Dagur


Dagur - 17.03.1988, Qupperneq 15

Dagur - 17.03.1988, Qupperneq 15
"17. mará l ðÖ8 -ÖA'ÖLlR Minning: Jón Jónsson Fæddur 25. maí 1905 - Dáinn 21. febrúar 1988 Leikklúbburinn Saga frumsýnir leikritið Grænjaxla eftir Pétur Gunnarsson Fyrir nokkrum árum þurfti ég að leita til fyrirtækis eins hér í borginni. Af þeim sökum kom starfsmaður þess inn á heimiii mitt. Meðan við sátum við kaffiborð í eldhúsinu, barst það í tal, að gesturinn væri frá Siglufirði. Ég kvaðst líka vera Norð- lendingur, úr Svarfaðardal. Fiann spurði þá, hvort ég þekkti Jón Jónsson, skólastjóra, sem hefði kennt sér í gagnfræðaskóla. Ég játaði því og bætti því við, að hann væri systursonur föður míns. Þá leit mað- urinn rannsakandi á mig og mælti síðan: „Pá hlýtur þú að vera góð kona.“ Ég er ekki í vafa um, að í sam- skiptum mínum við manninn og fyrirtækið, sem hann vann hjá, naut ég góðs af frændsemi minni við Jón. Oftar á ævinni hef ég reynt það í við- skiptum mínum við þá, sem þekkt hafa nákomna ættingja mína. Jón fæddist á heimili foreldra minna, sem þá bjuggu í Skriðu, litlu kotbýli úr Grafarlandi. Á unga aldri fluttist hann með móður sinni að Völlum. Hún fór þá í vist til prests- hjónanna, frú Sólveigar og sr. Stefáns Kristinssonar. Þar var hún síðan ára- tugum saman með Jón, yngri dreng- inn sinn. Sá eldri, Helgi Símonarson, varð aftur á móti eftir hjá foreldrum mínum og dvaldi á heimili þeirra í 11 ár. Foreldrar Jóns voru Jón Sigtryggur Jónsson og Guðrún Jóhanna Sigur- jónsdóttir frá Gröf. Sterkt ættar- og vináttusamband var ætíð milli barna Sigurjóns afa. Þrjú þeirra voru búsett, hvert á sínum bæ, hlið við hlið. Filippía bjó í Gröf með Stefáni eiginmanni sínum og börnum þeirra, faðir minn á Brautarhóli og Guðrún dvaldi á Völlum til ársins 1930, er hún flutti að Þverá með Helga, syni sínum, og Marfu konu hans. í huga okkar systkinanna voru þessar tvær föðursystur okkur nákomnari en aðrir. Bróðir minn talaði um Gunnu systur eins og pabbi og ég um mömmu í Gröf. Sem barn bar ég um tíma ótta- blandna virðingu fyrir Jóni frænda. Á þeim árum var hann prófdómari við barnaskólann heima. Þá fannst mér vera regindjúp milli mín og þeirra Þórarins á Tjörn, sem sátu hinum megin við borðið. En hvað námsferil minn varðar, hafa fáir glatt mig meira en Jón, þegar ég hafði lok- ið stúdentsprófi. Ég var þá veik, með talsverðan hita, en vildi reyna að ljúka þessum áfanga, þótt það væri gegn vilja lækna, sem töldu það óráðlegt. Mér tókst þetta en var hrygg yfir nokkrum lágum einkunn- um. Eftir prófið lá leið mfn til Reykjavíkur, til sérfræðings í læknis- fræði, en áður þurfti ég að fara heim. Þá hitti ég Jón. Um leið og hann ósk- aði mér til hamingju, lét hann falla fleiri orð, sem voru eins og smyrsl á sár mín. Seinna varð mér oft hugsað til þeirra, þegar ég sjálf fékkst við kennslu og nemendur mínir felldu vonbrigðatár í prófum sínum. Þann 29. apríl kvæntist Jón frænku okkar, Önnu Stefánsdóttur frá Gröf. Fyrstu tvö árin bjuggu þau á jarðar- hluta úr Völlum en fluttu í Gröf vor- ið 1936. Á þessum árum var Jón skólastjóri gagnfræðaskólans á Siglu- firði, en eiginkonan og tengdafor- eldrar hans önnuðust