Dagur - 01.03.1988, Side 7
886 r eism .r - flUOAa - 8
1. mars 1988 - DAGUR - 7
leiklist
Leikfélag Akureyrar:
„Horft af brúnni“
Föstudaginn 4. mars frumsýnir
Leikfélag Akureyrar leikritiö
„Horft af brúnni“ eftir Arthur
Miller í þýöingu Jakobs Bene-
diktssonar. Leikstjóri er Theo-
dór Júlíusson, leikmynd og
búningar koma úr smiðju Hall-
mundar Kristinssonar og Ingv-
ar Björnsson skapar lýsinguna.
Við skulum fræðast aðeins um
verkið og höfundinn.
Arthur Miller fæddist í Harlem
í Bandaríkjunum árið 1915. For-
eldrar hans voru gyðingar, inn-
flytjendur frá Austurríki. Fjöl-
skyldan var í þokkalegum efnum
og settist að í Brooklyn árið 1929
þar sem hún upplifði hrunið á
verðbréfamarkaðinum í Wall
Street sem lagði fjármál fjöl-
skyldunnar í rúst. Þá var Miller
14 ára og Brooklyn mun smærri í
sniðum en nú og íbúarnir voru af
ýmsum kynþáttum.
Miller fór að vinna hjá föður
sínum að lokinni skólagöngu en
þoldi ekki við og leitaði sér að
vinnu annars staðar en upplifði
þá slíkt gyðingahatur að það
mótaði félagslegar og pólitískar
skoðanir hans á afar sterkan hátt,
enda skína þær víða í gegn í
verkum hans. Með þessa fárán-
legu fordóma á bakinu vildi hann
láta flokka sig með rökhyggju-
mönnum, fyrst með því að gæla
við kommúnismann en síðan
sveigðist hann til frjálslyndis-
stefnunnar.
Nítján ára gamall fór hann í
Háskólann í Michigan og lagði
stund á blaðamennsku sem aðal-
grein en fór síðan í enskunám. Þá
byrjaði hann að skrifa fyrir
alvöru. Hann giftist bekkjarsyst-
ur sinni, kaþólskri stúlku, og þau
settust að í Brooklyn. Þau drógu
fram lífið á tekjum konunnar
sem vann hjá útgáfufyrirtæki en
Miller fékk einnig smáræði fyrir
útvarpsleikrit, þótt ekki hefði
hann hlotið mikla athygli á þeim
árum.
Fyrsta leikrit Millers sem var
sett á svið í leikhúsi var „The
Man Who Had AU the Luck“
(1944j og vakti það litla hrifn-
ingu, enda varð tap á sýningunni.
Honum gekk betur með „Situat-
ion Norrnal" og „Focus“ en það
- Verkið og höfundurinn
var ekki fyrr en með „All My
Sons“ (1947) sem Miller gat farið
að líta á sjálfan sig sem alvöru
leikritahöfund. Velgengni leik-
ritsins lagði grunninn að heims-
frægð Millers og nægir að nefna
verk á borð við „Sölumaður
deyr“ (Death of a Salesmen) og
„Horft af brúnni“ (A View from
the Bridge).
Horft af brúnni
Arthur Miller samdi tvær útgáfur
af leikritinu „Horft af brúnni".
Fyrri útgáfan var einþáttungur og
textinn skrifaður í ljóðformi.
Ætlun Millers var að skrifa
nútíma harmleik sem að forminu
til var hægt að rekja til grísku
harmleikjanna. Þessi útgáfa var
frumsýnd í New York árið 1955
en til gamans má geta þess að sér-
stök ritskoðunarnefnd bannaði
leikritið er það var fyrst sýnt í
London.
Sú útgáfa sem Leikfélag Akur-
eyrar ætlar að sýna okkur er hins
vegar í tveimur þáttum og textinn
er eðlilegt talmál. Þetta er
ágengt, dramatískt verk sem
hreyfir við fólki. Leikritið gerist í
Brooklyn um miðjan 6. áratuginn
og fjallar um ítalska innflytjenda-
fjölskyldu, Eddie Carbone,
Beatrice konu hans og Katrínu
systurdóttur hennar.
Andrúmsloftið á heimilinu er
dálítið rafmagnað. Eddie virðist
ekki vilja sleppa hendinni af
Katrínu og fyllist óbeit við til-
hugsunina um að hún fari að
vinna hjá pípulagningafyrirtæki í
grennd við flotastöðina, í hverfi
hafnarverkamanna. Eddie er
afbrýðisamur út í hvern þann
sem vogar sér að gjóa augunum á
Kötu.
Fjölskyldan hýsir tvo ólöglega
innflytjendur frá Ítalíu,
bræðurna Marco og Rodolpho.
Þegar sá síðarnefndi sýnir Kötu
áhuga kemur í ljós að Eddie hef-
ur einkennilega mikið á móti því
,að þau umgangist of náið. Fram-
haldið förum við ekki út í hér, en
það kemur örugglega flestum á
óvart.
„Horft af brúnni“ snýst mikið
um Eddie, sálarlíf hans, félags-
legar aðstæður innflytjenda,
pólitík og ameríska drauminn.
Áhorfendur mega búast við
spennandi sýningu og við skulum
að lokum líta á persónur og
leikendur í sýningu Leikfélags
Akureyrar:
Stormasamt heimilislíf. Þráinn Karlsson (Eddie), Sunna Borg (Beatrice) og
Erla Ruth Harðardóttir (Katrín).
Sunna Borg, Erla Ruth, Skúli Gautason (Rodolpho) og Jón Benónýsson (Marco)
Upplýsingasími 91-685111
Sainband Eddies og Katrínar þykir cinkennilegt.
Eddie Carbone - Þráinn
Karlsson, Beatrice-Sunna Borg,
Katrín - Erla Ruth Harðardóttir,
Alfieri lögmaður - Marinó Þor-
steinsson, Marco-Jón Bcnónýs-
son, Rodolpho - Skúli Gautason,
Louis - Pétur Eggerz, Mikki -
Halldór Ingi Ásgeirsson, Lög-
reglumenn útlendingaeftirlitsins
- Jónsteinn Aðalsteinsson og Frið-
Myndir: TLV
þjófur Sigurðsson, Tony - Pétur
Eggerz, Hr. Lipari - Þórður Rist,
Frú Lipari - Margrét Kr. Péturs-
dóttir, „Kafbátur' - Þorgeir
Tryggvason, Nágrannar - Arn-
heiður Ingimundardóttur, Jón-
steinn Aðalsteinsson, Friðþjófur
Sigurðsson og Þorgeir Tryggva-
son. SS
Vinningstölur 27. febrúar.
Heildarvinningsupphæð kr. 4.847.584.-
1. vinningur kr. 2.429.630.-
Skiptist á milli 2ja vinningshafa kr. 1.214.815.-
2. vinningur kr. 726.754.-
Skiptist á milli 322 vinningshafa kr. 2.257,-
3. vinningur kr. 1.691.200.-
Skiptist á milli 8456 vinningshafa sem fá kr. 200.- hver.