Dagur - 18.12.1987, Side 24
Akureyri, föstudagur 18. desember 1987
Tilboð Bautans í desember:
í hádeginu: Innkaupadiskurinn:
Kaldir kjöt- og fiskréttir ásamt súpu og salatbar kr. 450.
í kaffinu: Búðarrápsdiskurinn:
Snitta, kökusneið og kaffi kr. 180.
★
jólaglögg.
Bæjarstjórn Sauðárkróks:
Mælir gegn leyfisveit-
ingum til farandsala
Bæjarstjórn Sauðárkróks lýsir
áhyggjum sínum vegna þeirrar
þróunar sem virðist vera í
verslunarrekstri í bænum, að
verslun færist í auknum mæli
úr bænum, til Reykjavíkur og
ekki síður til farandsala er hér
hafa stutta viðdvöl.
í þessu sambandi beinir bæjar-
stjórn því til bæjarfógeta að hann
sýni mikla íhaldssemi í veitingu
leyfa til slíkra sölumanna í bæn-
um og raunar öllu héraðinu. Tel-
ur bæjarstjórn að leita beri allra
tiltækra ráða til eflingar verslun-
arrekstri innan héraðs, m.a. með
því að leggja há leyfisgjöld á þá
aðila, sem óska slíkra skyndi-
leyfa. -þá
F Akureyri:
Oæskilegir skúr-
ar fjarlægðir
Skúrar og gripahús innan
bæjarmarka Akureyrar hafa
löngum verið þyrnir í augum
þeirra sem unna umhverfis-
málum. Skúrum á Akureyri
hefur fækkað mikið í áranna
rás enda heyrir upprunalegt
hlutverk þeirra í mörgum til-
vikum sögunni til.
Heilbrigðisfulltrúi, bygginga-
fulltrúi og garðyrkjustjóri bæjar-
ins hafa tekið saman lista yfir þá
skúra sem æskilegt þykir að verði
fjarlægðir á næsta ári. Þessi listi
verður ekki birtur opinberlega
því samningaviðræður standa í
Fiskeldi Eyjafjaröar hf.:
Hlutafjár-
aukning
fyrirhuguð
Fyrirhuguð er hlutafjáraukn-
ing hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf.
Upphafleg heimiíd er fyrir 9
milíjón króna hlutafé og að
sögn Inga Björnssonar fram-
kvæmdastjóra er hlutafé nú
nálægt þeirri upphæð. Reynt
verður að auka hlutafé um
50% eða um að minnsta kosti 4
milljónir.
Ingi sagði að ástæður þessarar
aukningar væru einkum þrjár.
Stofnkostnaður stöðvarinnar á
Hjalteyri var meiri en upphaflega
var gert ráð fyrir þar sem meira
var vandað til alls búnaðar henn-
ar en til stóð. í öðru lagi hafa
ýmsar kostnaðarhækkanir orðið
sem leitt hafa til dýrari rekstrar.
Til þess að halda út eitt ár eins og
áætlanir miðast við þarf aukið
rekstrarfé.
Þriðja ástæðan er sú að verk-
efni þetta hefur ekki notið þeirr-
ar opinberu fyrirgreiðslu sem
vonast hafði verið eftir en búist
var við að til að mynda Rann-
sóknarráð ríkisins og sjávarút-
vegsráðuneytið myndu leggja
fram einhverja styrki.
Atvinnumálanefnd Akureyrar
hefur lagt til við bæjarstjórn að
bærinn auki hlutafé sitt um allt að
eina milljón en hverjar undirtekt-
ir annarra hluthafa verða ræðst
ekki fyrr en á hluthafafundi sem
boðaður hefur verið af þessu
tilefni 9. janúar. ET
sumum tilvikum yfir við eigendur
skúranna en í öðrum tilvikum eru
þær ekki hafnar. Heilbrigðis-
nefnd hefur lýst sig samþykka
áætlun þessari og skorar á bæjar-
stjórn að veita fé til þessa máls á
næstu fjárhagsáætlun.
Arni Steinar Jóhannsson,
garðyrkjustjóri, sagði það ekkert
nýtt að bæjaryfirvöld leituðust
við að fjarlægja skúra og gripa-
hús í bæjarlandinu. Það sem
skipti máli nú væri að embætti
heilbrigðisfulltrúa, byggingafull-
trúa og garðyrkjustjóra hefðu
ákveðið að samræma krafta sína í
þessum efnum. Hvað sitt embætti
varðaði væri um að ræða skúra
sem væru á svonefndum grænum
svæðum. „Það er alltaf verið að
rífa skúra í bæjarlandinu af og til
og við erum að samræma okkur
innan kerfisins. Á aðalskipulagi
er t.d. Glerársvæðið grænt svæði
og á framkvæmdaáætlun. Hvað
okkur varðar þá höfum við áhuga
á að taka þar til hendinni," sagði
Árni Steinar að lokum. EHB
„Sérdu! Þarna býr jólasveinninn/'
Mynd: TLV
Mikil eftirspurn eftir raöhúsum á einni hæð:
Staóreynd eða tilbún-
ingur verktaka?
