Dagur - 18.12.1987, Blaðsíða 18

Dagur - 18.12.1987, Blaðsíða 18
.18 - PAGUR - 1§, desember 1987 -I af erlendum veffvangi 1 Átök á Norðursjó Johnny Lehmann, 48 ára fiski- maður frá Cuxhaven, stendur þungur á svip um borð í 50 feta báti sínum og virðir fyrir sér tvo sandkola, sem hann heldur á í veðurbitnum höndunum. Sandkolinn er einn eftirsóttasti matfiskurinn í Norðursjónum. En kolana tvo sem Lehmann sýn- ir blaðamanninum þennan nóvem- berdag, fengist áreiðanlega eng- inn til að leggja sér til munns. Á öðrum þeirra er sporðurinn næst- um rotnaður af, hinn er með ókennilegt sár á annarri hliðinni - stærra en 10-króna peningur. „Svona fiskar eru hér orðnir daglegt brauð. Priðjungurinn er skemmdur af völdum eiturefna." Og eitrunin eykst með uggvæn- legum hraða. Hvernig getur líka annað gerst, þegar: - Englendingar hella 18.247 tonnum af eiturleðju frá vatns- hreinsunarstöðvum sínum í Norðursjóinn, - þýsku árnar Elbe, Weser og Ems bera fram 3493 tonn af eitruðum efnaúrgangi, - Belgir losa sig við 76.712 tonn af ýmiss konar úrgangi, - ( sérstöku brennsluskipi er brennt 288 tonnum af baneitr- uðum úrgangi, sem að hluta til lendir í sjónum í síðasta lagi í næstu rigningu, - og allt þetta gerist á einum einasta degi! Johnny Lchmann: „Sonur minn verður ekki fiski- maður.“ hreinlega kafna í hrönnum. 3. Við brennslu á klórsam- böndum kolefnis og vatnsefn- is getur myndast díoxín, baneitrað efni sem er talið valda krabbameini.“ Fiskimaðurinn Johnny Leh- mann þarf ekki vísindalegar útskýringar. Hann ygglir sig og tleygir sandkolunum fyrir borð: „Það þarf engan prófessor til að segja mér, hverju er fleygt í Norðursjóinn. Eg er sjómaður og sé fullvel hvað er að gerast.“ Nú eru stjórnmálamennirnir Freyðibað fyrir ferðafólk. Norðursjávarstrendur hafa síöustu sumur veriö huldar límkenndu löðri. Petta eru eggjahvítuefni úr ofvöxnum sjávargróðri. Orsökin er áburðarefni eins og fosföt og nítröt, sem lenda í sjónum. Hvers konar eiturefni eru þetta? Nefnd sérfræðinga frá átta lönd- um sem liggja að Norðursjónum hefur reiknað út, að árlega veröi hann að taka við 71 milljón tonn- um af úrgangi, m.a. eiturleöju úr vatnshreinsunarstöðvum, auk 22 milljóna tonna af sýruefnum. Dr. German Múller, yfirmaður vatnsmengunar-rannsókna við háskólann í Heidelberg, gerir nánari grein fyrir efnum þessum: „1. Pungmálmar eins og blý, kopar, arsen og kvikasilfur safnast fyrir í plöntum og dýr- um og gera þau viðkvæm fyrir hvers konar áföllum. 2. Næringarsölt (t.d. fosföt úr þvottaefnum og nítröt úr til- búnum áburði) hleypa ofvexti í þara og annan sjávargróður. Þessi ofvaxni gróður rænir súrefninu frá fiskunum, sem líka farnir að átta sig á því að eitthvað verði að gera. Umhverf- ismálaráðherrar sátu Norður- sjávarráðstefnu í London 24.-25. nóvember. Þar fjölluðu þeir um framtíð hafsvæðisins. „Það alvar- legasta er,“ segir Dr. Uwe Harms hjá hafrannsóknastofnunarinnar Hamborg, „að nú er sjórinn eit- urmettaður og fullur af sjúkum og deyjandi fiski á Doggerbanka, 200 km frá landi. Áður var þetta aðeins vandamál uppi við strend- urnar.