Dagur


Dagur - 15.03.1988, Qupperneq 16

Dagur - 15.03.1988, Qupperneq 16
Hafið þið reynt okkar þjonustu? cpediGmyndir Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 96-23520. JiuiiyiiiHHiiiiiiminniHmiiinv Að sligast undan fjármagnskostnaði Landsbyggðarhótel: boðað til ráðstefnu um máliö „Hótel á landsbyggðinni eiga flest við erfiðleika vegna fjármagnskostnaðar að glíma. Nánast ekkert þeirra getur skilað rekstri sem getur borgað fjármagnskostnaðinn sem hvíl- ir á þeim,“ sagði Björn Her- mannsson, stjórnarformaður Hótel ísafjarðar, en ísfirðingar Áskrifendagetraunin: Dregið í dag í dag verður dreginn út febrúar- vinningur í áskrifendagetraun Dags. Vinningurinn er húsgagna- úttekt í Vörubæ á Akureyri að verðmæti 100.000 kr. Getrauna- seðill marsmánaðar birtist á morgun en dregin verður út sumarferð með Samvinnuferð- um/Landsýn þann 13. apríl. hafa boðað til ráðstefnu um rekstrarvanda hótela á lands- byggðinni. „Þau lán sem veitt hafa verið úr ferðamálasjóði til uppbygging- ar, eru ákaflega erfið lán til skamms tíma, eða um 10-12 ára. Ef vel ætti að vera, þyrftu þau að vera til 30-40 ára. Það eru það miklar afborganir og kostnaður við þessi lán, að þau eru að drepa landsbyggðarhótelin. “ Björn sagði að sum hótelanna hat'i reynt að klóra í bakkann og standa í basli við að ná sér út úr vandanum með mismunandi að- gerðum. Þau hafa unnið við það hvert í sínu lagi, en nú hefur ver- ið boðað til ráðstefnu til að reyna að finna úrbætur. „Við buðum til hennar hótelum sem rekin eru á ársgrundvelli og við vissum að standa í þessum vanda. Þetta eru rúmlega 15 hótel um allt land. Sveitarstjórnir eru yfirleitt stórir eignaraðilar að þessum hótelum og buðum við því líka fulltrúum þeirra,“ sagði Björn.“ Á ráðstefnunni verða haldnir fyrirlestrar frá öllum aðilum sem málið snertir. Framsöguerindi flytja, Kjartan Lárusson formað- ur Ferðamálaráðs, Guðmundur Malmquist frá Byggðastofnun, Hólmfríður Árnadóttir f.h. Ferðamálasjóðs, Tryggvi Guð- mundsson f.h. Hótel Eddu og Ferðaskrifstofu ríkisins, Sigfús Erlingsson frá Flugleiðum og tveir fulltrúar frá landsbyggðar- hótelum, þeir Sigurður Skúli Bárðarson Stykkishólmi og Har- aldur Líndal Haraldsson ísafirði. „Við vonum að sjálfsögðu að einhver niðurstaða fáist á ráð- stefnunni. Þetta er starfsgrein sem hefur vaxið mikið undanfar- in ár og mikið er rætt um að byggja upp. Bæjarfélögin geta ekki án þjónustunnar verið, til að geta tekið á móti fólki,“ sagði Björn að lokum.“ Ráðstefnan verður haldin á ísafirði laugardaginn 26. mars nk. VG Hafnarstræti 103: Endalokin nálgast - Lóðin auglýst til umsóknar á næstunni Verslunar- og íbúðarhúsið að Hafnarstræti 103, stundum nefnt Lyngdalshús, verður e.t.v. rifið á þessu ári. Að sögn Finns Birgissonar skipulagsstjóra Akureyrarbæj- ar verður lóðinni sennilega úthlutað á næstu vikum, en óvíst er hvenær framkvæmdir heljast við nýtt hús á þessum stað en þá verður hið gamal- gróna hús að víkja. Finnur sagði að ákveðið hefði verið að bíða með úthlutun lóð- arinnar þar til úrslit í samkeppn- inni um skipulag og mótun Ráð- hústorgs og Skátagils væru fyrir- liggjandi, enda væri hugsanlega hægt að taka einhver atriði úr þeirri samkeppni inn í skipulags- skilmála hússins. „Það á eftir að skoða þetta mál nánar, t.d. hvað varðar afmörk- un á byggingarreit og tröppur sem hugsanlega tengdust húsinu. Þegar búið er að skoða það ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að auglýsa lóðina til umsóknar," sagði Finnur. Hann benti á að þótt lóðinni yrði úthlutað fljótlega væri ekki þar með sagt að framkvæmdir myndu hefjast á þessu ári því öll hönnunarvinna væri eftir. Það gæti allt eins farið svo að fram- kvæmdir myndu ekki hefjast fyrr en vorið 1989, en Lyngdalshús mun standa allt þar til byrjað