Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 5
16. maí 1988 - DAGUR - 5
Nýgotnir minkahvolpar
- Veiðimennska breyttist í búgrein
Nú undanfarið hefur verið mikið
um að vera í minkabúum lands-
ins þar sem gottíminn hefur stað-
ið yfir. Fleiri bændur en nokkru
sinni stunda nú þessa búgrein hér
á landi en þeim fjölgaði enn á
síðasta ári. Allt sfðan á steinöld
hafa menn sóst eftir hinum ýmsu
tegundum loðdýra til þess að
nota feld þeirra í skjólflíkur.
Áhuginn fyrir þessu jókst eftir
því sem aldirnar liðu og þegar
loðskinn urðu verslunarvara þá
varð varan mun dýrari og ásókn í
að veiða mörg þessi dýr varð
mikil. Ekki er talinn á því vafi að
það bjargaði mörgum þessara
dýra frá útrýmingu að farið var
að búa með þau í búrum og nytja
eins og hvern annan búfénað.
Kanadamenn og Rússar voru
frumkvöðlar á þessu sviði og
fleiri komu á eftir. Fyrsta minka-
búið í Bandaríkjunum var stofn-
að í norður New-Yorkfylki fyrir
nær tvö hundruð árum og 1827
var stofnað refabú í úthverfi
Stokkhólms sem var fyrsta loð-
dýrabú Skandinavíu. f dag er
greinin útbreidd og á Norður-
löndunum einum eru framleidd á
annan tug milljóna minkaskinna
árlega.
Fjórtán hvolpar er metið
Minkalæðurnar ganga með í 6-8
vikur og upp úr 20. apríl hefst
gottíminn. Áður skal gotkassi
þeirra útbúinn vel og settur í
hann karfa og trébotn síðan er
heyi pakkað á milli einnig er hey- j
ið sett í körfuna sjálfa, en læð- j
urnar sjá síðan sjálfar um gerð'
heykörfunnar sem er ætluð til
þess að skýla hvolpunum og eru
þær listilega vel gerðar með sér-
stökum heydyrum fram í sjálft
búrið. Ef kalt er þá þarf að hafa |
laust hey í búrinu til þess að læð-
an geti bætt í ef henni finnst svo
en þær hafa næma tilfinningu á
það hver þörfin fyrir einangrun
er. 4-5 lifandi hvoípar að meðal-
tali er algengt en eðlilegur
hvolpadauði er 5-10%. Mest er
vitað að læða hafi átt 14 hvolpa
hér á landi en af þeim voru þrír
ófullburða. Auðveldlega geta
þær alið upp átta stykki en séu
þeir fleiri verður baráttan of mik-
il í hreiðrinu. Auðvelt er að
venja þá undir aðrar læður og
þarf þá að nudda við þá heyi frá
þeirri læðu sem venja á undir og
gengur það upp í 95% tilfella.
Þeir fæðast hárlitlir og blindir en
þó má sjá hvaða litarafbrigði þeir
eru og vega ca. 8-10 g. Eftir 20
daga eru þeir orðnir 100 g og fara
úr því að neyta matar þó blindir
séu. Almennt eru þeir færðir frá
6-7 vikna. Ef nýfæddur hvolpur
lendir út úr hreiðri og kólnar
upp, er helst að setja hann í volgt
vatn og hita hann þannig um
stund en þetta er ótrúlega lífseigt
ungviði.
Fóðrið þarf að vera gott
Þegar hvolparnir stækka er best
að gefa þeim tvisvar til þrisvar á
dag til þess að viðhalda lyst.
Markmiðið er að þeir matist sem
mest og fóðrið þarf að vera mjög
orkuríkt. Til þess að framleiða
eitt skinn þarf u.þ.b. 55 kg af
fóðri en til samanburðar þarf 120
kg til þess að framleiða eitt
refaskinn. Meðalverð á fóðrinu
er um 10 kr. á kg sem loðdýra-
bændur telja að sé heldur hátt og
finna þurfi leiðir til þess að lækka
það. Mest er það innlent en í það
er blandað hemax sem er járn-
blanda til þess að koma í veg fyrir
blóðleysi og fá gljá á feldinn.
Koma þarf í veg fyrir hvítull í
feldinum en mjög lítið verð fæst
fyrir slík skinn og lenda þau í
undirflokkum. Þannig dýr eru
aldrei sett á.
Loðdýraræktendur benda á að
gæta þurfi þess að hafa ekki of
mikla yfirbyggingu og milliliða-
kostnað til þess að halda fóður-
verðinu niðri.
Umsjón:
Atli
Vigfússon
Afbrigðin eru mörg
Undirstöðulitir í minknum hér á
landi eru svartminkur, ræktaður
franskur villiminkur, pastel
(ljósbrúnn), perla (perlulitur) og
hvítur. Þessum grunnlitum er
sfðan blandað saman og fást
þannig margs konar afbrigði með
hinum ýmsu nöfnum.
