskum um gleðilega hátíð. Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga, helst í loftþéttum umbúðum. Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá ef lærið er of feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og kjötið utan af leggbeininu. Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins að taka lit. Bætið þá pipamum, rósmarínkryddinu, sojasósunni, sítrónusafanum og líkjömum útí og látið -ÞegarÞu úvilt þátídannat' Lambalæri með Kahlua-sósu Fyrir6-7. 1 meðalstórt lambalæri 2 msk matarolía 3sellerístilkar V blaðlaukur (púrrulaukur) 1 tsk græn eða hvít piparkom 1 tskrósmarín (sléttfull) 2 dl Kahlua-kaffilíkjör 2 msk Kikkoman sojasósa saR úr 1 sítrónu salt 2 dl Ijóst kjötsoð dökkursósujafnari sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið lambalærið í pokann og bindið vandlega fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum. Takið utan um legginn á lærinu og sláið pokanum með lærinu í nokkmm sinnum þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn. Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum vel inn í holumar á kjötinu. Geymið pokann með lærinu á köldum stað í um einn sólarhring og snúið honum öðm hvom og nuddið safanum vel inn í lærið um leið. Hitiðofninní220°C. Takið lærið úr pokanum og skafið kryddblönduna utan af með bakkanum á borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir). Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í ofninum þar til það er búið að fá á sig fallegan lit. Minnkið þá hitann á ofninum niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu er kryddleginum sem eftir var ásamt kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan steikt í um 15-30 mín. í viðbót. Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að bera það fram á og geymið í heitum og hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð. Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og þykkið það hæfilega með sósujafnara. Berið kjötið fram með nýju, soðnu grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að skolaþvíniður. MARKAÐSNEFND

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.