Dagur - 11.01.1988, Síða 6
6 - DAGUR “■ 11. janúar 1988
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Norðurgötu 55, Akureyri,
þingl. eigandi Aðalgeir og Viðar hf., talinn eigandi íspan hf., fer
fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri
föstud. 15. jan. ’88 kl. 16.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Útvegsbanki
íslands og innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
tMinning:^
Ema Guðlaug Ólafsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Fædd 17. október 1954 - Dáin 30. desember 1987
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Sandskeiði 20, n.h.
(Baldursh.) Dalvík, þingl. eigandi Jóna Vignisdóttir, fer fram í
dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri
föstud. 15. jan. ’88 kl. 13.45.
Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl.
Bæjarfógetinn á Dalvík.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fastelgninni Skáldalæk, Svarfaðardal,
þingl. eigandi Hallur Steingrímsson, fer fram í dómsal
embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15.
jan. '88 kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Ragnar Steinbergsson hrl. og Veð-
deild Landsbanka íslands.
Sýslumaðurinn f Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Ásvegi 13, e.h. Akureyri, þingl. eigandi Arnald
Reykdal, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3.
hæð, Akureyri föstud. 15. jan. ’88 kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Gústafsson hrl., Garðar Garð-
arsson hrl. og Iðnlánsjóður.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Smárahlið 4f, Akureyri, þingl.
eigandi Jón Pálmason, ferfram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. '88 kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka (slands,
Bæjarsjóður Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl., Sveinn Skúlason
hdl., Gísli Baldur Garöarsson hrl., Baldur Guðlaugsson hrl.,
Gjaldskil sf., Guðmundur Jónsson hdl., Benedikt Ólafsson hdl.
og innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Lerkilundi 9, Akureyri, þingl. eigandi Sveinbjörn
Vigfússon, ferfram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3.
hæð, Akureyri föstud. 15. jan. ’88 kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er Iðnaðarbanki íslands hf.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Lyngholt 26, Akureyri, þingl. eigandi Jón
Ásmundsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. ’88 kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Hreinn Pálsson hdl., Veðdeild Lands-
banka íslands og Bæjarsjóður Akureyrar.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Mánahlíð 3, Akureyri, þingl. eigandi Arnar M.
Friðriksson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,
3. hæð, Akureyri föstud. 15. jan. '88 kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Bæjar-
sjóður Akureyrar.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Óseyri 7, Akureyri, þingl. eigandi Híbýli hf., fer
fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri
föstud. 15. jan. '88 kl. 16.30.
Uppboðsbeiðandi er innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Svo örstutt er bil milli blíðu og éls
og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds.
(M. Joch.)
Þessar hendingar koma í hugann
þegar litið er til baka til 30. des.
síðastliðins. Þann dag lagði ung
kona af stað ásamt fjölskyldu
sinni í bíl frá Reykjavík, og var
ferðinni heitið til æskustöðvanna
á Sólvöllum 7 á Akureyri. Þar
átti að halda áramótin hátíðleg
með ættingjum og vinum. Til-
hlökkunin var mikil bæði hjá
ferðafólkinu og einnig okkur sem
væntum góðra gesta. En enginn
veit sína ævina fyrr en öll er og
óhöppin gera ekki boð á undan
sér. Unga konan náði ekki heim
á Sólvelli í þetta skiptið - hún
fórst í bílslysi á Holtavörðuheiði
þennan dag.
Erna Guðlaug var fædd og
uppalin á Akureyri dóttir hjón-
anna Ingibjargar Ólafsdóttur og
Ólafs Jónssonar leigubifreiða-
stjóra. Erna var elst þriggja
systkina. Bróðir hennar er Jón
Óli húsasmiður 32 ára - hann er
kvæntur Sigurbjörgu Óladóttur
og eiga þau 3 börn. Yngst er
Kristín María nemi við Kennara-
háskóla íslands hún er 23 ára.
Ung að árum ákvað Erna hvað
hún ætlaði að gera að sínu ævi-
starfi og stefndi markvisst að því
- hún fór í Hjúkrunarskóla
Islands og útskrifaðist þaðan sem
hjúkrunarfræðingur árið 1976.
