Dagur - 03.03.1988, Page 16
iftBUDL
Akureyri, fímmtudagur 3. mars 1988
41
tMONROEW
höggdeyfar
í flesta bila
Lögreglan:
Of margir án
Ijósa og belta
Síðdegis í gær, höfðu orðið 5
árekstrar á Akureyri. Daginn
áður, fyrsta dag gildistöku
nýju umferðarlaganna, varð
enginn árekstur í bænum. Allir
árekstrarnir í gær voru með
minna móti.
Að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri, virðast skýrslublöð trygg-
ingafélaganna eitthvað vefjast
fyrir ökumönnum sem á þeim
þurfa að halda og hefur lögreglan
þurft að aðstoða við útfyllingu
þeirra. Pað hefur þýtt tvöfalda
skýrslugerð hjá lögreglunni og
ollið nokkrum töfum. Sömuleiðis
virðast brögð að því, að öku-
mönnum hafi láðst að hafa nýju
eyðublöðin í bifreiðum sínum og
að þeir sem þau hafa, hafi ekki
kynnt sér innihald þeirra nógu
vel.
Ökumenn á Akureyri virðast
strax farnir að slaka á löghlýðni
sinni gagnvart nýju umferðar-
lögunum því lögreglan telur að
enn aki of margir ljóslausir og án
öryggisbelta. I gærdag athugaði
lögreglan 441 bifreið. Af þeim
reyndust 23 ljóslausar og 40 öku-
menn voru ekki með beltin
spennt. VG
Skíðastaðir:
Aðsókn jókst
um 80%
Gísli Bragi Hjartarson, bæjar-
fulltrúi, vakti máls á því á síð-
asta fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar að aðsókn að Skíðastöð-
um hefði aukist um 80% í
janúar miðað við sama tíma í
fyrra.
Aðsóknin að Skíðastöðum hef-
ur aukist mikið í vetur, og fagn-
aði Gísli Bragi þeirri staðreynd.
Nefndi hann, að mjög mörg börn
og unglingar æfðu sig reglulega í
Fjallinu á vegum Skíðaráðs
Akureyrar undir stjórn þjálfara,
og að þar færi fram gott starf.
Hvað kaup á nýjum snjótroð-
ara snerti, þá væri ekki tímabært
að kaupa slíkt tæki fyrir þá skíða-
vertíð sem nú stendur yfir. Að
þessu þyrfti þó að huga næsta
haust, því stundum væri skíða-
færi erfitt og hvert fótbrot væri
dýrt. Um það væri ástæða til að
hugsa í sambandi við verð á
nýjum snjótroðara, sem væri þó
vissulega dýrt tæki. EHB
Sameiningarmál Skarðshrepps og Sauðárkróks:
Skaröshreppur slítur viðræðum
Á fundi hreppsnefndar Skarðs-
hrepps sl. sunnudag var ákveð-
ið með 3 atkvæðúm meirihlut-
ans að slíta viðræðum við
Sauðárkróksbæ um samein-
ingu þessara tveggja sveitarfé-
laga. Minnihlutinn taldi ekki
ástæðu til að slíta viðræðunum
að svo stöddu og vildi að samn-
inganefndirnar ræddu málin
frekar. Það var í byrjun
nóvember sl. sem Sauðár-
króksbær óskaði eftir viðræð-
um. Aðilarnir hittust síðan á 2
fundum í janúar.
Að sögn Úlfars Sveinssonar
oddvita hefur ekkert komið út úr
þeim fundum og að athuguðu
máli þyki ekki fýsilegt fyrir
hreppinn að sameinast Sauðár-
krók. Segist hann ekki hafa hitt
neinn íbúa í hreppnum sem hafi
áhuga á því. Þaö sem fyrst og
fremst skapi það álit, sé ótti
bænda um að glata yfirráðarétti
yfir bújörðum sínum eftir að þær
væru komnar í lögsögu Sauðár-
króks.
„Boð forráðamanna Sauðár-
króks t.d. um lagningu hitaveitu
heim á bæina, sem er álitlegasti
kosturinn í þeirra tilboðum, dug-
ar þar ekki á móti. Að okkar áliti
eigum við miklu meiri samleið
með einhverjum sveitahrepp-
anna frekar en Sauðárkrók, verði
um einhverja sameiningu sveitar-
félaga að ræða.
Þcir voru með tvær tillögur um
sameiningu. Annars vegar að all-
ur hreppurinn sameinaðist
Króknum og hins vegar hluti
hans, þ.e. Sjávarboig, Borgar-
gerði, Brennigerði, Áshildarholt
og Skarð. Mönnum leist enn síð-
ur á þá tillögu,“ sagði Úlfar
oddviti á Ingveldarstöðum.
