Dagur


Dagur - 17.03.1988, Qupperneq 3

Dagur - 17.03.1988, Qupperneq 3
17. mars 1988 - DAGUR - 3 BYKO á Akureyri? „Ekki á dagskrá í dag“ - segir Jón Helgi Guðmundsson „Nei, það held ég ekki, en við höfum alltaf horft til Akureyr- ar. En það er ekkert að gerast í þessu eins og er,“ sagði Jón Helgi Guðmundsson hjá BYKO í Kópavogi, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist stofna útibú á Akureyri. BYKO, eða Byggingavöru- verslun Kópavogs, er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sínu sviði. BYKO er með versl- anir í Kópavogi, í Kringlunni í Reykjavík og í Hafnarfirði. Um þessar mundir er verið að setja upp vérslun á vegum BYKO í húsnæði sem keypt var af Alþjóðlegt skákmót á Dalvík Næstkomandi föstudagskvöld fer fram í Víkurröst á Dalvík hraðskákmót Sparisjóðs Svarf- dæla. Tefldar verða 11 umferðir á mótinu og ákveðið er að Polugaevsky og Dol- matov verða meðal keppenda og annað hvort Adorjan eða Gurevich en þessir kappar taka allir þátt í alþjóðlegu skákmóti á Akureyri þessa dagana. Meðal keppenda verða einnig þeir Sævar Bjarnason, Jón Garð- ar Viðarsson, Ólafur Kristjáns- son og Áskell Örn Kárason. Aðr- ir keppendur verða af Eyjafjarð- arsvæðinu. Keppnin hefst kl. 19.30 í Víkurröst og búast má við skemmtilegri keppni á þessu fyrsta alþjóðlega skákmóti sem haldið er á Dalvík. JÓH KRON, og í framtíðinni mun verslunin reisa nýtt hús í Smára- hvammi í Kópavogi, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Þegar Jón Helgi var spurður nánar eftir því hvort hann gæti hugsað sér að reisa bygginga- vöruverslun á Akureyri sagði hann: „Ég vil ekki láta hafa neitt eftir mér um það, því þótt það sé Fyrir skömmu afhentu konur úr Lionessuklúbb Siglufjarðar 200 þúsund krónur til kaupa á húsgögnum í setustofur Dval- arheimilis aldraðra á Siglu- firði. Árið 1980 opnuðu Lionessur trompreikning í Sparisjóði Siglu- fjarðar sem nefndist Dvalarheim- ilasjóður. Árlega hefur verið sett ekki á dagskrá í dag þá gæti manni dottið í hug að gera þetta á morgun. Ég lít svo á að íslend- ingar séu á einu markaðssvæði og ég horfi á þetta markaðssvæði sem eina heild. En ég horfi ekk- ert frekar til Akureyrar en ann- arra staða á landinu í því efni,“ sagði Jón Helgi Guðmundsson. EHB ákveðin upphæð inn á þennan reikning og hefur peninganna verið aflað með ýmsu móti, svo sem bingóhaldi, sölu herðatrjáa, dagatala o.fl. En þetta er í fyrsta sinn sem peningar eru afhentir úr þessum sjóði. Lionessur á Siglufirði senda bæjarbúum bestu þakkir fyrir góðan stuðning og móttökur í gegnum tíðina. Konur úr Lionessuklúbbi Siglufjarðar afhentu Jóni Sigurbjörnssyni 200 þús- und kr. til kaupa á húsgögnum í setustofu Dvalarheinr.ilis aldraðra. Siglufjörður: Lionessur gáfu 200 þúsund krónur Efling Menningarsjóös félagsheimila - Þingmennirnir Jón Kristjánsson og Guðmundur G. Þórarinsson leggja fram tillögu þar að lútandi Tveir þingmenn Framsóknar- flokksins, Jón Kristjánsson og Guðmundur G. Þórarinsson, hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu um eflingu