Dagur - 17.03.1988, Page 8

Dagur - 17.03.1988, Page 8
8 - DAGUR -17. mars 1988 --?------------------------------------------------------ Arangur sjúkraþjálfumr er oft góður - segir Sólveig Þráinsdóttir, yfirsjúkraþjálfari við Bjarg Sólveig Þrúinsdóttir, yfírsjúkraþjálfari, með Andra, 4 ára. Sólveig Þráinsdóttir er yfir- sjúkraþjálfari við Endurhæf- ingarstöð Sjálfsbjargar á Akureyri. Hún hefur starfað hjá Sjálfsbjörg frá 1. október 1986, en ásamt henni starfa tveir sjúkraþjálfarar við endur- hæfíngu og sjúkraþjálfun á staðnum. Sólveig gaf sér tíma til að spjalla um starf sitt og stöðvarinnar á dögunum. - Hvernig starfsemi fer hér fram með tilliti til endurhæfing- ar? „Hér fer fram mjög víðtæk starfsemi, og við sinnum nánast öllum verkefnum sem heyra und- ir sjúkraþjálfun. Sjúkraþjálfunin sjálf fer fram frá kl. 8 á morgn- ana til kl. 16.00 á daginn, og hingað koma sjúklingar á öllum aldri, allt frá nokkurra vikna gömlum börnum og upp í aldrað fólk." - Skiptist sjúkraþjálfun ekki a.m.k. í tvo flokka, þá sem þjást af tímabundnum kvillum og fólk sem á við langvarandi fötlun að stríða? „Við fáum bæði bráðatilfelli og fólk með langvarandi sjúkdóma. Það algengasta er fólk með stoð- kerfisvandamál eða, í stuttu máli, fólk sem á í vandræðum vegna einkenna frá vöðvum, beinum og liðum. Ég álít, að endurhæfingarstöðin hafi mikla sérstöðu innan síns starfssviðs á Akureyri. Það er vegna þess að fyrir utan þjónustu við meðlimi Sjálfsbjargar á Akureyri og víðar erum við eina stofnunin sem sinnir fötluðum börnum á þess- unt sióöum. Húsnæðið er mjög hentugt fyr- ir fatlaða og cngir þröskuldar eru á leiðinni. Húsið er jafn aðgengi- legt fyrir gangandi mann og mann í hjólastól. Þetta er mikil- vægt atriði, sem ekki er nógu oft hugsað um.“ - Hvernig gengur sjúkraþjálf- un fyrir sig? „Læknar, sem skoða sjúklinga, geta ákvarðað að viðkomandi þurfi á sjúkraþjálfun að halda. Þá sendir læknirinn beiðni til okkar, en við tökum ekki sjúklinga í sjúkraþjálfun nema eftir tilvísun frá lækni. Beiðninni fylgir útdráttur af sjúkrasögu viðkom- andi sjúklings ásamt sjúkdóms- greiningu. Þessu næst hefst vinna sjúkra- þjálfarans við skoðun og frekari greiningu viðkomandi sjúklings. Eftir þessa sjúkdómsgreiningu berum við hana saman við sjúk- dómsgreiningu læknis og athug- um hvernig þetta fersaman. Af- rakstur greiningarinnar er með- ferðaráætlun, sem síðan er unnið skipulega eftir.“ - Er sjúkdómsgreining læknis ekki nægjanleg til að byggja með- ferðaráætlun á? „Við sjúkraþjálfarar teljum að menntun okkar geri okkur kleift að ákvarða hvers konar sjúkra- þjálfun hentar hverjum og ein- um. Læknirinn skoðar og sjúk- dómsgreinir, en við höfunt þekk- ingu til að skipuleggja réttu sjúkraþjálfunina í framhaldi af því.