Erna lifði hamingjusömu lífi
alla sína allt of stuttu ævi. Á
námsárunum í Reykjavík kynnt-
ist hún góðum dreng - Sigurði
Guðna Gunnarssyni fiskmats-
manni ættuðum frá Bíldudal og
varð hann hennar lífsförunautur.
Þau giftu sig árið 1978 og eignuð-
ust 2 efnilega drengi - Gunnar
Óla og Arnar Björn. Fljótt eftir
að Erna lauk námi fluttust þau til
Bolungarvíkur - þar áttu þau
heima í 5 ár og allan þann tíma
vann hún við hjúkrunarstörf.
Síðustu ár hafa þau verið búsett í
Reykjavík og starfaði Erna sem
aðstoðarhjúkrunarforstjóri við
geðdeild Landspítalans. Hjúkr-
unin var fyrir Ernu meira en starf
- það var köllun. Hún þótti ákaf-
lega góð hjúkrunarkona. Hlý og
glaðleg í viðmóti við sjúklingana
- þannig var Erna.
Að vera í fullu starfi við hjúkr-
un og jafnframt sinna um 4
manna fjölskyldu er í raun tvöfalt
starf. Við lausn á þessum vanda
kom best í ljós lipurð og hjálp-
semi Sigurðar og hversu samhent
þau hjónin voru.
Erna átti mörg áhugamál en
fyrst og fremst voru það félags-
mál í þágu líknarstarfsemi sem
hún sinnti í vaxandi mæli, enda
var það í samræmi við lífshlaup
hennar.
Hennar stærsta persónuein-
kenni var hversu opin og aðlað-
andi hún var í allri umgengni við
fólk - enda var hún vinsæl og
vinamörg. Henni var það hug-
leikið að treysta fjölskyldu- og
vinaböndin. Hún var umhyggju-
söm og elskuleg dóttir - systir og
frænka.
Við sem höfum búið í sama
húsi og foreldrar hennar allt frá
því að við öll giftum okkur og
þekkt Ernu frá fæðingu höfum
margs að minnast. Það var oftast
bjart yfir bernskudögum barn-
anna sem ólust upp á Sólvöllum
7. Ekki alltaf friður og ró sem
varla var von, þar sem hópurinn
samanstóð af 8 frændsystkinum
sem öll voru kát og hress! Lengst
af voru það þó fjögur elstu börn-
in sem léku sér saman - þrjár
frænkur á sama ári og „brói litli“
einu ári yngri. Þau urðu því
nokkuð mörg gleðiár æskunnar
sem við minnumst í þessu sam-
bandi.
Þó að 30. des. síðastliðinn sé
dimmur í hugum okkar reynum
við að fletta upp í minningabók-
inni og skoða allar björtu mynd-
irnar af fallegu, góðu frænkunni
með brúnu augun sín, sem veitti
gleði og birtu til okkar allra.
Það er komið að leiðarlokum
og þú horfin okkur í bili. Við
kveðjum þig elsku Erna í hinsta
sinn. Megi það kærleiksljós sem
þér fylgdi í lífinu umvefja þig á
alheimsbrautum.
Við drúpum höfði í samúð og
biðjum almættið að styrkja þá
sem næst standa og gera líf þeirra
bjart og fagurt.
Hulda og Ingi.
Hvað erum vér? Einn dropi úr lífsins legi.
Hvarlifum vér? Á andans þroskavegi.
Hvað Ixrum vér? Að finna Föðurhendi.
Hvert förum vér? Til þess, er okkur sendi.
(Hj.Bj.)
Þegar tilkynning kom um að slys
hefði orðið og að hún ástkæra
frænka okkar hefði látið lífið var
fyrsta hugsun okkar allra að þetta
gæti ekki verið, þetta væri ekki
rétt.
Erna Guðlaug var dóttir hjón-
anna Ingibjargar Ólafsdóttur og
Ólafs Jónssonar. Hún var fædd
og uppalin á Akureyri að Sólvöll-
um 7. Húsið að Sólvöllum 7 er
TILKYNNING
til þeirra sem annast dreifingu og
sölu á flugvélaeldsneyti
Seljendur flugvélaeldsneytis skulu frá og með 7.
janúar 1988 innheimta 25% söluskatt af sölu á flug-
vélaeldsneyti til annarra en handhafa flugrekstrar-
leyfa. Söluskattsfrjálsri sölu til flugrekstrarleyfis-
hafa skal halda greinilega aðgreindri frá annarri sölu
þannig að hún sé færð á sérstaka reikninga.