Menningar- sjóðs félagsheimila. Ályktunin gerir ráð fyrir að menntamálaráðherra láti fara fram endurskoðun á lagaákvæð- um um sjóðinn. Endurskoðunin skal fela það í sér að sjóðurinn geti stuðlað að aukinni menningar- starfsemi á landsbyggðinni og auðveldað þeim menningarstofn- unum sem eiga að þjóna landinu öllu að gegna því hlutverki sínu. Framsögumenn segja í greinar- gerð með frumvarpinu að sérstök ástæða sé til þess að kanna sér- staklega með hvaða hætti sjóð- urinn geti stutt menningarstarf- semi á landsbyggðinni og stuðlað að því að tengja starfsemi ýmissa stofnana í höfuðborginni bet- ur landsbyggðinni. Má í því sambandi nefna Listasafn íslands, sem nú hefur fengið mjög glæsilega starfsaðstöðu, ásamt öðrum söfnum, leikhús og aðrar menningarstofnanir. Einn- ig má benda á fordæmi Sinfóníu- hljómsveitar íslands sem leitast hefur við á seinni árum að flytja tónlist úti um allt land. Efling Menningarsjóðs félags- heimila gæti létt undir með þess- um stofnunum í starfsemi þeirra, og ekki er síður nauðsynlegt að sjóðurinn haldi áfram því starfi sem innt hefur verið að hendi og komið að mjög miklu gagni, því atvinnu- og áhugafólki sem sinnt hefur menningarmálum og því hlutverki að auka menningar- starfsemi, einkum á landsbyggð- inni. í lok greinargerðarinnar segja þeir Jón Kristjánsson og Guð- mundur G. Þórarinsson að eðli- legt sé að nokkur tími gefist til þessarar endurskoðunar, en frumvarp til laga um sjóðinn gæti iegið fyrir á komandi hausti og við gerð fjárlaga fyrir árið 1989 yrði tekið mið af þeim tillögum sem fyrir liggja um framtíð sjóðsins. AP Kennarar í HÍK funda í dag kl. 15.00 verður haldinn fundur á sal Menntaskólans á Akureyri á vegum HÍK þar sem ræða á stöðuna í samn- ingamálum. Á fundinn mæta stjórnarmenn að sunnan sem munu fara yfir til- i dag boð ríkisins og bera það saman við kröfur félagsins. Atkvæðagreiðsla um verkfalls- heimild fer fram á mánudaginn, 21. mars en niðurstaða hennar verður ekki gerð kunn fyrr en föstudaginn 25. mars. VG Gefið nytsamar og skemmtilegar fermingargjafir Svefnpokar. verð fra i| 2.518.- BakpOkar. Verð frá kr. 1.885.- Tjöld. Verð frá kr. 6.079.- Einnig veiðistangir, veiðihjól, veiðivesti og sitthvað fleira. Bændur Dragi auglýsir nýja þjónustu. Til að minnka álag og óþarfa óþægindi yfir sumarmánuðina hvetjum við bændur til að huga að vélum sínurn sem fyrst. Bjóðum 10% afslátt af allri vinnu til maíloka. Sendum fagmann á staðinn til að skoða vélarnar og meta viðgerðarþörf ykkur að kostnaðarlausu. Vegna skipulagningar byðjum við þá sem óska eftir þessari þjónustu að hafa samband fyrir 25. þ.m. ★ Fyrirbyggjandi viðhald - ykkar hagur. Dragi Fjölnisgötu, sími 22466. Erum enn að flytja Nú höfum við flutt miðstöðv- ardeild - pípulagningarefni Alltaf eykst úrvalið Rimlagluggatjöld - Rúllugardínur Speglar - Speglasúlur Margar gerðir af límtréshillum og plötum. ★ ★ Það sem enn er í Glerárgötu. Flísar, flísalím og fúga. Byggingavörur Lónsbakka Sími 96-21400

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.