“ Fyrstu viðbrögð til bjargar hafa þegar komið fram. Vestur- Þjóðverjar, sem eru meðal efstu þjóða á lista sökudólganna, hafa byggt endurvinnslustöð fyrir sýruefni nálægt Bremerhaven, og á næsta ári verður önnur reist í nágrenni Kölnar. Stofnkostnaður er áætlaður 7 milljarðar króna. Belgir og Englendingar telja sig hins vegar ekki hafa efni á slíkum tilkostnaði. Eiturleðjan frá ensku vatnshreinsunarstöðv- unum (6,6 millj. tonn árlega) berst líka með sterkum haf- straumum burt frá heimaströnd- um og upp að ströndum Dan- merkur, Noregs og Þýskalands. Sama máli gegnir um skaðvald- ana frá brennsluskipunum: Vegna ríkjandi vestanáttar ber- ast þeir til meginlandsins. Greenpeace og fólkið á ströndinni Hingað til hafa einkum umhverf- isverndarsamtökin Greenpeace beint hugum manna að ástandi Norðursjávarins. Heimsathygli vakti þegar þeim tókst á gúmmí- bátum að koma í veg fyrir að eit- urflutningaskip losuðu úrgangs- efni eða brenndu á hafi úti. En fólkið sem býr við strend- urnar hefur ekki síður áhyggjur og lætur æ meir í sér heyra. Allar Norðursjávareyjarnar, frá Sylt til Amelands, hafa tekið höndum saman í baráttunni. Gísela Schútze, bæjarstjóri á Borkum- eyju, sagði nýlega: „Það þýðir ekki að loka augunum lengur, við verðum að vekja athygli á hætt- Skip hleypir bancitraðri sýru út um skutinn beint í sjóinn. Greenpeace-menn á gúmmíbátum reyna að koma í veg fyrir það, þrátt fyrir öfugar vatnsdælur áhafnar eiturskipsins. unni með þeim ráðum sem duga. Annars verður um seinan að afstýra X-degi, deginum sem Norðursjór líður undir lok." Líður undir lok, með öðrum orðum: Allt dýralíf eyðist, gróð- ur hverfur, strendurnar hyljast skít, síðustu baðstaðirnir leggjast af. Svo sterkt tekur reyndar eng- inn vísindamannanna til orða, sem rannsakað hefur svæðið. Því enn endurnýjast vatnið að nokkru leyti um Ermarsundið að sunnan og Shetlandssund að norðan. En því miður verður stór hluti skaðlegu efnanna eftir á hafsbotni og í lífverum sjávarins. % FRANKREICH iELGIENN ÆPdp Eitrið kemur frá sjö löndum. Gulur litur: Eitraðar sýrur. Þynnt sýra, 18-20% brennisteinssýra, er þekkt- ust eiturefnanna. Skip losa hana í Norðursjóinn. Grænn litur: Hættulegir þungmálmar. Ýmiss konar úrgangur, Þar á meðal úr vatnshreinsunarstöðvum, inniheldur blý, arsen og kvikasilfur. Það eru einkum árnar sem bera þessi efni til sjávar. Rauður litur: Hættuleg kol- og vatnsefnissambönd. Brennsla klórsambanda kol- og vatnsefnis frá efnaverksmiðjum getur leyst út díoxín, sem er talið krabbameinsvaldandi. Þörungahrannir í fjörum. Þær líta út eins og endalausar froðu- breiður, en eru við nánari athugun eintómir þörungar. Ofvöxturinn stafar af vissum efnaúrgangi í sjónum. Selirnir þjást af kýlum og illkynjuð- um sárum. Eiturefnin veikja mót- stöðuafl þeirra gegn hvers kyns áföllum. Olían sér fyrir fuglunum. Árlega farast hundruð þúsunda fugla vegna olíumengunar í Norðursjónum. „Fyrir 10 árum voru 100 krabbaveiðimenn í Cuxhaven," segir Johnny Lehmann. „Nú eru aðeins 10 eftir. Hverju eigum við að svara börnunum okkar, þegar þau spyrja síðar: ,Hvernig gat þetta gerst, hvers vegna í ósköpunum létuð þið það við- gangast?‘“ Lehmann er a.m.k. ekki í vafa um hvað þetta þýðir fyrir sjö ára son sinn: „Hann verður ekki fiskimaður, svo mikið er víst. Það verður ekkert eftir!“ (Magnús Kristinsson þýddi og stytti.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.