Dagur - 18.12.1987, Síða 5

Dagur - 18.12.1987, Síða 5
18. desember 1987 - DAGUR - 5 Jólavörur Stefán Jónsson er þjóðkunnur sem fréttamaður og alþingis- maður. I bók sinni „Að breyta fjalli" sem bókaforlagið Svart á hvítu hefur gefiö út kynn- umst við öðrum hliðum Stefáns, bernskuminningum hans og samferðarmönnum. Hann er staddur á Norðurlandi um þessar mundir og ég fékk hann í stutt spjall í gær, áður en hann lagði af stað til Húsa- víkur þar sem hann ætlaöi að árita bók sína. I dag verður hann á Akureyri og áritar bók sína í Bókvali. - Nú kemur í ljós Stefán að bók þín hefur selst mjög vel á Húsavík. Kanntu einhverja skýr- ingu á því? „Það er ósköp eðlilegt. I bók- inni er kafli unr Húsavíkurdvöl veturinn '43-’44, minningar um bernskukynni mín þar sem eru alveg prýðileg í huga mér, eins og flest það sem maður man úr bernsku. Við höfum ískapaðan hæfileika til að muna það sem „Ég þekki menn sem muna allar sínar tannpínur" - Rætt við Stefán Jónsson um bók hans „Að breyta fjalli" okkur sýnist en gleyma hinu. Þeir sem ekki hafa þann hæfileika eru illa staddir og vcrða óskaplega beiskir menn á efri árum. Eg þekki menn sem nruna allar sínar tannpínur, alla sína rassskelli og blóðnasir. Þeir eru þungbærir í umgengni." - En þú kemur víðar við í bókinni. „Já, ég geri það. í raun og veru var ég í vandræðum með hvaða nafn ég ætti að gefa þessari bók. Þetta eru eins konar bernsku- minningar, en þó er þetta kannski fyrst og fremst bók um fólkið sem ég kynntist fyrst og þykir ennþá vænst um. I formál- anum geri ég grein fyrir vinnu- brögðunum, með hvaða hætti efnið verður til í minni mér og þar þvæ ég náttúrlega hendur mínar af því að ég sé að bera fram söguleg sannindi. Vegna þessa fyrirvara má ekki hoppa á mig fyrir það að ég fari ekki alveg rétt með sögulegar staðreyndir.” - Koma margar persónur við sögu? „Já, vitaskuld koma ákaflega margar persónur við sögu en fáar þeirra þjóðfrægar. Aðeins einn Akureyringur kemur þarna lítil- lega við sögu, það er Jóhannes heitinn á Borg. Þessi bók er ekki minningar Stefáns Jónssonar fréttamanns og enn síður minningar Stefáns Jónssonar alþingismanns, heldur minningar Stefáns nokkurs Jónssonar frá þessum tíma, í blárri gyllingu mikillar fjarlægðar. Þó að ég segi frá ýmsu grátskoplegu í þessari bók, eins og minningarnar verða í huga mér, þá er bókin skrifuð í mikilli alvöru. Mér hefur verið legið á hálsi fyrir að segja ekkert Ijótt eða kvikindislegt um neinn því menn hafa sennilega ætlast til að ég gerði það, en það var bara ekki hægt. Efnið í slíkt var ekki fyrir hendi. Halda menn að mað- ur sé að leggja á minnið eitthvað sem varðar ieiðindalabbakúta sem hafa orðið á vegi manns á ævinni? Þeim gleymir maður.“ - Þú segir að ekki megi taka minningar þínar sem söguleg sannindi, en þetta eru raunsæjar lýsingar engu að síður. „Já, þær eru það. Þetta er sannleikur eins og ég kann hann en ekki sögulegar staðreyndir. Á þessu tvennu er mikill munur. Meira að segja tekst manni stundum í frásögn að segja sann- leikann betur þar sem maður vík- ur frá sögulegum staðreyndum. En varðandi sannleikann sagði Caligula einu sinni þegar hann var í gáigahúmor: Sannlcikurinn er til, hann hefur bara ekki fund- ist ennþá.