Dagur - 11.01.1988, Page 11
11. janúar 1988 - DAGUR, - 11.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Skattmat
í staðgreiðslu á árinu 1988
1. Samkvæmt 5. gr. laga nr. 45/1987 um stað-
greiðslu opinberra gjalda teljast fríðindi og
hlunnindi svo sem fatnaður, fæði, húsnæði
og afnot bifreiða til launa sem reikria skal
staðgreiðslu af. Samkvæmt 116. gr. laga nr.
75/1981 um tekjuskatt og eignaskatt skal
ríkisskattstjóri meta hlunnindi til verðs.
Með tilvísun til áðurnefndra lagagreina met-
ur ríkisskattstjóri eftirtalin hlunnindi sem veitt
verða á árinu 1988 þannig til verðs sem
staðgreiðsla reiknast af.
1.1. Fullt fæði, sem launagreiðandi lætur
launamanni í té endurgjaldslaust, skal
metið honum til tekna sem hér segir:
Fyrir fullt fæöi, fullorðins ............. 437 kr. á dag
Fyrir fullt fæöi barns, yngra en 12 ára . 350 kr. á dag
Fyrir fæði aö hluta (ein máltíö) ......... 175 kr. ádag
Fjárhæð fæðisstyrks (fæðispeninga) í
stað fulls fæðis eða fæðis að hluta ber að
telja til tekna að fullu.
Allt fæði, sem fjölskyldu launamanns er
látið í té endurgjaldslaust hjá launagreið-
anda hans, svo og fjárhæð fæðisstyrkja
(fæðispeninga) sem launamanni er greidd
frá launagreiðanda hans vegna fjölskyldu
launamannsins, ber að telja til tekna á
sama hátt.
Sérhver önnur fæðishlunnindi, látin launa-
manni og fjölskyldu hans í té endurgjalds-
laust, ber að telja til tekna á kostnaðar-
verði.
1.2. Endurgjaldslaus afnot íbúðarhúsnæðis,
sem launagreiðandi lætur launamanni
sínum í té, skulu metin launamanni til
tekna sem hér segir:
Fyrir ársafnot reiknast 2,7% af gildandi
fasteignarmati íbúðarhúsnæðisins, þ.m.t.
bílskúr og lóðar. Fjárhæð þessi skiptist
hlutfallslega á greiðslutimabil miöað við
tímalengd þeirra.
Hafi launamaður afnot íbúðarhúsnæðis,
sem launagreiðandi hans lætur honum í té
gegn endurgjaldi sem er lægra heldur en
2,7% af gildandi fasteignarmati íbúðar-
húsnæðisins (þ.m.t. bílskúr) og lóðar, skal
meta launþega mismuninn til tekna eftir
því sem hlutfall greiðslutímabils segir til
um. Sá hluti orkukostnaðar launamanns
sem launagreiðandi hans greiðir skal tal-
inn að fullu til tekna.
Endurgjaldslaus afnot launamanns á orku
(rafmagni og hita) skulu talin að fullu til
tekna á kostnaðarverði.
Húsaleigustyrk, sem launagreiðandi
greiðir launamanni sínum, ber að telja til
tekna að fullu.
Fylgi starfi launþega kvöö um búsetu í
húsnæði, sem vinnuveitandi lætur honum
í té, er skattstjóra heimilt að lækka mat
húsnæðishlunninda með hliðsjón af
ákvæðum 5. gr. reglugeröar nr. 104/1970
við álagningu opinberra gjalda á næsta ári
eftir staðgreiðsluár, svo sem verið hefur.
Eigi skal meta launamanni til hlunninda
afnot af húsnæði í verbúðum eða vinnu-
búðum þar sem launamaður dvelur um
takmarkaðan tíma í þjónustu launagreið-
anda.
1.3. Fatnaður, sem ekki telst einkennisfatnað-
ur, skal talinn til tekna á kostnaðarverði.
Eigi skal reikna launamanni til tekna nauð-
synlegan hlífðarfatnað sem launagreið-
andi afhendir honum til afnota við störf í
þágu launagreiðandans. Af greiðslum
launagreiðanda til launamanns til kaupa á
fatnaði skal hins vegar ávallt reikna stað-
greiðslu af allri greiðslunni.
1.4. Endurgjaldslaus afnot launamanns af bif-
reið, sem launagreiðandi hans lætur hon-
um í té, skulu metin honum til tekna sem
hér segir:
Fyrir fyrstu 10.000 km afnot 15,50 pr. km.
Fyrir næstu 10.000 km afnot 13,90 pr. km.
Yfir , 20.000 km afnot 12,25 pr. km.
Láti launagreiðandi launamanni í té afnot
bifreiðar gegn endurgjaldi sem lægra er
en framangreint mat skal mismunurinn
teljast launamanni til tekna.
Hafi launamaður fullan umráðarétt yfir
bifreið í eigu launagreiðanda hans skal við
það miðað að launamaður aki bifreiðinni
a.m.k. 10.000 km á ári í eigin þágu eða
833 km á mánuði. Staðgreiðsluskyld
hlunnindi slíks launamanns skulu því telj-
ast nema kr. 12.912 hið lægsta á mánuði.
Ef vitað er að umræddur akstur launa-
manns í eigin þágu muni nema meiru en
10.000 km á ári skal ákveða mánaðarleg-
an akstur sem 1/i2 af áætluðum heildar-
akstri á ári. Við ákvörðun á staðgreiðslu-
skyldum hlunnindum á mánuði er þá mat á
eknum km umfram 833 km kr. 13,90, enda
fari heildarakstur á ári eigi fram úr 20.000
km.
