Dagur - 01.03.1988, Side 10
iífettan0ft°--i.,8Sí.m-
Erlendir skiptinemar:
„Húsnæði, fæði
og mikil ást“
- er það sem fósturfjölskyldurnar þurfa
að láta af hendi
„Það eina sem við ætlumst til
af fjölskyldum sem taka skipti-
nema er að þær veiti þeim
húsnæði, fæði og mikla ást,“
sagði Vigdís Rafnsdóttir fuíl-
trúi alþjóðlegu skiptinema-
samtakanna AFS á Akureyri í
samtali við Dag, en hún er um
þcssar mundir að leita að
heimilum fyrir erlenda skipti-
nema til sumardvalar.
Fyrir nokkru rann út umsóknar-
frestur til að sækja um að komast
Vísna-
samkeppni
Tóbaksvama-
nefndar
Tóbaksvarnanefnd efnir til
samkeppni um vísur og Ijóð
(rímuð og órímuð) til notkunar
í baráttunni gegn tóbaksnotk-
un. Meðal annars kemur til
greina að nota eitthvað af því
sem berst til merkinga á sígar-
ettupökkum og til auglýsinga.
Síðasti skiladagur er 25. mars
nk. og stefnt er að því að birta
úrslit á reyklausa daginn 7. apríl.
Þátttakendur í samkeppninni eru
beðnir um að merkja ekki kveð-
skapinn með nafni heldur láta
nafn og heimilisfang fylgja í lok-
uðu umslagi.
Dómnefnd skipa: Árni John-
sen, Helgi Sæmundsson og Krist-
ín Þorkelsdóttir.
Prenn verðlaun verða veitt. 50
þúsund krónur í fyrstu verðlaun,
30 þúsund krónur í önnur verð-
laun og 20 þúsund krónur í þriðju
verðlaun.
Tóbaksvarnanefnd áskilur sér
rétt til að nota allt það efni sem
henni berst í samkeppnina. Sam-
keppnisgögn sendist: Vísnasam-
keppni Tóbaksvarnanefndar,
Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík.
BÍaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun ■ Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Blaðaprentun • Blaðaprentun
Dagsprent
Strandgötu 31 Sí 24222
í sumardvöl erlendis sem skipti-
nemi. Vigdís sagði að umsækj-
endum á Akureyri hefði fjölgað
og væru 8 talsins í ár á aldrinum
16 til 23 ára, 3 strákar og 5
stelpur. „Nemarnir geta sótt um
að fara til þriggja landa en flestir
kjósa Bandaríkin og er þar helst
verið að sækjast eftir enskunám-
inu. Nemarnir sem komast, fara í
júlí og dvelja í tvo mánuði.“
Að sögn Vigdísar hefur við-
horf fólks breyst mjög undanfar-
in ár varðandi það að fara til
útlanda sem skiptinemi. „Fyrir
nokkrum árum þótti það mikið
tiltökumál að fara hvort sem var
sem heilsársnemi eða skiptinemi
og var horft á það að krakkarnir
misstu ár úr skóla. Nú þykir sjálf-
sagt að nýta sér það að geta kom-
ist til útlanda og kynnst öðrum
þjóðum.“
Þegar umsóknir hafa borist,
tekur Vigdís viðtöl við umsækj-
endur og sendir þær síðan til
höfuðstöðvanna í Reykjavík. Þar
er skorið úr um hverjir komast
út. Fjöldi þeirra sem komast út,
ræðst aö miklu leyti af því hvern-
ig gengur að fá fjölskyldur fyrir
þau erlendis og hversu marga
nema er hægt að taka til íslands.
„Við höfum verið heppin á Akur-
eyri því þeir sem hafa sótt um eru
mjög efnilegir ungir krakkar og
flestir hafa fengið náð fyrir
sunnan. Sem dæmi þá sóttu 5 um
að komast sem ársnemar og þeir
fara allir. Tveir fara t.d. til Suð-
ur-Afríku í þessum mánuði.“
Næsta verkefni er að finna fjöl-
skyldur fyrir erlenda nema. Þá
eru settar auglýsingar í blöð og á
veggspjöld um bæinn. Vigdís
sagði að það hefði gengið frekar
erfiðlega að fá fjölskyldur til að
taka að sér skiptinema á Akur-
eyri. Aðspurð sagði hún að þeir
sem prófað hafa að taka skipti-
nema væru mjög ánægðir. „Þetta
er ekki eins mikið mál og fólk
heldur. Ég veit ekki af hverju
það er, fólk virðist hrætt við að
taka að sér nema og heldur að
þar með sé það að taka að sér
gest sem þarf að skemmta í tvo
mánuði. Þetta er mikill misskiln-
ingur því skiptineminn á að vera
sem einn af fjölskyldunni. Það er
ekki ætlast til þess að fjölskyldan
haldi fólkinu uppi. ÁFS veitir
nemunum vasapeninga að upp-
hæð 25 dollarar á viku.“
Aðspurð sagði Vigdís að í
langflestum tilfellum hefði geng-
ið mjög vel þegar fjölskyldur á
Akureyri hafa tekið nema. Flest-
ir sumardvalarnemanna eru frá
Bandaríkjunum.
