Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 01.03.1988, Blaðsíða 14
14 - DÁÖIUR -í. ririars 1988 Dancall - Dancall - Dancall. Frábærir farsímar í bílinn, bátinn, sumarbústaðinn, snjósleðan. Dancall hentar vel við allar aðstæður. Radióvinnustofan Kaupangi, sími 22817 og farsimi 22117. Dancall - Dancall - Dancall. Bókaútsala - Bókaútsala. Barnabækur - Unglingabækur. Ástarsögur - Spennusögur. Ferðasögur - Ævisögur. Nýjar og gamlar bækur. Fróði, Kaupvangsstræti 19. Sendum i póstkröfu. Sími 26345. Opið 2-6. Óska eftir barngóðri stúlku til að gæta 4ra ára stelpu og 10 mán. stráks á kvöldin og um helgar. Er í Kjalarsíðu. Uppl. í síma 26033 eða Kjalarsíðu 16f. Dráttarvél til sölu. International B-275 árg. ’64, með ámoksturstækjum. Tvöföld kúpling. Einnig Scout árg. ’67, diesel. Uppl. í síma 43623. Barnavagn óskast! Óska eftir vel með förnum barna- vagni. Uppl. í síma 21985. Hestafólk. Hnakkur og reiðhjálmur óskast til kaups. Ennfremur alþægir hestar til leigu. Hringið í síma 23862 (Guðrún). Óska eftir 4-5 herb. einbýlishúsi eða raðhúsi til leigu frá og með 1. júní. Helst í Glerárhverfi. Uppl. í síma 26057. Toyota Corolla hatchback, árg. ’86 til sölu. Ekin um 20.000 km. Útvarp og segulband, vetrardekk og sumar- dekk. Litur: blágrár. Lítur vel út. Uppl. í síma 27717 eftir kl. 18.00. Tilboð óskast í Lödu Saftr, árg. ’83 til niðurrifs. Vél ek. 32 þús. km. Uppl. í síma 21632 eftir kl. 5 á daginn. Til sölu Colt, árg. ’80. Upplýsingar í síma 96-52106. Veitum eftirfarandi þjónustu: Veggsögun - Gólfsögun. Malbikssögun - Kjarnaborun. Múrbrot og fleygun. Loftpressa - Háþrýstiþvottur. Vatnsdælur - Vinnupallar. Rafstöð 20 kw - Grafa mini. Stíflulosun. Upplýsingar í símum 27272 - 26262 og 985-23762. Verkval, Naustafjöru 4, Akureyri. Bíli til sölu. Til sölu er Mazda 323 station, árgerð 1979. Nýskoðaður 1988. Upplýsingar í síma 43515. Lada Sport. Til sölu Lada Sport árg. 79. Þarfn- ast viðgerðar - eða til niðurrifs. Uppl. í síma 22306 eftir kl. 17.00. Til sölu Lada Sport árg. ’82, ek. 50 þús. km. Upplýsingar gefur Reynir i síma 96-41337 á daginn og 96-41125 á kvöldin. I.O.O.F. Obf. 1 = 169328tó = Slysavarnafélagskonur Akureyri. Aðalfundurinn verður haldinn mánudaginn 7. mars kl. 20.30 að Laxagötu 5. Venjulcg aðalfundarstörf. Árbók S.V.F.Í. ’87 til sölu. Mætum vel. Stjórnin. Gunnar Árnason, bifreiðastjóri, Grænugötu 2, Akureyri, er fimm- tugur í dag. Hann tekur á móti gestum í Hljómborg, félagsheimili Karlakórs Akureyrar, laugardag- inn 5. mars frá kl. 18.00. Möðru vallaklaustursprestakall. N.k. sunnudag kl. 14.00 á æsku- lýðsdegi þjóðkirkjunnar verður guðsþjónusta á Möðruvöllum fyrir allt prestakallið. Predikun flytur 14 ára fermingarbarn Jón Helgi Pétursson. Unglingar sýna helgi- leik og lesa ritningagreinar. Sóknarprestur. Náttúrugripasafnið á Akureyri. Frá 10. sept. verður sýningarsalur- inn aðeins opinn á sunnudögum kl. 13-15. Opnað fyrir hópa eftir samkomu- lagi í síma 22983 eða 27395. Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58, sími: 24162. Opnunartímar: Alla daga frá 1. júní ti! 15. sept., kl. 13.30-17.00. Á sunnudögum frá 15. sept. til 1. júní, kl. 14-16. Minningarkort Líknarsjóðs Arnarneshrepps fást á eftirtöldum stöðum: Brynhildur Hermannsdóttir, Hofi, sími 21950. Berta Bruwik, Hjalt- eyrarskóla, sími 25095. Jósafína Stefánsdóttir, Grundar- gerði 8a, sími 24963. Leikstjóri: Theodór Júlíusson. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Frumsýning föstud. 4. mars kl. 20.30. Uppselt. Laugard. 5. mars kl. 20.30. Sunnud. 6. mars kl. 20.30. Æ Æ MIÐASALA 96-24073 löKFéLAG AKUREYRAR Freyvangsleikhúsið auglysir: Mýs og menn 3. sýning miövikudagskv. 2. mars kl. 20.30 4. sýning föstudagskv. 4. mars kl. 20.30 5. sýning laugardagskv. 