“ - Það er glettni í frásögn þinni Stefán, en þó lýsir þú mikilli fátækt. Segðu mér aðeins frá fátæktinni. „Já, fátæktin var þarna og kreppan herti að mönnum. Fátæktin var allt í kring og alls staðar en samt sem áður héldu menn áfram að lifa lífinu og börn héldu áfram að vera eins glöð og þau gátu hugsanlega verið. Það þarf ekki dýr leikföng til þess að börn geti verið glöð, en það þarf mat. Hann skorti ekki beinlínis þarna fyrir austan, en það þarf líka hlýjan fatnað og ekki krókn- uðum við á þessum árum. En það þriðja skorti. Það var gleði for- eldra yfir smá sigrum, depurð þeirra yfir uppsöfnuðum ósigrum í lífsbaráttunni var meira áber- andi." - Var þjóðin mjög döpur í kreppunni? „Víst var þjóðin döpur í heimskreppunni og víða þrengdi að. Þó væri mönnum gott að minnast þess þegar þeir hugsa um kreppuna að hér voru unnin af- rek á kreppuárunum í samstjórn krata og framsóknar. Við byggð- um sjúkrahús, við byggðum skóla, en ég vil taka það fram að ég minnist ekki á flokkspólittk í bókinni. Fyrir okkur sem munum þessa tíð verður það freistandi þegar rætt er um efnahagsvanda- mál núna, að segja við fólkið: í guðs bænum hlustið ekki á þetta helvítis væl. Að vísu skeður það frá stríðsárunum og fram á þenn- an dag að þessi þjóð sem hafði varla til hnífs og skeiöar, er orðin offituð. í hálfa öld hafa menn haft svo mikið að éta að þeir hafa tæpast haft undan að skíta! Það verður gróft að segja þetta á prenti en þetta er satt. En þó verð ég að segja að þetta hefur batnað mikið. Vitaskuld hefur lífið batnað frá þeim árum. Frá því ég var unglingur hef ég heyrt kveða við þann söng að allt sé á leiðinni til helvítis. Þá segi ég: Ef þetta er leiðin til helvítis sem við höfum farið í mínu minni þá hlakka ég til að koma í hlaðið og tala við gamla manninn. Þá skal ég, ef það er hægt að handan, skrifa minningar hans!“ Þar með vorurn við komnir yfir í aðra sálma og tilvalið að setja punkt. Ég vil þakka Stefáni Jóns- syni kærlega fyrir skemmtilega stund. SS Nú er allt orðið fullt af jólavörum á ótrúlega góðu verði. Peysur, blússur, kjólar, bómullarpeysur, náttsloppar. Yerslunin r Skartgrípir: Nælur, hálsfestar, eyrnalokkar og hringir. Nýtt ilmvatn, bodylotion og sápa í sama ilm Sunnuhlíð 12, sími 22484. Ullog nn ... .........■■.. Akureyringar Nærsveitamenn Við höfum opið til kl. 22.00 þann 18. desember HAGKAUP Akureyri VEXTIR A VERÐBRÉFAMARKAÐI ^ Vikan 14.-18. desember 19*W Vextir umfram Vextir Tegundskuldabréfs verðtryggingu % AUs% Spariskírt. ríkissjóðs lægst 8,0% 36,7% hæst 8,5% 37,4% Skuldabréf banka og sparisjóða lægst 9,3% 38,4% hæst 9,7% 38,9% Skuldabréf stórra fyrirtækja Lind hf. 11,0% 40,5% Glitnir hf. 11,1% 40,6% SS 11,2% 40,8% Verðtryggð verðskuldabréf lægst 12,0% 41,8% hæst 15,0% 45,6% Einingabréf Einingabréf 1 gengi 11.12.’87 2.511,- 13,2% 43,3% Einingabréf2 1.468.- 9,0% 38,0% Einingabréf 3 1.556,- 12,0% 41,8% Lífeyrisbréf 1.262,- 13,2% 43,3% Fjárvarsla Kaupþings Norðurlands hf. mismundandi eftir sam- setningu verðbréfaeignar. Heildarvextir annarra skuldabréfa en einingabréfa eru reiknað- ir út frá hækkun lánskjaravísitölu síðastliðna 3 mánuði. Raun- og nafnávöxtun Einingabréfa og Lífeyrisbréfa er sýnd miðað við hækkun þeirra síðastliðna 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fyrirvara. Einingabréf er innleyst samdægurs gegn 2% innlausnargjaldi. Spariskírteini eru seld á 2-3 dögum og flest önnur skuldabréf innan tveggja vikna. Fé í Fjárvörslu Kaupþings Norðurlands er oftast hægt að losa innan viku. ATH! Hægt er að greiða keypt verðbréf með gíróseðli og fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. éél KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 ■ Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.