Dagur - 05.04.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 5. apríl 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÚLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 60 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR.
Skagaströnd:
Bömum boðið um borð í Arnar
eftir rannsóknaleiðangur
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (fþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDIS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Dýrkeypt ánauð
Margir eru þeirrar skoðunar að reykingar séu fárán-
legar, tilgangslausar og beinlínis vitlausar og er auð-
velt að taka undir þá skoðun með tilliti til þess hve
hættulegar þær eru. Engum blöðum er um það að
fletta að reykingar eru skaðlegar heilsu manna og hví
í ósköpunum eru menn þá að dunda við að soga ofan
í sig tóbaksreyk í tíma og ótíma? Jú, þeir eru háðir
þessari nautn, kikna undan ofurvaldi eitursins, byrja
hvern dag skjálfandi af löngun, fálmandi eftir sígar-
ettu til þess að geta mætt nýjum degi. Grípi þeir í tómt
er voðinn vís því nikótínkonungurinn er harður hús-
bóndi og hann refsar þegnum sínum grimmilega svík-
ist þeir undan merkjum. Nikótínþörfin brýst út í heift-
arlegri skapvonsku hjá þeim sem ánetjast hafa eitrinu
ef þeir fá ekki sinn skammt. Sem betur fer hefur mörg-
um tekist að losna út úr þessum vítahring og hafa tek-
ið upp heilbrigðara líferni og eru fyrir vikið í mun betra
ásigkomulagi, andlega sem líkamlega.
Auðvitað er heppilegast að byrja aldrei að reylcja og
þá stefnu virðast æ fleiri aðhyllast. Reykingar eru á
undanhaldi hér á landi, einkum meðal barna og ungl-
inga. í ávarpi Guðmundar Bjarnasonar, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, í tilefni af alþjóða heilbrigðis-
deginum 7. apríl nk. kemur fram að árið 1986 reyktu
tæplega 13% af 12-16 ára grunnskólanemum í Reykja-
vík samanborið við 32% árið 1974. Meðal 15-20 ára
skólanema reyktu 24% árið 1986 en 30% árið 1984 og
árið 1987 reyktu 35% íslendinga á aldrinum 18-69 ára
daglega á móti 40% árið 1985.
Guðmundur segir í ávarpi sínu: „Árlega deyja 200-
300 íslendingar úr sjúkdómum sem tengjast reyking-
um. Hér er fyrst og fremst um að ræða hjarta- og
æðasjúkdóma ásamt lungnakrabbameini. Einkum er
áhyggjuefni hversu hratt tíðni lungnakrabbameins
vex meðal kvenna svo og hversu algengar reykingar
eru meðal ungra kvenna. Á síðustu árum hefur verið
sýnt fram á það í fjölda rannsókna að tóbaksreykur
skaðar ekki reykingamennina eina heldur og þá sem
reykja ekki sjálfir en verða að anda að sér reyk frá
öðrum. Það verður því æ brýnna að tryggja svo sem
frekast er kostur að þeir sem ekki reykja geti lifað og
starfað í umhverfi sem er laust við slíka mengun."
Þetta eru óneitanlega uggvænleg tíðindi og í ljósi
þeirra hlýtur það að teljast argasta eigingirni og tillits-
leysi að reykja innan um fólk sem gerir það ekki. Öfga-
menn vilja sjálfsagt láta loka reykingamenn inni og
banna innflutning á tóbaki en aðgerðir í þeim dúr
væru afskaplega heimskulegar. Fræðsla og forvarnar-
starf hlýtur að vera vænlegra til árangurs og það starf
verður að styðja.
Alþjóða heilbrigðisdagurinn er 7. apríl og sá dagur
er jafnframt reyklaus dagur á íslandi. Tóbaksvarna-
nefnd, landlæknisembættið, heilbrigðisráðuneytð,
heilsugæslustöðvar, krabbameinsfélagið og RÍS 2000
standa fyrir ýmiss konar fræðslu og upplýsingastarf-"
semi í tilefni reyklausa dagsins og aðstoð við þá sém
vilja hætta að reykja. Þessi dagur getur orðið þýðing-
armikill áfangi í lífi margra og Dagur tekur heilshugar
undir orð heilbrigðisráðherra: „Það er von mín að
reyklausi dagurinn 1988 hafi varanleg áhrif til að
bæta heilsu landsmanna." SS
- fiskseiði og sjávardýr skoðuð
Að undanförnu hefur Haf-
rannsóknastofnun verið með
togarana Arnar, Rauðanúp,
Ólaf Bekk, Bjart og Ljósafell
við fiskirannsóknir umhverfis
iandið og hafa menn frá stofn-
uninni verið um borð í skipun-
um við rannsóknarstörf. Þarna
er unnið að verkefni sem nefnt
er stofnmæling botnfisks á
Islandsmiðum. Skipverjar á
togaranum Arnari söfnuðu í
ferðinni nokkru magni af lif-
andi fiskseiðum, kröbbum og
öðrum sjávardýrum, og komu
með þau lifandi í sjókerum að
landi. Þegar skipið kom að
landi sl. föstudag var börnum
úr grunnskólum á Húnavöllum
og Skagaströnd boðið um borð
til að skoða „sædýrasafnið“.
