Dagur - 18.12.1987, Síða 9

Dagur - 18.12.1987, Síða 9
18. désember 1987 - DAGUR - 9 Bók um yfir- náttúrlega atburði Draugar, svipir og dularfuil fyrir- brigði nefnist bók sem Frjálst framtak hf. hefur sent frá sér. Bókin er í flokki vinsælla bóka og hefur Frjálst framtak áður gefið út tvær bækur í þessum flokki: Heimsins mestu furðufuglar og Ótrúlegt en satt. Draugar, svipir og dularfull fyrirbrigði er eftir Bretana Nigel Blundell og Roger Boar. Bókin fjallar um ýmsa yfirnáttúrlega atburði og er hún byggð á mikl- um athugunum og heimildarsöfn- un höfundanna. Kom í ljós er þeir voru að vinna bókina að ótrúlega margir töldu sig hafa orðið fyrir yfirnáttúrlegri reynslu og að ýmsar sagnir sem gengið höfðu jafnvel öldum saman áttu við rök að styðjast. Bókin skiptist í sjö meginkafla og nefnast þeir: Hefndarhugur; Draugabæli; Undur og ógnir; Sjódraugar; Fardraugar; Vofur af valdaættum og Vinir og elsk- hugar í vofulíki. Eins og kafla- nöfnin bera með sér er í bókinni fjallað um ýmsar hliðar drauga- gangs og yfirnáttúrlegra atburða. Björn Jónsson þýddi bókina. Brúðarmynd- in á bók Brúðarmyndin, hið nýja leikrit Guðmundar Steinssonar, sent frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu þ. 23. sl., er komið út á vegum bókaforlagsins Svart á hvítu. í Brúðarmyndinni er Guð- mundur, eins og stundum áður, að „fjalla um ráðvillt nútímafólk á þann gagnrýna hátt sem honum einum er lagið", eins og stendur á bókarkápu. Ennfremur segir: „Hér er jafnframt áleitin og allt að því áþreifanleg hugleiðing um ábyrgð listamannsins, sjálfsbirg- ingshátt hans og hroka andspænis veruleikanum sem hann hyggist fella í listræn form. Guðmundur Steinsson er tví- mælalaust í fremstu röð íslenskra leikskálda. Meðal þekktustu HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-27744 AKUREYRI verka hans eru Sólarferð, Skírn og Stundarfriður, en það síöasttalda hefur verið þýtt á fjölmörg tungumál. Brúðarmyndin er tíunda leikrit Guðmundar. Bréf séra Böðvars - eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson Bréf séra Böðvars eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson er komið út að nýju en sagan birtist fyrst í safn- inu Leynt og Ijóst árið 1965. Pað er bókaforlag Máls og menningar sent gefur bókina út. Bréf séra Böðvars sýnist í fljótu bragði ekki segja frá mikl- um viðburðum. Aldraður prestur og heiðursmaður, séra Böðvar S. Guðmundsson, fer í gönguferð umhverfis Tjörnina með konu sinni og hitta þau hjón gamlan kunningja á leiðinni, Gússa að nafni. En frásögnin er útsmogin og býr yfir mörgum leyndardóm- um, hún sýnir sífellt á sér nýjar hliðar eftir því sem lesandinn skoðar hana betur. Viðskiptavinir athugið Bílaverkstæði Höldurs sf. Draupnisgötu 1 verður lokað milli jóla og nýárs. M»« « # - Bílaverkstæði noiaursr. $m 21715 og 26915. Jól í Kompunni Jólamerkimiðar Jólakort Jóladagatöl Jólasveinar Jólalímmiðar Jólaskraut Jóladúkkulísur Jólatréstoppar Gler i Bergvík Glös, ný sending Jólaklippimyndir Gjafaöskjur, litlar Kertastjakar Blómavasar Hitabrúsar Ofnir treflar Ofnar værðarvoðir Ofnar golfmottur Ofin hálstau Saltkvarnir Útilampaljós * Piparkvarnir * Smjördollur * Grapeskálar * Hnetubrjótar * Hnetuskálar * Expressókönnur * Bakkar * Reyrhúsgögn * Gólfmottur * Skartgripir * Sápuskálar * Brauðkörfur * Hnetukörfur * Diskamottur * Bastplattar * Óhreinatauskörfur * Körfustólar * Bastborð * Hundakörfur * og margt, margt fleira Sendum í póstkröfu. | Jólavörurnar eru frábærar hjá okkurj KOMPAN j JÓLATILBOÐ Herraskyrta með bindi og bindisnælu. Verð aðeins kr. 950.- + 10% jólaafsláttur + Mjúkís 1 I .... kr. 174,00 Mjúkís 2 I .... kr. 294,00 ístertur 7-9 m. Kr. 315,00 Mandarínur .... kr. 49,00 pr. kg. Eplirauð . kr. 49,00 pr.kg. Epli rauð stór . kr. 69,00 pr. kg. Appelsínur. kr. 69,00 pr. kg. + Verið velkomin * HAGKAUP Akureyri nestin auglýsa: Úrval af jólagjöfum í bensínafgreiðslum KomiÖ og skoöiö úrvaiiö: Bílaryksugur, veiðistengur, hjól, töskur, ísborar, veiði- kassar, útvörp, segulbönd, símar - margar gerðir, hjálmar, kuldastígvél, fóðraðir vettling- ar, leikföng í úrvali, jólatré, aðventuljós, kirkjur með Ijósi í o.fl. o.fl. ágjgv 77/ aÖ létta á jólabuddurmi bjódum vib ybur kreditkorta- ^ r þjónustu meb greibslu í MARS.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.