Dagur - 17.03.1988, Síða 11

Dagur - 17.03.1988, Síða 11
17. mars 1988 - DAGUR - t1 fþróffir i Bikarkeppnin í biaki: Enn hafði Þróttur betur gegn KA - sigraði liðið 3:1 í íþróttahúsi Hagaskóla í gærkvöld og er komið í úrslit Þróttarar hefndu fyrir tapið gegn KA í undanúrslitum bik- arkeppninnar í blaki í fyrra og sigruðu þá örugglega í Haga- skóla í gær 3:1. Þróttarar komu mjög ákveðnir til leiks og var aidrei spurning hvoru megin sigurinn lenti. Það virðist hrjá KA liðið að ná sér ekki almennilega á strik í fyrstu hrinunni í leikjununt hér í Reykjavík og leikurinn í gær var engin undantekning þar á. Þrótt- arar tóku strax öll völd á vellin- um og virkuðu KA-strákarnir þungir í þeirri hrinu. Henni lauk því með auðveldum sigri Þróttar 15:4. KA hresstist í annarri hrinunni og átti Stefán Magnússon mjög góðan leik í þeirri hrinu. Það dugði nú ekki til gegn sterku Þróttaraliðinu og urðu norðan- menn að sætta sig við tap 15:9. Besti leikkafli KA liðsins kom í þriðju hrinunni og var gaman að fylgjast með samvinnu þeirra Stefáns, Hauks og Sigurðar Arn- ar upp við netið. Þróttarar töldu sig líklegast hafa unnið leikinn en vöknuðu upp við vondan draum, að KA var komið með örugga forystu í hrinunni. Lokamínút- urnar í hrinunni voru nokkuð spennandi en KA náði að tryggja sér sigur 15:12. Handbolti 3. deild: IH sækir Völs unga heim Völsungur og ÍH mætast í kvöld á Húsavík í 3. deildinni í handbolta. Leikurinn fer fram í íþróttahöll staðarins og hefst kl. 20. Leik þessum varð að fresta fyrir skömmu, þar sem engir dómarar mættu til leiks. Nú á sem sé að reyna aftur og vonandi ganga hlutirnir upp að þessu sinni. IH er í toppbaráttu deildarinnar og hefur nú alla möguleika á því að vinna sér sæti í 2. deild að ári. Liðið er með 19 stig í 2. sæti deildarinnar en ÍBK er efst með 24 stig og hefur þegar tryggt sér 2. deildarsæti. Völsungar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Hafnfirðingana í fyrri leik liðanna í Hafnarfirði og þeir væru vísir með að endurtaka þann leik í kvöld. ÍH-menn mæta örugglega grimmir til leiks, því enn getur IA náð 20 stigum og komist upp fyrir ÍH ef hlutirnir ganga ekki upp í síðustu tveimur leikjum liðsins. Þróttarar slógu KA-menn út úr bikarkeppninni í blaki í gærkvöld. Knattspyrna: Tveir Bretar á Siglufjörð Siglfirðingar hafa fengið til liðs við sig tvo breska knattspyrnu- Handbolti 4. flokks: Urslitin á Akureyri - Keppni hefst kl. 18 annað kvöld Úrslitakeppnin í 4. flokki pilta á íslandsmótinu í handknatt- leik fer fram í Höllinni á Akur- eyri um helgina. Keppni hefst annað kvöld kl. 18 og lýkur á sunnudag en þá verður leikið um sæti frá 1-10. Tíu lið hafa unnið sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni og leika þau í tveimur fímm liða riðlum. I A- riðli leika Valur, FH, Víking- ur, ÍA og Þór en í B-riðli Fram, ÍR, Týr, KR og Stjarnan. Vegna nokkuð einkennilegra Húsavíkur- mótið í svigi Á laugardag fer fram Ilúsavík- urmót í svigi og fer keppnin fram í Stöllunum. Keppni hefst kl. 10 í eldri flokkunum en kl. 13 í yngri flokkunum. Það er orðið ansi langt síðan að haldið var skíðamót á Húsa- vík en það er fyrst og fremst vegna snjóleysis. Húsavíkingar eiga marga mjög snjalla skíða- menn og þá sérstaklega í flokk- um unglinga og því má búast við hörkukeppni. Eldri keppendurnir geta látið skrá sig í Gagnfræðaskólanum en þeir yngri í Barnaskólanum. reglna sem gilda um keppni yngri flokka og samþykktar voru á síð- asta ársþingi HSÍ, fara tvö efstu liðin í A-riðli, (1. deild) með aukastig í úrslitakeppnina, efsta liðið 2 stig og næst efsta liðið 1 stig. Þetta þýðir það, að Valur sem varð efst í A-riðli að loknum þremur túrneringum, byrjar með 2 stig annað kvöld en Fram sem varð í 2. sæti riðilsins byrjar með 1 stig. „Þessi regla var samþykkt á síðasta ársþingi HSÍ og ég verð að segja að mér finnst hún ákaf- lega undarleg. Ég get ekki skilið það að lið sem leika í hinum ýmsu •riðlum og deildum, skuli taka með sér mismörg stig í úrslita- keppni. Mér finnst þetta svo vitlaust og tel að menn séu komn- ir langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist í sambandi við þessa yngri flokka túrneringar," sagði Guðjón Guðmundsson aðstoðar- landsliðsþjálfari og starfsmaður HSÍ er hann var spurður um þetta mál í gær. „Það var talað um að í fyrra hafi menn verið að hagræða því í síðustu túrneringunni í hvaða sæti þeirra félög lentu, uppá að lenda í hagstæðum riðli í úrslita- keppninni. Við erum frægir fyrir það hér á landi að vera búa alltaf til reglur sem allir eru svo hund- óánægðir með þegar til kemur,“ sagði Guðjón einnig. Sem dæmi má geta þess að ef t.d. Þór sem leikur í sama riðli og Valur, vinnur alla sína leiki í riðlakeppninni, gæti liðið samt þurft að gera sér að góðu að leika um 3.