Dagur - 11.01.1988, Síða 1

Dagur - 11.01.1988, Síða 1
Tíu íslensk hótel efna til samstarfs: Samtökin íslensk hótel stofnuð á Akureyri - hafa samstarf um markaðsmál og fleira Um helgina unnu félagar úr Lionsklúbhnum Hæng að því að hreinsa allt lauslegt úr húsinu að Kringlumýri 4 en þar brann sem kunnugt er allt sem brunnið gat skömmu fyrir jól. Fljótlega verður hafist handa við endurbyggingu hússins. A myndinni sjást þeir Guðmundur Sigurbjörnsson og Haraldur Árnason önnum kafnir við hreinsunina. Mynd TLV Fóstrudeilan: Dagvislimar opnar út vikuna - jákvæðar viðræður en engin lausn fyrirliggjandi Á laugardaginn var stofnfund- ur nýrra samtaka undir hcitinu íslensku hótelin haldinn á Slippstöðin: Kjölur lagður á Þorláks- messu Eftir að hefðbundinni vinnu í Slippstöðinni hf. lauk á Þor- láksmessu, lögðu starfsmenn stöðvarinnar kjöl að nýjum 200 tonna togara. Þar með má segja að hafin sé smíði togar- anna tveggja sem fyrirhugað er að smíða á árinu. Forhönnun skipsins er lokið en endanlegri hönnun lýkur ekki fyrr en um það leyti sem smíði skipanna lýkur. í lok febrúar er gert ráð fyrir að farið verði að reisa skrokk hins nýja skips og þegar smíði þess er komin vel á veg hefst vinna við hið síðara. Ekkert hefur skýrst með hugs- anlega kaupendur skipanna og fyrr verður ekki ákveðið hvaða vinnslubúnaður verður um borð. Sigurður Ringsted yfirverk- fræðingur stöðvarinnar sagði það eitt víst að aðalvél skipsins yrði japönsk. ET Hótel KEA á Akureyri. Tíu hótel á Islandi taka þátt í þessu samstarfi, þar af tvö í Reykja- vík og eitt á Akureyri. Á fund- inum var lagður grunnur að starfi þessa félagsskapar en síðar í vetur verður gengið endanlega frá starfi samtak- anna. „Ætlunin er að hafa samstarf um markaðsmál og á döfinni er að setja upp tilboð fyrir fólk þannig að dvöl á hótelum verði meira aðlaðandi fyrir hinn almenna ferðamann. Að öðru leyti get ég ekki skýrt frá áform- um okkar," sagði Gunnar Karlsson, hótelstjóri Hótel KEA á Akureyri í gær en Hótel KE A er eitt af þeim hótelum sem þátt taka í samstarfinu. Gunnar sagði markmið með stofnun þessa félagsskapar helst vera að hinn almenni ferðamaður geti á sem hagkvæmastan og auð- veldastan hátt notað hótelin hringinn í kringum landið. Með þessu sé verið að byggja upp net og tengja hótelin meira saman. Undirbúningur að stofnun þessa félagsskapar hefur staðið í allnokkurn tíma. Hótel Saga í Reykjavík og Hótel KEA hafa haft samstarf um kynningar og eru bæði aðilar að norrænum samtökum hótela. Gunnar sagði að fljótlega hafi komið í ljós að sá félagsskapur hentaði þeim ekki sem skyldi, sérstaklega hvað varðar innanlandsmarkað, og líta megi því á stofnun þessa samtaka nú sem framhald þeirra að aðild norrænu hótelsamtakanna. JÓH Mikil fundahöld voru um helgina í kjaradeilu fóstra hjá Akureyrarbæ og bæjaryfir- valda. Fóstrur funduðu á laug- ardag með dagvistarl'ulltrúa og í gær með bæjarstjóra. Tals- verð leynd hvílir yfir því sem gerðist á þessum fundum en þeim verður haldið áfram, m.a. á grundvelli tilboðs bæjarráðs um fasta yfirvinnu hjá forstöðukonum. Málel'ni almennra fóstra eru mun skemmra á veg komin og ekk- ert hcfur verið gert til að fá nýjar fóstrur í bæinn. Til stóð að loka tveimur dag- vistarheimilum í bænum í dag, ef ekki