Dagur - 05.04.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 5. apríl 1988
y Hreppsnefnd Skagastrandar:
Alyktar um hús-
hitunarkostnað
- Ályktun send
Á fundi Höfðahrepps þann 17.
mars var gerð samþykkt um
verð á rafmagni til húshitunar.
þar sem hreppsnefndin mót-
mælti hinni stórfelldn hækkun
sem orðið hefur á raforku til
húshitunar, á síðustu mánuð-
um. Samþykktin var send
Friðrik Sophussyni, iðnaðar-
ráðherra.
Bent er á að gífurlegur
aðstöðumunur er á milli heimila í
einstökum sveitarfélögum í land-
inu, að því er varðar húshitunar-
kostnað. Samkvæmt athugun
iönaðarráðherra
Fjórðungssambands Norðlend-
inga er hitunarkostnaður í
meðalhúsum, með raforku, 87%
hærri en ef hitunarkostnaður
framfærsluvísitölunnar er notað-
ur sem viðmiðun. Það er skoðun
hreppsnefndarinnar að, leitast
verði við að minnka þennan ntun
í stað þess að auka hann.
Verði ekki gerðar viðeigandi
leiðréttingar í þessu efni, kemur
til athugunar að hreppsnefndin
semji í einu lagi, fyrir hönd hús-
eiganda í hreppnum, um kaup á
raforku eða öðrum orkugjafa til
húshitunar.
Ibúðir fyrir aldraða:
Spurst fyrir um bygging-
arreit sunnan Hlíðar
Miðað við eftirspurn eftir
íbúðum í fjölbýlis- og raðhús-
um sem fyrirhugað er að
byggja við Víðilund, þá er
mikil þörf fyrir þjónustuhús-
Nýjar götu-
Ijósaperur
- spara orku
Rafveita Akureyrar er smám
saman að skipta frá gömlu
hvítu kvikasilfursgötuljósaper-
unum yfir í nýjar gular
háþrýstiperur. Þegar hefur
verið skipt um perur í Ijósa-
staurum við aðalumferðargöt-
urnar og á næstu árum mun
verða skipt um perur á öllum
Ijósastaurum bæjarins.
Að sögn Svanbjörns Sigurðs-
sonar rafveitustjóra eru þessar
nýju perur eitthvað dýrari en þær
gömlu. Á móti kemur hins vegar
að mun minna orkumagn þarf til
lýsingar og þar að auki endast
þær mun lengur. Háþrýstiperurn-
ar eru því fljótar að borga sig og
að sögn Svanbjörns er lýsingin
frá þeim einnig talin mun betri.
Þessar nýju perur eru þegar
komnar upp við Hörgárbraut,
Drottningarbraut, Glerárgötu,
Þórunnarstræti, _ Kaupvangs-
stræti, Þingvallastræti og Hlíð-
arbraut. Á næstu mánuðum á
síðan að setja þær upp við Hjalt-
eyrargötu, Strandgötu, Tryggva-
braut og nýju Dalbrautina. AP
Einarsbakarí:
Sækir um leyfi
fyrir brauðvagni
Skipulagsnefnd Akureyrar-
bæjar hefur borist erindi frá
Einarsbakaríi hf. þar sem sótt
er um leyfi fyrir brauðvagni,
sem staðsettur yrði á Ráðhús-
torgi eða í göngugötunni.
Nefndin bendir á þann mögu-
leiga að koma söluvögnum fyrir á
lóðinni nr. 105 við Hafnarstræti,
þar sem rakarastofan var, uns
byggingaframkvæmdir hefjast
þar og nefndin mælir með því að
pylsuvagn, sem nú er í göngugöt-
unni, verði færður þangað.
Að öðru leyti vísar skipulags-
nefnd erindinu til bæjarráðs, en
greinilegt er að vaxandi ásókn er
í leyfi fyrir alls kyns söluvagna í
Miðbænum. SS
næði fyrir aidraða á Akureyri.
Að beiðni félagsmálaráðs hef-
ur Cecil Haraldsson forstöðu-
maður dvalarheimilanna
spurst fyrir um möguleika á
byggingu parhúsa á reit sunnan
Dvalarheimilisins Hlíðar og
austan bygginga hitaveitunnar.
í fyrirspurninni er gert ráð fyr-
ir tveimur parhúsum en allt eins
er talið heppilegt að byggja rað-
hús á svæðinu. Þeim er ætlað að
koma í stað raðhúsa sem ætlunin
var að byggja á lóð dvalarheimil-
isins, sunnan og vestan nýbygg-
ingar. Af þeim byggingum verður
að líkindum ekki þar sem nýting
lóðarinnar er orðin með mesta
móti.
Skipulagsnefnd taldi sig ekki
geta fallist á þær skipulagsbreyt-
ingar sem fólust í fyrirspurn
Cecils. Fyrst og fremst var það
aðkoma að húsunum sem nefnd-
in gat ekki fellt sig við, taldi hana
þurfa að vera of nálægt gatna-
mótum Mímisbrautar og Þórunn-
arstrætis.
