Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 11

Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 11
hér & þar 16..maí 1988 - DAGUR - 11 r- Júlli bamanmingi - Julío Iglesias krækti í 19 ára fegurðardís „Hún er vinkona mín, einstök persóna í lífi mínu,“ segir söngv- arinn Julio Iglesias um hina 19 ára gömlu vinkonu sína, Dayse Junes frá Brasilíu. Júlli verður glaseygur þegar hann talar um hana, en hann er orðinn 44ra ára gamall og má muna sinn fífil fegri. Síra Jón Þorláksson á Bægisá orti eitt sinn um stúlku: Ein er stúlkan yndisleg, öðrum vífum fegri. Hana vildi eiga eg efhún væri megri. En Júlli hefur enga ástæðu til að yrkja á þennan hátt því Dayse hefur verið kjörin Ungfrú Brasil- ía og er afskaplega viðunandi í vextinum svo ekki sé meira sagt. Júlli kynntist henni þegar hann var í glasi, ég meina þegar hann var á ferð í Rio de Janeiro til að kynna nýju plötuna sína. „Ég féll gersamlega hundflatur fyrir henni er ég barði hana aug- um hið fyrsta sinni. Við höfum verið eins og samloka síðan, já góðir hálsar, ég er ástfanginn. Hún er skínandi björt (þótt hún sé svört), aðlaðandi og unaðsleg og gerir mig yngri og frískari," segir Júlli glaseygur. Ekki er sopinn bjórinn þótt í glasið sé kominn og heyrum nú kvað stúlkutetrið hefur að segja um félaga Júlíus: „Gvöð, veistu hvað. Mér fannst það svo skrítið að fyrsta samtalið okkar snerist allt um mig. Ég botna bara ekk- ert í því. En hann Júlli minn er sko ekki ein af þessum sjálfselsku stjörnum sem tala bara um eigið ágæti. Ég sagði honum allt um sjálfa mig, allt frá því ég pissaði í kopp og þar til ég var kosin Ungfrú Brasilía." Tengsl Júlla og Dayse voru í fyrstu bundin við vináttu, a.m.k. af hennar hálfu. Sjálf átti hún kærasta, brasilískan fjármála- mann, en þegar Dayse gerði sér grein fyrir því að tilfinningar hennar voru að þróast úr vináttu í ást þá varð samband hennar við , kærastann æ stirðara uns brassinn forðaði sér á hlaupum. Nú geta Dayse og Júlli haft það gott yfir glasi hvenær sem er en gifting er ekki á dagskránni sem stendur. Sú stutta er ekki tilbúin í húshald og barnastand og Júlli er upptekinn af söngferli sínum. Þau hittast hvenær sem þau geta og þess á milli hjala þau í síma og ástríðurnar hríslast um glóandi símalínurnar. Við látum þetta nægja að sinni, veriði sæl. Þessi 19 ára þokkagyðja frá Brasilíu þráir mest að hitta Júlla yfir glasi nl dagskrá fjölmiðla SJÓNVARPIÐ hAnudagur 16. mai 16.60 Fráttaágrip 00 táknmáls- 19.00 GaUrakárUiui fiá Os. (Tha Wizard of Oz) Þrettándi þáttur. - Galdrakarl- inn. 19.20 HáskaslóMr. (Danger Bay) 19.60 Dagskrárkynning. 20.00 Práttlr og vsOur. 20.36 Vistaskipti. (A Different World). Bandariskur myndaflokkur með Lisu Bonet i aðalhlutverki. 21.00 Skáld götunnar. Ari Gisli Bragason er umsjónar- maður þessa þáttar um ýmis skáld lifs og liðin sem varhluta fóru af hylli heimsins. Meðal þeirra sem koma fram í þættin- um eru skáldin: Steinunn Ás- mundsdóttir, Steinar Jóhanns- son og Ólafur Haraldsson, og ennfremur Eysteinn Þorvalds- son dósent. 21.30 íþróttir. Umsjónarmaður: Jón Óskar Sólnes. 