“ - Hver er árangur sjúkraþjálf- unar? „Árangur sjúkraþjálfunar er, sem betur fer, oft mjög góður. Við leggjum mjög mikla áherslu á fyrirbyggjandi þátt okkar starfs. Þar til fyrir stuttu voru sjúkraþjálfarar svo fáir að þeir gátu ekki sinnt öðrum en þeirn einstaklingum sem voru orðnir sjúkir eða höfðu orðið fyr- ir skaða af einhverju tagi. Á þeim tíma kom sjúkraþjálfun alltaf eft- ir á. í seinni tíð hefur mikilvægi forvarnarstarfs sjúkraþjálfara komið betur í ljós, og við reynum að koma forvörnum við á nám- skeiðum. Dæmi um þetta er bak- skólinn, sem við erum með hér að Bjargi, en þar kennum við bakveiku fólki hvernig það á að umgangast bakið og hvernig best er að hlífa því við áföllum, t.d. með því að taka rétt á og beita líkamanum rétt. Við reynum að koma upplýs- ingum um þessi atriði til skila á vinnustöðum, og reyndar einnig inn á heimilin. Nauðsynlegt er að auka forvarnarstarfið því skoðun okkar er sú að hver einstaklingur beri fyrst og fremst sjálfur ábyrgð á líkama sínum, og það er undir hverjum og einum komið að forða sér frá sjúkdómum eða kvillum eins og vöðvabólgu. Kvillar í stoðkerfi líkamans eiga fyrst og fremst rætur að rekja til þeirrar meðferðar sem líkaminn fær.“ - Fellur líkamsræktin, sem hér er stunduð, undir fyrirbyggjandi aðgerðir? „Já. Hún fellur undir það eins og hún er rekin núna. Þegar fólk kemur hingað í líkamsrækt þá er það skoðað og metið, og þá fær hver einstaklingur ákveðna áætl- un um æfingar sem hann eða hún á að stunda. Þetta eru ráðlegg- ingar um það hvað einstaklingur- inn á að leggja áherslu á. Lík- amsræktin er því í beinum tengsl- um við forvarnarstarf." - Kemur fólk hingað í þeim tilgangi að léttast eða að styrkja tiltekna líkamshluta? „Já, það er rétt. En í skoðun okkar sjúkraþjálfaranna á ein- staklingnum kemur fram hvaða vöðvahópar líkamans eru lélegri en aðrir, og þá leggjum við áherslu á að styrkja þá líkams- hluta. í sambandi við líkams- stöðu fólks sjáum við lfka oft eitthvað sem þarf að lagfæra, og gefum ráðleggingar þar að lút- andi.“ - Nú varð ákveðin breyting á skipulagi líkamsræktarinnar síð- asta haust. Hefur þessi breyting gefist vel? „Hér hefur fólk alltaf stundað æfingarnar í líkamsræktinni undir leiðsögn og eftirliti sjúkraþjálf- ara. Breytingin, sem við gerðum, er sú að í stað þess að fólk var með fasta tíma til æfinga einu sinni, tvisvar eða þrisvar í viku, þá eru mætingatímar ekki fast- skorðaðir lengur við ákveðinn tírna. Viðkomandi þarf að panta fyrsta tímann, en eftir það er frjáls mæting. Áður voru allir í sama prógramminu, en nú er hver einstaklingur skoðaður meira og nákvæmar én áður tíðk- aðist. Að skoðun lokinni fær við- komandi sérstakt æfingapró- gramm við sitt hæfi. Þetta hefur komið mjög vel út, og margt nýtt fólk hefur byrjað æfingar hér sem e.t.v. komst ekki að áður. Fyrir breytinguna var þetta þannig að fólk skráði sig í tíma fyrir veturinn að vori. Þá voru langir biðlistar, og sumir lentu í að komast ekki að lang- tímunum saman. Breytt skipulag gerði okkur kleift að taka fleiri inn í líkamsræktina og gegnum- streymið hefur verið miklu örara. Nýtingin á húsinu er betri, og við erum alltaf að taka við fleira fólki.