Dagur


Dagur - 17.03.1988, Qupperneq 13

Dagur - 17.03.1988, Qupperneq 13
hér & þar 17. mars 1988 - DAGUR - 13 i Tók á móti þjófunum með skammbyssu Hin 64ra ára Lillie North segist ekki hika við að nota byssuna ef aftur verði brotist inn í húsið hennar. Þannig var Lillie hótað ef hún ekki léti þjófana fá það sem þeir báðu um. Lillie North fékk óþyrmilega að kenna á innbrotsþjófum kvöld eitt þegar hún sat við sjónvarpið í íbúð sinni. Það var bankað á dyrnar og Lillie opnaði. Úti fyrir stóðu tveir óárennilegir menn, vopnaðir stórum hnífum. „Þeir gripu í handleggina á mér og þrýstu flugbeittum rýting- um að höfðinu á mér. Ég hugsaði að þjófar sem þessir hikuðu ekki við að drepa fyrir þúsundkall þannig að ég seildist í vasa mína og náði í alla peninga sem ég fann þar. En þeir voru ekki ánægðir. „Við viljum alla pening- ana þína og það ekki seinna en strax,“ öskraði annar innbrots- þjófanna. Ég var hrædd um að ef þeir vissu að þessir peningar voru allt sem ég átti þá hefðu þeir orð- ið óðir og skorið mig á háls þann- ig að ég sagði við sjálfa mig að einhvern veginn yrði ég komast lífs af frá þessum voða,“ segir Lillie North. Þá hugkvæmdist Lillie að segja að hún ætti meiri peninga í vesk- inu sínu inni í svefnherberginu. Þjófarnir eltu hana inn í herberg- ið grunlausir um hvað í raun var í veskinu. Þar voru alls engir pen- ingar heldur hlaðin skammbyssa. Sú garnla tók veskið upp og mið- aði byssu að öðrum þjófinum og hleypti af. Skotið hitti hann í magann. Þjófarnir tóku báðir til fótanna og forðuðu sér út úr hús- inu en Lillie skaut öðru skoti á eftir þeim en missti marks. „Ég hringdi strax í lögregluna og nokkrum mínútum síðar fékk hún upphringingu frá sjúkrahúsi þar sem sagt var að tveir menn hefðu komið inn vegna skotsárs annars þeirra. Lögreglan náði mönnunum tveimur og kom með þá heim til mín. Ég þekkti þá strax af röddinni og fötunum, þetta voru mennirnir sem reyndu að ræna mig,“ segir Lillie. Þessi lífsreynsla styrkti Lillie í trúnni um að betra sé að vera við öllu búin. Ekki sé jafnvel hægt að vera öruggur í sínu eigin húsi. „Ég mundi ekki hika við að nota byssuna ef aftur yrði brotist inn hjá mér. Mér finnst verst að ég skyldi ekki hitta þá báða, þeir brutust inn hjá mér, hótuðu mér og gerðu mig logandi hrædda. Mín vegna mega þeir dúsa í fang- elsinu,“ segir Lillie. rH dagskró fjölmiðla TÓNLISTARKROSSGÁTAN NO: 101 Lausnir sendist til: Rikisútvarpsins RÁS 2 Efstaleiti 1 108 Reykjavík Merkt Tónlistarkrossgátan SJÓNVARPIÐ FIMMTUDAGUR 17. mars 17.50 Ritmálsfréttir. 18.00 Stundin okkar. 18.30 Anna og fólagar. 18.55 Fróttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.25 Austurbæingar. (East Enders.) 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Spurningum svarað. Að þessu sinni spyr Sigurður prófessor Líndal dr. Sigurbjöm Einarsson biskup hvaða munur sé á altarisþjónustu í lúterskri trú og þeirri kaþólsku. 20.50 Kastljós. 21.30 Taggart. (Taggart - Death Call.) - Annar þáttur. 22.25 Stjörnustríð. (Stjárnornas Krig.) Finnsk heimildamynd sem greinir frá tilraunum banda- rískra vísindamanna með geim- vopn. Sýndar em myndir frá til- raunastöð í Los Alamos í Nýju Mexíkó en þar er verið að prófa leysigeisla til að eyða kjarnorku- vopnum úti i geimnum. 22.45 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. SJONVARP AKUREYRI FIMMTUDAGUR 17. mars 16.30 Rithöfundur. (Author, Author.) Aðalhlutverk: A1 Pacino, Dyan Cannon og Tuesday Weld. 18.15 Litli folinn og félagar. (My Little Pony and Friends.) 18.45 Á veiðum. (Outdoor Life.) Þáttur um skot- og stangaveiði víðs vegar um heiminn. 19.19 19.19. 20.30 Á heimaslóðum. Stjörnuspeki, ný umferðarlög og Leikklúbburinn Saga heimsótt- ur. Umsjón: Helga Jóna Sveinsdóttir. 21.20 Bítlar og blómabörn. Popplist og mínípils. Lokaþáttur. 21.50 Jeremiah Johnson. # Fyrrum hermaður er dæmdur í útlegð fyrir lífstíð. 23.35 Geimveran. (Alien.) Stranglega bönnuð börnum. 01.30 Dagskrárlok. #Táknar frumsýningu á Stöð 2. RÁS 1 FIMMTUDAGUR 17. mars 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fróttir. 7.03 í morgunsárið með Ragnheiði Ástu Pétursdótt- ur. Margrét Pálsdóttir talar um dag- legt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna: „Gúrú“ eftir Ann Cath. Vestly. 9.30 Dagmál. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tónlist • Til- kynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Tilkynning- ar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Börn og umhverfi. 