Dagur


Dagur - 17.03.1988, Qupperneq 10

Dagur - 17.03.1988, Qupperneq 10
10 - DAGUR - 17. mars 1988 Sjálfsbjörg á Akureyri... „Með lögunum um málefni fatlaðra frá 1983-4 var ákveðið að svæðisstjórnir um málefni fatl- aðra tækju til starfa í öllum kjör- dæmum landsins. Svæðisstjórn fer með yfirstjórn allra mála sem heyra undir málefni fatlaðra, og tengsl okkar við svæðisstjórn- ina hafa smám saman verið að aukast. í byrjun gætti e.t.v. nokkurrar tortryggni hjá okkur í þeirra garð, því við í Sjálfsbjörg „Við höldum spilakvöld annað hvert fimmtudagskvöld. Árshátíð hefur verið haldin reglulega, en það er e.t.v. tímanna tákn í sambandi við félagslífið að þátt- taka var ekki nægilega mikil í ár til þess að halda hana. Sumar- ferðir hafa verið farnar, yfirleitt dagsferðir, og auk þess er jóla- trésfagnaður milli jóla og nýárs. Fyrir utan þetta höfum við stund- um haldið bingó á vorin. „Mjög góður andi ríkir meðal fólks í Sjálfsbjörg en það hefur þó verið okkur nokkurt áhyggjuefni hversu mikið meðalaldurinn í félaginu hefur hækkað.“ höfðum jú komið okkur upp þessari starfsemi og þessum eign- um á eigin spýtur með hjáip ríkis- ins, en þarna átti að setja yfir okkur stjórn að hluta til. En ég vil taka það fram að þeir hafa ekki skipt sér af rekstrinum hér, en við þurfum að sækja til þeirra um frantlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra, því svæðisstjórn er umsagnaraðili um beiðnir um fé. Svæðisstjórnin raðar umsóknum upp í forgangsröð, og sækir síðan um til stjórnarnefndar málefna fatlaðra, sem sér um að deila fé út um landið. 1 ár hefur Framkvæmdasjóður fatlaðra úr 180 milljónum króna að spila, og mér virðist því fé vera skipt nokkuð eftir höfðatölu í kjördæmum landsins og á hverj- um stað. Hér á svæðinu búa tæp 10% landsmanna þannig að við getum búist við að fá tæpar 18 milljónir króna alls til fram- kvæmda í öllu kjördæminu. Sjálfsbjörg og Vistheimilið Sól- borg fá stóran hluta þess fjár sem veitt er úr sjóðnum í kjördæmið, og einnig er töluverðu fé varið til sambýla fatlaðra á Akureyri og Húsavík auk annarra verkefna." - Hvemig er félagsstarfi Sjálfs- bjargar háttað? Mjög góður andi ríkir meðal fólks í Sjálfsbjörg, en það hefur þó verið okkur nokkurt áhyggju- efni hversu ntikið meðalaldurinn hefur hækkað í félaginu. Það eru eflaust margar ástæður fyrir þessu, eins og það að margt af því sem barist var fyrir hér áður er orðið hnökraminna en áður, og við höfum losnað við ýmsa stórvægilega agnúa í sambandi við málefni fatlaðra. Það brennur því ekki eins mikið á mönnunt að starfa í þrýstihópi fyrir málefnum fatlaðra, og eins mætti benda á að menntun fatlaðra hefur aukist og atvinnumöguleikar þcirra aukist í kjölfarið. Mér finnst ekki koma nógu margir fatlaðir inn í félagið, og ég vil beina því til þeirra fatlaðra sem ekki eru félagar nú þegar að ganga í Sjálfsbjörg og leggja málefninu lið, því fyrir mörgu er vissulega enn að berjast. Auk þess eru nokkuð margir styrktarfélagar í Sjálfsbjörg, en oft á tíðum eru það aðstandendur fatlaðra." - Það