Cecil Haraldsson sagði í sam-
tali viö Dag að hann myndi á
næsta fundi skipulagsnefndar
leggja fram nýjar tillögur um
byggingu íbúða á lóðinni. Ef
skipulagsnefnd getur fallist á þær
þá er næsta skref í málinu að leita
eftir því við Hitaveitu Akureyrar
að hún afsali sér lóðarréttindum.
ET
Bændaklúbbsfundur:
Maraþonsund
Nemendur eldri bekkja Þelamerkurskóla tóku sig saman og syntu
maraþonsund föstudaginn 25. mars. Tilgangur sundsins var að safna
peningum til kaupa á nýjum íþróttabúningum fyrir lið skólans í hinum
mismunandi íþróttagreinum. Það voru 24 nemendur sem þreyttu
maraþonsundið og synti hver í 15 mínútur í senn. Síðan tók við a.m.k.
sex tíma hvíld þannig að engin myndi ganga of nærri sjálfum sér.
Krakkarnir syntu síðan í 24 tíma og í heild var vegalengdin sem þau
syntu uin 58 km. Tókst þeim með þessu að safna um 100 þúsund
krónum. Að sögn Þórarins Inga Péturssonar formanns skólafélagsins
fékk hver nemandi í 7., 8. og 9. bekk áheitaseðil til að taka með sér
heim og gekk vel að safna áheitum. 9. bekkur stefnir að því að fara
í helgarferð til Reykjavíkur og fá þau einhvern hluta af þessum pen-
ingum. AP
Nú hefur SS Byggir hf. á Akureyri afhent fyrstu íbúðina í Ijölbýlishúsinu að Hjallalundi 18. F.v.: Heimir Rögnvalds-
son, Sigurður Sigurðsson og Sveinn Magnússon, húsvörður, en myndin er tekin við afhendingu húsvarðaríbúðarinn-
ar. Mynd: EHB
Mánudaginn fjórða júlí nk.
verður haldinn síöasti fundur
hreppsnefndar Blönduóss-
hrepps og fyrsti fundur bæjar-
stjórnar Blönduóss, en þann
dag verður Blönduós gerður
að bæ. Áætlað er að helgina
1.-3. júlí verði haldið upp á
þessi tímamót og þá um leið
upp á 112 ára afmæli byggðar á
Blönduósi. Skipuð hefur verið
þriggja manna nefnd til að
vinna með sveitarstjóranum að
undirbúningi þessara tíma-
móta og þeim hátíðahöldum
sem þeim tengjast.
Að sögn Hauks Sigurðssonar,
sveitarstjóra Blönduóshrepps,
hefur þróunin í landinu stefnt í
þá átt að sveitarfélög, með yfir
eitt þúsund íbúa, hafi verið gerð
að bæjarfélögum. Hreppar teljast
vera dreifbýli í hugum fólks en
bæir til þéttbýlisstaða. Bæir hafa
sömu réttindi og kaupstaðir og
eru í beinu sambandi við félags-
málaráðuneytið.
Hreppar þurfa aftur á móti að
sækja sitt til ríkisins, í gegnum
sýslunefndir. Bæir eru ekki aðilar
að sýslufélögum og losna því
undan ýmsum ákveðnum gjalda-
þáttum sýslufélagsins, svo sem
greiðslum í sýsluvegasjóð.
Þess má geta að fyrirhugað er
að sýslufélög verði lögð niður um
næstu áramót og við taki héraðs-
nefndir eða byggðasamlög sem
taki við verkefnum sýslunefnda.
íbúar Blönduóss voru 1104
1. des 1987 og hafði þeim þá
fjölgað um 32 á milli ára. Fjölgun
íbúa á Blönduósi hefur verið yfir
landsmeðaltali síðastliðin 12-15
ár. fh
Menningarmálanefnd:
Reynt að fá atriði
af Listahátíð
Listahátíð 1988 verður haldin í
Reykjavík í sumar. Menning-
armálanefnd Akureyrar hefur
að undanförnu rætt um hvaða
atriði af listahátíðinni væri
hugsanlega hægt að fá til
Akureyrar.
Á fundi nefndarinnar 23. mars
var samþykkt að reyna að fá
þrennt: Danssýningu Black Bal-
let Jazz frá Bandaríkjunum, tón-
leika með finnska baritonsöngv-
aranum Jorma Hynninen og
myndlistarsýningu frá Listasafni
íslands, sem væntanlega yrði þá
sett upp í Glugganum.
Nefndin samþykkti að gera ráð
fyrir 150 þúsund krónum úr
Menningarsjóði til þessara verk-
efna. SS
Blönduós verður bær 4. júlí
Matjurtarækt
og heimilis-
gróðurhús
Bændaklúbbsfundur verður hald-
inn á Hótel KEA næstkomandi
fimmtudagskvöld klukkan 21.00.
Frummælandi á fundinum verður
Garðar R. Árnason garðyrkju-
ráðunautur Búnaðarfélags
íslands og mun hann einkum
fjalla um matjurtarækt og notkun
heimilisgróðurhúsa.