-4. sætið. Þ.e. ef Valur ynni aðra leiki sína og kæmi út með hagstæðara markahlutfall. En sem fyrr sagði fara leikirnir fram í Höllinni og leikjaniðurröðunin er þessi: Föstudagur 18. mars: Kl. 18.00 Valur- FH Kl. 18.50 Fram-ÍR Kl. 19.40 Víkingur-ÍA Kl. 20.30 Týr-KR Kl. 21.20 Valur-Þór Kl. 22.10 Fram-Stjarnan Laugardagur 19. mars: Kl. 9.00 FH-Víkingur Kl. 9.50 ÍR-Týr Kl. 10.40 ÍA-Þór Kl. 11.30 KR-Stjarnan Kl. 12.20 Valur-Víkingur Kl. 13.10 Fram-Týr Kl. 14.00 FH-ÍA Kl. 14.50 ÍR-KR Kl. 15.40 Víkingur-Þór Kl. 16.30 Týr-Stjarnap Sunnudagur 20. mars: Kl. 9.00 Valur-ÍA Kl. 9.50 Fram-KR Kl. 10.40 FH-Þór Kl. 11.30 ÍR-Stjarnan Leikið um sæti: Kl. 13.20 9. sætið Kl. 14.10 7. sætið Kl. 15.00 5. sætið Kl. 15.50 3. sætið Kl. 16.40 1. sætið menn sem hyggjast leika með þeim í 2. deildinni í sumar. Annar er Skoti en hinn Eng- lendingur og hér eru á ferðinni mjög snjallir leikmenn sem koma til með að styrkja lið KS verulega. Annar þeirra hefur verið atvinnumaður í Englandi og leik- ið um 240 deildaleiki og þar af nokkra með Leicester á meðan félagið var í 1. deild og Eddie May þjálfari KS, var þjálfari Leicester. Eddie May er nú mættur til starfa á Siglufirði og hyggst hann fara á fulla ferð með liðið við æfingar í næstu viku. Siglfirðing- ar eru nokkuð bjartsýnir fyrir komandi keppnistímabil og vænta rnikils af hinum nýja þjálf- ara sínum. Þeir hafa nú eignast grasvöll og ætla að leika á honurn í sumar, eða um leið og hann verður orðinn keppnisfær. Það var aldrei spurning í fjórðu hrinunni hvort liðið myndi standa uppi sem sigurvegari. Leifur Harðarson átti sinn best leik í vetur með liðinu og Jason Ivarsson kom mjög á óvart og átti stórleik að þessu sinni. Við þessu áttu KA-menn ekki svar og end- aði hrinan 15:8. Enn citt tapið var því stað- reynd hjá KA-liðinu og eru nú aðdáendur þess orðnir langeygðir eftir sigri. Liðið virðist í einhverri lægð um þessar mundir en þó sást oft skemmtilegt spil á köflum hjá því í þessum leik. Þróttaraliðið er firnasterkt um þessar mundir og þarf rnikið að gerast til að þeir vinni ekki tvö- falt í ár. AP Akureyrarmót í badminton Akureyrarmótiö í badminton í flokkum fullorðinna fer fram í íþróttahúsi Glerárskóla á laug- ardag og hefst keppni kl. 14. Mótið er opið og er öllum heimil þátttaka. Keppt verður í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik. Keppendum er skipt í flokka, A og B flokk karla, öðlingaflokk og kvennaflcrkk. Reiknað er með að allir bestu badmintonspilarar bæjarins mæti til leiks og því má búast við skemmtilegri keppni. Skíði: Akureyrarmót í flokki 13-14 ára Um helgina fer fram Akureyr- armót í alpagreinum í flokki unglinga 13-14 ára. Keppt verður bæði í svigi og stórsvigi og að sjálfsögðu í Hlíðarfjalli. Bláfjallagangan, fjórði hluti íslandsgöngunnar fer fram í Blá- fjöllum á laugardag. Skráning fer fram í síma 91-656359, 91-687000 eða 91-37392. Þetta er jafnframt næst síðasta gangan í íslands- göngunni en sú síðasta fer fram á Isafirði í lok apríl. Úrslitakeppnin í blaki: Síðustu leikimir um helgina - Mikil spenna í báðum flokkum Urslitakeppninni í blaki lýkur um helgina. Aðeins eru eftir tveir leikir í hvorum flokki og spennan í hámarki. í karla- flokki standa Þróttarar best að vígi en í flokki kvenna er um einvígi að ræða á milli UBK og Víkings. Þróttarar geta tryggt sér 8. íslandsmeistaratitilinn í röð í karlaflokki með því að sigra IS á laugardag en sigri ÍS hins vegar standa íiðin jafnt að vígi. Á sunnudag ter síðan fram síðasti leikurinn í keppninni en þá mæt- ast HK og KA í Digranesi kl. 18. Sigri HK í þeinr leik og vinni ÍS Þrótt, eru Þróttur, ÍS og HK öll jöfn að stigum og því yrði að fara fram aukakeppni á milli þessara liða um íslandsmeistaratitilinn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.