„Ég trúi því ekki að hrepps-
nefnd Skarðshrepps sé svo
óábyrg að slíta viðræðunum á
þessu stigi. Enn höfum við ekki
fengið nein viðbrögð við þeim til-
boðum sem við gáfum. Með lagn-
ingu hitaveitu heim á bæi o.fl., og
að mér vitandi hefur hugur hins
almenna hreppsbúa til þeirra
ekki verið kannaður. Ég er svo-
lítið hissa ef þeir ætla að gefa
þetta frá sér eftir svo stuttan
umfjöllunartíma. Mér hefur fram
til þessa ekki sýnst hreppsnefnd
Skarðshrepps hafa verið svo fljót
að afgreiða erindi sem við höfum
til hennar beint,“ sagði Þorbjörn
Árnason forseti bæjarstjórnar
Sauðárkróks. Vildi hann ekki tjá
sig frekar um málið fyrr en af-
greiðsla þess bærist bæjarstjórn-
inni. -þá
Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri Álafoss hf., sendinefnd frá sovéska samvinnusambandinu og Kolbeinn Sig-
urbjörnsson. Mynd: gb
Aiafoss hf:
Seljum framleiðsluvömr
okkar á háu verði
- segir Jón Sigurðarson um verðstefnu fyrirtækisins
„Við höfum þá stefnu að selja
framleiðsluvörur okkar á háu
verði og við erum þess fyllilega
meðvitaðir að íslenskur iðnað-
ur getur ekki keppt við fjölda-
Þessa dagana fara fram samn-
ingaviðræður milli VSÍ og
Landssambands íslenskra
verslunarmanna. Að sögn
Björns Þórhallssonar for-
manns sambandsins, ganga
samningaviðræðurnar prýði-
lega. „Mér þætti líklegt að það
komi í Ijós í vikunni hvort næst
saman eða ekki,“ sagði hann.
„Við höfum ekki sett niður
kröfur á hefðbundinn hátt, held-
ur höfum við t.d. verið að reyna
að samræma samninga sem gerð-
ir voru á síðasta sumri, því samn-
ingar sem gerðir voru við Vinnu-
málasambandið annars vegar og
Vinnuveitendasambandið hins
vegar, voru ekki þeir sömu.
Sömuleiðis er verið að ræða eftir-
framleiðslu með lágt vöruverð.
Þess vegna verðum við að
bjóða vöru sem er sérstök,
mikil að gæðum og hefur
eitthvað fram yfír vöru fram-
vinnu og greiðslu fyrir hana, líkt
og gert var hjá VMSÍ og ýmsar
aðrar leiðréttingar."
Björn sagðist aðspurður um
hvort þeir myndu sætta sig við
sömu launahækkanir og VMSÍ
fékk, að enn hefði ekki verið
gengið frá neinu slíku. „Mér þyk-
ir ólíklegt annað en að launa-
hækkanir verði í þeim takti.
Auðvitað myndum við vilja
meira, eins og þeir vildu líka, en
mér finnst ósennilegt að vinnu-
veitendur verði til viðtals um
það, því þá væru þeir um leið
búnir að opna hinn samninginn
upp á gátt. Það Iiggur því nokkuð
ljóst fyrir að launahækkanir verða
innan þess ramma,“ sagði Björn
að lokum. VG
leidda í láglaunalöndum,“
sagði Jón Sigurðarson, for-
stjóri Álafoss hf. þegar hann
var spurður um verðstefnu
fyrirtækisins.
Jón sagði, að fyrirtæki eins og
Álafoss gæti ekki borið sig nema
að fylgja slíkri verðstefnu. Sovét-
menn frá sovéska samvinnusam-
bandinu væru komnir til Akur-
eyrar, og myndu þeir dvelja hér
fram að helgi. Reynt yrði að
semja um sölu á ullarvörum, en
of snemmt væri að spá í árangur
af viðræðunum. Þó væri ljóst, að
Sovétmenn hefðu undanfarin ár
keypt um fjórðung allrar fram-
leiðslu fyrirtækisins.
„Við höfum ástæðu til að vera
bjartsýnir hvað Evrópumarkað-
inn snertir og höfum fengið mjög
góðar fréttir af Japansmarkaði.
Staðan er óljósari hvað Banda-
ríkjamarkað snertir, en þó væri
alls ekki ástæða til svartsýni þar.
Við erum ákaflega ánægðir með
umboðsmannakerfi okkar í Evr-
ópu og nýja fatalínan frá Álafossi
virðist ætla að takast mjög vel.
Hvað sameiningu fyrirtækjanna
varðar þá er ljóst að hagræðing af
henni er farin að skila sér og
kemur til með að skila sér enn
betur síðar á árinu,“ sagði Jón að
lokum. EHB
Reykjavíkurskákmótið:
Nær Jón Garðar
áfanga?
Eftir sjö umferðir á alþjóð-
lega skákmótinu í Reykjavík
eru línur nokkuð teknar að
skýrast því Jón L. Árnason
vann Þröst Þórhallsson í 7.
umferð og er nú efstur með 6
1/2 vinning. Næstu menn eru
hins vegar með 5 vinninga,
þannig að Jón L. er greini-
Íega í miklum ham.
Akureyringunum gekk mjög
vel í 7. umferð. Jón Garðar
Viðarsson vann alþjóðlega
meistarann Östenstad frá Nor-
egi, Arnar Þorsteinsson vann
Sörensen, Tómas Hermannsson
vann Þorstein Þorsteinsson,
Áskell Örn Kárason vann
Snorra Bergsson og Bogi Páls-
son gerði jafntefli við Apol frá
Færeyjum.
Jón Garðar er í 13. sæti ásamt
fleirum með 4 vinninga og á nú
möguleika að ná fyrsta áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli.
Til þess þarf hann að fá a.m.k. 2
vinninga úr þeim fjórum
umferðum sem eftir eru. SS
Kjarasamningar LÍV ganga vel:
Búist við svipuðum launa-
hækkunum og hjá VMSÍ