Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 16. maí 1988
»**■<»
• .
Bílasala á Akureyri:
Sala notaðra bOa
Stóraukinn bílainnflutningur á síðasta ári hefur að
sjálfsögðu leitt til þess að framboð af notuðum bíl-
um hefur orðið meira. Flest bílaplön hjá bílasölum
t;ru troðfull afbílum og einhverjum gœti dottið íhug
að lítil hreyfing vœri íþessum viðskiptum. Dagurfór
á stúfana fyrir skömmu og heimsótti bílasölur til að
kanna hljóðið í bílasölum.
Það kom blaðamanninum dálítið á óvartað hljóðið
var ekki svo slœmt í bílasölunum. „Það er alveg
hœgt að selja gamla bíla í dag ef þeir eru vel með
famir. Það tekurbara lengri tíma og greiðslukjörin
eru rýmri en áður, “ sagði bílasali í samtali við Dag.
Á Akureyri em nú starfandi sex bílasölur og eru
flestar þeirra með mikið af btlum til sölu. Þeir sem
Dagur hafði samband við voru yfirleitt með um
60-80bíla ásýningarsvœðisínuenþarað auki vom
þeir með allt að 600 bíla á skrá. Búast má við að
eitthvað af þessum bílum sé á skrá áfleiri en einni
bílasölu og sjálfsagt hefur eitthvað af þeim verið
afskráð. Það má því gera ráð fyrir að um 3000 bílar
siu til sölu á Akureyrarsvteðinu. Samkvœmt tölum
frá Bifreiðaeftirlitinu em um 8700fólksbílarskráð-
irá A-númerþannig að ef viðfömm mjögfrjálslega
með tölur má gera ráð fyrir að tœpur helmingur
þeirra si til sölu!
En miðað við hvað bílasalamir segja þá þurfa eig-
endur þessara bíla ekki að vera neitt svartsýnir held-
ur einungis þolinmóðir og sveigjanlegir í samning-
um. En sjáum hvað tveir bílasalanna segja; þeir
Sigurður Einarsson hjá Bílasölunni Ósi og Þor-
steinn Ingólfsson hjá Stórholti. AP
„Gamlir bílar
seljast alveg“
- segja Þorsteinn Ingólfs-
son og Valdemar Valsson
Hjá Bílasölunni Stórholti hitt-
um viö fyrir þá Þorstein Ingólfs-
son og Valdemar Valsson. Þeir
félagarnir voru hressir er
blaðamaður Dags hitti þá fyrir
og létu þeir ekki illa af sölunni:
„Það eru margir sem halda að
þeir losni ekki við bílinn sinn,
ef hann orðinn gamall en það
er ekki rétt,“ sagði Þorsteinn.
„Við vorum t.d. að selja 10 ára
gamla Toyotu fyrir skömmu og
fengum ágætt verð fyrir hana,“
bætti hann við.
„Það er þó skilyrði að þetta séu
góð eintök. Vel með farinn og
ekki of mikið keyrður bíil selst
alltaf,“ sagði Valdemar. Þeir
félagarnir sögðu að það væri allur
gangur á því hvemig bílarnir
væm seldir. Þetta væri allt frá
staðgreiðslu til 2 ára skuldabréfs.
„Fólk er orðið óhræddara við að
taka skuldabréf sem greiðslu
enda eru þau vísitölutryggð og
bera 9,5% vexti. Þetta er betri
ávöxtun en ríkisskuldabréf,“
sagði Þorsteinn og brosti.
Þeir sögðu að auðvelt væri að
athuga hvort útgefendur þessara
bréfa væru góðir borgunarmenn
og þess vegna fylgdi því lítil
áhætta að taka svona bréf ef
ábyrgðarmennirnir væru öruggir.