Fjármálaráðuneytið 6. janúar 1988.
með þremur íbúðum og byggt í
sameiningu af Ólafi, Ingólfi
bróður hans ásamt föður þeirra.
Allan sinn búskap hafa þeir
bræður búið í sama húsi ásamt
fjölskyldum sínum. Og höfum
við því alist upp eins og hálfgerð
systkini.
Oft var glatt á hjalla á Sól-
völlunum hvort sem komið var
saman uppi eða niðri, minningar
æskuáranna hrannast fram og of
langt mál yrði að tíunda þær hér
en við munum eiga eftir að ylja
okkur við þær um ókomna fram-
tíð.
Þegar barnsárin voru að baki
og alvara lífsins tók við þá
minnkuðu tengslin sem höfðu
bundið okkur svo sterkt saman
meðan við bjuggum öll undir
sama þaki.
Erna valdi sér að starfa við
hjúkrun og átti það mjög vel við
hennar ljúfu skapgerð sem alls
staðar veitti birtu og yl til þeirra
sem hún annaðist.
Einnig kom það í ljós að Erna
var sú okkar sem hvað mest hélt
við þeim sterku tengslum sem
bundið höfðu okkur saman sem
börn og unglinga. Hún var mjög
opin og hlý og sýndi það í orði og
verki að fjölskylda og ættingjar
er það dýrmætasta sem maður á.
Og það var einmitt tilgangurinn
með þessari ferð að öll fjölskyld-
an kæmi saman á Sólvöllunum en
það hafði ekki tekist um árabil.
Erna var sú fyrsta af okkur
frændsystkinunum sem fór að
heiman þegar hún fór til náms við
Hjúkrunarskóla íslands. Á náms-
árunum í Reykjavík kynntist hún
eftirlifandi eiginmanni sínum Sig-
urði Guðna Gunnarssyni og eign-
uðust þau tvo drengi Gunnar Öla
13 ára og Arnar Björn 8 ára.
Við sendum þeim okkar inni-
legustu samúðarkveðjur. Einnig
foreldrum, systkinum og öllum
þeim sem eiga um sárt að binda á
þessum sorgarstundum.
Hafðu þökk fyrir allt og allt
elsku Erna frænka.
Oft er líkt og leiðsögn góðra vætta
sé lokið eftir skamma stund.
(D.St.)
Frændsystkinin,
Gréta Berg, Eva Þórunn,
Hrefna Laufey, Eggert Þór,
Edda Ásrún.
Þegar sú harmafregn barst mér
þann 30. desember að Erna vin-
kona mín hefði dáið í bílslysi, var
erfitt að trúa því að þetta væri
raunverulegt. Hún svona ung og í
blóma lífsins. Erna var fædd 17.
október 1954, dóttir hjónanna
Ingibjargar Ólafsdóttur og Ólafs
Jónssonar. Ernu hef ég þekkt frá
því við vorum smástelpur, en fyr-
ir tæpum 5 árum komu veikindi
upp í fjölskyldu minni, þá reyndi
virkilega á, þá brást Erná ekki.
Þau hjónin voru boðin og búin að
hjálpa og heimili þeirra stóð okk-
ur alltaf opið þegar við þurftum
að leita suður til læknis. Þá fund-
um við vel hvernig það er að eiga
góða vini. Minningarnar eigum
við alltaf þær getur enginn tekið
frá okkur. Þó að Erna sé horfin
okkur þá bíða hennar eflaust
margir handan við móðuna miklu
og fá að njóta samveru hennar.
Einhver er tilgangurinn þó okkur
reynist erfitt að skilja hann.
Elsku Siggi, Gunnar Óli, Arn-
ar Björn, foreldrar og systkini!
Guð styrki vkkur í sorginni og
hjálpi til að líta björtum augum á
framtíðina.
Hófý og tjölskylda.