Dagur - 11.01.1988, Page 3

Dagur - 11.01.1988, Page 3
iUW. ItefttHf 1'988 í-'tttóllR - 3 Núpur ÞH-3: Málinu lauk með dómsátt t „Fjallað um mig eins og sjóræningja,“ segir Sævar Sigurðsson skipstjóri Máli skipst jórans á Núpi ÞH-3 lauk með dómsátt hjá sýslu- mannsembættinu á Húsavík á fimmtudagskvöldið. Skipstjór- inn viðurkenndi að hafa brotið lagaákvæði og féllst á að greiða 90 þúsund króna sekt. Skipið fór til Grenivíkur síðar um kvöldið og hélt síðan til veiða á föstudag. „Mér fannst fjallað um mig eins og sjóræningja og mér fund- ust aðfarirnar harkalegar," sagði Sævar Sigurðsson skipstjóri í samtali við Dag. Sævar hefur starfað sem skip- stjóri í rúmlega 30 ár án þess að nokkuð kæmi fyrir eða óhöpp yrðu um borð hjá honum. Sævar hefur verið skipstjóri á Núpi á fjórða ár og alltaf fengið undan- þágu þar sem hann hefur skip- stjórnarréttindi á bátunr allt að 80 tonnum en Núpur er 180 tonna bátur. Leyfi til undanþágu fyrir þrjá yfirmenn á skipinu hafði ekki borist frá ráðuneytinu þegar Núpur hélt til veiða 3. jan. Leyfið barst 7. jan. en þá hafði skip- stjórinn verið kærður og varð- skipið Óðinn tók skipið við Vest- firði og flutti til Húsavíkur. Sæv- ar sagðist óhress með að hafa þurft að fara alla leið til Húsavík- ur, um 170 mílur, vegna þessa máls þar sem skipið hefði verið statt svo stutt frá Isafirði. „í fjöl- miðlum kom fram að við hefðum farið út á sjó án þess að láta skrá á bátinn en þetta er ekki rétt. Mér fannst ég vera búinn að gegna skyldum mínum hvað varðaði lögskráningu sem fór fram á svipaðan hátt og undan- farin ár og ekki hafa verið gerðar athugasemdir við áður þó undan- þága hafi ekki borist fyrir skrán- ingu. Tryggingamál hefur útgerð- in jafnan séð um og staðið sig nteð prýði. Ég er þó ekki að ásaka neinn og tek sökina alveg á mig því skipstjóri á að sjá um að þessi mál séu í lagi. Víða er pottur brotinn hvað varðar þessi mál og það er ekki til fyrirmyndar. Ég vona að menn taki við sér og kippi þessu í lag.“ IM Sævar Sigurösson skipstjóri og Herinann Daðason stýrimaður í brúnni á NÚp. Mynd: IM 25 milljónir á tromp! 45 milljónir á númerið allt! Rík ástæða fyrir þig til að taka þátt! sdrætti Háskólans hefur hæsta vinnings- hlutfall í heimi! 70% af veltunni fara til vinnings- hafa! Allir vinningar eru greiddir út í beinhörð- um peningum sem vinningshafar ráðstafa að eigin vild. Vinningarnir eru undanþegnir skatti! Vinningamir 1988: 9 á 5.000.000 kr / 108 á 1.000.000 kr./ 108 á 500.000 kr/ 324 á 100.000 kr. / 1.908 á 25.000 kr./ 10.071 á 15.000 kr./ 122.238 á 7.500 kr/ 234aukavinningar á 25.000 kr./ Samlals 135.000 vinningar á 1.360.800.000 kr. íg> HAPPDRÆTl ÆMl HÁSKÖLA ÍSLANDS Vcmlemt

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.