Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 4

Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 30. desember 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DhGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), PÁLL B. VALGEIRSSON (Blönduósi vs. 95-4070), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Höfum við gengið til góðs...? Það ár sem senn er á enda hefur ekki reynst þjóð- inni eins hagstætt og árið þar á undan. Afli hefur ekki reynst jafnmikill og þá og talsvert hefur hallað undan fæti í efnahagslífinu. Árið sem er að kveðja getur þó engan veginn tahst slæmt. Það fer eftir viðmiðuninni sem notuð er hverju sinni. Árið 1986 var eitt mesta góðæri sem um getur í íslandssög- unni og þess vegna gefur sú viðmiðun ekki rétta mynd af því ári sem nú er að enda. Það verður ef- laust skilgreint sem góðæri samkvæmt hinni þjóð- hagslegu mælistiku, þótt vissulega hafi gnægt þess og gæftir farið fram hjá mörgum. í árslok stöndum við frammi fyrir ýmsum óskemmtilegum staðreyndum. Útflutningsgrein- arnar berjast í bökkum vegna óhagstæðrar gengis- þróunar og kostnaðarhækkana innanlands. Okkur mistókst að kveða niður verðbólgudrauginn fyrir fullt og allt og hann er farinn að láta á sér kræla að nýju, þótt hann fari sér hægt enn um sinn. í árs- byrjun spáði Þjóðhagsstofnun því að verðbólgan yrði komin niður í eða niður fyrir 10% um þetta leyti en sú spá hefur langt í frá gengið eftir. Kjara- samningar eru lausir eftir nokkra daga en ekkert bólar á þríhliða samkomulagi aðila vinnumarkaðar- ins, vinnuveitenda og ríkisins. Það má því búast við harðvítugum deilum á vinnumarkaði á nýja árinu. Á meðan ekkert lát er á neyslubrjálseminni og kaupæðinu er innlendur sparnaður í lágmarki. Við eyðum um efni fram og höldum uppteknum hætti: Að fjármagna mismuninn með erlendu lánsfé. Þenslunnar sem þessu fylgir, hefur aðal- lega gætt á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðin hefur sem oftar að mestu farið varhluta af öllu saman. Þörfin fyrir nýja og öfluga byggðastefnu hefur ef til vill aldrei verið meiri en nú. Þörfin fyrir það að landsbyggðarfólk snúi bökum saman og vinni ein- huga að því að rétta hlut hinna dreifðu byggða hef- ur sjaldan verið brýnni en nú. Það má ekki láta hrepparíg og önnur minniháttar atriði verða til þess að sundra fylkingunni. Þetta verða menn að hafa hugfast á nýju ári. En þannig hafa sem sagt mörg mein óðaverð- bólguáranna tekið sig upp að nýju í þjóðarlíkaman- um á árinu sem er að líða. Meðferðin fór úr bönd- um á viðkvæmu stigi, því sjúklingurinn lét sér ekki segjast. Hann lét ráðleggingar sérfræðinga, um að fara sér hægt meðan hann væri að ná fullri heilsu, sem vind um eyru þjóta. Og þess vegna þarf lík- lega að endurtaka margar mikilvægar og sársauka- fullar skurðaðgerðir á nýja árinu - aðgerðir sem hægt hefði verið að komast hjá með skynsamlegri hegðan. BB. Hvað er þér minnis „Samkomulag stórveldanna merk stefiiu- breyting“ - segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra „Á alþjóðavettvangi er mér efst í huga samkomulag stórveldanna um fækkun kjarnorkuvopna. Það er ekki fækkunin í sjálfu sér sem mér finnst ánægjulegust, heldur stefnubreytingin sem samkomu- lagið lýsir,“ sagði Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra þegar Dagur spurði hann hvað hann teldi athyglisverðustu atburði ársins 1987. „Hér innanlands er mér minn- isstæðust góð útkoma Framsókn- arflokksins í alþingiskosningun- um síðasta sumar. Miðað við kosningaspár þá var árangur flokksins framar björtustu vonum. Myndun ríkisstjórnar- innar verður einnig lengi í minn- um höfð. Það vekur hins vegar ugg í brjósti mér þær blikur sem eru á lofti í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Ég vona að við berum þá gæfu að geta unnið saman á næsta ári að leysa þau verkefni sem okkar bíða. Persónulega þá er mér efst í huga þakklæti til allra þeirra sem aðstoðuðu mig við framboðið á Reykjanesi í alþingiskosningun- um. Góður og víðtækur stuðn- ingur við mig í þeim kosningaslag var sérstaklega ánægjulegur og það eitt mun gera árið 1987 sér- stakt í liuga mér,“ sagði Stein- grímur Herniannsson utanríkis- ráðherra að lokuin. AP „Góðar ininningar