Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 6
6-DAGUR-1. mars 1988 Gleðihnegg í hrossum Breiðholtshverfis - Jórunn sf. hestaþjónusta hefur tekið til starfa Jórunn er óvenjulegt nafn á fyrirtæki. En tvær ungar konur á Akureyri, þær Guðrún Hall- grímsdóttir og Sigurborg Daðadóttir, stofnuðu fyrirtæki með þessu heiti fyrir nokkru. Fullt nafn er raunar Jórunn sf. hestaþjónusta og er aðsetur þess við Stjörnugötu, syðst í hverfi hestamanna á Akureyri. Það hverfi ber hið virðulega nafn Breiðholt sem er svo aftur kapítuli út af fyrir sig og ber ekki að skoða sem skot á íbúðahverfi með sama nafni í Reykjavík. Markmið fyrirtæk- is kvcnnanna tveggja er almenn þjónusta við hesta- menn og áhugafólk um hross. Það var á björtum og fallegum laugardegi er Dagsmenn lögðu leið sína til Guðrúnar og Sigur- borgar. Sú síðarnefnda var þá önnum kafin við að undirbúa aðgeró á hesti sem var með s.k. „streng“. í húsi því sem þær stöll- ur keyptu á síðasta ári starfrækir fyrirtækið dýralæknastofu sem Sigurborg starfar við, en hún er dýralæknir að mennt. Báðar eru miklir áhugamenn um hesta og hestarækt og áætlanir þeirra um uppbyggingu Jórunnar sf. eru fullar bjartsýni. Og þær fóru ekki óundirbúnar af stað. Á síðasta ári var haldið sérstakt námskeiö fyrir konur sem hafa áhuga á að stofna eigið fyrirtæki. Þangað fóru þær og sóttu sér menntun sem án efa mun nýtast þeim vel. Eitt fyrsta verkefni Guðrúnar og Sigurborgar verður að bjóða unglingum að leigja hjá þeim bása. „Þá geta þau verið með eig- in hesta eða leigt þá af okkur. Sumir vilja ekki hefja hesta- mennskuna á því að kaupa hest og tilheyrandi útbúnað. En smám saman ætlum við okkur að byggja upp alhliða þjónustu við hesta- menn. Þetta tekur tíma en við ætlum ekki að láta deigan síga því í sumar er hugmyndin að stækka húsið.“ Það kann að hljóma undarlega en áður en langt um líður geta hestamenn komið í Jórunni og fengið hesta sína þvegna. Sumum dettur. eflaust í hug bílaþvotta- stöð, rétt eins og sú sem er í Glerárhverfi. Raunar er samlík- ingin ekki alveg út í hött því Uppá þjónustu Upp á hvaö er boðið hjá Jór- unni sf.? Nefna má eftirfarandi atriði og þá ætti lcsandinn að fá um það glögga hugmynd. Hestamenn geta t.a.m. komið þangað með hrossin og fengið dýralækni til að líta á þau. Dýralæknaþjónustan er opin þrisvar í viku. Til viðbótar þessu, og ekki síst, er rétt að nefna hestaleigu, afleysinga- þjónustu, umboðssölu, ráðgjöf og unglingastarf. Hestaleigan er jafnt fyrir börn sem fullorðna og hún er starfrækt á laugardögum. Ef einhver þarf að bregða sér af bæ eða forfallast um lengri eða skemmri tíma sér Jórunn um hrossin á meðan. Þá er umboðssalan ekki síður „Þetta er önnur aðgerðin sem ég framkvæmi hér,“ sagði Sig- urborg skömmu áður en hest- urinn sem heitir Valur var leiddur inn á „stofuna“. Ailt var til reiðu vegna aðgerðar- innar. Heitt vatn kraumaði í íláti og kaðlar voru tilbúnir til að fella hestinn. Skurðstofan er fremur lítil en vistleg. Áður var hlaða hesthúss- ins þar sem nú eru hnífar og áhöld Sigurborgar. „Við erum búnar að vera í vetur að innrétta húsnæðið og koma því í viðun- andi horf." Aðspurð sagði Sigur- borg að þörf á þjónustu sem þeirri sem hér um ræðir væri mikil. „Þetta heíur ekki verið hér áður en þó má segja að við renn- um blint í sjóinn hvað varðar afkomu og viðskipti við okkur. En hvað mig varðar, þá hef ég hér vel upplýst og upphitað hús- næði sem skipir að sjálfsögðu afar miklu máli. Hér er bás sem hægt er að binda hestana niður svo þeir valdi ekki skaða á sér og þeim sem eru viðstaddir. Héreru öll tæki við hendina sem nauð- synleg eru.