væri ekki björt framtíð- arsýn ef ófatlaðir tækju hér viö stjórn. Neyðarvakt tannlækna á Akureyri - Tímabilið 7. mars 1988 - 27. maí 1988 Viðkomandi tannlæknir er til viðtals alla virka daga frá kl. 9.00 til kl. 15.00. Vika Tannlæknir VS HS 14. mars-18. mars Ingvi Jón Einarsson 22226 22231 21. mars-25. mars RegínaTorfadóttir 22690 28. mars-30. mars Egill Jónsson 24440 24748 05. apríl-08. apríl Skúli Torfason 24622 21961 11. apríl-15. apríl Halldór Halldórsson 22226 27440 18. apríl-22. apríl Björn Rögnvaldsson 24440 24184 25. apríl-29. apríl Ragnheiður Hansdóttir 25811 21511 02. maí-06. maí Steinar Þorsteinsson 22242 21740 09. maí-13. maí Kristján Víkingsson 26323 25764 16. maí-20. maí Bessi Skírnisson 27073 21328 23. maí-27. maí Hörður Þórleifsson 21223 21261 „Nei, það væri slæmt. Mér þætti mjög miður ef slíkt henti, en óneitanlega eru vissir straum- ar í þessa átt, einmitt vegna þess að ákveðinnar þekkingar er kraf- ist af fólki sem kemur hingað til starfa, og sú þekking er ekki grip- in upp hvar sem er. En við höfum fylgt þeirri stefnu að ráða fatlað fólk að störfum hér á vegum Sjálfsbjargar. Við erum á við- skiptagrundvelli, og verðum að hugsa þannig. Það er tap á rekstri endurhæf- ingarstöðvarinnar, vegna þess að Tryggingastofnun greiðir ekki nægilega mikið af kostnaðinum við hvern sjúkling sem hingað kemur. Mismunurinn er greiddur úr ríkissjóði. Það má líkja rekstri stöðvarinnar við rekstur á sjúkrahúsi, og það ætlast enginn til að sjúkrahúsrekstur borgi sig, en það er eðilegt að gera þá kröfu að framlag rfkisins nægi til rekstr- arins." EHB KLÚBBARNIR ÖRUGGUR AKSTUR ^FUNDARBOÐ Klúbbarnir Öruggur akstur við Eyjafjörð boða til umferðarmálafundar, föstudaginn 18. mars kl. 20.00 að Bergþórshvoli, Dalvík, fyrir Ólafsfjörð, Svarfaðardal og Dalvík. Laugardaginn 19. mars kl. 13.30, að Hótel KEA, fyrir aðra íbúa héraðsins. Gestir fundarins verða: Baldvin Ottósson formaður landssambands Klúbbanna Öruggur akstur. Sigurður Helgason framkvæmdastjóri Fararheillar ’87. Ólafur Ásgeirsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn, Akureyri. Á fundinum verða veittar viðurkenningar frá Samvinnutryggingum fyrir tjónlausan akstur í 5-10-20-30 og 40 ár. Frjálsar umræður um umferðarmál. Kaffiveitingar. Klúbbarnir Öruggur akstur við Eyjafjörð. Húrra — Húrra Opnunarhátíð Jaðar er risinn úr rústunum! Gimilegur þorramatur. Glæsileg skemmtiatriði. Gðutarfrá Siglufirði leika fyrirdansi. Miðaverð aðeins kr. 1.500.- Rúllugjald innifalið. Húsið verður opnað kl. 19.00. Við hvetjum kylfinga og aðra velunnara klúbbsins til að mæta og taka mér sér gesti. Þátttaka tilkynnist í síma 22974 kl. 20-22 fimmtudag og föstudag. Skemmtinefndin. Hópferð áleikKAogÍR er fer ffam í Seljaskóla í Reykjavík þriðjudaginn 22. mars kl. 20.00. Verð aðeins kr. 3.520 Brottför kl. 17.30. Heimför strax eftir leik. Fjölmennum og hvetjum KA til sigrurs Allar nánari upplýsingar gefur Ferðaskrifstofa Akureyrar h/f RÁÐHÚSTORGI 3 SÍMI 96-25000

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.