Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 24.05.1988, Blaðsíða 2
jp . vao i‘ * .t 2 - DAGUR - 24. maí 1988 Bein tveggja Hólabiskupa grafin upp: Þeir voru að koma úr dagróðri og sögðu aflann vera lítinn. Einhverju var þó landað á bryggjuna i Hnsey, mest var það þorskur í smærri kantinum eins og þessir sem hér er haldið á lofti. Mynd: et Voru í kistu undir gólfi dómkirkjunnar í síðustu viku fannst við upp- gröft undir gólfi dómkirkjunn- ar á Hólum í Hjaltadal kista með mikið skreyttum járnum á göflum. í kistunni voru 5 eða 6 beinagrindur sem fluttar voru suður til aldursgreiningar. Kom þá í Ijós að um gröf tveggja fyrrverandi Hóla- biskupa var að ræða, Björns Þorleifssonar sem dó 1710 og Gísla Þorleifssonar. Þá fannst einnig skjöldur með upphafs- stöfunum G.T.D og ártalið 1660, sem er dánarár fyrstu konu Gísla, Gróu Þorleifsdótt- Félag Sambandsfiskframleíðenda: Rösklega 5% tap varð á frystihúsum innan SAFF Aðalfundur SAFF, Félags Sambandsfiskframleiðenda, var hald- inn í síðustu viku, en Sjávarafurðadeild Sambandsins annast sölu á afurðum þeirra. Á árínu 1987 voru fluttar út sjávarafurðir fyrír 7,4 milljarða kr. (cif), sem er 6,5% meira en árið áður.-Otflutt magn nam alls rösklega 66.400 lestum, sem var 3,8% minna en áður. Alls voru fluttar út tæplega 52.800 lestir af frystum sjárvar- afurðum á vegum deildarínnar 1987, að verðmæti rösldega 6,5 milljarða króna (cif), sem er 4,1% aukning í krónutölu frá árinu á undan. Magnminnkun varð sem nam 2,8% milli ára. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á árinu 1987, m.a. vegna stórauk- ins útflutnings á ófrystum fiski, SAFF: Gengisskráning veröi óháð afskiptum stjómvalda „Aðalfundur Félags Sambands- fiskframleiðenda, haldinn í Reykjavík þriðjudaginn 17. maí 1988, telur þá stefnu fráleita að litlar sem engar hömlur séu hafð- ar á innlendum kostnaði, en gengi íslensku krónunnar sé bundið og gengisskráningin sé oft og tíðum ekki í neinu samræmi við kostnaðinn, sem er því sam- fara að afla erlends gjaldeyris," segir í ályktun sem gerð var á fundi SAFF. „Fundurinn telur að tvennt komi til greina: Að allur innlendur kostnaður sé háður sömu takmörkunum og gengisskráningin, eða að gengisskráningin sé óháð afskiptum stjórnvalda þannig að tekjumyndun útflutnings- greinanna sé jafn frjáls og önn- ur tekjumyndun í Þjóðfélag- inu. Verð gjaldeyris ráðist ein- göngu af framboði og eftir- spurn, enda er það í fullu sam- ræmi við stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, þar sem tekið er fram að framboð og eftirspurn skuli ráða verð- myndun í landinu. Fundurinn leggur til að tekið verði upp samstarf allra helstu útflytjenda um hvernig að því verði staðið að tryggja að erlend- ur gjaldeyrir verði aldrei afhend- ur undir kostnaðarverði." tókst framleiðendum í SAFF að auka framleiðslu frystra afurða um 10,5%, eða úr 49.500 tonnum 1986 í 54.700 tonn árið 1987. Fram kom á fundinum, að ef miðað er við hlutfallsskiptingu útflutnings eftir myntum megi ætla, að framleiðendur í SAFF hafi á árinu 1987 tapað um 240 milljónum kr. á falli dollarans, en fengið það tap borið uppi að hálfu með hækkun á sterlings- pundi og þýsku marki. Þá kom einnig fram, að rösk- lega 5% tap varð á frystihúsum innan SAFF á sl. ári, miðað við þau uppgjör sem fyrir liggja, og er þá tekið tillit til sannanlegs kostnaðar sem fellur á frystihús- in, en hefur ekki að öllu leyti fengist viðurkenndur í útreikn- ingum þjóðhagsstofnunar. Talið er að þrátt fyrir gengis- fellingu í byrjun vikunnar sé frystiiðnaðurinn rekinn með 6,6% haila, og að hallareksturinn væri um 15% ef ekki hefði komið til gengisfelling krónunnar. Veruleg breyting hefur orðið á útflutningi SAFF-frystihúsanna eftir mörkuðum og í fyrsta skipti í fyrra varð útflutningur á fryst- um sjávarafurðum til Evrópu meiri en til Bandaríkjanna, eða um 20.300 tonn á móti 18.600 tonnum. Þá hefur orðið veruleg aukning á útflutningi