“ - Hvernig hafa hestamenn tekið ykkur? „Þeir hafa mikinn áhuga á þessu. Að minnsta kosti hafa þeir oft lagt leið sína til okkar og spurt hvenær við ætluðum að hefjast handa.“ - En hestar hverfisins? „Þeir hneggja alltaf þegar þeir fara fram hjá. Svei mér ef það er ekki gleðihnegg því að sjálfsögðu eiga þeir rétt á því, ekki síður en mannfólkið, að fá bestu hugsan- legu þjónustu." Sigurborg Daðadóttir í upphafi aðgerðar. Guðrún Hallgrímsdóttir. Hvemig á að kaupa „Það er nokkuð löng saga að baki þess að við ákváðum að stofna þetta fyrirtæki. Ég fann það greinilega þegar ég kom fyrst nálægt hestamennsku að það var erlitt að taka fyrstu sporin. Ég vissi t.d. ekki hvernig ég átti að bera mig að því að kaupa hest eða fá pláss fyrir hann,“ sagði Guðrún þeg- ar við vorum búin að fá okkur sæti á heystabba í hlöðunni. „Þetta á við um fleiri. Fólk verður að þekkja hestamenn mjög náið en því er ekki þann- ig háttað um alla að viðkom- andi þekki til í heimi hesta- manna. Sérstaklega á þetta við um unglinga. Sú staðreynd að þeir fá ekki nauðsynlega til- sögn getur orðið þess valdandi að krakkarnir snúi sér að öðru.“ Heitt vatn kraumaði í íláti Guðrún segir að hestar, rétt eins og bílar og mannskepnan, eigi kröfu til þess að vera þrifnir reglulega. „Þetta er nýjung á Islandi en víða í útlöndum er að finna fólk sem hefur með hönd- um þvott á hrossum. Auk þess sem hestarnir líta betur út hreinir og stroknir þá líður þeirn betur.“ - Þú segir að þið hafið í hyggju að vera með umboðssölu. Hefur skort slíka þjónustu á Akureyri? „Já það er óhætt að segja það. Ef þú hefur áhuga á að kaupa þér hest þá er næsta öruggt að þú veist ekki hvert þú átt að snúa þér. Eins og málum er háttað í dag verður þú að leita uppi bónda eða bæjarmann sem þú veist að ræktar hross og selur. En í rauninni veist þú ekki hvað þú ert að gera eða hvað þú færð í hendurnar. Því miður eru til aðil- ar sem segja ekki allan sannleik- ann þegar kemur að hestakaup- um. Ovanur kaupandi getur ekki dæmt um aldur eða getu hests.“ - Þið ætlið með öðrum orðum hest? aö reyna að koma í veg fyrir að óprúttnir hrossaprangarar hafi fé af fólki? „Já einmitt. Við viljum að þessi viðskipti verði opnari enda er það allra hagur. Við gerum t.d. ráö fyrir að hrossabændur geti haft hrossin heima í haga og að við getum haft hér video- myndir af hestunum. Þetta er e.t.v. svolítil framtíðarósk en þó ætlum við að reyna að byrja á þessu í ár.“ - Þarf fólk ekki að vera svolít- ið bjartsýnt þegar það stofnar fyrirtæki sem þetta? „Nei það held ég ekki. Við fór- um ekki óundirbúnar af stað. Á síðasta ári sátum við hálfs árs námskeið sem bar yfirskriftina „Konur stofna fyrirtæki“ og það gerði það að verkum að við drif- um í að stofna Jórunni sf. Þetta var mjög gott og gagnlegt nám- skeið. Já, við erum bjartsýnar. Báðar höfum við mikinn áhuga á hestum og hestamennsku. Allar okkar frístundir hafa á umliðnum árum farið í hestana okkar og fátt er eins gefandi og skemmtilegt og að annast þá.“ hvaða er boðið? athyglisverð. Sigurborg og Guð- rún ætla að útvega fólki hross við allra hæfi og þær munu skrá hross sem ætlunin er að selja. Sé þess óskað er hægt að taka videomynd af hestinum. Ráðgjöfin nriðast einkum við byrjendur í hesta- mennsku. Þær munu og aðstoða við val á hesti, reiðtygjunr og þess háttar. Hvað unglingastarfið varðar þá er þarna aðstaða fyrir krakka sem eiga hesta og Jórunn mun einnig útvega þeim hesta sem það vilja. Innifalið í umsjón hestanna er hey, hirðing og járning. Þess nrá geta að alltaf er hcitt á könnunni sem er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt - a.nr.k. fyrir mannfólkið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.