fiá Akureyrarferð“ - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra „Það sem mér er eftirminnilegast á þessu ári eru líklegast þau skin og skúrir sem einkennt hafa stjórnmálin á þessu ári. Myndun ríkisstjórnarinnar var merkur áfangi, þó að fæðingarhríðirnar væru erfiðar,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra er Dag- ur innti hann eftir því hvað hon- um væri efst í huga núna á þessu áramótum. „Ég á góðar minningar frá ferð minni til Akureyrar í tilefni af 125 ára afmæli bæjarins. Einnig má ekki gleyma því að 1987 verð- ur minnst sem ársins sem háskólakennsla hófst á Akureyri. Þetta er merkur áfangi í mennt- unarmálum þjóðarinnar og óska ég skólanum alls velfarnaðar í framtíðinni.“ - En hvað er forsætisráðherr- anum efst í huga í sambandi við persónulega atburði? „Mér er efst í huga þakklæti til þeirra nokkur hundruð manna er heiðruðu mig á fertugsafmæli mínu á þessu ári. Einnig á ég góðar minningar frá síðasta sumri er ég ferðaðist um hálendi íslands og kynntist enn betur stórbrotinni fegurð landsins okkar. Okkar bíða erfið verkefni á komandi ári á efnahagssviðinu. Það er því von mín að þjóðin sameinist í því verkefni að koma á jafnvægi í lífskjörum hér á landi,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætiráðherra að lokum. AP „Stysta ár sem ég hef Bfað“ - Hilmir Jóhannesson sjúkrasamlagsstjóri á Sauðárkróki Ég ætla byrja á því að nöldra svo- lítið og kvarta yfir því hvað árið var stutt. Því ég hef aldrei lifað eins stutt ár og þetta. Mér voru fyrstu mánuðirnir sérlega ánægjulegir fyrir þá sök að ég tók að mér að leikstýra Þið munið hann Jörund hjá Leikfé- lagi Hofsóss. Vorið skall á fyrr en oft áður og allt leit vel út þangað til stjórnmálamennirnir eyði- lögðu allt með sínu gamla útburðarvæli í eyru kjósenda. En náttúran finnur alltaf jafn- vægi því á eftir kom þetta fágæta laxveiðisumar, til að vega upp smáfiskinn sem við drógum í kosningunum. Eins var það með jarðargróðann. Hann var óvenju- mikill; grös, ber og kartöflur spruttu sem aldrei fyrr. Svar nátt- úrunnar við þeim bágindum sem okkur eru sögð af ríkisbúskapn- um. Þetta er tímamótaár að því leyti að nú erum við loksins kom- in í hóp velferðarríkja. í fyrsta skipti í ísiandssögunni höfðum við mannrænu í okkur til að grafa kjöt, en allir vita að það er ein- kenni forystuþjóða að eyðileggja matvæli. Svo undir lok ársins gerðust þau gleðilegu tíðindi að þingmenn uppgötvuðu nætur- vinnuna og allir fjölmiðlar eru að springa vegna þessarar merkilegu uppgötvunar. En ég veit ekki betur en allar aðrar stéttir í land- inu hafi þurft að vinna bæði nótt og dag um langan aidur. Ég er bjartsýnn. Fyrirsjáanlegt er að næsta ár, hlaupár, verður talsvert lengra en þetta. Þing- mennirnir okkar ættu því að geta komið miklu í verk í næturvinn- unni. -þá Bjarni Þór Einarsson bæjarstjóri á Húsavík: „Landsmótið stofiiun framhalds- skólans og gott atvínnuástand“ Ég held ég láti öðrum eftir að ræða um heimsmálin og haldi mig við heimavöllinn. Það er þrennt frá þessu ári sem ég hugsa að Húsvíkingar muni aðallega minnast í framtíðinni. Það er landsmótið og undirbún- ingurinn fyrir það, þetta var mikil vinna hjá okkur en gekk vel. Landsmótið og góða veðrið þá daga er stórkostleg endurminn- ing. Það sem næst kemur er stofnun Framhaldskólans á Húsavík sem menn eiga eftir að njóta lengi og minnast þessa árs fyrir. í þriðja lagi held ég að þessa árs verði minnst fyrir óvenjugott atvinnuástand. Miðað við fjölda skráðra atvinnuleysis- daga er atvinnuleysi ekki nema um fjórði hluti af því sem verið hefur undanfarin ár. Mikið er af minnisstæðum atvikum sem hægt er að nefna eins og vígslu íþróttahallarinnar 17. júní. Jarðskrið varð suður á Haukamýri og ekki er séð fyrir endann á því ennþá. Það strand- aði skip hér í höfninni, þá lá við miklu tjóni en slapp mjög vel til. Þetta gerðist í illviðri 31. mars og ég man dagsetninguna vegna þess að þetta var á afmælinu mínu. Á árinu var gerð stefnumörkun hjá bæjarstjórn í uppgræðslu á landi Húsavíkur. Þarna er búið að setja markmið sem eftir á að vinna að og verða minnisstæð ef vel tekst til. Fyrir mig hefur þetta verið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.