22.30 Óp konunnar. (The Screaming Woman). Ný kanadísk sjónvarpsmynd gerð eftir sögu Ray Bradburys. Aðalhlutverk: Drew Barrymore, Janet Laine Green og Roger Dunn. Ung stúlka heyrir óp úr skógi og vegna áhuga sins á draugasög- um ákveður hún að kanna málið. Hún kemst að raun um að ekki er allt með felldu en gengur illa að sannfæra aðra um það. Atriði i myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 22.30 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. □ SJÓNVARP AKUREYRI mAnudagur 16-aaaf 18 J6 ÉgNataUa. (Me. Natalie.) Bandarisk kvikmynd um átján ára gamla stúlku sem hefur ekki háar hugmyndir um sjálfa sig, henni finnst hún ófrið og klaufa- leg. Hún yfirgefur fjölskyldu og vini og flyst til listamanna- hverfis i New York. 18.20 Hstjur himingeimsins. (He-man.) 18.45 Vaxtarverkir. (Growing Pains.) 19.19 19.19. 20.30 Sjónvarpsbingó. 20.55 Dýraiif i Afriku. (Animals of Africa). 21.20 Striðsvindar. (North and South.) Lokaþáttur. Þættimir era ekki við hæfi yngri barna. 22.50 Dallas. 23.35 Hann rekinn, hún ráðin. (He's Fired, She's Hired.) Framkvæmdastjóra á auglýs- ingastofu er sagt upp störfum og þarf strax að finna aðra leið til þess að sjá fjölskyldu sinni far- borða. Aðalhlutverk: Karen Valentine og Wayne Rogers. 01.05 Dagskrárlok. © RAS 1 MÁNUDAGUR 16. mai 6.45 Veðurfregnlr - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Má Magnússyni. Sigurður Konráðsson talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund baraenne. „Sagan af Þverlynda Kaila" eftir Ingrid Sjöstrand. 9.30 MorgunleikJiml. 9.46 Búnnðerþáttur. 10.00 Fréttir - Tilkynnlnger. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr söguskjóðunni - Um klaueturlii á íelendL 11.00 Fréttir - Tilkynnlngar. 11.06 Semhljótnur. 12.00 FrétteyfirUt ■ Ténlist - Tilkynningar. 12.20 BádegiefrátUr. 12.46 Veðurfregnir - Tilkynn- ingar - Tónlist 13.06 i degeine önn. Umsjón: Tómas Björgvinsson. (Frá Akureyri.) 13.35 Mlðdegissagan: „Lyklar himnarikis" eftir A. J. Cronin. 14.00 Fréttir - Tilkynningar. 14.05 Á frivaktinni. 16.00 Fréttir - Tónlist. 15.20 Lesið úr forastugreinum landsmálablaða. Tónlist. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbékin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Baraaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Beet- hoven og Haydn. 18.00 Fréttir. 18.03 Vísindaþáttur. Tónlist ■ Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál. 19.40 Um daginn og veginn. Edda Björnsdóttir Miðhúsum, Egilsstöðum talar. (Frá Egilsstöðum.) 20.00 Aldakliður. 20.40 Fangar. 21.10 Gömul danslög. 21.30 Útvarpssagan: „Sonurinn" eftir Sigbjörn Hölmebakk. 22.00 Fréttir - Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Menntun og uppeldi for- skólabarna. 23.00 Tónlist að kvöldi dags. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Svæðésátmrp fyrir Akureyri og nágrenni. MANUDAGUR 18. nui 8.07-8.30 Svssðisótvarp Norður Umsjón: Erna Indriðadóttir. 18.03-19.06 SvssðisÉtfarp Nesðn- Umsjón: Gestur E. Jónasson. MÁNUDAGUR 16. mai 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00 og 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Fréttaritarar í útlöndum segja tíðindi upp úr kl. 7.00. Siðan farið hringinn. Steinunn Sigurðardótt- ir flytur mánudagssyrpu kl. 8.30. Leifur Hauksson, Egill Helgason og Sigurður Þór Salvarsson. 10.05 Miðmorgunssyrpa. " Umsjón: Kristín Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Fréttayfirlit ■ Auglýsingar. 