Hjá Vigdísi er hægt að fá bækl-
ing með upplýsingum um í hverju
það felst að taka skiptinema og
geta þeir sem vilja kynna sér mál-
ið hringt til hennar t' síma 96-
27151. VG
Eldavélin
kveikti í
þvottinum
Vafalaust er það algengt að
hústnóðirin fari með hreina
þvottinn inn í eldhús til að
strauja hann, ef til vill til þess
að geta sinnt matseldinni á
meðan.
En frúin sem lagði þvottakörf-
una frá sér á eldavélina og brá sér
út í búð rétt sem snöggvast,
gleymdi því í augnablikinu, að
hún var búin að kveikja á einni
hellunni, átti bara eftir að setja
kartöflupottinn á. Ef til vill hefur
hún farið að kaupa kartöflur.
Þvotturinn logaði vel, þegar
hún kom til baka, og skáparnir
fyrir ofan eldavélina voru að
byrja að brenna.
Flýtið ykkur hægt og farið að
öllu með gát, þar sem rafmagnið
er. Eldinn sem af því getur hlotist
getur reynst erfitt að slökkva.
Rafmagnseftirlit ríkisins.
Frá kynningarfundi
á Akureyri
Fjárfestingarfélags íslands hf.
stóð fyrir ráðstefnu undir nafn-
inu „Fjármál fjölskyldunnar“
að Hótel KEA á miðvikudags-
kvöldið. Þar kynntu starfs-
menn Fjárfestingarfélagsins og
Féfangs hf. starfsemi fyrirtækj-
anna og gerðu sérstaklega að
umræðuefni leiðir og markmið
fjölskyidna til ávöxtunar,
sparnaðar og útvegunar fjár-
magns til húsakaupa eða lausa-
fjárkaupa, t.d. bifreiðakaupa.
Gunnar Óskarsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Fjárfestingar-
félagsins, var spurður sérstaklega
um fjármögnunarráðstafanir,
sem stæðu einstaklingum til boða
varðandi húsnæðiskaup.
„Við erum ekki beinlínis með
húsnæðislánakerfi,“ sagði
Gunnar. „Við bjóðum upp á
ýmsar leiðir við útvegun
fjármagns, sem fyllir upp í þær
eyður sem eru til staðar. Það er
ekki beinlínis hægt að kalla þetta
húsnæðislánakerfi, en við eigum
ákveðna möguleika til að fylla
upp í göt í fjármögnun, og getum
því komið til móts við þær þarfir
sem hið opinbera getur ekki
uppfyllt."
- Hvernig er hægt að lýsa
starfsemi Fjárfestingarfélagsins?
„Starfsemi þess felst í að mæta
þörfum einstaklinga og fjöl-
skyldna, annars vegar í ávöxtun
fjármuna og til að fá fólk til að
spara meira - en sparnaður á Is-
landi jókst um 20% umfram
verðbólgu á síðasta ári, og hins
vegar til að mæta þörfum fyrir-
tækja. Hvað varðar sparnað þá
höfum við veitt fé til arðbærrar
fjárfestingar í atvinnurekstri,
sem hefur minnkað erlendar lán-
tökur og hefur sannað að slík
fjárfesting stendur undir þeim
kostnaði við frjálsan verðbréfa-
rnarkað."
- Eruð þið í samkeppni við
bankakerfið í landinu?
,Við erum ekki í beinni sam-
keppni við bankakerfið en það
má segja að við séum í óbeinni
samkeppni, því við erum auðvit-
að að keppa um sparifé. Við
erum fyrst og fremst að tala um
langtímasparnað, bankakerfið
uppfyllir veltusparnað einstakl-
inganna, sem er annars konar.
Við erum frekar að keppa við
veðdeildir bankanna, sem gefa út
verðbréf til lengri tíma, en ekki
innlánsstofnanir sem slíkar.“
EHB
Frá fundi fjárfestingarfélagsins.
Mynd: EHB
Fjárfestingarfélag íslands:
Ert þú áskrifandi?
Dagur Akureyri, sími 96-24222
Dagur Húsavík, sími 96-41585
Dagur Reykjavík, sími 91-17450
Dagur Sauðárkróki, sími 95-5960
Dagur Blönduósi, sími 95-4070
Skilið getraunaseðlimim fyrir
febrúar sem fyist
Einungis skuidlausir áskrifendur
geta tekið þátt í getrauninni.