Dagur - 18.12.1987, Side 16
16 - DAÖUR - 18. desember 1987
ERICSSON ^
Farsímar
í fararbroddi
Hér gefur að líta sænska
meistarann í léttþungavigt
við Tryggvabraut • Sími 27700.
2*1?
Dyi Ul % dyn m
io.ííítfignu'ig: og gárdnmd.
Leikföngin sem
vaxa með
barninu
Playmo
Heill heimur af
sterkum og
Droskandi
eikföngum
rmméuriim
HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96 27744 AKUREYRI
Hýjar vörur
- vandaöar vörur
Kaupmannafélag
Akureyrar
Tvær bækur um
Kalla og Kötu
Iðunn hefur endurútgefið tvær
barnabækur sem uppseldar hafa
verið árum saman, en það eru:
Kalli og Kata eiga afmæli og Kalli
og Kata í leikskóla. Bækur þessar
eru eftir Margret Rettich, en
bækur hennar um þessar sögu-
hetjur hafa notið ótrúlegra vin-
sælda hjá íslenskum börnum,
enda er í þeim margt að finna
sem börn þekkja úr eigin lífi og
umhverfi. Líflegur og einfaldur
frásagnarstíll og ríkulegar mynd-
skreytingar á hverri síðu lýsa
daglegu lífi í leikskólanum þar
sem skipst geta á skin og skúrior.
Ánægjunni við undirbúning
afmælisveislunnar og fjörinu þeg-
ar enginn vill fara heim að henni
lokinni er líka vel lýst.
0g hvað með það?
Komin er út hjá Iðunni ný ung-
lingabók eftir Helgu Ágústsdótt-
ur og nefnist hún Og hvað með
það?
Þetta er þriðja bók höfundar
en hinar fyrri, Ekki kjafta frá og
Ef þú bara vissir, nutu mikilla
vinsælda meðal lesenda sinna.
Um efni þessarar nýju bókar
segir: „Unglingarnir lenda í ýmsu
og það er ekki víst að þeir full-
orðnu viti alltaf málavöxtu. Þeir
halda að þetta sé allt vitleysa eða
barnaskapur. Þeir ættu bara að
vita í hverju maður getur lent!
Og pælingarnar, þeir vita nú
minnst um þær . . . Og svo á
maður bara að vera stilltur og
góður og læra vel heima! Það
þarf nú líka að sinna öðru, sem er
að minnsta kosti jafn áríðandi.
Spennandi og óvenjuleg bók,
þar sem söguhetjan neyðist til að
horfast í augu við fleira en hún
vill. Það þurfa lesendur líka við
óvænt sögulok."
Á besta aldri
Bókaútgáfan Forlagið hefur sent
frá sér bókina Á besta aldri sem
Jóhanna Sveinsdóttir ritar í sam-
vinnu við Þuríði Pálsdóttur. í
bókinni er fjallað um breytinga-
skeið kvenna (og reyndar karla
líka), rætt um helstu fylgikvilla
sem og alvarlegri einkenni eins
og beinþynningu. Pá er í bókinni
sérstakur kafli um hormónagjafir
og gildi þeirra og loks er ítarleg
umfjöllun um líkamsrækt mið-
aldra kvenna og holla fæðu svo
og baráttuna við þunglyndið.
Lifmnli orð
„Því að barn er oss fætt,
sonur er oss gefinn. Á hans
herðum skal höfðingjadóm-
urinn hvíla. Nafn hans skal
kallað Undraráðgjafi, Guð-
hetja, Eilífðarfaðir, Friðar-
höfðingi. “ Jesaja 9. 6.
Fæðing frelsarans var
boðuð mörgum öldum fyrir-
fram af spámönnum
Drottins. Jesaja segir einnig:
„Fyrir því mun Drottinn gefa
yður tákn sjálfur: Sjá yngis-
mær verður þunguð og fæðir
son og lætur hann heita
Immanúel." Jes. 7.14. En
Immanúel þýðir Guð með
oss. Það var einmitt það sem
gerðist við fæðingu barnsins
í Betlehem, að Guö kom inn
í okkar mannlega heim.