verður á nýbyggingunni. Gert er ráð fyrir 4-5 hæða nýbyggingu á lóðunum Hafnar- stræti 103-105, en húsið á lóð nr. 105, Rakarastofa Ingva Flosason- ar, hefur þegar verið rifið. Ekk- ert hefur verið ákveðið um hlut- verk nýja hússins að öðru leyti en því að það skuli flokkast undir miðbæjarstarfsemi. SS ' mw £ ■% s- ■: Þetta gamalgróna hús í miðbæ Akureyrar á það í vændum að verða stórvirkum vinnuvélum að bráð, en það verður að víkja fyrir 4-5 hæða nýbyggingu. Mynd: tlv Fyrrihluta gærdagsins urðu fjórir árekstrar á Akureyri. Engin meiðsl urðu á fólki en nokkrar skemmdir a bifreiðum. Mestar skemmdir urðu á Toyota bifreið sem, eins og sjá má á myndinni, ók á Ijósastaur á gatnamótum Glerár- og Grænugötu. Ökumaður ætlaði að beygja austur Gríenugötu en náði ekki beygjunni og rann á staurinn með fyrrgreindum afleiðingum. Mynd: GB Þrefað um gjaldheimtuna á Norðurlandi vestra: „Rökin fyrír stað- setningu fráleit“ -segir Axei Axelsson bæjarfulltrúi á Siglufirði „Okkur fínnst þau rök sem við höfum heyrt fyrir staðsetningu gjaldheimtunnar alveg fráleit. Að vegna þess að við séum á jaðri kjördæmisins og með frekar lélegar samgöngur komi Siglufjörður ekki til greina. Því erindi við þessa stofnun verða að mestu afgreidd í gegnum banka og síma. Við erum með skattstofuna hérna út frá og manni þykir nú trúlegt, að æskilegt sé að þess- ar stofnanir vinni saman. Og að auki er fráleitt að safna öll- um þjónustustofnunum saman á Króknum.“ Svo sagði Axel Axelsson bæj arfulltrúi Sj álfstæðisflokksins á Siglufirði, en hann ásamt full- trúum annarra flokka í bæjar- stjórninni stóð að ályktun sem samþykkt var einróma á bæjar- stjórnarfundi fyrir helgina. í henni mótmælir bæjarstjórn harðlega þeim tillögum starfs- hóps um staðsetningu gjald- heimtu fyrir Norðurland vestra, að höfuðstöðvar gjaldheimtunn- ar verði á Sauðárkróki. Á Sauð- árkróki séu nú þegar ýmsar stofn- anir til þjónustu fyrir allt kjör- dæmið, s.s. fjölbrautaskóli, svæðisstjórn um málefni fatlaðra, heilbrigðisfulltrúi, vinnueftirlit, Vegagerð ríkisins o.fl. Því verði að telja sjálfsagt að staðsetja gjaldheimtuna annars staðar á svæðinu. Var bæjar- stjóra og bæjarráði falið að vinna að því að fá tillögu um staðsetn- ingu gjaldheimtunnar breytt og hún verði staðsett á Siglufirði, en leita að öðrum kosti annarra leiða en þátttöku í sameiginlegri gjaldheimtu á Sauðárkróki. Að sögn Axels hefði mönnum í bæjarstjórninni þá helst dottið í hug að gjaldheimta á Siglufirði yrði framkvæmd í samvinnu við bæjarfógetaembættið eins og nú er. Ófeigur Gestsson sveitarstjóri á Hofsósi einn staðsetningar- nefndarmanna vildi ekki tjá sig um rök fyrir staðsetningu gjald- heimtunnar á Sauðárkróki. Sagð- ist ekki gera það fyrr en sveitar- stjórnum hefði verið kynnt niður- staða nefndarinnar, en það yrði gert á fundum í dag og á morgun. Málið hefði lekið í fjölmiðla á óheppilegum tíma. -þá Ólafsfjarðarmúli: Bíll fastur á milli flóða Vegurinn um Ólafsfjarðar- múla lokaðist snemma í gær- morgun er snjóflóð féllu á veginn. Ekki er vitað hve mörg flóð höfðu fallið á veginn í gærkvöld en snjóflóð féllu bæði austan og vestan í Qall- inu. Einum bíl tókst að komast frá Ólafsfirði til Dalvíkur í gærmorgun. Annar bfll festist á milli flóða og varð ökumað- urinn að ganga úr bifreið sinni til Ólafsfjarðar. Að sögn Valdimars Stein- grímssonar vegaeftirlitsmanns í Ólafsfirði var í gærdag mjög slæmt veður í Ólafsfjarðarmúla. Vindátt var austan-suðaustan- stæð en í slíku veðri skefur af fjallinu og snjór hleðst í gil og kletta. Því er algengt að minni flóð sem þessi falli við þessar aðstæður. Hér er yfirleitt um að ræða minni flóð. Múlavegurinn var með öllu lokaður í gær en verður opnaður strax og veður batnar. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.