Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 16.05.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 16. maí 1988 Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Sfmi 21635 - Skipagötu 14 Sumarhús Sumarhús til leigu fyrir félaga verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni. Félagið hefur til umráða hús á eftirtöldum stöðum: Illugastöðum, Aðaldal og í Vaglaskógi. Eyðublöð og upplýsingar á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, sími 21635. Umsóknarfrestur er til 18. maí 1988. Unnið verður úr umsóknum. Þeir sem aldrei hafa fengið hús áður hafa forgang. Leiga á sumarhúsi er kr. 5.000. F.V.S.A. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Draupnisgötu 7, M.-hl., Akur- eyri, þingl. eigandi Pan hf., föstudaginn 20. maí 1988, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Iðnlána- sjóður. Furuvöllum 13, B.-hl., Akureyri, þingl. eigandi Norðurljós hf., föstudaginn 20. maí 1988, kl.14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Iðn- lánasjóður, innheimtumaður ríkissjóðs, Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Gunnar Sólnes hrl. Hafnarstræti 86b, Akureyri, þingl. eigandi Kristján Vagnsson, föstudaginn 20. maí 1988, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er innheimtu- maður ríkissjóðs. Hlíðarendi, Akureyri, þingl. eig- andi Baldur Halldórsson, föstu- daginn 20. maí 1988, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Inn- heimtumaður ríkissjóðs og Bæjarsjóður Akureyrar. Keilusíðu 10i, Akureyri, þingl. eigandi Stjórn verkamanna- bústaða, föstudaginn 20. maí 1988, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Múlasíðu 3b, Akureyri, þingl. eigandi Stjórn verkamanna- bústaða, föstudaginn 20. maí 1988, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Ránarbraut 9, Dalvík, þingl. eig- andi Rán hf., föstudaginn 20. maí 1988, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er innheimtu- maður ríkissjóðs. Réttarhvammi 3, Akureyri, tal- inn eigandi Vinkill sf., föstudag- inn 20. maí 1988, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er innheimtu- ma^ur ríkissjóðs. Skák, Hrafnagilshreppi, þingl. eigandi Hreiðar Hreiðarsson, föstudaginn 20. maí 1988, kl. 15.30. Uppboðsbeiðandi er Stofnlána- deild landbúnaðarins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Hefur það bjargað þér Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri, á neðangreindum tíma: Hrísalundi 8g, Akureyri, þingl. eigandi Árni Harðarson, föstu- daginn 20. maí 1988, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Kaldbaksgötu, skála, A.-hluta, Akureyri, þingl. eigandi Bílasal- an hf., föstudaginn 20. maí 1988, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Inn- heimtumaður ríkissjóðs og Iðn- lánasjóður. Keilusíðu 8a, Akureyri, þingl. eigandi Jörundur Þorgeirsson, föstudaginn 20. maí 1988, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjar- sjóður Akureyrar, Gunnar Sól- nes hrl., Veðdeild Landsbanka Islands, Steingrímur Þormóðs- son hdl., Sigurður G. Guðjóns- son hdl., Ólafur Birgir Árnason hdl. og Jón Ingólfsson hdl. Vallargötu 5, Grímsey, þingl. eigandi Sigurður Bjarnason o.fl., föstudaginn 20. maí 1988, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Ævar Guðmundsson hdl. Vestursíðu 2b, Akureyri, talinn eigandi Gísli Ólafsson, föstu- daginn 20. maí 1988, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Vantar blaðbera í Cáerðahverfi II og ytri hluta Byggðavegar, ytri hluta Löngumýrar, Kringlumýri, Hrafna- björg, Klettaborg. Þormóður Jónsson sjötugur 28. mars 1988 Misjafn er manna háttur. Sumir nota hvert tækifæri til að kynna sig og afrek sín. Þormóður Jónsson er ekki í hópi þessara manna. Hann varð sjötugur 28. mars sl. í algjörri kyrrþey suður á Kanaríeyjum, þar sem hann dvaldi í sólinni, ásamt konu sinni Þuríði