Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 30.12.1987, Blaðsíða 3
 t't o 30. desember 1987 - DAGUR - 3 Kór Barnaskóhi Akureyrar söng í Akureyrarkirkju á annan jóladag undir stjórn Birgis Helgasonar. Björn Steinar Sólbergsson, organisti, annaöist undirleik. Kór BA fór sem kunnugt er til Færeyja á árinu og söng við góöar undir- tektir, en Birgir Helgason hefur stjórnað kórnum um áratugaskeið. Páll Jóhannesson, óperusöngvari, söng með kórnum í þetta sinn. Mynd: ehb Sanitas hf.: „Ætlum að vera vel undirbúnir" - ef bjórinn verður leyfður“ - segir Ragnar Birgisson „Mitt álit er að bæði Sanitas og Olgerðin Egill Skallagrímsson niuni fara út í fjöldafram- leiðslu ef bjórinn veröur leyfð- ur. Ölgerðin hefur reyndar litla afkastagetu en við ætlunt okkur að vera eins vel undir- búnir og hægt er án |>ess þó að taka neina stórkostlega ahættu," sagði Ragnar Birgis- son, framkvæmdastjóri Sanitas lif. í Reykjavík. Að sögn Ragnars ríkir hvcrgi eins hörð samkeppni í ncinum iðnaði á íslandi eins og í gos- drykkja- og léttölsiðnaðinum. Þróunin hefur oröið sú að miklu meira er nú drukkið af gos- drykkjum en áður hér á landi. Þá staðrcynd má rekja til stærri, hentugri og nýtískulegri umhúða auk lágs verðs. Verð á gosdrykkj- um sé nú svipað og vcrð á mjólk. Þegar Ragnar var spurður um áhrif þcss að lcyfa frantleiðslu og sölu á áfengu öli innanlands sagði hann: „Það myndi auka sam- kcppnina og hreyta öllum mark- aðnum. Þcir, sem eru sterkastir í dag, t.d. Coca Cola, verða það þá ckki lengur. Þótt þcir muni flytja inn hjór þá er það allt ann- að cn að framleiða sjálfir. Aðal- framlciðandinn á íslcnskum hjór vcrður langsterkastur þannig að þar sem gosdrykkir eru aðalbú- grcin í dag verður aukahúgrcin þcgar bjórinn kcmur. Markaðurinn her örugglcga tvo stóra bjórframleiðendur því hjá Sanitas og Ölgerðinni verður aðeins um viöbótarfjárfestingu að ræða. Spurningin er frekar hvort markaðurinn beri þrjá aðila því ég reikna fastlega með því að framleiðendur Coca-Cola fari líka út í þctta." Ragnar sagði að sú stækkun verksmiðjunnar, scm fyrirhuguð væri á Akurcyri. væri vegna auk- innar eftirspurnar á gosi og léttöli cn einnig vildu mcnn hafa vaðið t'yrir neðan sig ef hjórinn yrði leyfður. ' EHB Leikstjóri Borgar Garöarsson. Leikmynd Örn Ingi Gislason. Lýsing Ingvar Björnsson. Tónlist Jón Hlööver Áskelsson. 4. sýning miðvikud. 30. des. kl. 20.30. 5. sýning fimmtud. 7. jan. kl. 20.30. 6. sýning föstudag 8. jan. kl. 20.30. 7. sýning laugardag 9. jan. kl. 18.00 8. sýning sunnudag 10. jan. kl. 15.00. Athugið breyttan sýningartima. Forsala aðgöngumiða hafin. MIÐASALA SiMI 96-24073 lEIKFGLAG AKUREYRAR Akureyri. Pósthólf 196. Sími 96-27422.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.