13.35 Miðdegissagan: „Kamala", saga frá Indlandi eftir Gunnar Dal. 14.00 Fróttir • Tilkynningar. 14.05 Fyrir mig og kannski þig. Umsjón: Margrét Blöndal. (Frá Akureyri.) 15.00 Fréttir. 15.03 Þingfréttir. 15.20 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 16.00 Fróttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Barnasög- ur og sögubörn. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á siðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Torgið - Úr atvinnulifinu. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Að utan. 20.00 Aðföng. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóla- bíói - Fyrri hluti. 22.00 Fréttir • Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Séra Heimir Steinsson les 39. sálm. 22.30 „Geríð svo vel að brúka með kaffinu." 23.10 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í Háskóia- bíói - síðari hluti. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. FIMMTUDAGUR 17. mars 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti, fréttum og veðurfregn- um. Fastir liðir en alls ekki allir eins og venjulega - morgunverkin á Rás 2, talað við fólk sem hefur frá ýmsu að segja. Leikin tvö laganna í Söngva- keppni Sjónvarpsins, nr. 9 og 10. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Einungis leikin lög með íslensk- um flytjendum, sagðar fréttir af tónleikum innanlands um helg- ina og kynntar hljómplötur. Leikin tvö laganna í Söngva- keppni Sjónvarpsins kl. 10.30, nr. 9 og 10. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með yfirliti hádegisfrétta kl. 12.00. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Leikin tvö laganna i Söngva- keppni Sjónvarpsins kl. 14.30, nr. 9 og 10. 16.03 Dagskrá. Meinhornið verður opnað fyrir nöldurskjóður þjóðarinnar klukkan að ganga sex. Leikin tvö laganna í Söngva- keppni Sjónvarpsins kl. 18.30, nr. 9 og 10. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 Nútíminn. 23.00 Af fingrum fram. - Snorri Már Skúlason. * 00.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Svæðisútvarp fyrir Akureyrí og nágrenni. FIMMTUDAGUR 17. mars 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður- lands. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. FIMMTUDAGUR 17. mars 07.00 Þorgeir Ástvaldsson. Lífleg og þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýsingar auk frétta og viðtala. Fréttir kl. 8. 09.00 Jón Axel Ólafsson. Seinni hluti morgunvaktar með Jóni Axel. Fréttir kl. 10 og 12. 12.00 Hádegisútvarp. Bjarni Dagur veltir upp frétt- næmu efni, innlendu jafnt sem erlendu í takt við vel valda tónlist. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Fréttir kl. 14 og 16. 16.00 Mannlegi þátturinn. Árni Magnússon leikur tónlist, talar við fólk um málefni líðandi stundar. Fréttir kl. 18. 18.00 íslenskir tónar. 19.00 Stjörnutíminn á FM 102.2 og 104. Gullaldartónlist í einn klukku- tíma. 20.00 Siðkvöld á Stjörnunni. Gæða tónlist leikin fyrir þig og þína. 24.00-07.00 Stjörnuvaktin. Mjóðbylgjan FM 101,8 FIMMTUDAGUR 17. mars 07.00 G. Ómar Pétursson kemur okkur af stað i vinnu með tóniist og fréttum af Norður- landi. 09.00 Olga B. Örvarsdóttir. Hressileg morguntónlist, afmæliskveðjur og spjall. 12.00 Stund milli striða, gullald- artónlist. 13.00 Pálmi Guömundsson leikur óskalög hlustenda. Tón- iistarmaður dagsins tekinn fyrir. 17.00 Snorri Sturiuson. Létt tónlist og timi tækifæranna. 19.00 Með matnum, róleg tonlist. 20.00 Þráinn Brjánsson á ljúfum nótum. 22.00 Kvöldrabb Steindórs G. Steindórssonar. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir klukkan 10.00, 15.00 og 18.00. 989 'BYL GJANi W FIMMTUDAGUR 17. mars 07.00 Stefán Jökulsson og morg- unbylgjan. Góð morguntónlist hjá Stefáni, hann tekur á móti gestum og lit- ur i morgunblöðin. 09.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Ásgeir Tómasson á hádegi. Létt tónlist, gömlu góðu lögin og vinsældalistapopp í réttum hlut- föllum. Saga dagsins rakin kl. 13.30 og sagt frá tónleikum kvöldsins og helgarinnar. 15.00 Pétur Steinn Guðmundsson og síddegisbylgjan. Pétur Steinn leggur áherslu á góða tónlist i lok vinnudagsins. 18.00 Hallgrimur Thorsteinsson i Reykjavík siddegis. | 19.00 Bylgjukvöidid hafid með ( gódri tónlist. 21.00 Júlíus Brjánsson. - Fyrir neðan nefið. | 24.00-07.00 Næturdagskrá Bylgj- j unnar. i - Felix Bergsson.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.