Sigurjónsdóttur, fjarri öllum þeim sem vildu þakka honum fyrir farna vegferð. Þetta er nær lífsskoðun Þormóðs en í fyrstu sýnist. Það er fjarri skapi hans að hafa uppi lúðrablástur og fyrirgang um þau verkefni, sem fall- ið hafa í hans hlut. Þetta er gagn- stætt þeirri tímans rás sem við lifum á, þegar mestu skiptir skvaldur í fjölmiðlum og á mannamótum, en kjarni máls og tilgangur látinn gleymast í málatilbúnaði. Hér ætla ég mér ekki þá dul að rekja langfeðgatal Þormóðs. Það læt ég öðrum eftir, sem hafa meiri færni til þess en ég. Meginmálið er úr hvaða jarðvegi lífstré Þormóðs Jónssonar er sprottið og þau lífsvið- horf sem sett hafa svipmót sitt á manngerðina. Hann er sprottinn af þingeyskri samhyggju og mótaðist af samvinnuviðhorfum, þegar þau voru ómenguðust í þessu landi. Hann er einn þeirra er gekk í lær- dómssmiðju meistarans frá Hriflu, sem þótti ágæt menntun á þeirri tíð. Þar tileinkuðu menn sér nýja sam- félagsmynd og lífsviðhorf, sem í senn skóp tilgang og veittu fyllingu í lífsbaráttunni. Margir þessara manna töldu sig hafa hlutverki að gegna til átaka í samfélaginu. Þessir menn voru tilbúnir að fórna pers- ónulegum metnaði og meta hlut- verk sitt fyrir liðheildina, til að framkvæma lífshugsjónina í köldum veruleikanum og gera hana hlut- læga í þjóðfélagskerfinu, sem áfanga að fjarlægari langsóttum þjóðfélagsmarkmiðum. Þormóður Jónsson er samvinnu- maður í þjóðfélagslegum skilningi á gamla góða vísu, eins og best þótti á dögum Björns á Brún og Péturs á Gautlöndum. Samvinnustefnan er honum þjóðfélagsleið, en ekki ein- vörðungu hagsmunasamtök neyt- enda og framleiðenda. Hann er einn þeirra mörgu, sem eru af sama bergi brotnir, og töldu að sam- vinnustefnan ætti að gegnumsýra þjóðfélagsdeigluna, með hug- myndafræði sinni, langt út fyrir ramma hefðbundinna samvinnu- samtaka. Það er í samræmi við þetta grund- vallarviðhorf, sem Þormóður undi sér að mestu sína starfsævi við að vinna að samvinnumálum. Áður en hann snéri heim til átthaganna, til að gerast umboðsmaður Samvinnu- trygginga, hafði hann í störfum sín- um gengið í skóla hjá þremur svip- miklum kaupfélagsstjórum á sinni tíð. Á Húsavík biðu Þormóðs sundur- leit verkefni. Eitt þeirra var forysta fyrir íþróttafélaginu Völsungi. í því starfi tókst honum að samhæfa sundurleiían hóp áhugamanna. Sjálfur hafði hann áhuga fyrir lík- amsmenntun og var mikill metnað- armaður í öllum íþróttakeppnum. Snemma tókust með okkur góð kynni á Húsavík. Hann tók við for- mennsku sjúkrahússtjórnar eftir að ég lét af starfi bæjarstjóra. Síðar fóru leikar svo, að ég tók við starfi framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Húsavíkur, og þar vorum við nánir samstarfsmenn um fimm ára skeið. Bygging nýja sjúkrahússins á Húsavík var framúrstefnuátak, sem átti sér fáa líka hér á landi í sinni tíð. Þeir möguleikar, sem hið nýja sjúkrahús skóp, var stærsta tækifæri landsbyggðarinnar til að ráða bót á viðvarandi læknaskorti. Þetta var í raun fyrirmynd að hinu mikla átaki, sem gert var síðar í uppbyggingu heilsugæslustöðva og sjúkrastofn- ana víðs vegar um landið. Á Húsa- vík voru skilyrði til að samhæfa háþróaða heilsugæslu, rekstri sjúkrastofnana á héraðsvísu, sem gerði gagnkvæmt samstarf lækna auðvelt, þannig að séð væri fyrir fagkröfum sjúkrahúss og heils- ugæslu í senn, með aukinni þjón- ustu og nægu framboði lækna. Örlögin höguðu því svo að á Húsavík brotnaði ísinn. Saman fóru hugsjónir framsýnna manna, eins og Páls Kristjánssonar og starfs- draumar ungu læknanna. Uppgjör- ið var óumflýjanlegt. Reynslan hef- ur sannað að rétta leiðin var vaiin. Þegar samstarf okkar Þormóðs hófst við sjúkrahúsið var starfsemi eldra sjúkrahússins, sem næst því að leggjast niður. Til aðstoðar við þá ungu lækna, sem brutu ísinn, réðust tímabundið sérfræðingar af Borgarspítalanum til að