Leggi launamaður fram gögn með skatt-
framtali sínu er sanni óvéfengjanlega að
akstur hans í eigin þágu hafi verið minni
en viðmiðun ríkisskattstjóra til ákvörðunar
staðgreiðslu byggir á skal leiðrétta hlunn-
indamat vegna bifreiðaafnota í samræmi
við fram komnar upplýsingar viö álagn-
ingu.
2. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 591/1987
um laun, greiðslur og hlunnindi utan stað-
greiðslu skal ríkisskattstjóri meta endur-
greiddan kostnað til launamanns, vegna
afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem
halda má utan staðgreiöslu. Samkvæmt 6.
gr. sömu reglugerðar skal ríkisskattstjóri
meta fjárhæð dagpeninga sem launamaður
fær greidda vegna ferða sinna á vegum
launagreiðanda og sem halda má utan stað-
greiðslu.
Með tilvísun til áðurnefndra reglugerðar-
greina metur ríkisskattstjóri endurgreiddan
bifreiða- og ferðakostnað sem halda má
utan staðgreiðslu á árinu 1988 þannig:
2.1. Mat samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 3. gr.
reglugerðarinnar, þ.e. á kílómetragjaldi
undir viðmiðunarmörkum:
Fyrir 1 - 10.000 km kr. 15,50 pr. km.
Fyrir 10.001 - 20.000 km kr. 13,90 pr. km.
Fyrir 20.001 - > kr. 12,25 pr. km.
Þar eð kílómetragjald er lægra fyrir akstur
umfram 10.000 km þarf launagreiðandi að
fylgjast með heildarakstri launamanna í
hans þágu.
Fái launamaður greitt kílómetragjald frá
opinberum aðilum vegna aksturs í þágu
þeirra, sem miðaðst við „sérstakt gjald“
sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður, má
hækka viðmiðungarfjárhæðir fyrir 1-
10.000 km akstur um 2,55 pr. km og um
kr. 5,60 pr. km miðist kílómetragjaldið við
„torfærugjald" sem Feröakostnaðarnefnd
ákveður einnig. Fyrir akstur á bilinu
10.001-20.000 km má hækkun vegna sér-
staks gjalds nema kr. 2,25 pr. km en kr. 5
pr. km vegna torfærugjalds. Fyrir akstur
umfram 20.000 km má hækkun vegna
sérstaks gjalds nema 2 kr. pr. km en kr.
4,40 vegna torfærugjalds.
Varðandi skilyrði fyrir því að heimilt sé að
fella greiðslur samkvæmt framangreindri
viðmiðun fyrir afnot launagreiðanda af
bifreið launamanns undan staðgreiðslu er
vísað til þeirra skilyrða sem um það eru
sett í áðurnefndri 3. gr. reglugerðarinnar,
sbr. 2. mgr. þeirrar gr., sem hljóðar svo:
„Heimild þessi er að öðru leyti bundin
þeim skilyrðum að færð sé akstursdagbók
eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver
ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturs-
erindi, kílómetragjald greitt launamanni,
nafn og kennitala launamanns og ein-
kennisnúmer viðkomandi ökutækis. Gögn
þessi skulu færð reglulega og vera
aðgengileg skattyfirvöldum þegar þau
óska þess, hvort sem er í bókhaldi launa-
greiðanda eða hjá launamanni.'1
2.2. Mat samkvæmt áKvæðum 2. mgr. 6. gr.
reglugerðarinnar á dagpeningum undir
viðmiðunarmörkum til greiðslu á gistingu,
fæði og fargjöldum frá og að flugvöllum og
öðrum sambærilegum fargjöldum erlendis
verður sem hér segir:
Almennir dagpeningar:
Noregur og Svíþjóð SDR 165
Annars staðar SDR 150
Dagpeningar vegna þjálfunar,
náms eða eftirlitsstarfa:
Noregur og Svíþjóð SDR 105
Annars staðar SDR 95
2.3. Mat samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðar-
innar á dagpeningum undir viðmiðunar-
mörkum til greiðslu á gistingu og fæði
innanlands:
Gisting og fæöi í einn sólarhring kr. 3.960
Gisting í einn sólarhring kr. 1.890
Fæöi hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag kr. 2.070
Fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag kr. 1.035
Varðandi skilyrði fyrir því að heimilt sé að
fella dagpeninga, sem greiddir eru sam-
kvæmt framangreindri viðmiðun undan
staðgreiðslu, er vísað til þeirra skilyrða
sem um það eru sett í áðurnefndri 6. gr.
reglugerðarinnar.
Sé gisting erlendis greidd samkvæmt
reikningi frá þriðja aðila og launamanni
auk þess greitt ferðafé til að standa straum
af öðrum ferðakostnaði erlendis skal við
það miða að heildarfjárhæð þeirra dag-
peninga sem falla innan mats ríkisskatt-
stjóra hverju sinni sé 67 SDR á dag. Af
þeim hluta dagpeninga sem er umfram þá
fjárhæð skal þá reikna staðgreiðslu. Sam-
bærilegri reglu skal beitt um staðgreiðslu
af umframfjárhæð hafi annar ferðakostn-
aður en gisting verið greiddur samkvæmt
reikningi en ferðafé greitt til að standa
straum af gistingu. Reiknast þá stað-
greiðsla af greiddum dagpeningum sem
eru umfram 83 SDR á dag.
Fái launamaður greidda dagpeninga fyrir 30
daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunar-
mörk skv. 2.2. og 2.3. hér að framan lækka
um kr. 437 fyrir hvern dag umfram 30 daga.
Reykjavík 4. janúar 1988.
Garðar Valdimarsson,
ríkisskattstjóri.