“ - Þörfin fyrir líkamsrækt er greinilega mikil. Hefur skilningur almennings á þessum málum aukist? „Skilningur fólks hefur verið að vaxa undanfarin ár á nauðsyn líkamsræktar, og ekkert lát virð- ist vera á eftirspurninni. Fólki er farið að skiljast að líkaminn er byggður fyrir hreyfingu en ekki fyrir kyrrsetu." - Er líkamsrækt í tísku? „Ég vil ekki segja það. Lík- amsrækt komst að vísu í tísku á tímabili, en upp úr því fór fólk að átta sig á að líkamsrækt er bæði holl og heppileg fyrir það. Fólk er ekki lengur í líkamsrækt vegna þess að það sé „flott“ eða af slík- um hvötum, það stundar þetta einfaldlega vegna þess að því líð- ur vel.“ - Fer þjálfun fatlaðra fram á sérstökum tímum hér á Bjargi? „Nei, ekki nema hvað varðar fötluð börn sem búa í heimahús- um. Ég kom upp ákveðnu kerfi í mars á síðasta ári sem er þannig, að meðferðarprógramm er sett upp fyrir hvert barn, og stunda börnin æfingar í samræmi við það í tiltekinn tíma. Þetta er gert í samráði við aðstandendur barn- anna, skóla eða dagvistunar- stofnanir barnanna. í september eru börnin tekin inn aftur og þá er líkamlegt ástand kannað, og athugað um leið hvaða árangur hefur náðst, hvort breyta þurfi æfingum o.s.frv. Fyrir utan þetta eru svo þau börn sem eru í stöðugri þjálfun allan ársins hring, svo og þjálfun fullorðinna. Eldri börn og ungl- ingar þurfa ekki að koma í endurhæfingu nema tvisvar á ári, og svipað gildir um fullorðna, fatlaða einstaklinga, sem koma frá einu sinni upp í fjórum sinn- um á ári í sjúkraþjálfun, oftast í nokkrar vikur í einu. Ég held, að þetta kerfi sé betra heldur en stöðug þjálfun, því að margir hverjir yrðu leiðir á þjálfun sem stæði allan ársins hring. Flestum finnst gott að geta verið heima inn á milli, en fá „yfirhalningu" annað slagið." - Hvernig finnst þér aðstaðan vera í húsinu, er hún góð og miðuð við það starf sem hér er unnið? „Aðstaðan er góð, og við stönd- um ágætlega að vígi. Þó þurfa sum tækin endurnýjunar við, en notkun á þeim er mjög mikil og þau ganga úr sér með tímanum. Annað, sem ég sakna og vona að ekki sé langt í, er sundlaug. Sundlaug er gífurlega mikilvæg í sambandi við þjálfun. Ætlunin er að sundlaug verði það næsta sem ráðist verður í hér við endur- hæfingarstöðina. Ef þetta nýja veggtennishús okkar gengur vel er von til þess að fjárhagurinn lagist þannig að hægt verði að fara í meiri framkvæmdir." - Hvert á markmið endurhæf- ingar að vera? Er það að efla fyrirbyggjandi starf eða hefð- bundin sjúkraþjálfun? „Ég legg persónulega mjög mikla áherslu á fyrirbyggjandi starf og vil auka það. En auðvit- að þurfum við líka að sinna hefð- bundinni sjúkraþjálfun, því þetta er jú þannig stofnun og markmið sjúkraþjálfunar er að auka vellíð- an sjúklingsins og gera hann eins sjálfbjarga og hægt er. Fyrir- byggjandi starf minnkar þörfina fyrir hefðbundna sjúkraþjálfun." EHB Sérstök medt'erdaráætlun er notuð fyrir hvert barn. Sum börn eru þjálfuð í tiltekinn tíma í einu tvisvar á ári, en önnur börn þurfa stöðuga þjálfun allan ársins hring.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.