til A-Asíu- landa, einkum til Japans. Árið 1987 var hlutdeild Sjávar- afurðadeildar Sambandsins 13% af heildarvöruútflutningi lands- manna, en 16,7% af heildarút- flutningi sjávarafurða. Hlutur deildarinnar í útfluttum freðfiski var tæplega 33% á síðasta ári. Tryggvi Finnsson var endur- kjörinn formaður stjórnar SAFF. ur. Það er einmitt Gísli Þor- láksson Hólabiskup og konur hans 3, þ. á. m. Gróa, sem eru á fimm þúsund kallinum nýja. Eins og kunnugt er af fréttum er nú unnið að endurreisn Hóla- dómkirkju að innan. Þegar verið var að grafa fyrir loftræstistokk- um og fleiri lögnum í aprílmán- uði var komið niður á kistu með nokkrum beinagrindum. Var strax haft samband við þjóð- minjavörð og Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur send norður. Þar sem hún var þá önnum kafin í öðrum verkefnum gat hún ekki gert nema frumrannsókn, en í síðustu viku kom hún svo aftur norður ásamt Guðmundi Ólafs- syni fornleifafræðingi. Það var þá sem komið var niður á kistuna sem sagt var frá hér að framan. Þótti strax sýnt á skreytingum sem greinilega höfðu fylgt kist- unni að þarna var hefðarfólk grafið. Sigurður Guðmundsson vígslu- biskup á Hólum segir skýringuna á beinafundinum þá að framan af öldum hafi biskuparnir verið grafnir inni í kirkjunum. Sá síð- asti að vitað sé og sá eini sem grafinn var í núverandi dóm- kirkju, er Jón Teitsson sem dó 1781 og kona hans 1798. Kirkj- urnar voru stærri hér áður og því lenti norðurveggur Hóladóm- kirkju inn á gólffleti Halldóru- kirkjunnar gömlu. Því voru tekn- ar upp nokkrar biskupagrafir og þeim komið fyrir inni í kirkjunni. Beinin verða flutt aftur heim að Hólum og grafin að nýju undir gólfi Hóladómkirkju. -þá Heilbrigðisráðherra: Mótun opinberrar mann- eldis- og neyslustefnu I starfsáætlun ríkisstjórnarínn- ar er gert ráð fyrir að sam- ræmdar verði aðgerðir stjóm- valda til að framfylgja neyslu- og manneldisstefnu með heil- brigði landsmanna að leiðar- Ijósi. HeUbrigðisráðherra hef- ur skipað samráðshóp til þess Carmína ’88 komin út Carmína ’88 er komin út. í bókinni er að venju fjallað um þann graut sem undanfarin Ijögur til fimm ár hefur verið eldaður í því hlýja „eldhúsi menntunar og mannþroska,“ sem Menntaskólinn á Akur- eyri er. „Ymsir hafa átt hlut í mikilli grautargerð sem nú sér fyrir end- ann á. í þessum graut kennir ýmissa grasa og víst er að hann er ekki soðinn af einum nagla. þess hefur verið vandlega gætt að hræra reglulega í pottinum ,og halda hitanum hæfilegum, því hérna tíðkast engin slumpugraut- argerð. Og þó svo að eitt og eitt grjónakorn hafi brunnið við þá virðist grauturinn vel boðlegur og bara girnilegur,“ segir í formála bókarinnar sem er 288 blaðsíður að stærð. Bókin er til sölu í Bókabúð Jónasar og kostar þar 1100 krónur. ET Haraldur Bernharðsson, Einar Bjarki Malmquist og Snorri Gylfason úr Carmínunefnd, með afrakstur starfsins. Mynd GB að vinna að mótun opinberrar manneldis- og neyslustefnu, með það að markmiði, að ýta undir heilsusamlegar matar- venjur og heilbrigðan lífsstfl og bæta þannig heilbrigðisástand þjóðarinnar. Verkefni samráðshópsins verði m.a. eftirfarandi: Að tryggja að íslensk matvæla- framleiðsla verði í samræmi við neysluþarfir þjóðarinnar. Að manneldismarkmið Mann- eldisráðs um hollustu fæðunn- ar, verði lögð til grundvallar við stefnumótunina. Að leiðbeina og fræða fólk um hollt mataræði, meðferð mat- væla og matreiðslu. Að gangast fyrir neyslukönnun til að öðlast yfirsýn yfir neyslu- venjur þjóðarinnar. Stefnumörkun sem þessi kem- ur inn á mörg svið stjórnsýslunn- ar. Ráðherra hefur skipað þriggja manna framkvæmdahóp sem skal vinna að daglegri framkvæmd verkefnisins. Hann skipa Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, for- maður, Brynhildur Briem, nær- ingarfræðingur og dr. Stefán Aðalsteinsson. Verkefnisstjóri hefur verið ráðinn Unnur Stefánsdóttir, fóstra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.