Dagur - 05.04.1988, Blaðsíða 16
Þann 1. apríl urðu útvarps-
stjóraskipti á Hljóðbylgjunni
en þá hætti Ómar Pétursson og
við tók Pálmi Guðmundsson
en hann hefur verið dagskrár-
gerðarmaður á útvarpsstöð-
inni. Einnig hættu frá sama
Pálmi Guðmundsson.
tíma þrír fastráðnir dagskrár-
gerðarmenn og er þessa dag-
ana verið að ráða dagskrár-
gerðarfólk í þeirra stað.
Að sögn Odds Thorarensen
eiganda Hljóðbylgjunnar er ætl-
unin að gera breytingar á dagskrá
í framhaldi af þessum manna-
breytingum. Áætlað er að ráða
fréttamann í fullt starf við stöð-
ina en Oddur sagði að ekki væri
ákveðið hvernig fréttaflutningi
verði hagað.
Aðspurður sagði Oddur um
auglýsingamarkaðinn að Ijóst sé
að ekki sé hægt að gera meiri
breytingar á rekstrinum en tekjur
af auglýsinguin leyfa. „Auðvitað
verðum við að sníða okkur stakk
eftir vexti í þeim málum. Við
höfunt margfalt minni auglýs-
ingamarkað hér en í Reykjavík
en við höfum ekki fundið fyrir
samkeppni á þeim markaði þó
ein stöð til viðbótar sé komin
hingað,“ sagði Oddur Thoraren-
sen. JÓH
mm.
Torfi Ólafsson setti glæsilegt Islandsmet í réttstöðulyftu á Dagsmótinu í kraftlyftingum á laugardag. Hann lyfti 370,5
kg sem er mesti þungi sem lyft hefur veriö hér á landi. Sjá nánar á bls. 7. Mynd: KK
„Verið að gera lóðimar
seljanlegri til verktaka“
- segir Freyr Ófeigsson um Fögrusíðu 1-7 á Akureyri
„Ég held aö þetta mál sé ekki
beinlínis það aö stjórn verka-
Húsavík:
Smábátur á loðnuveiðum
Síðustu dagana fyrir páska
var einn smábátanna frá
Húsavík við loðnuveiðar inn
með fjörum og inni á Saltvík.
Loðnan var fryst í beitu hjá
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur.
Það var áhöfnin á Hróa ÞH
29 sem stundaði loðnuveiðarnar
og er Dagur kom við á bryggj-
unni rétt fyrir páska voru þeir
búnir að fá 47 tonn í 5-6
ferðum. Á Hróa eru Guðmund-
ur Baidursson, Óskar Axelsson
og Ingvar Sveinbjörnsson.
Áður en þeir hófu loðnuveið-
arnar voru þeir við rauðmaga-
veiðar, sögðu að þær hefðu
gengið fremur illa en nú væri
komið svolítið af rauðmaga.
Grásleppuveiði Húsavíkur-
báta var fremur treg fyrstu veið-
idagana. IM
Óskar Axelsson, Guðmundur Baldursson og Ingvar Sveinbjörnsson við loönunótina.
Mynd: IM
mannabústaða sem slík hafi
beinan áhuga á breytingum á
þessu skipulagi heldur er verið
að breyta því til að gera þetta
seljanlegra til verktaka. Þessar
breytingahugmyndir eru runn-
ar undan rifjum aðila sem ætla
sér að byggja til að endurselja.
Þetta er einn þáttur þess þrýst-
ings að vilja breyta allri rað-
húsagerð í einnar hæðar hús,“
sagði Freyr Ofeigsson, formað-
ur Skipulagsnefndar Akur-
eyrar.
Ummæli Freys hér að ofan
varða umsókn frá stjórn verka-
mannabústaða á Akureyri þar
sem óskað er eftir samþykki
nefndarinnar á breyttu skipulagi
við Fögrusíðu 1-7, en samkvæmt
fyrra skipulagi var gert ráð fyrir
tveggja hæða raðhúsum á þessu
svæði. í umsókninni var gert ráð
fyrir einnar hæðar húsum á þess-
um lóðum. Skipulagsnefnd bók-
aði að hún gæti ekki orðið við
erindinu.
„í bókun skipulagsnefndar
felst alls ekki að ekki sé hægt að
breyta þessu skipulagi á einhvern
hátt. Skipulagsnefnd telur að
hugsanlega sé hægt að koma til
móts við þá hagsmuni sem menn
telja sig hafa þarna, einfaldlega á
annan hátt en að breyta skipulag-
inu sem slíku,“ sagði Freyr, og
þegar hann var inntur nánar eftir
því hvaða breytingar skipulags-
nefnd gæti samþykkt sagði hann
koma til álita að byggja minni
hús sömu gerðar og upphaflega
var ætlaður staður á þessurn
lóðum.
„Ég taldi heppilegt að stjórn
verkamannabústaða eða fulltrúar
Itennar og skipulagsnefnd gætu
rætt þetta mál áöur en það yrði
endanlega afgreitt, til að ekki
færi á milli mála hvað átt væri
við. Það er ljóst að stjórn verka-
mannabústaða hefur áhuga á að
selja þessar lóðir því þegar hefur
verið lagt í kostnað við jarðvegs-
skipti. Eins og er teljum við að
fyrst og fremst sé þörf fyrir minni
íbúðir í verkamannabústöðum og
teljum því ekki rétt að halda
áfram að byggja stór raðhús. Við
buðum öllum verktökum í bæn-
um þessar lóðir en það virðist
ekki vera áhugi hjá þeim að
byggja þessi stóru hús á lóðun-
um. En ég tek enga afstöðu til
þess hvort rétt er að breyta skipu-
lagi eða að ekki sé markaður fyrir
2ja hæða raðhús," sagði Sigríður
Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, en
tillaga hennar um að fresta
afgreiðslu málsins var samþykkt í
bæjarstjórn 29. mars. Sigríður á
sæti í stjórn verkamannabústaða
á Akureyri. EHB
Annir hjá
Flugleiðum
Miklar annir voru hjá Flugleið-
um í gær. Mifli Akureyrar og
Reykjavíkur voru farnar fimm
ferðir á Fokker vélum, tvær
ferðir á Boeingþotu og auk
þess var farin ein ferð á Twin
Otter vél frá FN.
Að sögn Gunnars Odds Sig-
urðssonar umdæmisstjóra Flug-
leiða á Akureyri tókst með þessu
að flytja alla þá farþega sem ætl-
uðu milli þessara staða í gær,
jafnvel marga sem komust ekki
akandi suður yfir heiðar í gær.
Mannabreytingar
á Hljóðbylgjunni
- Pálmi Guðmundsson ráðinn útvarpsstjóri
Föstudagurinn langi:
Bílvelta á Sauðárkróki
Á föstudaginn langa varð bíl-
velta á Sauðárkróki. Bifreið á
leið út á hafnargarð valt
nokkrar veltur og rann síöan á
toppnum á annað hundrað
metra utanvegar.
Bifreiðin var af geröinni Colt
Turbo. Ökumaður hennar var í
öryggisbelti en einn farþegi var í
bílnum og var hann án belta.
Hvorugan sakaði og fengu þeir
að fara heim af sjúkrahúsi að
skoðun lokinni. Bifreiðin er talin
gjörónýt eftir veltuna. JÓH