Dagur - 24.05.1988, Side 3

Dagur - 24.05.1988, Side 3
24. maí 1988 - DAGUR - 3 Atvinnuástandið í apríl: Rösklega 100 án atvinnu á Norðurlandi eystra -114 atvinnulausir á Norðurlandi vestra Bridds Sumarbridds í kvöld kl. 19.30 í Dynheimum. Ekkert þátttökugjald - allir briddsspilarar velkomnir. Bridgefélag Akureyrar. Alls voru skráðir 14 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu í apríl og þetta jafngildir því að 640 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysis- skrá allan mánuðinn, eða 0,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Hér er um 20% fækkun atvinnuleysisdaga að ræða frá marsmánuði, en 15% fjölgun miðað við aprílmánuð 1987. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins og þar kemur fram að búist hafði verið við enn betra atvinnuástandi í mánuðinum þvf víða var mikil eftirspurn eftir starfsfólki og atvinna næg. Pá kemur fram að skrifstofunni hafi að undanförnu borist tilkynning- ar urn uppsagnir 300 starfsmanna og búast mætti við að skólafólk gæti átt erfiðara með að fá sumarvinnu en undanfarin ár. Á Norðurlandi vestra voru 114 manns atvinnulausir í apríl en 116 í mars og á Norðurlandi eystra voru 107 án atvinnu í apríl en 138 í mars, þannig að ástandið hefur batnað mikið þar. Lítum nánar á fjölda atvinnulausra í apríl, svigatölur tákna fjölda atvinnulausra í mars: Sauðárkrókur 18 (21), Siglu- fjörður 25 (28), Hólmavík 8 (13), Hvammstangi 23 (23), Blönduós 32 (17), Skagaströnd 9 (14), Ólafsfjörður 8 (7), Dalvík 2 (2), Akureyri 60 (76), Húsavík 31 (43), Kópasker 5 (5) og Þórshöfn 1 (4). Konur eru um helmingur atvinnulausra á Norðurlandi eystra en þær eru í yfirgnæfandi meirihluta á Norðurlandi vestra. SS Frostpinnar eru vinsælt laugardagsnammi en skiptar skoðanir eru um ágæti slíkrar „fæðu“. Þessi snáði lætur slíkt tal sem vind um eyru þjóta og smjattar á klakanum sem inniheldur 12 aukaefni. Mynd: gb Frostpinnar: „Vatn sem hangir saman á aukaefnum“ Frá og með næstu áramótum verða nokkur aukaefni tekin út af íslenska listanum yfir leyfi- leg aukaefni í matvælum í sam- ræmi við ný lög þar að lútandi. Stefnan hefur verið sú að fækka þessum aukaefnum (E- efnum), en að sögn matvæla- fræðinga eru sum þeirra ofnæmisvaldandi og fara illa með slímhúð meltingarfæra en þó eru þau á lista yfir leyfileg aukaefni. Sem nærtækt dæmi um notkum aukefna má taka frostpinna, nán- ar tiltekið Emmess stjörnuklaka með appelsínubragði. Innihalds- lýsingin er svohljóðandi: Vatn, sykur, bindiefni, bragðefni, litar- efni. En hvað skyldu vera mörg bindi-, bragð- og litarefni í einum stjörnuklaka? Svar: 12. Já, í þessum frostpinna eru aukaefnin E-412 (jurtagúmmí), E-401 (natríumalginat), E-407 (jurtagúmmí), E-330 (sítrónu- sýra), E-412 (jurtagúmmí), E- 440 (pektín), E-465 (metyletyls- ellul.), E-110 (matargult 3, sunset yellow), E-211 (natríumbensó- nat), E-223 (natríummetabí- súlfíð), E-202 (kalíumsorbat) og E-102 (matargult, tartrazin). Að sjálfsögðu er hér um leyfi- leg efni að ræða, efni sem ekki hafa verið talin skaðleg. Auka- efnin í frostpinna verka hins veg- ar strax á slímhúðina í munnin- um en bindast ekki fitusýrum eins og t.d. íspinnar sem eru mun skárri „fæða“ að sögn matvæla- fræðings. „Vatn sem hangir sam- an á aukaefnum,“ var lýsingin sem þessi matvælafræðingur gaf frostpinnanum. SS Hótel Ólafsfjörður: Sótt um fullt vín- veitingaleyfi Hótel Ólafsfjörður hefur sótt um að fá fullt vínveitingaleyfi. Nú hefur hótelið leyfi fyrir sölu á léttum vínum fyrir matargesti svo og leyfi fyrir sölu á sterk- um vínum í einkasamkvæm- um. Páll Ellertsson hótelstjóri segir að sennilega verði á þessu ári gerðar breytingar á einum sal hótelsins og þar innréttaður bar, því sé nú verið að sækja um fullt leyfi fyrir staðinn. Umsókn Hótels Ólafsfjarðar er nú til umfjöllunar í dómsmála- ráðuneyti en síðan verður hún tekin fyrir í áfengisvarnanefnd Ólafsfjarðarbæjar. JÓH Vomámskeið á Akureyri 30. maítíl 1 l.júní Leikfimi - Djassdans - Blues - Afródjass - Nútímadans. Byrjenda- og framhaldsílokkar. Kennarar: Hafdís Árnadóttir og Keith Taylor. Kennslustaður: Dansstúdíó Alice. Upplýsingar og innritun í Kramhúsinu í símum 91-12103 og 91-17860 frá kl. 10-20, og Dans- stúdíói Alice í síma 24979 frá kl. 17-20. Stórtjlæsilegar raðhúsíbúðir til söhi! Stórglæsilegar raðhús- íbúðir við Múlasíðu 2-4-6. Stærð íbúðar sem er ein hæð+ris er 146,64 fm +bHskúr 31,70 fm. Afhendast í haust frágengnar að utan og jöfnuð lóð. Ahar upplýsingar og teikn- ingar eru á skrifstofu Fasteignasölunnar hf. Gránufélagsgötu 4, sími 96-21878 Verktakar: Þorsteinn Jökull Vilhjálmsson Gunnar Guðbrandsson D| í .,1 lj~i 0-/.C3 1 i ro i -a—cr Mina 1 ttf vmoNO Min 71 M|«B Mina iH-r Mini sÓiskÁii E E |rwr^r~ Min*

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.