Erlendis eru grunnlitirnir mun
fleiri og afbrigðin skipta tugum.
Til þess að ná fram hinum ýmsu
skinnagerðum þarf að hafa mikla
þekkingu á erfðafræði minksins.
Hér á landi er svartminkurinn að
verða með óæskilega mikinn
brúnan tón og þarf því að fiytja
inn dýr til þess að laga litinn. Sem
dæmi um blöndun þá er hægt að
blanda saman ljósbrúnum pastel
og perlu og fást þá dökkbrúnir
hvolpar, scanbrown sem hafa átt
vaxandi vinsældum að fagna á
síðasta sölutímabili. Þetta
afbrigði fæst einnig með pastel og
villimink saman.
Landið hefur sérstöðu
Minkurinn sem fluttur var inn um
1970 var með sjúkdóm sem heitir
plasmacytose, sem kemur niður á
ótímabærum hvolpadauða og
frjósemi en tekist hefur að
útrýma þessari veiki úr öllum
alimink hér á landi en finnst enn
í villta stofninum úti í náttúrunni.
Það var 1983 sem byrjað var á því
að skipta um stofn með miklum
tilkostnaði og hefur landið nú
sérstöðu í heiminum með því að
hafa sjúkdómafrían aliminka-
stofn. Af þeim sökum hafa
útlendingar sótt í það að kaupa
héðan lífdýr en eins og er þá er
mikil uppbygging í greininni og
fara öll lífdýr á innanlandsmark-
að, þannig að ekki hefur enn far-
ið fram neinn útflutningur. Það
er fleira sem hefur sérstöðu, en
það er hversu mikinn fiskúrgang
við höfum en á meðan eru hin
Norðurlöndin að komast í þrot.
Þarna er verið að'breyta ýmsu
sem áður var ekki nýtt í verð-
mæta útflutningsvöru.
Minkurinn getur verið félagi og sýnir ■ mörgu mikla skynsemi.
f-----------------------------------------
Tívolíbátarnir Leirutjörn
eru til sölu
Bátarnir eru mjög stöðugir og ósökkvandi.
Hannaðir til veiða.
Kjörið tækifæri fyrir:
- Áhugasamar fjölskyIdur til að leigja út.
- Veiðifélög - Sumarbúðir.
Upplýsingar í síma 96-21733 á kvöldin.
J
Rekstur útibús KÞ
Kaupfélag Þingeyinga auglýsir rekstur útibúsins
í Reykjahlíð, Skútustaðahreppi, Suður-Þingeyj-
arsýslu til leigu, með þeim réttindum og skyldum
sem því fylgja.
Hér er um blandaðan rekstur að ræða ásamt til-
heyrandi verslunarhúsnæði, innréttingum og áhöld-
um. Heildarvelta á árinu 1987 var krónur 41,3 millj-
ónir. (búðarhúsnæði fylgir leigunni sé þess óskað.
Nánari upplýsingar veitir kaupfélagsstjóri.
Húsavík 10. maí 1988.
Kaupfélag Þingeyinga.
Nám í tannsmíði
Ákveðið hefur verið að taka 4 nemendur til náms í Tann-
smíðaskóla (slands í september 1988.
Inntökuskilyrði eru grunnskólapróf og kunnátta í ensku og
einu Norðurlandamáli er svarar til stúdentsprófs. Auk þess
þarf að fylgja vottorð um eðlilegt litskyggni. ( umsókn skal
tilgreina aldur (kennitölu), menntun og fyrri störf.
Umsóknir skal senda til Tannsmíðaskóla (slands, Vatns-
mýrarvegi 16, 101 Reykjavík fyrir 5. júní næstkomandi.
Menntamáiaráðuneytið.
SKAMM
TÍMABRÉF
HAGKVÆM
ÁVÖXTUN
SKAMM-
TÍMAFJÁR
Nú er auðvelt að ávaxta fé sem einungis er til
ráðstöfunar um skamman tíma, með skjótum og
traustum hætti. Með tilkomu Skammtímabréfa
Kaupþings opnast nýr möguleiki fyrir alla þá sem
hingað til hafa ekki getað nýtt sér hagstæða
ávöxtun vegna langs binditíma.
Skammtímabréfin eru einmitt ætluð þeim sem
þurfa að nota fé sitt innan skamms tíma en vilja
jafnframt ávaxta það á sem hagkvæmastan hátt.
Bréfin eru gefin út í einingum að nafnvirði
10.000 kr., 100.000 kr. og 500.000 kr.
Skammtímabréf munu bera 6-8% vexti umfram
verðbólgu. Þeim fylgir enginn aukakostnaður og
innlausn þeirra er einföld og hröð.