Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. desember 1987 Starfsmenn samankomnir eftir að verkhópar höfðu leyst verkefnin. Brotið blað í námskeiðahaldi Iðntæknistofnunar: Námskeið í gæðastjórnun í Steinullarverksmiðjunni Nýlega var haldið í Steinullar- verksmiðjunni á Sauðárkróki námskeið í gæðastjórnun. Flestallir starfsmenn verk- smiðjunnar sóttu námskeiðið sem haldið var í samvinnu við Iðntæknistofnun. Með þessu námskeiði er brotið blað í námskeiðahaldi Iðntækni- stofnunar. Fram að þessu hafa þátttakendur þurft að nálgast námskeiðin hjá stofnuninni í Reykjavík, en í þessu tilfelli var námsefnið fært inn í við- komandi fyrirtæki til starfs- mannanna. Iðntæknistofnun hefur í nokk- urn tíma boðið upp á námskeið handa stjórnendum fyrirtækja í gæðastjórnun. í haust komu aðil- ar frá stofnuninni norður til að kynna þau fyrir forráðamönnum Steinullarverksmiðjunnar. Leist þeim vel á viðfangsefnin sem byggjast á mikilvægi þess að skila öllum verkþáttum fullkomlega til að varan verði í sem allra hæstum gæðaflokki. Var ákveðið að efna til námskeiðs með öllum starfs- mönnum, sníða það að aðstæð- um í verksmiðjunni og halda það þar. A námskeiðinu var farið yfir allan ferilinn, allt frá því bindi- efni í framleiðsluna er pantað er- lendis frá og þar til kaupandinn fær vöruna í hendur. Var þátttak- endum skipt í verkhópa sem glímdu við að leysa hin ýmsu vandamál fyrirtækis við framleiðsl- una og þær kröfur sem viðskipta- vmurtnn gerir. Að sögn Þórðar Hilmarssonar framkvæmdastjóra eru bæði starfsmenn og forráðamenn verk- smiðjunnar mjög ánægðir með námskeiðið og í framhaldi hefur verið ákveðið að stofna starfshóp upp úr áramótum sem vinna mun að frekari útfærslu á ýmsum þátt- um gæðastjórnunar í verksmiðj- unni. Eitt af því sem út úr því mun koma er nokkurs konar vasahandbók sem auðvelda á starfmönnum í framtíðinni að sjá til þess að gæði framleiðslunnar verði sem jöfnust og best. Sagði Þórður þetta mjög mikilvægan þátt fyrir fyrirtækið til að standa sig í samkeppninni á einangrun- armarkaðnum bæði hér heima og erlendis. -þá Sambandið mótmælir - málsmeðferð viðskiptaráðherra „Hinn 8. desember sl. tilkynnti Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, Sambandi ísl. samvinnufélaga formlega að hann hefði ákveðið að hafna tilboði Sambandsins í hlutabréf ríkissjóðs í Útvegsbanka íslands hf. og hætta að svo stöddu viðræðum um sölu bréfanna. Segir viðskiptaráðherra það mat sitt, að ekki hafi koinið fram fullnægjandi tilboð í bréfin, er samrýmist þeim for- sendum, sem lágu til grundvallar auglýsingunni í júní og stefnu ríkisstjónarinnar í bankamálum,“ segir í fréttatilkynningu frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga. „Af þessu tilefni viljum við taka fram eftirfarandi: Þær ástæður sem viðskiptaráð- herra færir fram fyrir synjun sinni hafa ekki við rök að styðjast. Ekki verður séð að sala hluta- bréfanna til Sambandsins og sam- starfsfyrirtækja þess hafi brotið í bága við stefnu ríkisstjórnarinnar í bankamálum. Engin skilyrði eða fyrirvarar voru í tilboði ríkissjóðs, þegar hlutabréfin voru boðin til sölu með auglýsingunni í júní si., enda var heimild ríkissjóðs til þess að selja bréfin ekki bundin nein- um skilyrðum eða takmörkun- um, samkvæmt lögunum um stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka íslands, öðrum en þeim sem varða ákvörðun sölu- verðs. Af hálfu viðskiptaráðherra kom heldur ekki annað fram, þegar bréfið um samþykkt Sam- bandsins og samstarfsfyrirtækja þess um kaupin á hlutabréfunum var lagt fyrir hann, en félögin uppfylltu öll skilyrði til þess að kaupa hlutabréf ríkissjóðs í bankanum. Við teljum því Ijóst, að raun- veruleg synjunarástæða viðskipta- ráðherra fyrir því að standa við tilboð ríkissjóðs gagnvart Sant- bandinu sé af pólitískum toga. Hún og eigi rót sína að rekja til þess pólitíska uppnáms sem varð meðal þeirra, sem fram að því að Sambandið lagði fram boð sitt, höfðu ekki sýnt hlutabréfakaup- um neinn áhuga, en vildu fyrir hvern mun koma í veg fyrir að viðskiptaráðherra seldi Sam- bandinu og samstarfsfyrirtækjum þess hlutabréf ríkissjóðs í bank- anum. Forráðamönnum Sambandsins var ljós sá vandi sem viðskipta- ráðherra hafði ratað í vegna þessa pólitíska upphlaups og féll- ust á ósk hans um óformlegar könnunarviðræður um ráðstöfun á hlutabréfaeign ríkissjóðs. Þess- ar viðræður leiddu ekki til neins árangurs sem kunnugt er. Við lítum svo á, að meðferð stjórnvalda á þessu máli hljóti að teljast ámælisverð og ekki í sam- ræmi við góða viðskiptahætti. Samband ísl. samvinnufélaga hefir hins vega jafnan ástundað vinsamleg samskipti við stjórn- völd og mun gera það hér eftir sem hingað til. Þrátt fyrir góða málefnalega stöðu hafa Sambandið og sam- starfsfyrirtæki þess ekki hug á því, að svo stöddu, að efna til frekari deilna um þetta mál eða langvarandi málaferla við ríkið út af sölu hlutabréfanna en bíða átekta eftir aðgerðum ríkisins um endurskipulagningu bankakerfis- ins í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar," segir að lokum. verðskuldar jóladrykk af bestu gerð; malt og appelsín frá Sanitas. Fram að jólum býður Sanitas upp á handhæga jólapoka með tólf dósum. Sex dósum af Ijúffengu ogfreyðandi malti og sex dósum afsvalandi appelsíni sem þú síðan blandar saman eftir eigin smekk. Drekktu góða jólablöndu um jólin og þú kemst í ekta jólaskap. CÍNTH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.