Stórholtsmennimir viðurkenndu
að framboðið væri mikið og því
tæki oft einhvern tíma að selja
bílana. Þeir sögðu að frekar auð-
velt væri að selja japanska jeppa
en mikill innflutningur á amerísk-
um jeppum hefði sett mikla sölu-
tregðu í þannig bíla. Fjórhjóla-
drifnir bílar seljast vel en gamlir
jeppar eins og t.d. Bronco hreyf-
ast varla. Ekki þarf að taka fram
að bestu sölubílarnir eru nýir og
nýlegir japanskir bílar.
Nú voru áhugasamir kaupend-
ur komnir inn á Stórholtssvæðið
og ekki vildi blaðamaðurinn
trufla söluna. Við kvöddum því
þá Þorstein og Valdemar. AP
„Nauðsynlegt að
láta bílinn standa
á bílasölu"
—Smáauglýsing íDegi besta
söluleiðin fyrir ódýra bíla
- Rætt við Sigurð Einarsson
Sigurður Einarsson hjá Bfla-
sölunni Ósi var ekkert svart-
sýnn á söluna þótt mikið væri
af bflum á planinu hjá honum:
„Framboðið er að vísu meira
en eftirspurain en góðir bflar
seljast alhaf.“ Sigurður kvaðst
vera með um 70 bfla á planinu
en þar að auki væru um 600
bflar á skrá. Þetta er þó ekki
met hjá þeim á Ósi en þeir
hafa verið með allt að 900 bfla
á skrá.
Við spurðum Sigurð hvaða bíl-
ar gengju best og á hvaða kjörum
bílar væru yfirleitt seldir í dag.
„Það er mest sala í nýjum og
nýlegum bílum þ.e.a.s. árgerðum
’86, ’87 og ’88. Japanskir bílar
eru alltaf í mikilli eftirspurn og
svo er líka góð sala í litlum spar-
neytnum bílum.
Annars hafa bílaviðskiptin
mikið breyst á bara einu ári. Nú
er hægt að fá næstum hvaða bíl
sem er á skuldabréfi, líka þessa
nýju. Skuldabréfin geta verið 6, 8
eða allt að 24 mánaða. Fyrir stað-
greiðslu er slegið um 10-20% af
en ef bílarnir eru eldri getur stað-
greiðsluafslátturinn numið allt að
40%. Það er vert að geta þess að
stundum getur verið erfitt að
selja beint og bílaskipti eru orðin
mjög algeng.“
Hjá Ósi var mikið af nýlegum
bílum á planinu og við spurðum
Sigurð hvort mikið væri um að
fólk léti bílana standa hjá bíla-
sölunum.
„Til að selja bíl í dag er næst-
um því frumskilyrði að láta hann
standa á bílasölu. Það er orðið
svo mikið framboð að fólk ráfar á
milli bílasalanna og kaupir bíl
sem er til sýnis. Það er næstum
því hætt að fletta upp skrám og
velja sér bíl þannig, eins og
algengt var hér áður fyrr.
Gæðin á notuðum bílum eru
miklu meiri en þau voru því það
er orðið vonlaust að selja ein-
hverjar druslur og fólk er farið að
gera sér grein fyrir því. Það er
því byrjað að afskrá gamla bíla
og hreinlega henda þeim á haug-
ana f staðinn fyrir að reyna að
selja þá.“
Við ræddum áfram um þessi
viðskipti í nokkum ttma og eftir
að ljósmyndarinn hafði tekið
mynd af Sigurði ætluðum við að
kveðja þá á Ósi. Sigurður var þá
eitthvað hugsi og við spurðum
hann hvort hann vildi bæta ein-
hverju við þetta. Hann þagði
andartak og sagði síðan: „Mér
finnst rétt að láta það koma fram
að ef fólk á bíl sem á eru sett .50-
100 þúsund þá er besta leiðin til
að selja hann líklegast í gegnum
smáauglýsingarnar hjá Degi.“
Þetta gladdi hjörtu okkar
Dagsmanna og lofuðum við því
að koma þessu skilmerkilega til
lesenda í umfjöllun okkar um
bílaviðskiptin. AP
Valdimar
Þorsteinn
Sigurður