Dagur - 18.12.1987, Page 8
8- DAGUR- 18. desember 1987
Jólaumferðin verður meiri í
ár en nokkm sinni fyrr!
Nú í svartasta skammdeginu er
nauðsynlegt að allir vegfarend-
ur sýni sérstaka aðgát og tillits-
semi í umferðinni. Jólaum-
ferðin þyngist dag frá degi og
ættu allir að stefna að slysa-
lausri og farsælli þátttöku í
henni.
Gangandi vegfarendur geta
aukið öryggi sitt verulega með
því að bera endurskinsmerki og
nota þau á réttan hátt. Þörf fyrir
þau er nú brýnni en endranær
þar sem óvíða slær birtu frá snævi
þakinni jörð. í hálku ættu þeir
sem ganga mikið skilyrðislaust að
heimsækja næsta skósmið og fá
sér búnað til hálkuvarna svo sem
mannbrodda eða neglda sóla.
í þessari miklu umferð er
nauðsynlegt að fólk akandi og
gangandi ætli sér meiri tíma en
endranær. í því sambandi má
hafa í huga mikla fjölgun bíla í ár
sem eðlilega leiðir til þyngri
umferðar og þvf miður einnig til
þess að margir ökumenn verði
þungir á brún við stýrið. Það hæf-
ir jólaumferð illa.
Ljósabúnaður þarf að vera í
góðu lagi og ættu ökumenn að
nota ökuljósin allan sólarhríng-
inn. Vert er að huga að hjólbörð-
um, oft duga grófmynstruð dekk,
en víða eru skilyrði þannig að
þau þurfa auk þess að vera negld.
Nú um þessar mundir munu
um 30 þúsund börn í skólum
landsins spreyta sig á getraun
um umferöarmál.
Getraunin kallast „í jólaum-
ferðinni" og er ætluð fyrir börn á
aldrinum 6-12 ára. Þau eiga að
hjálpa jólasveinunum með hin
ýmsu atvik sem upp koma þegar
þeir koma í bæinn. Ekki virðast
karlarnir hafa lært mikið um
umferðarreglur eftir spurningun-
um að dæma.
Ætlast er til að börnin glími
sem mest sjálf við þessar spurn-
ingar en foreldrar eða aðrir
aðstandendur aðstoði þau eftir
þörfum. Vonast er til að með
þessu skapist umræður um
umferðarmál á heimilum barn-
anna og þau verði hæfari þátttak-
endur í henni á eftir.
Dregið er úr réttum Iausnum
Þessa dagana er víða veitt
„Jólaglögg". Ökumenn ættu að
minnast þess að oftast er í því
áfengi - stundum sterkt. Gildir
sama um „Jólaglögg“ sem neyslu
annars áfengis að akstri og áfengi
má alls ekki blanda saman.
Benda má á að gott „Jólaglögg“
má blanda án áfengra efna og eru
til prýðisgóðar uppskriftir að
slíkum ökumannadrykkjum.
Umferðarráð væntir þess að
allir landsmenn verði jákvæðir og
tillitssamir í jólaumferðinni
þannig að sem flestir megi eiga
slysalaus og gleðileg jól.
og hafa yfirleitt félög, stofnanir
eða fyrirtæki gefið þau verðlaun
sem veitt eru. Því miður fá ekki
öll börn sem senda inn rétt svör
verðlaun en þau heppnu mega
eiga von á því að fá einkennis-
klæddan lögregluþjón í heimsókn
á aðfangadag, eða einhvern dag-
inn rétt fyrir jól, með bókarverð-
laun.
Kennarar og forráðamenn
barna eru vinsamlegast beðnir
um að taka þátt í þessu með
börnunum og veita þeim þá
aðstoð sem með þarf.
Sá stutti tími sem fer í að veita
barni smá leiðbeiningu um
umferðarmál getur komið í veg
fyrir að það slasist í umferðinni.
Verndum börnin okkar og ger-
um þau að ábyrgum vegfarend-
um. Það gerum við best með
hnitmiðuðum ábendingum og
góðu fordæmi okkar sjálfra.
Samuel Beckett
- gefinn út í fyrsta sinn
á íslensku
Út er komin hjá bókaforlaginu
Svart á hvítu bókin Samuel Beck-
ett - sögur, leikrít, ljóð. Þetta er
í fyrsta skipti sem verk eftir þann
merka höfund eru gefin út í
íslenskri þýðingu og telst til bók-
menntaviðburða í íslensku
menningarlífi.
Samuel Beckett er í hópi
merkustu rithöfunda þessarar
aldar og hefur ef til vill öðrum
fremur stuðlað að róttækum
breytingum á skáldsagnagerð og
leikritum eftir seinni heimsstyri-
öld. Beckett, sem hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels árið 1969
er áleitinn höfundur, einstakur
og frumlegur, en stendur jafn-
framt nær hinni klassísku evr-
ópsku bókmenntahefð en flestir
aðriri nútímahöfundar.
í þessari bók eru sjö leikrit, sex
sögur og tíu ljóð frá fimmtíu ára
ferli, þar á meðal þekktasta verk
Becketts, leikritið Beðið eftir
Godot, í nýrri þýðingu og eitt
nýjasta snilldarverkið, hin stutta
og magnaða skáldsaga Félags-
skapur frá 1980. Þýðandinn er
Árni Ibsen sem hefur um árabil
kannað verk þessa alvörugefna
írska húmorista og hann skrifar
jafnframt inngang og skýringar.
Göngur og réttir
- 5. bindi
Hið eftirsótta ritsafn Göngur og
réttir, sem kom út hjá bókaútgáf-
unni Norðra 1948-1953 og Bragi
Sigurjónsson safnaði efni í og bjó
til prentunar, hefir verið ófáan-
legt í mörg ár.
Nú hefir Bókaútgáfan Skjald-
borg endurútgefið ritsafnið í
umsjón Braga, sem raðað hefir
efni þess upp á nýtt, aflað upplýs-
inga um breytta gangnatilhögun á
helstu gangnaslóðum og bætt
ýmsu efni við, sem aflast hefir.
Hverju bindi fylgir formáli,
sem fjallar á einhvern hátt um
selfarir, fráfærur og í þessu loka-
bindi um sauðkindina og íslenska
sjálfsþurftarþjóðfélagið. Er í öll-
um þessum formálum margan
fróðleik að finna.
Hverju bindi fylgir nafnaskrá,
gullnáma örnefna, safn upplýs-
inga staðkunnugra manna.
í þessu bindi er hinn rómaði
þáttur Benedikts frá Hofteigi,
Vopnfirðingar á Fellsrétt.
Þetta er fimmta og síðasta
bindi Gangna og rétta og fjallar
um göngur og réttir í Þingeyjar-
og Múlasýslum.
Bók þessi er röskar 500 blað-
síður og í henni um 100 myndir. í
bókinni er bókarauki, nýjar frá-
sagnir.
Börn aöstoöa
jólasveina í umferðinni
jóUláttur tíl
félagsmanna
Sjónvörp, myndbandstæki,
hljómflutningstæki, sambyggð útvarps-
og snældutæki, bíltæki og hátalarar
Öll bestu merkin Örugg og góð þjónusta
Afslátturinn gildir til jóla
Munið að sýna félagskortin
^PIONEER
JVC
% _ READY
\/^SL|stem
VIDEO PROGRAM
VHS
*** «********&