Dagur - 30.12.1987, Page 8

Dagur - 30.12.1987, Page 8
8 - DAGUR - 30. desember 1987 Hattar ★ Knöll ★ Miðnætursnarl Verð kr. 1.200.- Húsið opiðkl. 00.15-04.00. Forsala aðgöngumiða miðvikud 30. des. frá kl. 17-19 og fimmtud. 31. des. frá kl. 14-16 Ásgeir Leifsson, iönráðgjafi. yársgleöi Skriðjöklar Húsið opnað kl. 22.00. Verð kr. 650.- Laugardagur 2. janúar Hljómsveitin Pass. Líst vel á að flytja til Húsavíkur“ - segir Ásgeir Leifsson iðnráðgjafi Nýlega var ráðinn nýr iðnráð- gjafi hjá Iðnþróunarsjóði Þingeyinga. Hann heitir Ás- geir Leifsson og tekur hann við starfinu um áramótin. Hann er fæddur að Laugum í Reykja- dal, sonur fyrrverandi skóla- stjórahjóna, Leifs Ásgeirsson- ar prófessors og Hrefnu Kol- beinsdóttur. Blaðamaður Dags leit inn hjá honum og konu hans, Helgu Ólafsdóttur, á heimili þeirra í Reykjavík og ræddi við þau um nýja starfið og búferlaflutningana. Fyrsta spurningin sem við lögðum fyrir Ásgeir var hvernig INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í1.FL.B1986 Hinn 10. janúar 1988 er fjórði fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 4 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini kr. 2.805,00 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. júlí 1987 til 10. janúar 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 1913 hinn 1. janúar nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 4 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1988. Reykjavík, 31. desember 1987 SEÐLAB ANKIÍSLANDS það hefði atvikast að hann sótti um þetta starf. „Ég hafði nú verið að vinna verkefni þarna fyrir norðan í samvinnu við núverandi iðnráð- gjafa, Sigurbjörn Porkelsson. Það tengist verkefni sem ég hef verið að byggja upp hjá fyrirtæki mínu, svokölluðum hugmynda- banka. í þessum þanka eru 109 hugmyndir um ný atvinnutæki- færi í sveitum. Þar koma fram flestir þeir punktar sem nauðsyn- legir eru í sambandi við uppbygg- inu á nýjum fyrirtækjum t.d. kostnaður, tækni, menntun, nálægð við þéttbýliskjarna o.fl. Hugmyndin er með þessu að menn geta leitað til fyrirtækisins með aðstæður heima fyrir og fundið samsvörun í einhverri hugmyndinni og athugað hvort það myndi henta hjá þeim. Þegar Sigurbjörn nefndi, hvort ég hefði áhuga á þessu starfi, sá ég að þetta myndi samræmast mjög vel þeim verkefnum sem ég hef verið að vinna að. En það er best að taka það fram strax að enn vantar staðfestingu frá stjórnvöldum um ráðninguna, þannig að þetta er ekki orðið formlegt ennþá.“ Helga Ólafsdóttir, kona Ásgeirs, er lærður meinatæknir og er formaður Meinatæknafé- lags íslands. Við spurðum hana hvort hún væri búinn að fá vinnu fyrir norðan. „Þetta er nú svo nýtilkomið, að við erum ekki almennilega búin að skipuleggja flutningana. Pað getur verið að ég verði áfram hér fyrir sunnan til vors til þess að börnin geti klárað skólann. Ann- ars er dálítið gaman að því að ég sé að flytja út á land, því við í Meinatæknafélaginu höfum lengi talað um það að fá einhvern utan af landi í stjórn með okkur. Nú flyt ég út á land og þannig er ein- hver utan af landi kominn í stjórn hjá okkur!“ - Nú kom fram að maðurinn þinn er fæddur í S.-Þingeyjarsýsl- unni, hvaðan ert þú ættuð? , ..Ég er fædd í Aðalvík í N,- ísafjarðarsýslu, en flutti fimm ára gömul til Reykjavíkur. Þar hef ég átt heima síðan, nema þau ár sem við hjónin vorum í Þýskalandi. Annars á ég mikið af ættingjum á Norðurlandi, þannig sá lands- hluti gæti næstum því verið mín heimabyggð.“ - Hvernig líst ykkur á það að flytja úr höfuðborginni og út á land, þar sem minna er um að vera? Nú litu þau hjónin hvort á ann- að og brostu. Ásgeir tók nú við og sagði; „Það fer nú eftir því hvað þú meinar með „minna um að vera.“ Það leggst nú bara vel í okkur. Reykjavík er nú ekki nafli alheimsins og ég hlakka til að takast á við ný verkefni.“ Helga samsinnti þessu og sagði; „Við vorum fimm ár í Karlsruhe í Þýskalandi, þannig að við erum nú vön því að flytja. Þetta verða sjálfsagt einhver umskipti, en ég held að það verði ágætt að losna úr stressinu hér í Reykjavík." Nú voru börn þeirra tvö, Leif- ur Hrafn og Ylfa, komin heim og við spurðum þau hvernig þeim litist á það að flytjast til Húsavík- ur. Þau sögðust vera mjög sátt við það. Það væri gaman að prófa eitthvað nýtt og kváðust ekki kvíða því að ekki væri nægjan- lega mikið um að vera þar. Að lokum spurðum við Ásgeir til hvað langs tíma hann væri ráðinn. „Samningurinn er til tveggja ára, en framlengjanlegur ef báðir aðilar æskja þess. Þetta verkefni leggst vel í mig og hlakka ég til að taka til starfa eftir áramótin.“ Að þessum orðum loknum þökkuðum við fyrir okkur og óskuðum fjölskyldunni velfarn- aðar í hinu nýja starfi og hinum nýju heimkynnum. AP

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.