bústörfin á vetrum með hjálp annarra. Áður en Jón sagði skólastjórastarfinu lausu, dvaldi þó Anna einn vetur hjá hon- um á Siglufirði. Barnahópurinn stækkaði, svo að hjónin þurftu að fá stærra jarðnæði. Fluttu þau þá að Böggvisstöðum vor- ið 1947. Bráðlega hóf Jón kennslu við skólann á Dalvík og gegndi því starfi, meðan heilsan leyfði. Jafn- framt var hann eftirsóttur til margra annarra verka, bæði fyrir sveitarfélag sitt og fleiri. Hann var greindur, til- lögugóður og ávann sér traust manna. Ég man, hve gott mér þótti að leita ráða hjá honum, er ég þurfti þeirra með, og ráðleggingar hans reyndust jafnan vel. Um tíma var mikið gengið eftir Jóni að taka að sér stjórn á heima- vistarskóla í fjarlægu héraði. Held ég, að það starf hafi freistað hans dálítið, því að honum þótti gaman að kenna. Þegar hann hafnaði því, mun umhyggja og skyldurækni við tengda- foreldrana og fleiri hafa ráðið. Síðar vissi ég, að hann var beðinn að gefa kost á sér til framboðs fyrir alþingis- kosningar. Því neitaði hann þá, en varð við því seinna. Hefur hann eflaust talið, að hann gæti lagt góðu málefni lið á annan hátt. Um þetta vissi ég vegna þess, að ég dvaldi þá á heimili þeirra. Á ungl- ingsárum mínum var ég hjá þeim í kaupavinnu í Gröf. Á Dalvík kenndi ég einn vetur og hafði þá fæði og húsnæði hjá þeim á Böggvisstöðum. Síðar vann ég á skrifstofu Dalvíkur- hrepps. Þá var ég svo að segja dag- legur gestur á heimili þeirra. Þar að auki lá leið mín og margra annarra oft að dyrum þeirra. Þar var alltaf gott að koma og ávallt bæði hjarta- og húsrúm fyrir gesti, þó að fjöl- skyldan væri stór. Auk þess áttu ætt- ingjar þeirra beggja þar griðastað og heimili á efri árum, þegar heilsa og kraftar fóru þverrandi. Þrátt fyrir öll störfin, bæði heima og heiman, sem Jón leysti af hendi með miklum sóma, fannst mér hann sýna best, hvern mann hann hafði að geyma, þegar heilsan brást skyndi- lega. Hve erfitt það var fyrir mikil- hæfan starfsmann að vera allt í einu kippt burt frá margvíslegum verkefn- um og verða alla ævi síðan að búa við örkuml, veit aðeins sá, er reynir. En þessum örlögum tók Jón með frá- bærri geðprýði. Því kynntist ég, er ég heimsótti þau hjónin og þó enn betur, er þau gistu stöku sinnum heimilí mitt á leið sinni í Hveragerði, þar sem reynt var að þjálfa lamaða hönd hans og fót. Á Reykjalundi dvaldi Jón líka um tíma. Sjálfur sýndi hann jafnan mikið viljaþrek og æfði sig eins og hann gat eftir leið- beiningum og ráðleggingum annarra. Síðustu árin dvöldu þau á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Létu þau vel af vist sinni þar. Önnu konu sína, sem staðið hafði við hlið hans í blíðu og stríðu og alið honum 9 mannvænleg böm, missti Jón fyrir þrem árum. Þá óttaðist ég, og eflaust fleiri, að hann gæfist upp mannlega talað, eins fatlaður og hann var. En einnig þá raun stóðst hann með prýði. Ég veit reyndar, að það var honum mikils virði, að börnin voru flest búsett í nágrenninu. Þau, ásamt mökum sínum og afkomendum, höfðu reynst foreldrunum frábærlega vel. Síðustu árin var hann þannig umkringdur ástvinum, sem auðsýndu honum mikinn kærleika og umhyggju. Fyrir það var