Dagur - 24.05.1988, Síða 8

Dagur - 24.05.1988, Síða 8
8 - DAGUR - 24. maí 1988 SL-mótið 1. deild: Aðalsteinn tiyggði Skagamönnum sigur á Húsavík - skoraði bæði mörkin gegn Völsungum Það var ekki rismikil knattspyrna sem sýnd var á malarvellinum á Húsavík á laugardag þegar Skagamenn sigruðu Völsunga 2:1. Malarvöllur og rok settu svip sinn á leikinn, en þó eiga bæði lið hrós skilið fyrir að reyna að spila vel við þessar slæmu aðstæður. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik, mest um miðjuþóf, en þó brá fyrir góðum samleiksköflum. Það var svo á síðustu mínútu hálfleiks að fyrsta markið kom, Haraldur Ingólfsson braust framhjá varnarmönnum Völsunga og upp að endamörkum, sendi fyrir á Aðalstein Víglundsson sem skoraði af stuttu færi. Völsungar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og sóttu mun meira en það voru Skagamenn sem skor- uðu næsta mark. Eftir að vörn Völsunga hafði sofnað á verðinum komst Heimir Guðmundsson upp kantinn, gaf fyrir og Aðalsteinn skoraði. Það sem eftir var leiks þyngdist sókn Völsungs meira og á 79. mín. skoraði Sveinn Freysson sannkallað draumamark. Hann fékk boltann fyrir utan vítateig á ská við markið, og þrumaði honum beint upp í hornið fjær, alveg óverjandi fyrir Ólaf í markinu. En fleiri urðu mörk- in ekki og Skagamenn fögnuðu sín- um fyrsta sigri í sumar, en Völsung- ar hafa ekki fengið stig enn. „Ég er bjartsýnn á framhaldið, það er stígandi í þessu hjá okkur,“ sagði Sigurður Halldórsson, þjálfari Völsungs en liðið lék án Snævars Hreinssonar. „Ég er ánægður með stigin, meira er ekki um þennan leik að segja,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálíari Skagamanna. Lið Skagamanna virðist ekki eins sterkt og undanfarin ár. Völsungar léku þokkalega á köflum en virtist vanta meiri trú á það sem þeir voru að gera. ASG Liðin: Völsungar: Haraldur Haraldsson, Eiríkur Björgvinsson, Sveinn Freysson vm 49 mín., Skarphéðinn Ivarsson, Theodór Guðmunds- son, Björn Olgeirsson, Helgi Helgason, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Kristján Olgeirs- son, Sigurður Illugason vm 68 mín., Stefán Viðarsson, Guðmundur Guðmundsson og Jónas Hallgrímsson. IA: Olafur Gottskálksson, Heimir Guð- mundsson, Haftiði Guðjónsson, Sigurður B. Jónsson, Mark Duffield, Ólafur Þórðarson, Haraldur Hinriksson, Guðbjörn Tryggva- son, Alexander Högnason vm 46 mín., Har- aldur Ingólfsson, Aðalsteinn Víglundsson, Sigurður Harðarson vm 78 mín. og Karl Þórðarson. Dómari: Bragi Bergmann, dæmdi ágætlega. Línuverðir: Óli Olsen og Sveinn Sigurjóns- son. Stefán Viðarsson fyrrum Skagamaður og núverandi leikmaður Völsungs í baráttu við Mark Duffield leikmannn íA í leiknt laugardag. Mynd KA lagði Víking á gervigrasinu KA gerði sér iítið fyrir og sigraði lið Víkinga 1:0 á gervigrasvell- inum í Laugardal á laugardaginn. Það var Valgeir Barðason sem skoraði markið í sínum fyrsta deildaleik fyrir KA. Þetta var sig- ur liðsheildarinnar hjá KA- mönnum og voru þeir að vonum ánægðir að fara með sigur af hólmi á erfiðum vellinum í Reykjavík. „Það sannaðist í þessum leik að úrslitin ráðast á leikvellinum, en ekki í blöðum fyrir leiki,“ sagði Stefán Gunnlaugsson formaður KA kampakátur eftir sigurinn. Það ríkti mikil gleði hjá KA-mönnum eftir þennan sigur enda voru spádómarn- ir fyrir leikinn ekki þeim gulklæddu í hag. En þeir komu inná staðráðnir í því að vinná og Víkingsliðið fékk engan tíma til að byggja upp spil. Mark KA kom á 24. mínútu fyrri hálfleiks er Gauti Laxdal tpk góða hornspyrnu. Bjarni Jónsson skallaði knöttinn til Valgeirs Barðasonar sem rak hnéð í hann og beint inn í markið. Við þetta tvíefldist KA lið- ið og sótti stíft að marki Víkinga. Nokkru síðar fékk Anthony Karl Gregory sendingu inn fyrir vörnina og skoraði, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. - Valgeir skoraði í sínum fyrsta leik fyrir KA í seinni hálfleik jafnaðist leikur- inn og var mikil barátta á miðju vall- arins. Lítið var um marktækifæri og var boltinn mest í háloftunum, enda mikið rok á meðan á leiknum stóð. Þetta var sigur liðsheildarinnar hjá KA. Vörnin var sterk með Erl- ing Kristjánsson í fararbroddi og Haukur Bragason var einnig örugg- ur í markinu. Miðjumennirnir börð- ust vel og Anthony Karl Gregory var sprækur í framlínunni. Ekki er hægt að hrósa neinum hjá Víkings- liðinu, enda var þetta ekki þeirra dagur. Vörnin virkaði mjög óörugg hjá þeim og sóknarmennirnir sáust ekki í leiknum. Liðin: KA: Haukur Bragasnn, Slrtón S. Ólafsson, Gauti Laxdal, Jón Kristjánsson (Arnar Freyr Jónsson 63 ntín.), Lrlingur Kristjúns- son, Þorvaldur Örlygsson, Bjarni Jónsson, Valgeir Barðason ( Friönnmir Herinannsson 83 mín.), Örn Arnaison, Anthony Karl Gregory, Arnar Bjarnason. Lið Víkings: Guðinundur Hreiðarsson, Andri Marteinsson, Gunnar Gunnarsson, Atli Helgason, Jón Oddsson, Ólafur Ólafs- son (Björn Bjartmarz 33 mín.), Jóhann Þor- varðarson, Trausti Ómarsson, Atli Einars- son, Einar Einarsson, Hlynur Stcfánsson (Guðmundur Pétursson 72 mín.). Dómari: Magnús Jónatansson og átti hann ágætan lcik. G 4 spjöld: Þorvaldur Örlygsson KA og Stefán Ólafsson KA AP Gauti Laxdal lagöi upp mark KA í lciknunt gegn Víkingi á laugardag.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.