annast vandasamari verkefni við sjúkra- húsið. Það tókst að rétta við fjárhag rekstursins og efla þjónustu stórlega við erfiðar aðstæður. Ekki er hægt að minnast á lífs- hlaup Þormóðs Jónssonar, svo að lausn læknadeilunnar á Húsavík beri ekki á góma. Lyktir þessa máls eru þær að Húsavík og nálægar sveitir búa við eina bestu og ódýr- ustu heilsugæslu á landinu. Sjúkra- húsið er í fremstu röð sjúkrastofn- ana á sínu sviði. Læknakostur hefur verið nægur og tryggari á Húsavík, en almennt gerist utan stærstu þétt- býlisstaða á íslandi. í læknadeilunni reyndi mjög á sjúkrahússtjórn og einstaka stjórn- armenn persónulega. Þetta á sér- staklega við um Þormóð Jónsson, formann sjúkrahússtjórnar. Það var hlutverk sjúkrahússtjórnar að vera þeir fáu, sem sáu betur. Það fer ekki á milli mála, að sjúkrahússtjórn undir forystu Þor- móðs Jónssonar var vandanum vaxin, þegar á reyndi á örlagastund. Vill nokkur hugsa þá hugsun til enda, ef sjúkrahússtjórn hefði brugðist skyldu sinni við stofnunina og héraðið. Brugðist þeim mörgu, sem vegferð sína áttu undir ákvörð- un stjórnarinnar. Það vinnulag og þau úrræði er dugðu best, er það sem einkennir Þormóð Jónsson og marga aðra slíka. Þeir byggja ákvarðanir sínar á félagslegri rétt- sýni, sem á rætur í djúpstæðri sam- félagshyggju, og er hafin yfir tilfinn- ingasemi og persónulega vild við sjálfa sig og aðra. Þetta er sú mikla reisn sem ein- kennir menn eins og Þormóð Jónsson, þegar lífsstarf hans er met- ið og dæmt af sögunni. Þormóður vinur minn verður vonandi langlífur, svo sem hann á ættir til. Þrátt fyrir sjötíu ára mark- ið hefur hann ekki lokið leik sínum. Hann hefur af miklum manni að má og fjarri því að hann standi í víta- spyrnukeppni um örlög sín. Ég óska Þormóði heilla á nýjum vettvangi meðal þingeyskra fræða og við ritstjórn blaðs Benedikts á Auðnum, Boðbera K.Þ., sem enn í dag er félagsblað þingeyskra sam- vinnumanna. Þuríði óska ég til hamingju með bónda sinn sjötugan, um leið og ég færi henni þakkir fyrir góðan gern- ing á heimili þeirra í Gamla sýslu- mannshúsinu í Húsavík, sem enn er höfðingjasetur, sem á dögum Júlíusar Hafstein sýslumanns. Heimkynni þeirra hjóna setur svip sinn á Húsavík, þar sem bærinn skiptist við Búðarána. Þetta er svip- mót varanleikans og minnir á hina góðu gömlu tíð, þegar í heiðri voru hafðar fornar dyggðir og upptend- ruðust þær hugsjónir, sem enn í dag eru í senn markmið og leiðin að markinu. Áskell Einarsson. Tómstundakönnun æskulýðsráðs: Heimakærir unglinqar Hvað gera unglingar á föstu- dagskvöldi? Þeir eru sjálfsagt á einhverju bölvuðu flandri, gætu menn lialdið en svo er nú ekki ef marka má tómstunda- könnun Æskulýðsráðs Akur- eyrar. Þar var spurt um athafn- ir nemenda í 7.-9. bekk föstu- dagskvöldið 11. mars og í Ijós kemur að flestir héldu sig heima eða voru heima hjá vin- um sínum. Úrvinnslu úr síðasta liðnum er ekki lokið en svarendur til- greindu hvað annað þeir hefðu verið að gera. Ljóst er þó að margt af því hefði mátt flokka undir hina liðina hér að ofan, t.d. að horfa á sjónvarp sem væntan- lega var gert heima o.s.frv. Svo virðist sem stúlkurnar hafi verið meira úti á lífinu þetta föstudagskvöld en piltarnir voru frekar heima eða fóru í bíó. Hér á eftir geta menn séð hvernig svörin dreifðust eftir kyni: SS Piltar Stúlkur Alls Var heima allt kvöldið 35,0% 20,4% 27,7% Var heima hjá vinum/vinkonum 17,1% 23,5% 20,3% Fór í félagsmiðstöð, síðan annað 10,0% 17,6% 13,8% Fór á „rúntinn" 10,0% 13,4% 11,7% Fór í Miðbæinn 8,5% 14,5% 11,5% Fékk vini/vinkonur í heimsókn 5,7% 12,0% 8,9% Fór í bíó og síðan annað 8,0% 7,0% 7,5% Fór í félagsmiðstöð, síðan heim 4,3% 7,0% 5,6% Fór í „partý" 5,1% 5,6% 5,4% Fór í bíó og síðan heim 6,0% 4,2% 5,1% Fór að vinna 2,3% 3,4% 2,8% Annað 28,5% 29,1% 28,7%

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.