Hann átti erindi inn í þennan
heim og hann á erindi við þig
og mig. Jóhannes postuli
segir: „Orðið varð hold, hann
bjó með oss, fullur náðar og
sannleika, og vér sáum dýrð
hans, dýrð, sem sonurinn
eini á frá föðurnum.“ Jóh. 1.
14.
„Guð er kærleikur" og
koma lausnarans í heiminn á
sitt upphaf í kærleika hans.
Fæðing hans er til komin og
knúin fram af kærleiksríkum
Guði. „( því birtist kærleikur
Guðs meðal vor, að Guð hef-
ur sent einkason sinn í heim-
inn til þess að vér skyldum
lifa fyrir hann.“ 1. Jóh. 4. 9.
Hann kom til að bæta fyrir
brot okkar. Hann kom til að
friðþægja fyrir syndir og
greiöa lausnargjaldið, svo
við mættum öðlast frelsi úr
syndaböndum og ánauð.
Hann kom til að skapa
grundvöll sátta og fyrirgefn-
ingar. Hann kom til þess að
sætta heiminn við Guð.
Hann kom með sáttargjörð-
ina og þar sem allt er komið í
sátt, þar ríkir friður. Hann
mætti sjálfur skilyrðum hins
heilaga og réttláta Guðs,
með því að uppfylla allar
réttlætiskröfur fyrir okkur.
„Barn er oss fætt, sonur er
oss gefinn." Jesús Kristur
var sonur í enn dýpri merk-
ingu, hann var sonur Guðs
og mannssonur, eins og
hann kaus svo oft að nefna
sjálfan sig. „Ef sonurinn gjör-
ir yður frjálsa, munuð þér
sannarlega verða frjálsir."
Jóh. 8. 36. „Því að Manns-
sonurinn er kominn að leita
að hinu týnda og frelsa það.“
Lúk. 19.10. „Sá sem trúir á
soninn, hefur eilíft líf.“ Jóh.
3. 36.
„Nafn hans skal kallað
Undraráðgjafi." Hann kom
fram og sýndi okkur ráðs-
ályktun Guðs. Hann kom til
þess að gjöra kunnugt hver
hjálpræðisáform Guðs væru.
Hann var undursamlegur í
orði og verki. Hugarfar hans
og hjartaþel tók öllu öðru
fram. Barnið sem fæddist á
svo einstæðan hátt, vakti
undrun og jafnvel ótta.
Sálmaskáldið orti um hann,
leiddur af heilögum anda:
„Fegurri ert þú en mannanna
börn, yndisleik er úthellt yfir
varir þínar, fyrir því hefur
Guð blessað þig að eilífu."
Sálm. 45. 3. Undur og tákn
gjörðust þar sem hann kom
nærri, máttarverk sem aldrei
áður höfðu sést meðal
manna. En hans innri fegurð
er best lýst í þessum orðum:
„Þú hefur elskað réttlæti og
hatað ranglæti." Heb. 1. 9.
Er hægt að fá hærri einkunn
frá Guði og mönnum og lof-
samlegri vitnisburð?
Það finnst ekki nokkur sem
Jesús á jörð
svo ríkur af kærleikans auð,
hann finnur og leiðir í föðurins
hjörð
hinn fráviiita, tapaða sauð.
Hann er nefndur „Friðar-
höföingi". Jesús var hinn
mikli friðflytjandi og meðal-
göngumaður milli Guðs og
manna. Hinn innri friður
hjartans byggist ávallt á
trausti. Börnin eiga frið í'
hjartanu, ef þau finna að þau
geta alveg treyst foreldrum
sínum. Því meir sem við lær-
um að treysta Guði, því
raunverulegri og innilegri frið
fáum við í hug og hjarta.
Friðurinn fyllir sál okkar, þeg-
ar við sannfærumst um fyrir-
gefningu Guðs og elsku
hans til okkar.
!