- engar lausar lóðir fyrir slík hús á Akureyri
Á Akureyri er nú komin upp
sú staða að lóðir vantar fyrir
ákveðnar húsgerðir. Áður hef-
ur verið sagt frá því að í bæn-
um eru engar lausar lóðir fyrir
fjölbýlishús en sömu sögu er
að segja um lóðir fyrir einnar
hæðar raðhús.
Trésmíðaverkstæði Sveins H.
Jónssonar sótti til byggingar-
Gámaþjónusta Norðurlands hf.:
Leigir út mslagáma
Nýtt fyrirtæki, Gámaþjónusta
Norðurlands hf., hefur tekið til
starfa á Akureyri. Fyrirtækið,
sem er hið fyrsta á sínu sviði
norðanlands, leigir út gáma
sem ætlaðir eru undir sorp og
annað rusl. Nú þegar hafa
nokkur fyrirtæki á Akureyri
notfært sér þjónustuna.
Jörundur H. Þorgeirsson, aðal-
eigandi og stjórnandi fyrirtækis-
ins, sagði að sú þjónusta sem
fyrirtækið býður upp á einfaldi og
spari mjög sorplosunarmál þeirra
fyrirtækja sem þurfa að losa sig
reglulega við rusl, t.d. einu sinni í
viku. í stað þess að safna ruslinu
saman og flytja það á haugana
væri mun hentugra að koma því
fyrir í ruslagámum sem losaðir
eru reglulega.
Gámarnir eru danskir og mjög
þægilegir í meðförum. Þeir eru
líka skemmtilegir útlits og eru
því ekki til óprýði. Frá sjónar-
miði eldvarna er slíkur búnaður
mikið öryggisatriði því oft er eld-
hætta af lausu rusli á lóðum eða í
húsakynnum fyrirtækja.
ístess, Aðalgeir Finnsson og
Jörundur Þorgeirsson og Stefán Jónsson, bifreiðarstjóri, glaðbeittir á svip
við einn af gámunum en gámarnir eru fluttir á vörubíl til losunar.
Eimskipafélag íslands eru dæmi
um fyrirtæki sem hafa tekið
ruslagáma á leigu. Akureyrarbæ
voru boðnir nokkrir gámar og er
það mál í athugun. Ef af leigu
verður er hugmyndin að láta
ruslagáma standa í hverfum
bæjarins. Það myndi spara
almenningi öskuhaugaferðir en
samkv. bókun umhverfismála-
nefndar frá 8. des. er mælt með
því að slíkum gámum verði kom-
ið fyrir. Þá yrðu öskuhaugarnir
Iokaðir nema á ákveðnum
tímum, en losun rusls um helgar
skapar oft hættu á því að ruslið
fjúki langar leiðir ef hvasst er í
veðri. EHB
nefndar úm lóðina Múlasíðu 30-
38 eða aðra lóð til byggingar á
slíku húsi. Þessari lóð mun hafa
verið úthlutað til annars verktaka
og í bókun byggingarnefndar seg-
ir að nefndin geti að svo stöddu
ekki orðið við umsókninni þar
sem engar lóðir séu á lausu til að
byggja á einnar hæðar raðhús.
Sveini er hins vegar gefinn kostur
á lóðinni Múlasíðu 14-16-18, þar
sem byggja skal hæð og ris.
„Eftirspurnin hjá mér er aðal-
lega eftir íbúðum á einni hæð og
því hef ég lagt áherslu á að að fá
lóðir fyrir slík hús. Það er auðvit-
að eins slæmt og hægt er að hugsa
sér þegar svona staða kemur upp.
Mér hefur hins vegar skilist að
hjá bænum séu ákveðnir aðilar
sem standa gegn byggingu svona
húsa og segi okkur bara vera vit-
lausa að fara fram á þetta,“ sagði
Sveinn Jónsson í samtali við Dag.
í bókun byggingarnefndar er
því beint til skipulagsnefndar að
af fyrrgreindum ástæðum fari
fram endurskoðun á húsgerðum
raðhúsalóða við Vestursíðu en á
skipulagi er þar gert ráð fyrir hús-
um á meira en einni hæð.
„Ég hef heyrt þessar fullyrð-
ingar byggingarmeistara um eftir-
spurnina áður og ég tek þær nú
ekki alveg sem löggiltar stað-
reyndir. Þessar fullyrðingar eru
að mínu mati litaðar af hagsmun-
um byggingarmeistaranna.
Frá skipulagslegu sjónarmiði
er óheppilegt að hafa ekkert ann-
að en einnar hæðar hús auk þess
hve yfirbragð byggðarinnar verð-
ur flatneskjulegt,“ sagði Finnur
Birgisson skipulagsstjóri í samtali
við Dag. ET