Dagur - 05.04.1988, Blaðsíða 5
5. apríl 1988 - DAGUR - 5
Steinar
til trafala
- við umferðarmið-
stöðvarnar gömlu og nýju
Inga hafði samband við blaðið
og vildi fá skýringar á því hvaða
tilgangi stórir málaðir steinar
þjónuðu sunnan umferðarmið-
stöðvarinnar nýju. Steinar þessir
væru dreifðir tvist og bast um
planið og væru stórvarasamir fyr-
ir þá sem þar aka um. Sjálf sagð-
ist hún nýlega hafa lent í því að
bakka á einn þessara steina og
skemma bíl sinn nokkuð. Oft
væru margir bílar á planinu og
þröngt að aka þar um og stein-
arnir væru síst til að bæta. Annar
lesandi hafði samband vegna
sams konar steina sunnan gömlu
umferðarmiðstöðvarinnar gegnt
Búnaðarbankanum við Geisla-
götu. Þar eru einhver dæmi þess
að á þá hafi verið ekið.
Gunnar Jóhannesson verk-
fræðingur hjá gatnamáladeild
sagði að steinunum fyrir sunnan
umferðarmiðstöð Norðurlands
væri fyrst og fremst ætlað að
loka fyrir hugsanlega umferð af
bílastæðinu og út á götuna sem
tengir saman Drottningarbraut
og Hafnarstræti, og ber nafnið
Austurbrú. Svo virtist sem marg-
ir ættu erfitt með að sætta sig við
þetta og vildu aka eftir gömlu
Drottningarbrautinni sem þarna
lá. Steinarnir væru því færðir til
og þvældust ef til vill eitthvað
um. Um steina inni á planinu
sagðist Gunnar ekki vita en ætl-
aði að athuga hvort þeir væru á
vegum bæjarins eða lóðarhafa.
Steinarnir suðaustan við
Geislagötuna sagði Gunnar að
hefðu verið settir upp vegna
ítrekaðra óska lögreglunnar. Oft
og iðulega hefði sú staða komið
upp að bílar sem lagt væri á plan-
inu hefðu lokast inni. Steinunum
væri ætlað að mynda „rennu“
sem hægt væri að aka um, inn og
út af planinu. Raunin væri líka sú
að ástandið hefði skánað. Gunn-
ar viðurkenndi hins vegar að hér
gæti aðeins verið um bráða-
birgðalausn að ræða enda væri
þetta svæði langt frá því að vera
fullfrágengið.
DAGUR
Sauðárkróki
8 95-5960
Norðlenskt dagblað
Borgarbíó
Alltaf
nýjar
myndir
Karnabær óskar eftir plássi
til leigu í miðbæ Akureyrar
Samstarf viö verslun í rekstri kemur til greina.
Upplýsingar gefur Örn Ingólfsson á skrifstofu Karna-
bæjar í síma 91-45800.
Byggðastofnun
RAUÐARÁRSTÍG 25 • SÍMI: 25I33 • PÓSTHÓLF 54I0 • I25 REYKJAVlK
Byggðastofnun
auglýsir til sölu hraðfrystihús á Patreksfirði
Byggðastofnun auglýsir til sölu hraöfrystihús á
Vatneyri viö Patreksfjörð (áður eign Vatneyrar hf.)
ásamt tilheyrandi eignarlóð. Eignin er til sölu í
heilu lagi, en einnig kemur til greina að
selja einstaka hluta hennar.
Tilboðum í ofangreinda eign skal skila fyrir 15. apríl
nk. til lögfræðings Byggðastofnunar Karls F.
Jóhannssonar, Rauðarárstíg 25, 105 Reykjavík, sími
91-25133, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
Skákþing
Norðlendinga 1988
Skákþing Norðlendinga verður haldið í Víkurröst á
Dalvík dagana 21.-24. apríl nk.
Þingið verður sett fimmtudaginn 21. aprílkl. 13.30.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum ef næg þátttaka
fæst í þeim öllum:
Opnum flokki, kvennaflokki, unglingaflokki
(13-16 ára) og barnaflokki (12 ára og yngri).
Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi í opnum
flokki en 9 í öðrum flokkum.
Heildarupphæð verðlauna í opnum flokki er kr.
60.000,- sem skiptist þannig:
1. verðlaun kr. 20.000.-
2. verðlaun kr. 15.000.-
3. verðlaun kr. 10.000,-
4. verðlaun kr. 7.000,-
5. verðlaun kr. 5.000,-
6. verðlaun kr. 3.000,-
Þátttökugjald í opnum flokki er kr. 1000,- og kr.
500,- í kvenna- og unglingaflokki.
Þátttökutilkynningar skulu berast Ingimar Jónssyni,
skrifstofu Dalvíkurbæjar (sími 96-61370) í síðasta
lagi mánud. 18. apríl.
Hraðskákmót Norðlendinga fer fram sunnud.
24. apríl og hefst kl. 14.00.
Taflfélag Qalvíkur.
VERKMENNTASKÓLINN
Á AKUREYRI
Sjúkraliðar!
Á haustönn 1988 ætlar Verkmenntaskólinn á Akur-
eyri að gangast fyrir endurmenntunarnámskeiði fyrir
sjúkraliða sem útskrifuðust fyrir árið 1977 (samkv.
eldri reglugerð) ef næg þátttaka fæst. Kennslan fer
fram á fimmtudögum á tímabilinu 1. sept.-15. des.
Fjöldi takmarkaður. Umsóknareyðublöð liggja
frammi á skrifstofu VMA á Eyrarlandsholti. Umsóknir
þurfa að hafa borist fyrir miðvikudaginn 13. apríl.
í tengslum við þetta verður boðið upp á dönskunám-
skeið sem hefst fimmtudaginn 14. apríl.
Frekari upplýsingar fást á skrifstofu VMA sími: 96-
26810.
Skólameistari.
Vantar starfskraft
í herbergi og eldhús.
Þarf að geta byrjað strax.
Uppl í síma 26366.
Hótel Stefanía.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
A NORÐURLANDI EYSTRA
Vistheimilið Sólborg
Starfsfólk vantar á íbúðardeildir í tvær 40% stöður
strax, eina 100% stöðu frá 1. maí, eina 20% stöðu,
frá 1. maí, eina 80% stöðu frá 20. júní og 20% á
vinnustofur (morgna) frá 1. apríl.
Sumarafleysingafólk frá 15. maí í íbúðardeildir og í
eldhús. Fagfólk í sumarafleysingar fyrir deildarstjóra
og matreiðslumann í sumarafleysingar í 2V2 mánuð.
Upplýsingar í síma 21755 milli kl. 9 og 16.
Forstöðumaður.
AÐAL
FUNDUR
Aðalfundur Útvegsbanka íslands hf. árið
1988 verður haldinn í Súlnasal Hótel
Sögu við Hagatorg í Reykjavík, þriðju-
daginn 12. apríl 1988. Fundurinn hefst
kl. 16:30.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf í samræmi við
ákvæði 28. greinar samþykkta
bankans.
2. Önnur mál löglega upp borin á fund-
inum.
Aðgöngumiðar að fundinum og at-
kvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra í aðalbanka,
Austurstræti 19, 3. hæð, dagana 7., 8. og
11. apríl næstkomandi og á fundardag við
innganginn.
Ársreikningur bankans fyrir árið 1987,
dagskrá fundarins og tillögur þær sem
fyrir fundinum liggja verða hluthöfum til
sýnis á framangreindum stað í aðalbanka
frá 5. apríl næstkomandi.
Utvegsbanki Islandshf
Bankaráð