Skólastjórar sýndu þessu
áhuga og var fjölmennt um
borð í Arnari, þar sem hann lá
í höfninni á Skagaströnd, þeg-
ar blaðamaður Dags kom þar
við fyrir skömmu.
Að sögn Björns Ævars Steins-
sonar, leiðangursstjóra, hófust
þessar rannsóknir á árinu 1985 og
voru þá þessir fimm togarár tekn-
ir á leigu til að sinna verkefninu.
Síðan hafa verið farnar þessar
rannsóknarferðir á hverju ári.
Hann sagði að þessu væri
þannig hagað að allir togararnir
færu út samtímis og gerðu kann-
anir á miðunum allt í kring um
landið. Fimm menn frá Hafrann-
sóknastofnun væru um borð í
hverju skipi, auk áhafnanna.
Hvert skip togar á 120 tog-
stöðvum, á sínu svæði og hefði
verið togað á sömu stöðvum frá
því að rannsóknirnar hófust á
árinu 1985. Björn Ævar sagði að
þessar rannsóknir hefðu í upp-
hafi farið af stað, í samráði við
skipstjórnarmenn, í hverjum
landshluta. Togað er í eina klst. á
hverjum stað og allur afli lengd-
armældur og að hluta gerðar
kannanir á aldri fisksins, fæðu-
sýni tekin og fæðumagn í maga
kannað. Alls voru í ferðinni
mældir 300 þús. fiskar, þar af 100
þús. þorskar.
Tilgangur rannsóknanna er að
meta stærð botnlægra fiskstofna
og sérstök áhersla er lögð á
þorskstofninn í því sambandi.
Jafnframt fást góðar upplýsingar
um stærð uppvaxandi árganga.
Að sögn Björns Ævars voru
þeir á Arnari fyrstir að ljúka sinni
ferð. Þeir hefðu verið heppnir
með veður en orðið að sleppa því
að kanna 6-8 togstöðvar nyrst á
svæðinu, vegna hafíss.
Svæði Arnars í þessum rann-
sóknum er út af vestanverðu
Norðurlandi. Frá Grímsey að
austan og að Þverálshorni og
Kögurgrunni að vestan.
En hvaða ályktanir má svo
draga að lokinni ferð?
Ekki taldi Björn Ævar neitt
hægt um það að segja á meðan
ekki lægju fyrir niðurstöður frá
öllum skipunum sem þátt tóku í
rannsókninni. Hinu væri ekki að
neita að heldur meira líf hefði
verið á þessu svæði en á síðasta
ári.
Það hlýtur þó að valda áhyggj-
um, að mestur hluti aflans var 4
og 5 ára fiskur og bar lítið á eldri
og yngri árgöngum.
Björn Ævar kvaðst, að lokum,
vilja þakka skipshöfninni á Arn-
ari fyrir ánægjulegt samstarf,
skipshöfnin hefði staðið sig frá-
bærlega vel.
Strákunum á dekkinu datt
þetta í hug:
„Þetta er allt strákunum á
dekkinu að þakka. Þeim datt
þetta í hug þegar við fengum upp
kökk af steinbítshrognum. Ég
vissi ekki um það fyrr en seinna
að þeir settu hann í fötu fulla af
sjó, til að reyna að klekja þeim
út, og það tókst,“ sagði Birgir
Þorbjörnsson, skipstjóri á Arn-
ari.
Eftir það var farið að safna
kröbbum og öðrum botndýrum.
Undir lokin á túrnum var svo
reynt að hífa rólega til að ná vel
lifandi fiski til að setja í kerin
sem steinbítsseiðin og krabbarnir
voru þá komin í. Það var haft
samband við skólastjóra grunn-
skólanna á Skagaströnd og
Húnavöllum og þeim boðið að
koma með krakkana um borð,
þegar skipið kæmi í höfn, til að
skoða það sem þá var komið í
kerin.
Þeir sýndu þes u mikinn áhuga
og voru fengnar rútur til að flytja
krakkana frá Húnavöllum, til
Skagastrandar, þegar skipið kom
inn.
Þegar komið var að landi voru
steinbítsseiðin orðin 9 daga
gömul.
Birgir kvaðst álíta að yfir 200
krakkar hefðu komið um borð til
að skoða það sem í kerjunum
var.
Kokkurinn um borð sá um að
gæða börnunum á kóki og súkku-
laðikexi svo það voru veitingar
innifaldar í dagskránni. fh
Ólafur Bekkur frá Ólafsfirði er einn þeirra togara sem tóku þátt í „togara-
rallinu“ svokallaða. Mynd: jóh
Skömmu fyrir páska stóð verslunin Tölvutæki-Bókval fyrr tölvusýningu í nýstandsettu húsnæði verslunarinnar á
annarri hæð hússins að Kaupvangsstræti 4. Á myndinni sjást tveir af eigendum fyrirtækisins, bræðurnir Jón Ellert
(t.v.) og Unnar Lárussynir.