Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 16
MMK, Akureyri, miðvikudagur 30. desember 1987 Noack rafgeymar í bílinn, bátinn og vinnuvélina. Noack er viðhaldsfrír. Flugið: Áramótaum- ferðin að byrja „Það má segja að áramótaum- ferðin sé að byrja núna, annars er ekki meira að gera á milli jóla og nýárs en venjulega,“ sagði Gunnar Oddur Sigurðs- son svæðisstjóri Flugleiða á Akureyri þegar Dagur spurði hann um flugumferð um ára- mótin. „Það fólk sem kemur fyrir jól dvelur venjulega fram yfir áramót.“ Gunnar sagði að strax 2. janú- ar myndi aftur byrja ákaflega mikil flugumferð þegar fólk fer Bætur aimannatrygginga: Hækka um áramótin Guðmundur Bjarnason heil- hrigðis- og tryggingaráðherra hefur sett reglugerð um hækk- un bóta almannatrygginga. Bætur hækka frá 1. janúar þannig að allar almennar bæt- ur hækka um 5%, en tekju- trygging og heimilisuppbót hækka um 8%. Eftir þessa hækkun verða hæstu bætur einstaklings, sem fær fulla heimilisuppbót kr. 32.530-. Ríkisstjórnin samþykkti að veita 280 miljónum meira til hækkunar bóta almannatrygg- inga og er það hluti af þessum breytingum. Um 3% af þessari hækkun er í samræmi við almennar launahækkanir en þess- ar 280 miljónir sjá til þess að hækkunin er 5% og 8% Elli- og örorkulífeyrir einstak- lings verður 8.535 kr. eftir hækk- unina. Ellilífeyrir hjóna verður 15.363 kr. Sem dæmi um aðrar greiðslur er að full tekjutrygging einstaklings er 15.247 kr, en tekjutrygging hjóna 30.394 krónur. Barnalífeyrir vegna eins barns er 5.227 kr og fæðingar- styrkur 17.370 kr. AP að streyma úr jólafríi. „2., 3. og 4. janúar verður mikið um auka- flug í gangi því þá verður mesta umferðin. Við fljúgum ekkert á nýársdag og milli jóla og nýárs er aðeins flogið eftir venjulegri áætlun.“ Pessa fyrstu daga í janúar hafa 554 farþegar þegar bókað sig til Akureyrar og 1041 frá Akureyri til Reykjavíkur. Gunnar sagði þó að þessar tölur væru ekki alveg marktækar því margir hafi ekki enn gert upp hug sinn og töluvert væri um draugabókanir, eins og hann sagði. Frá 10.-24. desember flugu frá Reykjavík til Akureyrar 3573 farþegar og 1421 þaðan til Reykja- víkur, svo ljóst er að fólk verður að tínast úr fríinu sínu eitthvað fram í janúar. „Annars datt jólatraffíkin mik- ið niður og dettur mér helst í hug að margir hafi farið landleiðina vegna góðrar færðar," sagði Gunnar að lokum. VG Kræklóttar greinar gamalla trjáa gliðna í samruna frosts og funa. Mynd: KÞ Húsnæðislánin: 74,4% umsækjenda stefna á suðvesturhornið í fréttabréfi frá Husnæðis- stofnun ríkisins er birt tafla yfir skiptingu lánslolórða frá 1. september ’86 til 15. nóvember ’87 eftir heimili umsækjenda og staðsetningu íbúðar. Fram kemur að töluverður hluti umsækjenda hyggst nota lánið til að byggja sér eða kaupa íbúð fjarri núverandi heimili. Ef við lítum fyrst á Reykjavík þá koma 2.186 umsóknir frá fólki sem búsett er þar, eða 43,7% umsækjenda. Flestir ætla að nota lánið til að fjárfesta í Reykjavík, alls 1.962 umsækjendur, 198 hyggjast ráðstafa láninu á Reykja- nesi, 10 á Suðurlandi, 7 á Norðurlandi eystra, 5 á Vestur- landi o.s.frv. Næstflestar umsóknir berast frá Reykjanesi, 1.226 eða 24,5%. 1.021 þeirra ætlar að fjárfesta á Reykjanesinu en allstór hluti, 197 ætla að fjárfesta í íbúðar- húsnæði í Reykjavík. Peir sem ekki ætla að nota lán- ið í heimahögum sínum stefna langflestir að búsetu í Reykjavík eða á Reykjanesi. Aðrir lands- hlutar virðast ekki vera ntjög vin- sælir. Frá Norðurlandi eystra hafa borist 427 umsóknir á tímabilinu, eða 8,5%. 378 ætla að halda sig á heimaslóðum, 26 stefna til Reykjavíkur, 19 á Reykjanes, 2 á Suðurland og 2 á Austurland. Frá Norðurlandi vestra hafa borist 148 umsóknir, 109 ætla að fjár- festa í þeim landshluta, 19 í Reykjavík, 17 á Reykjanesi, 2 á Norðurlandi eystra og 1 á Suður- landi. Þessar tölur gefa ákveðnar vís- bendingar um byggðaþróunina. 47,9% umsækjenda stefnir að búsetu í Reykjavík og 26,5% ætla að hreiðra um sig á Reykja- nesinu. Samtals munu því 74,4% húsnæðislánanna renna til fjár- festingar á suðvesturhorninu. SS Mánabergið við Slippkantinn um jólin - vegna þrengsla í Ólafsfjarðarhöfn ÚA: Fimm af sex togurum heima um áramótin Þegar bátar og skip eru öll í höfn líkt og á jólum skapast oft vandræði vegna skorts á við- leguplássi sérstaklega í minni höfnunum. Ólafsfirðingar þurftu að leita til Akureyrar nú um jólin til að fá legupláss fyrir einn togara sinna og þann nýjasta, togarann Mánaberg. Skipið hefur legið yfir hátíðina við Slippkantinn á Akureyri en Ólafsfirðingar munu ekki áður hafa þurft að leita til Akureyr- ar með viðlegupláss yfir stór- hátíðar. „Ástæða fyrir þessu er einfald- lega sú að þeir kantar sem liggj- andi er við eru fullsetnir og við höfum því ekki pláss fyrir fjóra togara í höfninni. Hér voru þrír togarar í höfn yfir hátíðina, auk þriggja stærri báta og minni báta og þessi skipastóll fyllir það við- legupláss sem við höfum yfir að ráða á þessurn tíma árs,“ sagði Óskar Pór Sigurbjörnsson, for- maður hafnarnefndar er hann var inntur eftir ástæðum þess að Mánabergið var látið liggja á Akureyri nú um jól. Ólafsfirðingar eiga fjóra togara og sagði Óskar að hægt væri að hugsa sér að á logndegi gæti þessi togarafloti legið allur í höfn. Aft- ur á móti gæti allra veðra verið von yfir vetrartímann og ef eitthvað versnaði veður væri ekki hægt að hemja nema þrjá togara í höfninni í einu. JÓH Allir iogarar Útgerðarfélags Akureyringa hf. utan einn verða í landi yfir árainóiin. Það er áhöfnin á Harðbak sem verður á veiðuin á þessum tima. Að sögn Gísla Konráðssonar framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Akureyringa hf. munu hinir togararnir verða að tínast i.nn alveg fram á gamlársdag. Aðspurður unt hvort þetta þætti ekki nokkuö gott að ekki skuli fleiri togarar verða úti um áramótin sagði Gísli að sannar- lega kæmi ekki mikill fiskur inn með þessum móti en að sjálf- sögðu væri þetta ánægjulegt fyrir fjölskyldur sjómannana. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.