næðist samkomulag um helgina en af því verður ekki. Heimilin sem um ræðir eru Flúðir og Síðusel en uppsagnir forstöðu- kvenna þar tóku gildi á nýársdag. Almennar fóstrur gengu í störf yfirfóstru á Flúðum en á Síðuseli gegndi fráfarandi forstöðukona störfum í síðustu viku. Frestur bæjaryfirvalda til að skila inn tilboði rann út á föstu- dag og áðurnefnd lausn átti að- eins að gilda þangað til. Fóstrur meta tilboð til yfirfóstra og gang viðræðnanna jákvætt, svo já- kvætt að ákveðið hefur að sami háttur verði hafður á út þessa viku og dagvistarheimilin verði opin. Bæjarráð fundar í dag og þar verður fóstrumálið m.a. á dagskrá og í dag verður einnig haldinn fundur fóstra og dagvist- arfulltrúa Akureyrarbæjar. ET Kelduhverfi og Axarfjörður: Rafmagnslaust í gær Um kl. 11 í gærmorgun fór raf- magn af raflínunni frá Laxár- virkjun til Kópaskcrs vegna bilunar í aöveitustöð í Lindar- brekku í Kelduneshreppi. Við þetta varð rafmagnslaust í Kelduhverfi og Axarfirði. Þórshöfn og Raufarhöfn nutu rafmagns frá díselrafstöðvum og reynt var að miðla rafmagni til Kópaskers frá vararafstöðv- unum. f gær framleiddu þrjár raf- stöðvar rafmagn fyrir Pórshöfn og Þistilfjörð og sömuleiðis voru keyrðar þrjár díselrafstöðvar á Raufarhöfn sem einnig gátu miðlað rafmagni til Kópaskers. Vegna bilana sem urðu á raf- línu í Þistilfirði í síðustu viku þurfti að taka upp skömmtun á rafmagni þar sem þær tvær raf- stöðvar sem voru á Þórshöfn dugðu ekki til að framleiða raf- magn fyrir svæðið. Viðgerð á lín- unni var lokið á laugardag og þá var hætt skömmtun sem staðið hafði í þrjá sólarhringa. Síðdegis í gær fannst bilun í aðveitustöðinni í Lindarbrekku í Kelduneshreppi og var viðgerð strax hafin. I gærkvöld komst því rafmagn á í Kelduhverfi og Axarfirði og hætt var við að keyra díselrafstöðvar á Þórshöfn og Raufarhöfn. JÓH Golfvöllur Akureyrar: Trjáplöntur og flatir í hættu - enn eru vélsleöamenn á ferð Þeir láta ekki að sér hæða vél- sleðamennirnir sem lítinn skilning hafa á gildi trjáræktar. Enn hafa þeir fengið aðila upp á móti sér með gáleysislegum akstri, fáir svartir sauðir koma óorði á hópinn. Nú eru það hríslur á svæði Golfklúbbs Akureyrar sem orðið hafa fyrir barðinu á hinum tillits- lausu ökumönnum. Undanfarin átta ár hafa verið settar niður 50- 70 þúsund trjáplöntur og flestar eru þær enn mjög smávaxnar. Þegar nú komin er smávegis snjóföl hverfa margar þessara plantna rétt undir yfirborðið, aðrar standa eitthvað upp úr, en allt treðst þetta niður þegar farar- tækin mæta á staðinn. Síðastliðið sumar var gert sérstakt átak í gróðursetningunni og settar nið- ur 8-10 þúsund plöntur. „Þetta er alveg rosalegt. Við höfum þegar fundið verulegar skemmdir á hríslunum en það sem við kannski óttumst mest er að þessir menn spóli sig niður á „grínin“. Þá myndi tjónið fljót- lega skipta hundruðum þúsunda. Þetta eru ekki bara börn og unglingar heldur líka fullorðnir menn. Og þessir menn vita upp á sig sökina því þegar þeir eru staðnir að verki þá þeysa þeir á brott,“ sagði Guðmundur Lárus- son gjaldkeri Golfklúbbs Akur- eyrar í samtali við Dag. ET „Þær þola ekki mikið þessar hríslur,“ sagði Guðmundur Lárusson gjaldkeri Golfklúbbs Akurcyrar. Mynd: tlv

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.