hann mjög þakklátur. Vina- og ættingjahópurinn, sem mér er kær frá bernsku- og æskuár- um, þynnist óðum. Allt er háð lög- máli lífs og dauða. Þegar litið er til baka er mannsævin eins og andartak. Kynslóðir koma, aðrar hverfa. En arfurinn, ættareinkennin, fylgja afkomendunum. Það sé ég stöðugt betur. þegar árunum mínum fjölgar og ég get horft af þeim sjónarhóli yfir bil kynslóðanna. Sá arfur, sem afkomendur Jóns og Önnu fengu, hefur reynst vel og mun eflaust gera það um ókomna framtíð. Héðan úr fjarlægðinni sendi ég þeim öllum kveðju mína um leið og ég þakka liðnar samverustundir. Lilja S. Kristjánsdóttir. í Dynheimum í kvöld fimmtud. 17. mars kl. 20.30. 2. sýning laugard. 19. mars kl. 17.00. 3. sýning þriðjud. 22. mars kl. 20.30. Miðasala í Dynheimum eftir kl. 16.00, sími 22710, og einnig við innganginn. Leikklúbburinn Saga — AKUREYRARB/ÍR Hjúkrunarfræðingar - Sjúkraliðar Við Dvalarheimilið Hlíð Akureyri er laus nú þegar staða sjúkraliða á hjúkrunardeild. Sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar óskast einnig til sumarafleysinga á allar vaktir á dvalarheimilun- um Hlíð og Skjaldarvík. Upplýsingar um starfið gefur hjúkrunarforstjóri dvalarheimilanna í síma 23174 eða 27023. Upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmanna- stjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Starfsfólk vantar í fiskvinnslu KEA Grímsey Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 96-73105, heima- sími 96-73118 eftir kl. 7 á kvöldin. Fréttamaður - dagskrárgerðarmaður óskast á Akureyri Stjarnan óskar eftir að ráða í hlutastarf við frétta- mennsku og dagskrárgerð á Akureyri. Reynsla af fréttamennsku, góð þekking á staðhátt- um og góð útvarpsrödd skipta máli við ráðninguna. Útvarpsstjóri Stjörnunnar, Ólafur Hauksson, mun ræða við umsækjendur að Hótel Akureyri á morgun föstud. 18. mars. Þeir sem áhuga hafa á starfinu eru beðnir að panta viðtalstíma hjá Ingu Hafsteinsdóttur í síma 26661. Mágkona mln og móðursystir okkar, HELGA HALLGRÍMSDÓTTIR, Aðalstræti 44, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 11. mars sl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 21. mars kl. 13.30. Blóm afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Indriði Jakobsson, Edda Indriðadóttir, Örn Indriðason, Hallgrímur Indriðason. Freyvangsle ikhusið Freyvangsleikhúsið auglysir: Mýsogmenn Sýning fimmtudagskvöld 17. mars kl. 20.30. Miðapantanir í síma 24936. Leikfélag Öngulsstaðahrepps. U.M.F. Árroðinn. -■ --...--..-. Leikfélag Skriðuhrepps Blessað bamalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Pétur Eggenz. Sýningar: föstudaginn 18. mars og laugardaginn 19. mars kl. 21.00. * Síðustu sýningar * Sýnt verður aft Melum, Hörgárdal. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Blessað barnalán verður ekki sýnt annars staðar í hérað- inu. U.M.F. Skr. Freyvangsle ikhúsiö Freyvangsleikhúsið auglýsir: Mýs og menn Þingeyingar athugið Freyvangsleikhúsið sýnir Mýs og menn í <dölum föstud. 18. mars kl. 9.00. Skjólbrekku laugard. 19. mars kl. 9.00. Leikfélag Öngulsstaðahrepps. U.M.F. Árroðinn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.