Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 1
71. árgangur Akureyri, mánudagur 16. maí 1988 91. tölublað kalfiö Loðdýrabændur: Aðeins helmingur framleiðslunnar seldur Síðastliðinn fímmtudag hófst maíuppboð á loðdýraskinnum í Kaupmannahöfn og binda íslenskir skinnaframleiðendur miklar vonir við þetta uppboð Akureyri: 32 milljónir til gatnagerðar AIls verður 32 milljónum króna varið til gatnagerðar á Akureyri þetta árið en áætlun þar að lútandi var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 10. maí. Endurbygging gatna og fleira í þeim dúr kallar á mesta fjár- magnið, eða rúmar 9 milljónir, gangstéttir fá 8 milljónir, nýbygging gatna 6,6, malbikun gatna 4,5 og 3,8 milljónir króna renna til ýmissa verka. Stærsti liðurinn i þessari áætlun er endurbygging Skipagötu en í 160 metra fara 5,6 milljónir. Skipagatan mun taka miklum breytingum og eins og alkunna er verður rúnturinn hellulagður og aflagður í framtíðinni. Einnig fara 1,6 milljónir í hitalögn og hellur á stíg milli Skipagötu og Hafnarstrætis. Undir liðinn endurbygging gatna O.fl. falla einnig fram- kvæmdir við stæði og kant við Akureyrarkirkju, samtals 1.780 þús. kr. Af nýbyggingum gatna má nefna að 1,6 milljónir fara í „Þyrpingu 11“ við Vestursíðu, 1.360 þús. kr. í Búðarfjöru og 1.250 þús. kr. í byrjunarfram- kvæmdir við Dalsbraut. Hvaða götur á síðan að mal- bika í sumar? Því er fljótsvarað. Helsta verkefnið er Þórunnar- stræti (300 m), kostnaður 2,3 milljónir. Þá kemur vegur austan kirkjugarðs (150 m) með 840 þús- und krónur, Naustafjara (120 m) með 710 þúsund og Frostagata (110 m) með 650 þúsund krónur. Að lokum má nefna að undir liðnum ýmis verk er eitt stórverk- efni eða gerð gangstíga. Til þeirra framkvæmda er áætlað að verja 2 milljónum króna. SS því salan hefur verið treg til þessa. Aðeins er búið að selja um helming af framleiðslu síð- asta vetrar og rætist ekki úr á þessu uppboði munu skinnin fara á septemberuppboðið í haust, sem er hálfgerð rýming- arsala og þá fæst mjög lágt verð fyrir skinnin. Refabændur hafa átt í erfið- leikum um nokkurt skeið því uppboðsverð skinnanna hefur ver- ið lágt og salan hæg. Ævarr Hjartarson, ráðunautur hjá Bún- aðarsambandi Eyjafjarðar, sagð- ist fyrir helgina vera svartsýnn á að skinnin myndu hækka í verði á þessu uppboði. Hins vegar gæti væntanleg gengisfelling gert það að verkum að framleiðendur fengju fleiri krónur fyrir skinnin þótt uppboðsverðið hækkaði ekki. „Ég er ansi hræddur um að ekki komi mikil hækkun á skinn- in núna í maí, þótt auðvitað voni maður það, en það er ekkert sem bendir til þess að þarna verði um hækkun að ræða núna,“ sagði Ævarr. Skinnin sem ekki seldust á síð- asta uppboði hafa verið í geymslu í uppboðshúsinu í Kaupmanna- höfn síðan og er þetta um helm- ingur framleiðslunnar. Komi ekki verulegur kippur í söluna nú verða skinnin verðlítil og mega loðdýrabændur á íslandi ekki við slíku áfalli. SS é •* 'íí Á laugardaginn var sjósettur 22 tonna bátur hjá Slippstöðinni á Akureyri. Átta aðilar eiga íleyið, sem verður gert út frá Reykjavík á humarveiðar. Mynd: EHB Sauðárkrókur: Öllum tilboðum í heimavist FáS hafnað Á fundi bæjarstjórnar Sauöár- króks sl. þriðjudag var sam- þykkt að hafna öllum tilboðum í innréttingar, raflagnir og málningu efstu hæðar viðbygg- ingar heimavistar Fjölbrauta- skólans. Nokkrar umræður urðu um þetta mái á fundinum og sátu framsóknarmennirnir 3 hjá við afgreiðsluna. Fjölnismenn frá Akureyri voru með lægsta tilboð í almennu útboði sem opnað var nýlega. Voru þeir 6% undir endurskoð- aðri kostnaðaráætlun, en hin tvö tilboðin sem bárust, frá Trésmiðj- unni Borg og Byggingafélaginu Hlyn, voru um 16% yfir kostnað- aráætlun. Bæjarstjóri og fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar vísuðu því á bug að með þessari af- greiðslu væri verið að vernda hagsmuni heimaaðila, Borgar- innar og Hlyns. Sögðu þeir ástæður þær að byggingameistarar Fjölnismanna liefðu ekki löggild- ingu og meistari sá sem ábyrgðist þeirra verk nyti, samkvæmt þeim upplýsingum sem aflað hefði verið, ekki nægjanlegs trausts. Var nefnd í því sambandi afgreiðsla skólanefndar Verk- menntaskólans á Akureyri nýlega, þegar Fjölnismönnum var úthlutað verki með 3 atkvæð- um gegn 2. , -þa Gengið verður að öllum líkindum fellt um 10% - næstu dagar notaðir til að móta hliðarráðstafanir Mikil fundahöld hafa staðið yfír um helgina hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar og þing- flokkum vegna efnahagsráð- stafana ríkisstjórnarinnar. Viðræðum miðaði hægt í gær, en formenn stjórnarflokkanna áttu fund um kvöldmatarleytið Verðhækkanir: 9% hækkun á sojabrauði „Bakaríin hafa verið að hækka verðið á undanförnum þremur vikum, það eru ekki samantek- in ráð að hækka í dag, Einars- bakarí hækkaði t.d. verðið fyr- ir hálfum mánuði,“ sagði Kristján Snorrason, sölustjóri hjá Brauðgerð Kr. Jónssonar, en þar gekk ný verðskrá í gildi s). föstudag. Kristján sagði að hér væri ekki um einhliða hækkun að ræða. Sumar vörur, t.d. vínarbrauð, hækkuðu ekkert á meðan matar- brauð, t.d. sneitt sojabrauð, hækkaði úr 99 í 108 kr. eða um 9%. Hann sagði að engar verð- breytingar hefðu verið í langan tíma en launa- og kostnaðar- hækkanir kölluðu á hækkun nú. Aðspurður neitaði Kristján því að þessar hækkanir kæmu í kjöl- far verkfalls verslunar- og skrif- stofumanna. Hjá Brauðgerð KEA fengust þær upplýsingar að þar hefði verðið ekkert breyst ennþá. Nú velta menn því fyrir sér hvort þessar verðhækkanir séu for- smekkurinn af því sem koma skal og fleiri muni fylgja í kjölfarið. SS Brauðin hæk^" h.-.' kaun'- ... ^'■•'lKnum. í’.ja bökurum og þar sem forsætisráðherra lagði fram málamiðlunartillögu sem ræða átti á þingflokksfundum síðar í gærkvöld. Líklegt var talið að fallist yrði á tillögu Seðlabankans um 10% gengis- fellingu og því Iýst yfír að næstu dagar yrðu notaðir til að ganga frá nauðsynlegum hlið- arráðstöfunum, þ.m.t. að ræða við aðila vinnumarkaðarins. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra sagði í samtali við Dag í gærkvöld, að framsókn- armenn væru óánægðir með þessa niðurstöðu og að þeir teldu að lengra hefði þurft að ganga. „Það er nauðsynlegt að koma böndum á fjármagnsmarkaðinn samhliða efnahagsaðgerðum. Hann þarf að lúta sömu leikregl- um og bankakerfið. Það ° f'Cii I aU binda fjármagn^ýstriað) ^ að ífs lánskjaravísitölunni, a.m.k. í áföngum. Þá lítum við svo á að þessi vandi tengist vanda í byggðamálum og vildum láta breyta reglum jöfnunarsjóðs þannig að hann spilaði stærra hlutverk gagnvart þeim sveitar- félögum sem þurfa á að halda, en minni hluti færi til byggðarlaga sem standa vel, t.d. höfuðborgar- svæðisins. Þá þarf að styrkja stöðu dreibýlisverslunar og af- urðastöðva." Framsóknarmenn leggja höfuð áherslu á að koma traustari rekstrargrundvelli undir sjávarút- veginn. „Gengisbreytingin er lið- ur í því, en það þarf líka að taka tillit til þess hvort og þá hversu mikið á að hækka fiskverð. Þá þarf að taka tillit til þeirra áfangahækkana sem búið er að semja um í kjarasamningum,“ sagði Guðmundur. Aðspurður um hvort ingur væri meðo' ,6 ». hiiornarhða um a3isgf 6.ein- har sagði Guðmundur að vissulega væri um áherslumun að ræða. „Þó eru allir að vinna á sömu nótum. Tíminn hefur verið naumur og útstreymi gjaldeyris úr bankakerfinu gerði það að verkum að ekki var hjá því kom- ist að grípa til aðgerða.“ VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.