5. mars kl. 20.30 Miðapantanir í síma 24936. Leikfélag Öngulsstaðahrepps. U.M.F. Árroðinn. Freyvangsleikhúsið Sími 25566 Opið aila virka daga kl. 14.00-18.30. Aðalstræti: Þriggja herbergja íbúð í suður- enda. Allt sér. Furulundur: 5 herb. raðhúsíbúð á tveimur hæðum ca. 125 fm. Ásabyggð: 4ra herb. ibúð i austurenda. Allt sér. Stapasíða: Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, samtals rúmlega 300 fm. Þriggja herbergja íbúðir við Tjarnarlund og Sunnuhlíð allar i mjög góðu standi. Dalvík: Einbýlishús ásamt bílskúr, við Ægisgötu. Ekki alveg fullgert. FASTÐGNA& (J SKIPASALAlgSI NORÐURLANDS O Amaro-húsinu 2. hæð Sími 25566 Benedikt Ólafsson hdl. Sölustjóri, Pétur Jósefsson, er á skrifstofunni virka daga kl. 14-18.30. Heimasími hans er 24485. Nýjar rannsóknir: Fjórðungur pilta tekur fyrsta staupiö innan 9 ára aldurs í desember 1986 birti breska ríkisstjórnin niðurstöður rann- sókna á drykkju unglinga í Stóra-Bretlandi. Heilbrigðis- ráðuneytið stóð að rannsókn- inni en Hagstofan skipulagði hana. Könnun þessi fór fram 1983-1984. Niðurstöður henn- ar eru slíkar að við íslendingar megum nokkra lærdóma áf þeim draga. Hér eru nokkrar tölur: Af 13 ára drengjum höfðu 82% neytt áfengis og 77% stúlkna á sama aldri. 24% - tæpur fjórð- ungur - drengjanna hafði drukk- ið fyrsta sopann yngri en 9 ára. í Borgarbíó Þriðjud. 1. mars Kl. 9.00 Nornirnar í Eastwick Kl. 11.00 Nornirnar í Eastwick Kl. 9.10 Sjúkraliöarnir Kl. 11.10 From the Hip þessum aldurshópi drukku 26% drengja og 17% stúlkna fjórum sinnum í viku eða oftar - og 34% fimmtán ára drengja og 25% stúlkna á þeim aldri drukku fjór- um sinnum í viku eða oftar. Helmingur 15 ára drengja og þriðjungur 15 ára stúlkna drukku meira en 10 skammta (sjússa) áfengis í viku hverri. Um það bil einn af hverjum fimm 15 ára drengjum drakk meira en 25 áfengisskammta á viku. Þá sýnir þessi rannsókn, svo og nýleg könnun meðal 18.000 skólabarna, að algengt er að börn og unglingar drekki á krám þó að Bretar séu taldir manna lög- hlýðnastir. Tæpur helmingur þeirra 15 ára drengja, sem áfeng- is neyttu, drakk á almennum ölkrám. Nýtt náms- efni um mannanöfn Námsgagnastofnun hefur gefið út námsefni í móðurmáli sem nefnist Nafnakver. Kverið er eftir Vénýju Lúðvíksdóttur og hefur Aðalheiður Skarphéð- insdóttir teiknað myndirnar við námsefnið. Námsetni þetta er til komið einkum vegna þess hversu nteð- ferð mannanafna hefur brenglast bæði í munnlegri og skriflegri notkun. í kverinu er höfuð- áhersla lögð á fallbeygingu nafna. Það er því mikið um verk- efni í kverinu sem veita þjálfun í að skrifa nöfn rétt í öllum föllum. Kverið skýrir og ljóslega merk- ingu og uppruna margra nafna og fyrir hvers kyns áhrif nöfn hafa skotið rótum í íslenskri menn- ingu. Að auki er að finna í kver- inu fjölda verkefna sem hvetja til eigin athugana nemenda. Hér er á ferð þarft námsefni sem veitir mikilvæga þjálfun í ritun og með- ferð íslenskra mannanafna. Bók- in er tilvalin sem viðbótarefni fyr- ir 5. og 6. bekk grunnskóla. Eiginmaður minn, ÞÓRIR VALDEMARSSON, Munkaþverárstræti 8, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að kveldi 28. febrúar. Guðrún Kristjánsdóttir. Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts JÓNS JÓNSSONAR, fyrrverandi kennara, Dalvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir umönnun og góða aðhlynningu. Stefán Jónsson, Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Gunnar Jónsson, Kristín Klemensdóttir, Jón Anton Jónsson, Hekla Tryggvadóttir, Helgi Jónsson, Hanney Árnadóttir, Filipía Jónsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Gerður Jónsdóttir, Arngrímur Kristinsson, Kristján Tryggvi Jónsson, Margrét Ingólfsdóttir, Svanfríður Jónsdóttir, Eiríkur Helgason, Hanna Soffía Jónsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.