Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 10

Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 30. desember 1987 Kennitala 0 Láttu bankann vinna fyrir þig Iðnaðarbankinn -HittiM kmki Hermann Snorri keppti í 90 kg þyngdarflokki. Hann náði ekki upp snörun en lyfti 90 kílóum í jafnhendingu sem er íslandsmet í þessum þyngdarflokki og veruleg bæting á persónulegum árangri. JÓH Haugane s- Kaupfélag Eyfirðinga hefur falið mér að selja frystigeymslu sína á Hauganesi, sem er fasteignin Aðalgata 2, ásamt frystibúnaði. Þeir sem áhuga hafa vinsamlegast hafið samband við undirritaðan. Benedikt Ólafsson hdl. Fjórðungssamband Norðlendinga: Vill kanna hvemig nemendum reiðir af LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboössölu. „ LYFTARASALAN HF. Vatnagörðum 16. Símar 82770 og 82655. Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur farið þess á ieit við Hagstofu íslands að hún taki þátt í könnun á þeim leiðum sem nemendur fara að loknu grunnskólaprófi, hvort þeir fara í frekara nám eða út á vinnumarkaðinn. Fram hefur komið að nemendur á lands- byggðinni fara síður í fram- haldsnám og einnig er hærri fallprósenta meðal þeirra í samræmdu prófunum en með- al nemenda á höfuðborgar- svæðinu. Árni Bjarnason hjá Fjórðungs- sambandi Norðlendinga sagði að mikill áhugi virtist fyrir hendi að kanna mismunandi feril unglinga á landinu. Hann sagði að þetta yrði best framkvæmt á þann hátt að fá nemendaskrá hjá Hagstof- unni í tölvutæku formi, unna hjá Skýrsluvélum ríkisins. „Þetta kostar ákveðna upphæð, sem er forritunarkostn- aður hjá Skýrsiuvélum. Við eig- um eftir að fá svar frá mennta- málaráðuneytinu, hvort það sér sér hag í þessari könnun og hvort það er tilbúið að taka þátt í •'7'Þ' 1. FLOKKUR 1987 NR 1*21600 Kr. 50.000,- VERÐTRYGGT SKULDABREF IÐNAÐARBANKI ISLANDS HF„ AKUREYRARÚTIBÚ nafnnúmer 4500 7804, Geislagötu 14, Akureyrl gerir kunnugt, aö þao skuldan Hoimilisfang vSpl Krónur fimmtíu þúsund oo/ioo SkukJ þessi er burtdin lánskjaravísltölu með grunnvisitöiu____stig. Höfuö- slóli skuldarinnar breytisl i hlutfalll viÖ breyttngar á vísitölunni frá gcunnvisitölu til gjakklaga. Af skuld þessari greiöast ekki vextir. Skuld þessi greiöist meö einnl groiÖ8lu þann__;______ Varðandi framsól og endurgreiöslu á bróti þessu, vlsast til skllmála ó bakhlið skuldahróls þessn. Skukfabróf þetta or stlmpilfrjáist. Rísi mál ut af skuldabréfi þessu má reka það fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, skv. ákv»ðum 17. kafla laga rtr. 85/1936. Greitíslustaöur bréts þessa or I afgreiöslum Iðnaðaibanka fslands hf„ nema öðrum banka oða sparlsjóöl veröi faHð það til innheimtu. Akureyri IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF„ AKUREYRARÚTIBÚ Nú er orðið enn auðveldara að tryggja sér úrvals ávöxtun. Bankabréf Iðnaðarbankans fást nú í öllum útibúum bankans. • Kaupin eru eins fyrirhafnarlítil og mögulegt er og ársávöxtun ernú 10.2% umframverðbólgu. • Nafnverð Bankabréfa er 50 þúsund kr. Ef þig vantar á þá fjárhasð gefur bankinn þér möguleika á góðiím spamaðarleiðum að markinu. Bankabréfin hafa mismunandi gjalddaga - allt eftir því hvað þú vilt ávaxta peningana þína lengi. Stystu bréfin eru leyst út í apríl nk. Og þú getur fengið upphæðina lagða inn á reikninginn þinn sjálfkrafa þér að kostnaðarlausu. Þú getur leyst bréfin út, hvenær sem er gegn 1 % innlausnargjaldi, ef nauðsyn krefur. kostnaðinum. Þegar það svar er fengið mun ég tala við önnur landshlutasamtök því hugmyndin er að gera þetta fyrir allt landið,“ sagði Árni. Hann sagði að þetta verkefni yrði unnið þannig að farið yrði í upplýsingar frá árinu 1979 sem eru elstu aðgengilegu uppiýsingar hjá Hagstofunni og þeim sem þá voru í 9. bekk yrði fylgt eftir og kannað hvernig þeim hafi reitt af. Síðan yrðu teknir fleiri árgangar uns komið væri í gegnum skóla- kerfið og þá væri hægt að athuga hvort lesa mætti ákveðið mynstur í þróuninni út frá búsetu. En Árni tók það fram að lokum að þetta mál væri enn á frumstigi og ekki hægt að segja um það enn hvort þessi könnun yrði gerð á landsvísu. SS Gengisbundin inn- og útlán Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra hefur staðfest reglugerð um gengisbundin inn- og útlán í bönkum og sparisjóðum. Með reglugerð þessari er bönkum og sparisjóðum veitt heimild að taka við innlánum sem tengd verða reikningseiningu Alþjóðagjald- eyrissjóðsins (SDR) eða Evrópu- reikningseiningu (ECU). Þannig mun innstæða á þessum reikning- um breytast eftir því sem gengi íslensku krónunnar gagnvart þessum gjaldmiðlum breytist. Á sama hátt er bönkum og spari- sjóðum heimilað að lána út fé af þessum reikningum með gengis- tryggingu í SDR og ECU. Reglu- gerðin öðlast gildi frá 1. janúar 1988. Metamót unglinga í lyftingum Um helgina var haldið á Akur- eyri svokallað metamót fyrir 16 ára og yngri í lyftingum. Mót þetta er árlegt og hugsað fyrir þá sem eru að Ijúka keppni í flokki 16 ára og yngri og eru að færast upp í flokk 20 ára og yngri. Þrír keppendur voru á mótinu að þessu sinni og náðu þeir góðum árangri. Keppendur á mótinu voru Tryggvi Heimisson, Guttormur Brynjólfsson og Hermann Snorri Jónsson. Tryggvi keppti í 67,5 kg þyngd- arflokki og lyfti 65 kílóum í snör- un og 77,5 kílóum í jafnhendingu en þetta er hvort tveggja íslands- met í flokki 16 ára og yngri. Guttormur Brynjólfsson kom hingað til keppni frá Egilsstöðum en Guttormur er nýliði í þessari íþrótt. Hann keppti í 82,5 kg þyngdarflokki og kom skemmti- lega á óvart, snaraði 70 kílóum sem er íslandsmet fflokki 16 ára og yngri. Ennfremur lyfti hann 90 kílóum í jafnhendingu sem er íslandsmet og mjög góður árang- ur miðað við byrjanda í íþrótt- inni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.