12.12 Á hádegi. Dagskrá Dægurmáladeildar og hlustendaþjónusta kynnt. Sími hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Rósa Guðný Þórsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálin tekin íyrir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 „The Woodentops". Kynnt enska rokkhljomsveitin „The Woodentops" sem heldur hljómleika hér á landi 19. þ.m. Umsjón: Skúli Helgason. 20.40 Kvöldtónar. Tónlist af ýmsu tagi. 22.07 i 7-unda himni. Eva Albertsdóttir flytur glóð- volgar fréttir af vinsældalistum austan hafs og vestan. 00.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónlist af ýmsu Ugi i nætur- útvarpi tii morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verð- ur endurtekinn frá fimmtudegi þátturinn „Fyrir mig og kannski þig* i umsjá Margrétar Blöndal. Veðurfregnir kL 4.30. Fréttir eru sagðer kl. 2, 4, 7, 7J0,8,8J0,9,10.11.12,12.20, 14,16.16,17,18,19, 22 og 24. Hljóðbyigjan FM 101,8 MÁNUDAGUR 16. mai 07.00 Pótur Gudjónsson vekur Norðlendinga af værum svefni og leikur rólega tónlist til að byrja með, en fer síðan í hressari tónlist þegar líður á morguninn. Pétur lítur i norð- lensku blöðin. Óskalögin og afmæliskveðjumar á sinum stað. Upplýsingar um færð og veður. 12.00 Ókynnt mánudagstónlist. 13.00 Pálmi Guðmundsson á léttum nótum með hlustend- Pálmi leikur tónlist við allra hæfi og verður með vísbendinga- getraun kl. 14.30 og 15.30. 17.00 Snorri Sturluson leikur þægilega tónlist í lok vinnudags. 19.00 Ókynnt kvöldtónlist. 20.00 Jóhann Jóhannsson mætir í rokkbuxum og striga- skóm og leikur hressilega tónlist. 24.00 Dagskrárlok. FM 104 MÁNUDAGUR 16. maí 07.00 Þorgeir Ástvaldsson. Lifleg og þægileg tónlist, veður, færð og hagnýtar upplýsingar. Fréttir kl. 8.00. 09.00 Gunnlaugur Helgason. Seinni hluti morgunvaktar með Gulla Fréttir kl. 10 og 12. 12.00 Hádegisútvarp. Bjarni Dagur Jónsson mætir i hádegisútvarp og veltir upp fréttnæmu efni, innlendu jafnt sem erlendu, i takt við gæðatón- Ust. 13.00 Helgi Rúnar Óekareeon. Gamalt og gott, leikið með hafi- legri blöndu af nýrri tónlist. Fréttir kl. 14 og 16. 16.00 Mannlegi þétturinn. Árni Magnússon. Tónlist, spjall, fréttir og frétta- tengdir víðburðir. Fréttir kl. 18. 18.00 ialenakir ténar. Innlendar dægurlagaperiur að hætti Stjömunnar. Vinsæll liður. 19.00 Stjörautiminn á FM 102.2 og 104. Farið aftur i timann i tali og tónum. 20.00 Síðkvöld á Stjöraunni. Gæða tónlist á siðkveldi. 24.00-07.00 Stjörauvaktin. 989 BYLGJAN, MANUDAGUR 16. maí 07.00 Stefán Jökulsson og morg- unbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in fram úr með góðri morguntón- list, spjallar við gesti og litur í blöðin. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Hressilegt morgunpopp gamalt og nýtt, getraunir, kveðjur og sitthvað fleira. 12.00 Hádegisfréttir. 13.10 Hörður Arnarson. Létt tónlist, innlend sem erlend. Fréttir kl. 13, 14 og 15. 16.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Hallgrimur lítur yfir fréttir dags- ins með fólkinu sem kemur við sögu. 18.00 Kvöldfréttatími Bylgjunnar. 18.15 Bylgjukvöldið hafið með góðri tónlist. 21.00 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og spjall. 24.00-07.00 Næturvakt Bylgj- unnar. Bjami Ólafur Guðmundsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.